gengur bara betur næst

sunnudagur, desember 29, 2002:

ég er semsagt í efstu röð.. fjórði frá hægri.

vignir freyr // 5:05 e.h.
______________________

trallala... jæja.. er ennþá í náttfötum og klukkan að nálgast fimmleytið... á að fara í vinnuna klukkan sex og ef þið hafið EKKERT að gera kíkið þá endilega á mig í vinnuna (súfistann í hafnarfirði) og fáið ykkur kaffisopa eða kókódreytil ;) segi svona... allavega þá er ég að fara að vinna með henni rakel eddu vinkonu sem þýðir það að mér ætti nú alls ekki að leiðast í vinnunni :) annars verður líklegast glápt á eina dvd eða svo að lokinni vinnu þar sem við hérna á heimilinu fjárfestum í DVD-spilara og heimabíógræjum frá JVC í gær... ekkert smá gaman að glápa núna ;) og það þýðir það að maður getur farið að bæta ýmsum klassískum bíómyndum í safnið ;) jey! það er gott að glápa ;) þegar maður hefur tíma til....

vignir freyr // 5:00 e.h.
______________________

föstudagur, desember 27, 2002:

gleðilegan þriðja í jólum!! ;) ég er sko ekkert að slaka á þessu jólaupplifelsi hérna.. er ennþá í náttfötunum og búinn að vera að narta í allan dag... veit ekki hvað verður gert í kvöld.. held kannski bara áfram að slappa af... er byrjaður að lesa HARRY POTTER AND THE PRIZONER OF AZKABAN... fékk allar harry potter bækurnar á ensku í jólagjöf... annars fór ég á lotr: the two towers í gær og ekkert smá gaman! ég ELSKA fantasíur!! og hef alltaf gert :) horfði svo á star wars episode II: attack of the clones í dag... aldrei að vita nema maður rifji enn einu sinni upp kynnin af gömlu myndunum sem eldast betur en flestir sem ég þekki!! :) annars held ég hafi slegið met yfir fjölda pakka sem ég hef opnað seinustu daga!! útskrift-afmæli-jól! þetta er bara ekkert smá! en ég held sönsum... ...ennþá! :) svo verður BARA gaman á áramótunum... veit ekki hvort stefnan verði tekin á MIÐBÆ REYKJAVÍKUR þar sem nóg verður um að vera í HAFNARFIRÐINUM!!! í faðmi vina og vandamanna :) :) :) annars skýrist þetta allt saman þegar nær dregur... nú er ég bara að hlusta á sugababes lög sem ég er að ná í af netinu ssshh!! ekki segja neinum ;) fer svo kannski í klassískt stuð á eftir og kíki á renessaince-diskana sem ég fékk frá skólanum á útskriftinni eða jafnvel messiah eftir händel?? eitt er víst að ég hef nákvæmlega ENGUM skyldum að gegna í dag!! and i LIKE IT! :) :) :)

vignir freyr // 5:59 e.h.
______________________

þriðjudagur, desember 24, 2002:


GLEÐILEG JÓL :)

vignir freyr // 12:44 f.h.
______________________

mánudagur, desember 23, 2002:

ég var alltaf á hlaupum til að syngja svo mig vantar á flestar myndir af útskriftinni! ég á semsagt að vera þarna aftast til vinstri ;)

vignir freyr // 11:20 f.h.
______________________

sunnudagur, desember 22, 2002:

jæja... nú er útskriftin búin og svei mér þá ef það var ekki fjör í gærkvöldi... gerður kærasta annars brósa míns benti mér á þessa æðislegu karaoke síðu og vakti þetta online karaoke gríðarlega lukku viðstaddra. við gerðum þetta soldið pro og vorum með tvo hljóðnema og magnara og tengdum svo öll herlegheitin við tölvuna og græjurnar. ég held að það karaoke-"performans" sem stóð uppúr hafi verið þegar ég og guðrún svava frænka tókum "summer lovin" úr grease með tilheyrandi danshreyfingum, geggjuðum bakröddum og krúsíndúllum við og við sem við bættum við laglínuna... ;) svo kíkti ég á gauk á stöng sem var bara gaman... fór svo heim um fjögur leytið þegar ég hitti 4 af mínum samstúdentum og fékk að sitja í heim... takk fyrir það ;) en já.. nú á ég semsagt afmæli... þ.e.a.s. í dag þann 22.desember!!! (daginn eftir útskrift) og ég hef ALDREI á ævinni opnað svona marga og veglega pakka í einu! manni líður bara eins og maður sé að fermast! annars liggur leiðin núna í smáralindina þar sem ég ætla að kaupa seinustu jólagjöfina... svo veit maður aldrei hvað verður brallað í kvöld... ef til vill verður bara slappað af við kerti og spil eða einhver sígild jólamynd leigð?? hver veit.. annars vill ég nota tækifærið og þakka fyrir gærdaginn og allar veglegu gjafirnar sem vinir mínir og vandamenn gáfu mér... "AaaWWww! YOU SHOULDN'T HAVE!" :)

vignir freyr // 5:31 e.h.
______________________

laugardagur, desember 21, 2002:

HÆHÆ!! ;) það er svo margt sem ég gæti sagt og margt sem ég myndi eflaust láta ósagt hafa hvort sem væri ;) en það fer allavega ekki á milli mála að frá og með deginum í dag er ég titlaður STÚDENT vignir freyr helgason takk fyrir ;) gaman að þessu... síðustu dagar eru búnir að vera eins og heljarinnar rússíbanareið... ég er búinn að vera geðveikt duglegur.. á fimmtudaginn spilaði ég á tveimur tónfundum með henni fríðu vinkonu (ég á píanó og hún á selló) svo söng ég heila tónleika með kór flensborgarskólans, framhaldskór og kvennakór hafnarfjarðar það sama kvöld... í gærkvöld (föstudag) söng ég síðan dúett með rakel vinkonu og söng jólalag eftir þórunni söngkennara minn og með mér léku einmitt fríða selló, tóta víóla og kristófer gítar... semsagt kom alveg ágætlega út.. held ég ;) annars vill ég bara þakka öllum þeim sem MÆTTU á útskriftina í víðistaðakirkju í morgun og þeim sem léku með mér og sungu í vikunni sem er að ljúka :) well... best að fara að gera eitthvað af viti!!! :)

vignir freyr // 1:59 e.h.
______________________

þriðjudagur, desember 10, 2002:

trallala... jæja.. var að læra til 2:00 í gær en þá sagði ég stopp! hingað og ekki lengra, ég hafði þá lokið þeirri yfirferð sem ég ætlaði mér að ljúka við. Svaf svo eitthvað skringilega í nótt.. hélt ég væri að vera of seinn en þá leit ég á klukkuna og hún var 4:36! úff! annars gekk ágætlega í prófinu og ég á semsagt að taka mitt seinasta próf á morgun... fór í bankann í dag og var með svona ávísun með endurgreiðslu frá skattinum.. skrifaði aftaná hana og gjaldkerinn rétti mér peninginn og ég spurði þá "viltu ekki sjá skilríki??" (það stendur skýrum stöfum að skilríkja sé vænst við vitjun upphæðarinnar), hún brosti og sagði "nei nei ég er með mynd af þér í tölvunni hérna"... svaka tæknivætt eitthvað... þetta sýnir bara hversu sjaldan ég fer í bankann... ég er orðinn það tæknivæddur að ég nota næstum bara heimabankann ;)

vignir freyr // 2:00 e.h.
______________________

mánudagur, desember 09, 2002:

ljósið í myrkrinu... var að fá staðfestingu á skólavist minni eftir jól í iðnskólanum ;) jey! nú er bara í raun að ná öllum prófunum svo maður útskrifist nú örugglega... annað væri frekar leiðinlegt... annars á ég alveg EINSTAKLEGA erfitt með að halda mér við efnið... nú er ég semsagt að lesa mér til um félagsfræði tók þann áfanga semsagt sem p-áfanga og er því að frumlesa flest allt efnið... voða gaman hjá mér... svo fékk ég áfall þegar ég ætlaði að panta mér tíma í klippingu! komst að því að ég verð soldið MIKIÐ busy eftir próf og fram að jólum... hvenær á ég að kaupa jólagjafirnar?!! jæja.. þetta skýrist allt.. bara að taka sér einn dag í einu og passa að fara snemma að sofa og vakna snemma og borða staðgóðan og hollan mat... yeah right! ;)

vignir freyr // 4:21 e.h.
______________________

sunnudagur, desember 08, 2002:

Þessi plasmakúla er ætluð til að senda þeim sem eru í prófum styrk... ekki vera gráðug... takið bara þá orku sem þið þurfið og ekki eyða henni í neitt annað en próflestur og undirbúning fyrir próf, þetta er nefnilega prófa-plasma-kúla...

vignir freyr // 7:42 e.h.
______________________

gleðilegan annan sunnudag í aðventu... það fer barasta að styttast í þessi blessuðu jól og maður á eftir að gera SVO mikið þegar maður loksins losnar úr próflestrinum... en það þýðir ekkert að vera að stressa sig yfir því fyrr en þar að kemur... jæja.. þá snýr maður sér aftur að próflestrinum...

vignir freyr // 1:34 e.h.
______________________

laugardagur, desember 07, 2002:

jæja... ég er nú bara ansi þreyttur núna... búinn að vera að sönglast í dag og var að sönglast í ALLT gærkvöld... og verð að sönglast eftir próf og fram að jólum... svona er þetta... i asked for it! segi svona... annars væri ég alveg til í að hafa meiri orku í próflestrinum... er þetta merki um að ég sé að eldast?? nei vá! held nú ekki... ég held þetta sé hreyfingarskortur.. pæli í þessu....

vignir freyr // 7:41 e.h.
______________________

fimmtudagur, desember 05, 2002:

Það er alveg hreint hrikalegt veður úti... brrr... ætli maður fá sér ekki bara swiss-miss hreint ekki svo vitlaus hugmynd! ;) allavega... tóta er núna á leiðinni til london og kemur víst aftur daginn eftir afmælisdaginn sinn eða þann 13.des.. en heyriði ég verð víst að fara að snúa mér að eðlisfræðinni... ég á víst að fara í próf í fyrramálið og er búinn að vera soldið kærulaus undanfarið ;)

vignir freyr // 1:46 e.h.
______________________

þriðjudagur, desember 03, 2002:

var ég búinn að nefna hvað tóta er sæt?? :)

vignir freyr // 1:02 e.h.
______________________

þá er maður búinn að sjá bondinn.. þ.e. James Bond - "deyðu annan dag" ég ákvað að setja mig í þannig stellingar að búast ekki við neinu... og viti menn! myndin var bara hreint ekki svo slæm!! mæli eindregið með henni fyrir fólk sem fílar mikla spennu fléttaða í ótrúlegan söguþráð með smá slettu af húmor... semsagt afbragðs skemmtun... jæja.. þá er bara að snúa sér að LÆRDÓMNUM... ;)

vignir freyr // 12:49 e.h.
______________________

sunnudagur, desember 01, 2002:

jæja já, þá er minns að reyna að lufsast í gegnum þennan lærdóm... CALCULUS-bók dauðans... hlakka ekkert smá til eftir prófið á morgun en þangað til verð ég bara að bíta á jaxlinn... annars býst ég við að fara á bondinn á morgun... JEY! ;)

vignir freyr // 12:49 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives