gengur bara betur næst

þriðjudagur, júlí 29, 2003:

svei mér þá ef það var ekki kósí í gærkvöldi.. eyvi/eyfi bauð mér, tótu, finnboga, hjördísi og bergþóri (sem komst þó ekki) í mat í gær.. namm namm.. þar var skrafað og hlegið og hlustað á tryllta tóna frá hinni mögnuðu "yodelling queen of australia" mary schneider... jóðlar svona líka rosalega vel.. hún tekur semsagt fræg klassísk sönglög og aríur og jóðlar eins og henni einni er lagið.. ef þið rekist á disk með henni ekki hika við að kaupa hann! ;)

vignir freyr // 5:01 e.h.
______________________

laugardagur, júlí 26, 2003:

keypti mér tori amos: scarlet's walk í dag.. ég ELSKA 2 fyrir 2200 tilboðin.. keypti líke MISS E: so addictive.. anyways.. tori rokkar.. og missy rappar.. gæti það verið betra?? gerði ekki mikið í gær.. horfði á sleepy hollow (fyrir þá sem ekki vita þá er ég einlægur aðdáandi verka leikstjórans tim burtons.. ber þá hæst snilldarmyndirnar edward scissorhands, batman, batman returns, beetlejuice og nightmare before christmas.. sleepy hollow er ekki sem verst heldur og já pee wee's big adventure er snilld.. reyndar er allt sem tim burton leikstýrir og danny elfman semur tónlist við pjúra snilld!.. :) var að vinna í dag.. en kíkti í smáralindina með rakel eddu í þeim tilgangi að versla mér bbbbjór! en við komum við í skífunni og stóðumst ekki mátið að kaupa okkur tónlist! :)

vignir freyr // 9:03 e.h.
______________________

fimmtudagur, júlí 24, 2003:

jæja.. er ekki kominn tími til að blogga smá?? held það nú! svei mér þá.. og jamm og jæja.. fór á sjóræningjamyndina með ásgeiri á sunnudag.. bara hörkumynd! ;) kíkti á bossanova/samba tónleika á kaffi kúltúr með hannesi og gerði á mánudag og fór svo með þeim á tortímandann á þriðjudag! í gær var bara fundur um berlínarferðina :) og gayday á café cozy.. rosa fjör! eða svona allavega í áttina.. hitti ásgeir og palla.. og já.. tók með þeim vídjó eftir T3.. úff.. ég er einhver afþreyingarsjúklingur.. þarf alltaf að vera að aðhafast eitthvað :P keypti mér harry potter and the order of the phoenix í gær svo þið vitið þá hvað ég verð að gera næstu daga (fyrir utan vinnuna :)

vignir freyr // 5:50 e.h.
______________________

sunnudagur, júlí 20, 2003:

vinna og aftur vinna.. en það fer að styttast í það að ég skreppi út til Berlínar!! veitir ekki af að hvíla mig aðeins á vinnunni.. svo er farið að styttast í að skólinn byrji.. tæpur mánuður.. vá! tíminn líður.. annars er ekki mikið annað í fréttum.. fór á tónleika á fimmtudagskvöld þar sem arnar og guðný fluttu dægur"flugur" og hafði bara gaman af.. kíkti svo aðeins í teiti á föstudagskvöld en nennti ekki á ballið á nasa.. (þurfti að vinna um helgina.. ) stefnan er svo tekin á bíó í kvöld.. vonandi.. T3: rise of the machines eða pirates of the carribean: curse of the black pearl.. annars verður það bara vídjó og afslappelsi.. ;)

vignir freyr // 7:21 e.h.
______________________

miðvikudagur, júlí 16, 2003:

ljúft.is að sofa út skella sér í stuttbuxur og liggja í sólbaði allan daginn!! (mýa kíkti til mín :) úff! hvað það er gott að fá svona einn og einn dag frí.. er að vinna soldið mikið í sumar.. annars var bara grillað með fjölskyldunni í kvöld.. eldhúsborðinu bara hent út á pall.. og já.. hljómeyki fær mega-gagnrýni í dv í dag.. allir að lesa hana.. og mæta svo á tónleikana þegar þeir verða endurteknir í haust!! :) svo kom eyvi beib heim í dag.. og já.. allir að mæta á tónleika í hásölum, sal tónlistarskólans í hafnarfirði og hafnarfjarðakirkju, annað kvöld klukkan 20:00.. arnar og guðný birna flytja nokkra djassslagara ásamt meðleikara.. hei já.. sorrý tóta að ég skyldi sofna yfir T2-judgment day (tortímandanum 2) í gærkvöldi.. :)

vignir freyr // 10:24 e.h.
______________________

mánudagur, júlí 14, 2003:

jæja þá eru MYNDIRNAR frá skálholtsferð hljómeykis KOMNAR Á NETIÐ !!! FYRRI HLUTI (mán-fim) og SEINNI HLUTI (fös-sun) vikunnar.. :)

vignir freyr // 4:48 e.h.
______________________

Skálholt var snilld! æðisleg vika!! :) og tóta var ekki minna æðisleg en vikan í heild.. hún var í einu orði sagt frábær (þ.e.a.s. tóta)!! :) anyways.. ég gæti rakið upp ferðasöguna í heild en sagði ekki vitur maður eitt sinn að mynd segði meira en þúsund orð?? ég hef því ákveðið að reyna að skella myndunum á netið!! :)

vignir freyr // 1:42 e.h.
______________________

sunnudagur, júlí 06, 2003:

í gærkvöldi var matarboð hjá hannesi og gerði.. þau buðu semsagt vinkonu gerðar og kærastanum hennar.. ég fékk að borða (ætlaði svo bara að stinga fljótlega af eftir matinn).. þannig fór að við drukkum fordrykk um áttaleytið (mexíkanskur: mujito! geggjað góður.. búinn til úr sódavatni, rommi, sykurvatni, piparmyntulaufum og klökum.. held ég sé ekki að gleyma neinu!!) , forrétt um níuleytið(parmaskinku, ristaðar hnetur og brauðteningar(croutongs) og hunangsmelóna) , aðalréttinn um hálfellefuleytið(einhverskonar hakkabuff hnoðað og velt upp úr salthnetum, stungið á pinna og síðan grillað með grænmeti með því var borin fram hvítlauksósa og grísk sósa).. og loks eftirréttinn þegar klukkan var að ganga í tólf (vanillu-ávaxta-baka namm namm!).. fór svo beint að sofa eftir þessi ósköp! :) enda þurfti ég að mæta til vinnu morguninn eftir klukkan 8:00 (vaknaði by-the-way 10 mínútur í í morgun.. úff! brunaði í vinnunna..) núna er ég svo bara að fara að borða, pakka fyrir skálholt, kannski að glápa á vídjó og vonandi heyri ég í ásgeiri dansara með meiru þegar líða tekur á kvöldið (hann er að koma frá svíþjóð í kvöld!!).. þið megið búast við að hér verði ekkert bloggað næstu vikuna þar sem ég verð meira og minna sönglandi.. :)

vignir freyr // 6:28 e.h.
______________________

föstudagur, júlí 04, 2003:

hei.. meðan ég man!! ásgeir minn.. TIL HAMINGJU MEÐ AÐ KOMAST INN Í SKÓLANN!! :)

vignir freyr // 11:04 e.h.
______________________

var að koma af englum kalla 2.. svaka bíó.. fínn húmor.. góð skemmtun!! annars var ég svo elskulegur að sækja hannes bróður á reykjavíkurflugvöll á hádegi í dag.. kíktum svo saman í bæinn, fengum okkur pylsu á bæjarins bestu og sóttum svo gerði og kíktum með henni í kringluna.. borðuðum heima hjá henni og kíktum svo á englana.. var að koma heim og það er víst vinna á morgun.. :/ er ekki alveg að nenna að mæta eins og er..

vignir freyr // 11:02 e.h.
______________________

ÞRIÐJA TÓNLEIKAHELGI SUMARSINS í SKÁLHOLTI
12. og 13. júlí
Staðartónskáld: Oliver Kentish

Laugardagur 12. júlí
Kl. 14:00
Erindi: Oliver Kentish tónskáld fjallar um tónverkin sem frumflutt verða á tónleikum dagsins

Kl. 15:00
Trúarleg verk eftir Oliver Kentish,
frumflutningur
Sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson

Kl. 17:00
Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytur verk eftir Louis Couperin, Georg Böhm og
Jóhann Sebastían Bach
Sunnudagur 13. júlí


Sunnudagur 13. júlí
Kl. 15:00
Helga Ingólfsdóttir semballeikari flytur verk eftir Louis Couperin, Georg Böhm og
Jóhann Sebastían Bach

Kl. 16:40
Tónlistarstund fyrir messu
Trúarleg verk eftir Oliver Kentish,
Sönghópurinn Hljómeyki og hljóðfæraleikarar
Stjórnandi: Bernharður Wilkinson

Kl. 17:00
Messa
Þættir úr tónverkum Oliver Kentish

vignir freyr // 10:58 e.h.
______________________

miðvikudagur, júlí 02, 2003:

ég vil nota tækifærið og þakka gerði kærlega fyrir að bjóða mér og brósa í mat!!! lalalalasagna hvorki meira né minna og salat með EKTA grískum fetaosti.. namm namm.. við heimir (brósi) erum nefnilega einir heima því mútta, pápi og hannes (stóri-bró og kæróinn hennar gerðar) eru í ferðalagi.. ég er líka búinn að vera svaka myndarlegur að elda fyrir okkur heimi undanfarna daga (á matseðlinum eru aðallega tilbúnir réttir og skyndibitar.. :) en ég meina hei! það er víst hugurinn sem gildir.. ) svo setti ég líka í þvottavélina..

vignir freyr // 10:56 e.h.
______________________

er bara að vinna þessa dagana.. frí á föstudag samt!! :) (þá á líka rakel afmæli) en ég er svo að vinna alla helgina :/ en á mánudag verð ég ásamt hljómeyki í skálholti.. það verður SVO fínt að komast aðeins útfyrir bæjarmörkin.. í gær var fundað um berlínarför á café cozy (sem er réttnefni á staðnum.. hann er kósí :) er barasta farinn að hlakka smá til að fara út 2.ágúst!! það verður stemmning.. :)

vignir freyr // 4:46 e.h.
______________________

tulll
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.


hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla

vignir freyr // 4:42 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives