gengur bara betur næst

fimmtudagur, janúar 30, 2003:

jæja.. ég og tóta sæta kíktum á M Ó S A Í K upptökuna af hljómeyki... og já.. þetta tókst bara ágætlega ;) við myndumst náttúrulega svo vel (ég og tóta) svo það þurfti eiginlega ekki að spyrja að því ;) annars var það eina að ég var með soldið skakka slaufu.. það var reyndar BARA fyndið... :) annars er dagurinn búinn að vera soldið langur... skóli frá átta til rúmlega fimm... svo var brunað beint í samsöng til sjö.. fáránlegt hvað janúarmánuður hefur verið fljótur að líða! ekki mikið að frétta meira í bili... eða hvað? :)

vignir freyr // 10:21 e.h.
______________________

þriðjudagur, janúar 28, 2003:

fylgist með MÓSAÍK í kvöld því hljómeyki syngur þar eitt lag :)

vignir freyr // 12:03 e.h.
______________________

sunnudagur, janúar 26, 2003:

ég vil nota tækifærið og þakka finney(ju) kærlega fyrir gærkvöldið.. (hún varð tvítug á föstudaginn og hélt uppá afmælið í gærkvöldi á gauknum). til hamingju enn og aftur með afmælið finney mín :) allavega... ekki mikið að frétta sosum annað en það að dagurinn í dag stefnir í það að verða hangsidagur... kem líklega ekki til með að gera nokkurn skapaðan hlut áður en ég fer á hljómeykisæfingu... ;) ójá... ég vil óska röggu gísla til hamingju með það að hafa verið kurteisasti viðskiptavinurinn á súfistanum í reykjavík í gær! you just saved my day! ;)

vignir freyr // 2:35 e.h.
______________________

þriðjudagur, janúar 21, 2003:

núna er mikið að gera... ég sem ákvað að endurskipuleggja mig eftir áramót til þess að hafa meiri tíma fyrir sjálfan mig... það er ótrúlega gaman í skólanum svo er ég kominn með fastar vaktir upp í vinnu.. hljómeyki æfir nú tvisvar í viku fyrir tónleika sem verða haldnir þann 9.febrúar í ÝMI.. tónleikarnir eru hluti af "myrkum músíkdögum"... ;) svo er náttla nóg að gera í tónó.. það þýðir ekkert að vera að slaka á... jæja, núna verð ég að fara að snúa mér að listasöguverkefninu mínu...

vignir freyr // 10:36 e.h.
______________________

sunnudagur, janúar 12, 2003:

jæja... þá er maður ekki búinn að blogga í soldinn tíma... enda búið að vera nóg að gera ;) fór í tvítugsafmæli í gær (eitt af fleirum á árinu) og bara svaka stuð... hef ekki tíma til að "blogga" mikið núna... :Þ

vignir freyr // 2:43 e.h.
______________________

mánudagur, janúar 06, 2003:

þessi dagur er búinn að vera skrýtnastur! vá! fór á "skólasetninguna" hjá iðnskólanum í dag á hádegi og ég verð að segja eins og er þá kom nákvæmlega EKKERT fram þarna sem ég hef ekki áður vanist úr flensborg... miklum tíma af "setningarræðu" skólameistarans var eytt í að tala um reykingar og hvar þær ættu að fara fram og hvað hann væri í raun að brjóta lög um að leyfa fólki að reykja í e-u nálægu porti vá! þarna missti ég sko þráðinn í ALVÖRU... svo var talað um það að allir ÆTTU að fara í leikfimi og í raun að mæta í ALLA tímana og svo var farið ofan í saumana á skólasóknarreglum og bla bla... en já mér fannst þetta ekki kannski ekki ALVEG eiga erindi við mig þar sem ég hvorki reyki né ven mig á að skrópa mikið... hmm... það hefur nú gerst... ...en ekki segja (yfirleitt ástæða fyrir því þó ;) annars líst mér bara hörkuvel á þetta! er að fara í módelteikningu og fleira í þeim dúr... soldið fyndið að ég er að fara að kaupa inn fyrir skólann í fyrramálið og þá mestmegnis blýanta og strokleður... svo ef ykkur vantar ráðgjöf í þeim efnum þá kem ég til með að vera sá sem þið ættuð að tala við ;) segi svona... annars var soldið fyndið þegar ég, gerður "mágkona", mamma og heimir brósi fórum að skutla hannesi bróður mínum á flugvöllinn í dag þá hafði hannes klikkað á því að athuga með hvort það væri seinkun á fluginu... svo reyndist vera og erum við að tala um 2 tíma og við vorum FREKAR tímanlega fyrir.. við rúntuðum einn hring í keflavík í leit að ný-ung sjoppu sem ég hafði eitt sinni farið í... (nafnið eitt er næg ástæða til að tjékka á henni) en þetta er ein amerískasta sjoppa sem um getur á íslandi enda viðeigandi að koma þar við þar sem hannes var á leið til BANDARíkjanna ;) en já... þetta er samt soldið "better be there and in the family" dæmi þar sem við fjölskyldan getum verið soldið skrautleg á stundum ;)

vignir freyr // 8:06 e.h.
______________________

föstudagur, janúar 03, 2003:

jæja, var að endurnýja ökuskírteinið mitt í dag og fór í passamyndaklefa í hinni rómuðu verslunarmiðstöð FJÖR(Ð) sem eins og nafnið bendir til er í Hafnarfirði.. annars þá fann ég einhvernveginn á mér að ég myndi lenda í einhversskonar veseni með þessa passamyndatöku... ég set bara peninginn í klefann og geri það sem röddin segir mér að gera nema hvað svo kemur að því að velja mynd 1 eða mynd 2 og engar myndir birtast á skjánum... ég enda með að velja númer 2 þar sem 2 er happatalan mín og viti menn eftir 45 sekúndur poppar niður mynd af einhverri KONU sem ég hafði ALDREI á ævinni séð áður... ég ákvað að leita mér aðstoðar og mér til mikillar ánægju var maður staddur þarna rétt hjá sem gat eitthvað krukkað í vélinni.. ég reyndi í annað skiptið og gerði nákvæmlega það sem röddin sagði mér að gera nema hvað þá kom bara engin mynd... í þriðja skiptið (allt er þá er þrennt er) þá gekk þetta loksins upp... myndin var sosum ágæt nema hvað hannes brósi og gerður "mágkona" fannst attitjúdið á mér soldið fyndið á myndinni en fyrr má nú vera eftir þær hremmingar sem ég hafði gengið í gegnum!!! ;) annars kíkti ég í kringluna og keypti mér BEETLEJUICE (BITELCHUS á frönsku ;) ) á DVD á SPOTTPRÍS en þetta er snilldarmynd og ekki sakar að það er uppáhaldsleikstjórinn minn TIM BURTON sem leikstýrir og kvikmyndatónlistin er eftir DANNY ELFMAN (sem samdi simpson stefið og fleira!!) gaman gaman :)

vignir freyr // 5:54 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 02, 2003:

Earth%20girl
Which Ultimate Beautiful Woman are You?

brought to you by Quizilla

vignir freyr // 4:59 e.h.
______________________

Dumbledore
The Ultimate *Which Harry Potter Character are You?* Quiz

brought to you by Quizilla

vignir freyr // 4:51 e.h.
______________________

:)

vignir freyr // 1:13 e.h.
______________________

GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2003!! ekkert smá gaman á áramótunum hjá mér... hvernig var hjá ykkur?? ég vil bara nota tækifærið og þakka tótu og öllu fólkinu á tótutröð fyrir mig og vil biðjast afsökunar á að ég skrópaði í birkibergið...

vignir freyr // 1:13 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives