gengur bara betur næst

þriðjudagur, febrúar 25, 2003:

bloggidí bloggidí blogg blogg.. nú er víst starfsdagur í tónlistarskólanum svo kennsla féll niður í undirleik og tónheyrn.. ætlaði að vera duglegur að æfa mig í morgun en endaði í letikasti og horfði á "orange county".. mætti svo í málmhönnun myglaðri en andskotinn og hélt áfram með líka þennan ÆÐISLEGA flotta tening.. ég, vicky og vala fengum að fara fyrr þar sem við vorum svo dugleg ;) annars vil ég óska telmu, hugrúnu og ástu til lukku með árangur þeirra í söngkeppninni og reyndar eydísi, steina, sjöfn og maríu líka!! fríða rokkaði líka feitt sem bakrödd, á sellóinu og með noruh jones slagaranum ,,come away with me“ sem hún söng á meðan dómarar réðu ráðum sínum... (fríða vann nefnilega í fyrra).... .....helgin var annars allt í lagi, vann á laugardagskvöld en kíkti svo á AROMA þar sem ég hitti tótu, guðnýju, rakel, hjördísi, bryndísi og fjöldan allan af fólki.. var samt ekki lengi þar sem ég var soldið sybbinn.. söng á tónleikum á sunnudag (með kór flensborgarskólans ;) ) en eftir þá horfðum við rakel á THE ring.. geggjað spennandi mynd.. var svo að vinna á súffanum laugavegi í gærkvöldi... sosum ágætt að breyta til ;) svo má ekki gleyma því að ég fékk bréf frá EYFA!! takk eyfi.. svaka sætt :) en jæja.. ég fæ að gjalda fyrir leti mína í morgun (segi svona) og ætla því að fara að æfa mig...

vignir freyr // 5:25 e.h.
______________________

fimmtudagur, febrúar 20, 2003:

mikið að gera og því lítið hægt að blogga í miðri viku ;) söngkeppni nff er auðvitað á morgun í bæjarbíó klukkan 19:30 og ég ætla sko ekki að láta mig vanta og hvetja þau sem ég þekki til dáða!! ef þið eruð að lesa þetta gangi ykkur vel!! :) annars er ég á leið í háttinn núna.. LANGUR dagur á morgun þið skiljið ;)

vignir freyr // 12:27 f.h.
______________________

sunnudagur, febrúar 16, 2003:

jæja.. það rættist heldur betur úr gærkvöldinu... þekkti innan við 10% í þessu STÓRafmæli svo ég stoppaði frekar stutt.. hitti svo fullt af fólki niðrí bæ... þar má nefna, palla, tótu og kristján var smá djamm í gangi.. fyrsti viðkomustaður minn var 22.. síðan nelly's og endað á spotlight og viti menn... það var ágætis tónlist spiluð á efri hæðinni!! eitthvað sem maður á ekki að venjast... en jamm og jæja, ég sem ætlaði að vera svo duglegur í dag.. varð alls ekki svo duglegur því ég svaf frameftir öllu.. kíkti í afmæli hjá litla frænda mínum (3ja ára) og sit nú fyrir framan tölvuna og ætti að vera að gera lista- og menningarsöguverkefni... gaman að þessu...

vignir freyr // 7:35 e.h.
______________________

laugardagur, febrúar 15, 2003:

BRRrrRRRrrr... veðrið úti er ekkert að batna.. það lítur út fyrir að þessi dagur verði kúridagur... svo er það bara fimmtugsafmæli og tvöfalt þrítugsafmæli í kvöld! á sama staðnum, á sama tíma.. hvernig getur það verið?? (gætu margir verið að hugsa).. jú, þetta er systir mömmu og tvíburadætur hennar.. svo er stefnan tekin á smá meira djamm.. ef áfram heldur sem horfir (með veðrið) þá setur það jú, (vissulega), strik í reikninginn.. en ég er bjartsýnn að eðlisfari svo þetta reddast fyrir rest.. er það ekki?? :)

vignir freyr // 1:40 e.h.
______________________

föstudagur, febrúar 14, 2003:

vá! hvað það var gott að fá sér eitthvað í gogginn.. úff! hvað ég þoli ekki þegar maður þarf nauðsynlega að ná í fólk en nær svo ekki í það! þurfti nauðsynlega að ná í þrjár manneskjur; tvær af þeim svöruðu ekki (talhólfið kom aðeins hjá annarri þeirra).. sú þriðja var utan þjónustusvæðis (á mannamáli: annaðhvort var slökkt á símanum eða ekkert samband).. en jamm og jæja.. hlutirnir fara ekki alltaf eins og best verður á kosið.. hvað verður svo gert um helgina get ég ekki sagt.. veðrið úti er voðalega, (næstum hættulega) notalegt.. ..það er að segja þegar maður situr inni með bolla af heitu swiss miss (og ískúlu ofaná), kveikir upp í arninum og setur músík á fóninn..

vignir freyr // 8:08 e.h.
______________________

Fyrir þá sem misstu af tónleikunum þá verða þeir EKKI endurteknir ;) en þó var hægt að lesa dóm um þá í miðvikudagsmogganum :) hér kemur smá brot: ,,..Hljómeyki er og hefur lengst af verið einn besti blandaði kórinn á Íslandi. Hann er skipaður vel menntuðu tónlistarfólki sem flest er alið upp í söng frá blautu barnsbeini og starfar við tónlist eða er langt komið í námi. Öll verkin sem kórinn flutti hér gera miklar kröfur til hvers og eins kórfélaga, enda flest öll samin fyrir kórinn og miðuð við getu hans og hefur samstarf tónskálds og kórs í öllum tilfellum tekist mjög vel. Öll verkin krefjast góðrar tónheyrnar og næmrar hrynskynjunar hvers kórfélaga. Öll eru þau ómstríð innbyrðis og út á við og því langt frá því að vera auðunnin í æfingu. Hljómgun kórsins er mjög góð og jafnvægi á milli. Stjórn Bernharðs er örugg og ákveðin.“ veit ekki hvað þetta segir ykkur.. soldið ,,músshí-vússhí-dómur“ kannski.. en ég meina hei! ;)

vignir freyr // 7:01 e.h.
______________________

mánudagur, febrúar 10, 2003:

i almost forgot.. skrifiði ENDILEGA í gestabókina ;)

vignir freyr // 5:28 e.h.
______________________

soldið sammála henni tótu minni að ég er feginn að helgin sé liðin.. æfingar á æfingar ofan en svei mér þá ef maður uppskar ekki eins og maður sáði ;) það var svaka gaman að syngja á tónleikunum í gær og bara ágætlega mætt... gerður "mágkona" ;) kom fyrir hönd fjölskyldu minnar og skemmti sér víst bara hreint ágætlega.. áheyrendaskarinn var líka ekki af verri endanum því þarna voru samankomin ófá tónskáld, söngvarar og einstaka píanóleikarar.. Þar ber þá helst að nefna Þorgerði hamrahlíðarkórstjóra, Þóru Fríðu og Signýju Sæmundsdætur (sem báðar hafa dæmt á stigsprófum hjá mér) svo má ALLS ekki gleyma Þórunni Guðmundsdóttur (dr. tótu, lærimeistara vor og söngdívu með meiru). Jónas Tómasson las svona líka ansi skemmtilega upp þýðinguna á tolkien textanum (Nämarie).. en ég gæti haldið endalaust áfram... semsagt leitin að síðbúnum kvöldverði eftir tónleikana bar loks árangur þegar við tóta renndum við á esso og fengum okkur pylsu og STÓRA KÓK! sukkið hélt svo áfram yfir spólu en þá gæddum við okkur á poppi, ís og FLORIDA BITUM.. MMmmmMmmm... well.. þýðir ekki að slóra lengur.. er að vinna í kvöld..

vignir freyr // 5:26 e.h.
______________________

sunnudagur, febrúar 09, 2003:

vá... ég kom heim af 6 tíma hljómeykisæfingu í gær (sem stóð yfir frá 12:00 til 18:00) og fékk mér að borða.. fór svo uppí rúm að hlusta á geisladiska sem ég hafði verslað mér fyrr um daginn.. kíkti á klukkuna og hún sýndi 22:00! megnaði svo einfaldlega ekki að standa upp svo ég lygndi aftur augunum og þegar ég leit á klukkuna var hún rúmlega 7! úff! missti ég af einhverju?? æ vá.. mér veitti kannski ekki af hvíldinni enda búið að vera soldið mikið að gera undanfarið... ;) svo eru það auðvitað hljómeykistónleikarnir í kvöld í ÝMI.. hefjast stundvíslega klukkan 20:00.. verð vonandi ekki með skakka slaufu.. ;)

vignir freyr // 12:51 e.h.
______________________

laugardagur, febrúar 08, 2003:

úff.. fattaði allt í einu að ég hef ekkert bloggað síðan á mánudag! en það er nú einfaldlega af því að þetta hefur verið frekar annasöm vika... var að vinna á mánudags- og miðvikudagskvöld svo var æfing á þriðjudagskvöld og ég kíkti með rakel og fríðu á kaffibrennsluna á fimmtudagskveld eftir langan og annasaman dag... annars var ég að koma af CHICAGO og viti menn, hún stóðst þær væntingar sem ég gerði til hennar og vel það ;) ásgeir var reyndar búinn að redda mér tónlistinni úr sviðsuppfærslunni svo ég þekkti flest lögin fyrir.. svaka stemmning og stuð semsagt.. annars fer morgundagurinn (laugardagur) að mestu í æfingar fyrir hljómeykistónleikana svo það er best að maður fari að leggja sig til að maður verði vel upplagður á morgun... :)

vignir freyr // 1:39 f.h.
______________________

mánudagur, febrúar 03, 2003:

gleymdi að segja það... helgin var semsagt ÆÐI pæði.. skemmti mér mjög vel í góðra vina hópi nær alla helgina.. vona að þið hin hafið haft það gott rétt eins og ég.. :)

vignir freyr // 4:23 e.h.
______________________

Orli

vignir freyr // 4:17 e.h.
______________________

teiknitíminn minn sem átti að standa yfir frá 8 til 12:20 féll niður í morgun svo minns fór bara heim að horfa smá á simpsons og DARK CRYSTAL sem er ÆÐISLEG (ævintýra-brúðu)MYND í leikstjórn FRANK OZ (talar fyrir svínku og yoda í star-wars og leikstýrði m.a. little shop of horrors og MÖRGUM grínmyndum) og JIM HENSON (sem skapaði prúðuleikarana).. en svo fór ég uppí teknó-sport aðeins svona til að liðka liðamótin ;) svo er bara vinna í kvöld...

vignir freyr // 4:00 e.h.
______________________

greyið hulk fékk ekkert atkvæði í ofurhetjukönnuninni.. en fyrir þá sem ekki vita er á leiðinni mynd um kappann.. leikstjórinn sem fær að temja græna risann er enginn annar en ang lee sem gerði meðal annars sense and sensibility og grouching tiger, hidden dragon ..

vignir freyr // 3:55 e.h.
______________________

NIÐURSTÖÐUR úr könnun:

Ef þú værir ofurhetja værir þú:
Batman 5% (2)
Spiderman 10% (4)
Hulk 0% (0)
Superman 7% (3)
Wonder Woman 12% (5)
Captain America 2% (1)
Batgirl 12% (5)
Einn af X-men 5% (2)
Robin 5% (2)
Ofur-eg-sjalf(ur) 40% (16)

40 kusu.. ;)

vignir freyr // 3:24 e.h.
______________________

Orli
Your ideal husband is Orlando Bloom! I hereby
label you
adventurous, fun-loving, not afraid of a challenge,
and a guy
who'll fall for the man of the moment


Which LOTR Actor Is Your Ideal Husband?
brought to you by Quizilla


vignir freyr // 3:09 e.h.
______________________

laugardagur, febrúar 01, 2003:

rosalega nota ég mikið broskalla :) og blikk-kalla ;) segi svona ;) :)

vignir freyr // 6:15 e.h.
______________________

nú er farið að rökkva.. ekkert smá sem það snjóaði í dag! kíkti í kringluna frekar snemma en var þar í soldinn tíma... þegar ég kom út aftur þá var bíllinn á KAFI í snjó... en ég var hvorteðer með svo góða sköfu og ég var sko ekki lengi að sópa af bílnum... ég þakka bara fyrir að þetta hafi verið púðursnjór en ekki einhver slyddufjandi :) semsagt.. gerði ágætis kaup á útsölunum... held ég.. náði svo að kaupa slaufu í staðinn fyrir þá sem ég var með í mósaík-upptökunni, verð þá vonandi ekki með hana skakka á tónleikunum eftir viku :) svo verður kannski eitthvað kíkt út í kveld... þó svo að maður sé að fara að vinna í fyrramálið.. en ég meina hei! það er þó ekki fyrr en ellefu sem maður þarf að mæta... :)

vignir freyr // 6:14 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives