gengur bara betur næst
miðvikudagur, apríl 30, 2003:
í gærkvöldi kíkti ég á myndina 28 days later.. með henni tótu (hvað annað :) myndin er semsagt í leikstjórn danny boyle sem leikstýrði m.a. trainspotting.. ekkert smá spennandi og flott mynd... :) annars hefur vikan verið frekar róleg.. er bara að reyna að klára verkefnin fyrir skólann þar sem prófin byrja á mánudag.. svo er það bara sumar og sól (vonandi) :)
vignir freyr // 4:06 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, apríl 25, 2003:
hefði í raun átt að vera að læra.. gera ritgerð, klára skýrslur og þess háttar... en þess í stað (vegna fjölda áskorana) gerði ég MYNDAALBÚM ! á netinu.. endilega kíkið á þetta og segið mér hvað ykkur finnst... :)
vignir freyr // 8:05 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, apríl 23, 2003:
trallala.. búinn að vera að liggja í leti seinustu daga.. eða svona að mestu.. djammaði smá á laugardagskvöldið í afmælinu hennar eydísar (til hamingju aftur :) ) hafði það svo náðugt á páskadag... vann á mánudag og í gærdag kíkti ég á hana rakel og við fórum í LAaaaaangan göngutúr.. svo um kvöldið var það SUPERMAN-maraþon hjá telmu og hjaltey.. horfðum reyndar bara á fyrstu tvær myndirnar (en þær eru yfir tvo tíma hvor.. you do the math.. ;) )
vignir freyr // 3:09 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, apríl 22, 2003:
hópmynd frá fyrirpartýi fyrir tónó-árshátíðina (sem haldið var heima hjá tótu).. rakel situr en í efri röð eru (frá vinstri): tóta , atli , eydís, finnbogi, eyfi , ég , sif og baldur páll .. fleiri myndir á heimasíðu baldurs ! :)
vignir freyr // 6:18 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, apríl 18, 2003:
nú er föstudagurinn langi og ég barasta búinn að taka því rólega í dag... hlusta á tónlist og slæpast.. gerður kíkti í heimsókn og bara sprell í gangi.. amma bakaði pönnsur, nammi namm.. svo voru páskaegg skreytt.. í gær kíkti ég til þórunnar söngdívu/kennara með meiru og það var svaka stuð.. tóta, eyfi, björk, hildigunnur og finnbogi (að ógleymdum gestgjafanum fyrrnefnda henni þórunni) voru öll í gúddí fíling eins og þeir segja...
vignir freyr // 7:23 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Vá! er að hlusta á nýju plötuna hennar madonnu; AMERICAN LIFE ME LIKE! það sem ég er búinn að hlusta á allavega (sem er hollywood, american life og i'm so stupid) :)
vignir freyr // 7:20 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Jude Law: you like them romantic and British with beauiful green eyes.
Which guy are you destined to have sex with? brought to you by Quizilla
vignir freyr // 1:39 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, apríl 16, 2003:
ótrúlegustu hlutir sem maður leyfir sér í páskafríi... fór ekki framúr fyrr en 14:15! en jæja... maður var ekki kominn í gang fyrr en rúmum tveimur tímum síðar svo þá ákvað ég að reyna að klára það sem ég er búinn að reyna að vera að gera seinustu dagana.. þ.e.a.s. að taka herbergið mitt í gegn... ég var semsagt að henda ýmsum glósum frá menntaskólaárunum allt frá því á fyrstu önn HAUST '99! vá hvað tíminn líður.. nú var ég semsagt að klára að sópa restinni af draslinu aftur ofan í skúffu og reyna að loka skápunum aftur! ótrúlegt hvað það safnast mikið af drasli fyrir... en jæja já.. er að spá í að kíkja í heimsókn til guðna frakklandsfara ásamt huldu beib.. gaman! :) p.s. bryndís mín.. TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ.. :)
vignir freyr // 8:59 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, apríl 14, 2003:
PÁSKAFRÍ punktur is.. ekkert smá næs að þurfa ekki að láta klukkuna hringja!! :) við tóta tókum heljarinnar ROBOCOP maraþon í gær! (eyfi reyndar skrópaði og rakel var að setja í sig permanent permanett... :) við semsagt horfðum á robocop (part man; part machine; all cop) og robocop 2... svaka költ.. svo er bara vinna í kvöld svo ef þið verðið kaffiþyrst þá er súfistinn ekki langt undan :)
vignir freyr // 2:31 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, apríl 13, 2003:
hehemm.. soldið langt liðið frá síðasta bloggi ;) eníweis.. núna er loksins komið PÁSKAFRÍ! jey! síðasta vika búin að vera soldið fljót að líða.. ég var líka svaka menningarlegur... fór á verzlókórtónleika á sunnudeginum fyrir viku, burtfararprófstónleikana hennar elfu rúnar á þriðjudag og tónleika kammersveitarinnar í tónó hafnarfirði á föstudag... ROSA FLOTT hindemith SÓLÓ hjá minni ástkæru tótu... fríða, eydís, baldur páll, sif og síðast en ekki síst HILDIGUNNUR megasópran stóðu sig með stakri prýði :) svo var auðvitað kíkt á hansen á eftir... svo var auðvitað hin margumtalaða ÁRSHÁTÍÐ í gær... tónlistaratriðið okkar hafnfirðinganna SLÓ Í GEGN!! svo ekki sé meira sagt... tókum travis útgáfuna af britney slagaranum BABY ONE MORE TIMe.. önplögged og alles með blokkflautuforleik... svei mér þá ef það var ekki success.. :) takk eyfi, rakel, tóta, baldur páll, sif, eydís, atli og finnbogi fyrir æðislega kvöldstund.. Rússíbanarnir stóðu líka fyrir sínu hápunkturinn var án efa þegar þeir tóku HAVA NAGILA en rakel snillingur var ekki lengi að redda okkur óskalagi :)
vignir freyr // 5:20 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, apríl 07, 2003:
helgin var fljót að líða... enda ekki mikið gert; glápt á the THING í gær.. john carpenter-hryllingsmynd frá 1982 með kurt russell í aðalhlutverki... mjög fróðlegt allt saman... en helgin var þó aðeins ,,lognið á undan storminum" þar sem það verður djamm-dauðans.is næstu helgi þar sem við tóta, eyfi, fríða, eydís, baldur páll, rakel edda, sif, eyfi og fleiri og fleiri erum að fara á árshátíð tónó í hafnarfirði, rvk, tónskóla sigursveins og fíh... ætla samt ekki að hugsa mikið um það fyrr en þar að kemur... en eitt er víst: ÞAÐ VERÐUR FJÖR... ;) svo er náttla páskafríið (sem byrjar um næstu helgi)... gaman...
vignir freyr // 3:22 e.h.
______________________
segdu thina skodun
I am an imaginary number 1i I don't really exist _
what number are you? this quiz by orsa
vignir freyr // 3:17 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, apríl 02, 2003:
úff púff... búinn að vera rosa duglegur að gera kynningu fyrir lista- og menningarsögu... kynningin er um myndlist endurreisnartímabilsins á Ítalíu... ætlaði að gera SVO margt annað í kvöld en þetta verkefni dróst aðeins á langinn... tek mér ef til vill pásu núna... langur dagur á morgun þið skiljið ;)
vignir freyr // 10:04 e.h.
______________________
segdu thina skodun