gengur bara betur næst

föstudagur, maí 30, 2003:

vá hvað tíminn líður.. skólaslitin hjá tónlistarskólanum voru áðan.. svo er ég búinn að vinna núna eina og hálfa viku á sólvangi.. fór á námskeið á þriðjudag og miðvikudag fyrir nýtt starfsfólk.. fengum m.a. að horfa á 2 vídjó um rúmböðun (nýjung á íslandi - towel bath..) annað vídjóið var frá sjötíu og eitthvað en hitt þó aðeins nýrra.. sáum einnig spólu um gervitennur og tannhirðu eldra fólks.. svo var verkleg kennsla, vinnustellingar og stiklað á stóru í gegnum siðfræði og þarfapíramíta maslows.. mjög fróðlegt allt saman.. annars er planið eins og er að vinna og vinna.. gaman! er að spá í að fara með mýu beib og fá mér eitthvað í gogginn.. :)

vignir freyr // 9:48 e.h.
______________________

sunnudagur, maí 25, 2003:

trallala.. er bara byrjaður að vinna á sólvangi.. byrjaði á fimmtudaginn og er búinn að vinna núna í fjóra daga.. frí á morgun (reyndar stutt vakt á súfistanum um kvöldið) loksins getur maður sofið ÚT!! annars venst vinnan furðufljótt.. hei! svo vil ég nota tækifærið til að óska ásgeiri, fríðu, eleonoru, rakel, finney, elsu, ernubarbarossu og öllum þeim sem útskrifuðust í gær til HAMINGJU!! ;) það var ekkert smá þéttskipuð dagskráin hjá mér í gær.. vann til 4 og þurfti helst að vera mættur í fjórar veislur klukkan fimm... úff.. algjört púsluspil.. svo voru einhver partí sem ég megnaði ekki að mæta í þar sem ég átti að vinna í dag (sem ég gerði.. soldið erfitt að vakna reyndar ;) oh well.. er að spá í að leggja mig barasta eftir amstur dagsins..

vignir freyr // 5:36 e.h.
______________________

þriðjudagur, maí 20, 2003:

(fréttatilkynning :) )
Hljómeykistónleikar í Fella og Hóla-kirkju 21. maí kl. 20:30

Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika í Fella og Hóla-kirkju 21. maí kl.
20:30 Efnisskráin samanstendur af verkum eftir ensk tónskáld frá ýmsum
tímum og mætti þar nefna Orlando Gibbons, Henry Purcell,Vaugan Williams og
Michael Nyman og fl. Einnig mun Hildigunnur Rúnarsdóttir flytja ljóðaflokk
eftir Benjamin Britten.

Hljómeyki hefur um árabil verið þáttakandi í Sumartónleikum í Skálholti, og
frumflutt þar mörg íslensk tónverk. Nýlega söng hann inn á disk sem nefnist
"Virgo gloriosa", en sá diskur prýðir eingöngu verk eftir Báru Grímsdóttur
sem kórinn flutti í Skálholti sumarið 2000.

Tónleikarnir eru opnir öllum.
Aðgangseyrir er kr. 1500 en kr. 1000 fyrir námsmenn og ellilífeyrisþega.
Stjórnandi kórsins er, sem áður, Bernharður Wilkinsson.



vignir freyr // 10:57 e.h.
______________________

sunnudagur, maí 18, 2003:

jæja.. það var mikið að maður drattaðist loks á lappir!! nei nei segi svona.. maður má nú sofa út svona endrum og sinnum.. við rakel og tóta vorum rosa menningarleg í gær.. ég og tóta kíktum á vorsýningu iðnskólans og svo kíktum við ásamt rakel á sýningu hjá listaháskóla íslands.. horfðum á tískusýningu hjá 3.árinu í textílhönnun.. mjög fróðlegt allt saman.. svo var bara get2gether heima hjá mér um kvöldið.. guðni, steini, eydís og fríða bættust í hópinn.. svo var bara tjúttað og trallað eitthvað frameftir eða allt þartil allir fóru í bæinn.. nema ég.. var ekki í alveg nógu góðum fíling þegar á hólminn var komið.. en svona er þetta.. gæti vel verið að við tóta kíkjum barasta út núna og fáum okkur subbara.. svo er það bara hljómeykisæfing.. TÓNLEIKARNIR VERÐA Á MIÐVIKUDAGINN.. allir að taka kvöldið frá.. nánar um stað og tíma síðar.. ;) hei.. svo langar mig soldið á matrix.. :)

vignir freyr // 2:28 e.h.
______________________

fimmtudagur, maí 15, 2003:

MY JOBHUNT IS OVER!! sótti um í gær á nokkuð mörgum stöðum og fékk svar frá einum í dag!! þannig að ég verð að vinna á sólvangi í sumar.. sólvangur er meira að segja í göngufæri! svo verð ég að vinna á DEILD 3 með rakel söngdívu (tiltölulega nýleg rafbassagella) og svo verð ég einnig að vinna með sigrúnu fiðlu og björk, annarri söngdívu (sem blæs einnig í lúður = trompet ;) ) það verður semsagt stuð á sólvangi með okkur tónó-hfj-fólkinu og ellismellunum.. jey! :)

vignir freyr // 7:16 e.h.
______________________

þriðjudagur, maí 13, 2003:

tilkynning, tilkynning.. ef einhver getur reddað mér vinnu í sumar (eða bent mér á starf til umsóknar) yrði sá hinn sami útnefndur BESTI vinur minn (þetta er ekki grín) so.. keep your eyes and ears open!

vignir freyr // 10:54 e.h.
______________________

mánudagur, maí 12, 2003:

jæja jæja.. helgin var en er ekki lengur.. man varla hvað ég gerði á föstudaginn.. eða jú.. ég kíkti til hennar tótu minnar og við horfðum á lélegustu b-mynd EVER eða var það c-mynd?? allavega.. hún var samt þess virði fyrir fyndnasta atriði sem ég hef séð í einhverju sem á að kallast SPENNUmynd!! þar komu við sögu nokkrir snákar, æfingahjól, kona með svitaband og önnur kona sem "var bara á vappi fyrir utan".. förum ekki nánar út í þá sálma hér.. :) annars var það BRAGÐAREFURINN sem bjargaði alveg kvöldinu... á laugardaginn voru kosningar (ef ske kynni að þær fóru fram hjá einhverjum) og ör-teiti hjá henni tótu.. ég var samt í geggjuðum tjútt fíling (fór varla fram hjá nokkrum manni sem var á staðnum.. kom með alla stuð-tónlistina og gleymdi næstum að fylgjast með kosningasjónvarpinu.. ;) ) svo var haldið í vægast samt súra stemmningu í miðbæ reykjavíkur.. kíktum við í partý, kaffibarinn, 11 og spotlight.. hvað er eiginlega málið með spot?? miðað við stemmninguna þarna á laugardagskvöld hefur staðurinn tekið KOLLSTEYPU síðan ég var þarna síðast!! ég hélt ég væri að fá deja-vú þegar ég labbaði þarna inn.. teknótakturinn allsráðandi og enginn dj sjáanlegur á efri hæðinni.. svo rankaði ég við mér.. heyrði það meira að segja út undan mér að þetta ætti að vera svona til frambúðar??!! en nóg um það.. á sunnudeginum sleikti ég sólina smá.. fór svo á burtfarartónleika hjá henni hildigunni.. ( til hamingju hildigunnur!! :) svo var það bara hljómeykisæfing.. en jæja já.. þarf að fara að drífa mig að vinna.. vinnandi manni er best að lifa.. var það ekki annars??

vignir freyr // 6:17 e.h.
______________________

föstudagur, maí 09, 2003:

Justin-PerfectSmile
You are Justin's perfect smile. You are happy, but
not overwhelmingly ecstatic. This is Justin's
best and most common smile. You are probably a
really great person to hang out with.


Which Justin Timberlake Smile Are You?
brought to you by Quizilla

vignir freyr // 5:03 e.h.
______________________

fimmtudagur, maí 08, 2003:

jæja jæja.. þá er maður BÚINN í prófum.. á bara eftir að skila inn teikningu og hlutum í málmhönnun.. jey! svo er maður að fara að vinna í kveld.. maður má ekki einu sinni eiga frí svo stöku sinnum! hmm.. neinei.. segi nú bara svona.. annars er bara stemmning hérna í firðinum.. í gærkvöldi kíktum við ásgeir á "uncle tom's cabin" og þaðan lá leiðin á ölstofuna þar sem við hittum fyrir guðrúnu láru og helga steinar sem voru í fylgd með tveimur mh-ingum.. svei mér þá ef það var ekki hlegið.. en já.. semsagt.. turned out to be a lovely evening.. er ekki svo bara djammið á laugardag?? svei mér þá.. verst hvað það eru margir sem eru enn í prófum.. hmm...

vignir freyr // 12:47 e.h.
______________________

mánudagur, maí 05, 2003:

jæja jæja.. var að klára fyrsta dag prófa.. reyndar í fyrsta skipti sem ég tek eiginlegt VERKLEGT próf og það var í tréhönnun 103 og viti menn! ég komst bara klakklaust í gegnum það (sjö-níu-þrettán) nú er bara að krossa fingur og vonast til þess að hluturinn sem ég smíðaði detti ekki í sundur þegar kennarinn skoðar hann og metur.. ;) á morgun er það svo tvö teiknipróf á miðvikudag málmhönnun og svo er skólinn búinn í bili.. við tekur æfingatörn hjá hljómeyki (takið frá 28.maí fyrir tónleika! :)

vignir freyr // 10:58 e.h.
______________________

föstudagur, maí 02, 2003:

jæja þá er maður búinn að sjá X-men 2! alveg það sem maður bjóst við.. meira af öllu.. meira af brellum.. meira af wolverine.. meira af aksjón.. meira af cyclops.. og meira af MYSTIQUE..

vignir freyr // 6:33 e.h.
______________________


Snilld! hver man ekki eftir ,,garbage-pail-kids“?? :)

vignir freyr // 4:55 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives