gengur bara betur næst

sunnudagur, júní 29, 2003:

jæjajá.. það var smá djamm á mér, tótu og eydísi í gærkvöldi.. fórum í geggjað tjúttpartí til hennar halldóru (heitir það ef ég man rétt!! :) ) svo var aðeins kíkt í miðbæ reykjavíkur.. og var púlsinn tekinn á nelly's... þar var ágæt stemmning (en þó ekki nærri eins góð og í partíinu.. ) annars var voða ljúft að vera í fríi í dag... svaf til hádegis og horfði svo á vídjó.. eðalmyndina the FIFTH ELEMENT í leikstjórn Luc Besson (Léon, Joan of Arc) og svo gat ég ekki slitið mig frá grínhryllinum BRAINDEAD (DEAD ALIVE) sem er í leikstjórn Peter Jacksons (LORD OF THE RINGS!) braindead sló meira að segja EVIL DEAD út í ógeðslegheitum.. annars var ég að koma af hljómeykisæfingu rétt í þessu og nú er aðeins vika í það að ég fari í SKÁLHOLT.. það verður stuð! :)

vignir freyr // 9:42 e.h.
______________________

föstudagur, júní 27, 2003:

það var SVO gott að sofa út í gær!! vá! ;) svei mér þá.. kíkti svo með palla aðeins í smáralind og ætlaði að leita uppi tvífara minn sem átti að vera á auglýsingaspjaldi fyrir framan optical studio.. það var víst búið að fjarlægja hann.. gerður sagði mér frá honum.. anyways.. á miðvikudagskvöldið bauð hannes fjölskyldu gerðar í rauðvín og franska osta.. ekkert SMÁ gott.. svo bökuðu þau líka þessa fínu eplaböku.. sló alveg margfalt í gegn.. ég kláraði harry potter and the goblet of fire í gær.. ekkert smá spennó.. tók alveg maraþonlestur.. get ekki beðið eftir að lesa þá fimmtu.. kaupi hana um leið og ég fæ útborgað!! :)

vignir freyr // 5:02 e.h.
______________________

sunnudagur, júní 22, 2003:

ég er þreyttur.. kannski af því að lilli bró (sem er ekki svo lítill) var með smá teiti í gangi nóttina sem leið.. ekki gott fyrir mig þar sem ég var að vinna í gærkvöldi og þurfti að mæta til vinnu klukkan 8 í morgun.. en þetta hafðist.. annars er ég búinn að vera að vinna soldið mikið seinustu daga.. stakk mér auðvitað í þá Djúpu á föstudagskvöldið og horfði á mýu svamla um í Lauginni.. fríða og eydís megabeibsur voru svo elskulegar að koma með mér.. kíktum svo á café aroma með tótu og palla blöku og þar var trúbador að spila.. hljóðkerfið var vægast sagt MJÖG hátt stillt svo við entumst ekki lengi þar.. kíktum þá í smá teiti til iðunnar "vefgyðju" og þar var tekið nett tjill og fíflagangur í bland.. nennti svo ekki meir (þar sem ég var að fara að vinna daginn eftir) og við baldur páll, ari, eydís og fríða fengum okkur nonnabita (HLÖLLI ER BETRI) áður en við héldum heim á leið.. plan kvöldsins er að fara á hljómeykisæfingu og SOFA..

vignir freyr // 5:16 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 19, 2003:

hæ hó og jibbí jey.. sautjándi júní búinn og allt.. vann dagvakt þá á ágætis kaupi svona til tilbreytingar kíkti í rigninguna í reykjavík (hefði átt að halda mig í góða veðrinu í hafnarfirði.. :) tók því MJÖG rólega í gær.. var í fríi og naut þess til hins ítrasta.. vann í dag og svo aftur frí á morgun.. sem minnir mig á.. ALLIR að horfa á djúpu laugina annað kvöld.. mýa mjá mjá er spyrill og andri er prufu-kynnir.. svo má ekki gleyma tónleikum kórs flensborgarskólans í hafnarfirði sem hefjast klukkan átta.. :)

vignir freyr // 4:51 e.h.
______________________

föstudagur, júní 13, 2003:

sá nú bara hreint ágætis ræmur í gærkvöldi.. the transporter og pecker (frá sama leikstjóra og gerði serial mom :) og já.. mæli með þeim báðum.. sú fyrri fyrir spennuþyrsta og sú seinni fyrir þá sem fíla soldið svartan húmor :) annars er ég að fara að vinna eftir smá.. mútta og pápi eru að fara úr bænum.. heimir bróðir á skjálfta og hannes kemur frá USA annað kvöld.. en þá verð ég líklegast smá á djamminu.. :)

vignir freyr // 2:05 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 12, 2003:

það er tekið að kvölda.. svaf lengur út en ég ætlaði mér.. leit á klukkuna í morgun og hún var orðin tvö! en jæja.. maður fær nú ekki svo oft að sofa út.. algjör munaður!! :) við rakel (ester systir hennar fékk reyndar að fljóta með :) ) fórum og sóttum skattkortin okkar.. hentum þeim inn á sólvang og brunuðum í næsta bakarí (vort daglegt brauð réttara sagt..) þaðan var haldið í hellisgerði og sólin sleikt í einhverja stund.. svo er ég bara búinn að vera tjilla og ætli kvöldið fari ekki bara í spólugláp.. í gærkvöldi fór ég með mýu og
ásgeiri á café cozy og síðan kaffi sólon þar sem við hittum önnu þóru.. palli blaka og guðrún voru ekki langt undan.. svo má ekki gleyma stjörnunni sem við sáum á sólon.. enginn annar en gaurinn af rannsóknarstofunni í csi þáttunum (held ég hafi séð í allt 1 þátt.. og það var held ég sá fyrsti.. ;) ) við mýa vorum allavega fullviss um að þetta væri kauði.. :)

vignir freyr // 7:18 e.h.
______________________

sunnudagur, júní 08, 2003:

jæja.. fyrsta helgarfríið mitt síðan ég byrjaði í nýju vinnunni og ég þurfti að vera hálfveikur alla helgina!! (hálfveikur = ekki rúmliggjandi) þetta gerði það að verkum að ég fór ekki út í gær á djammið með palla blöku og önnu djamm eins og stefnt hafði verið að.. frekar súrt.. en ég er sem betur fer á batavegi.. vinna á morgun þið skiljið.. ég náði þó að klára harry potter and the prisoner of azkaban, rosa spennó og er byrjaður á harry potter and the goblet of fire... annars var ég að koma af djass/jass/jazz/jasz/jazs tónleikum með henni kristjönu stefánsdóttur... fékk að fljóta með "tríó maníu" (þær eru í alvöru söng-tríó! ;) ) þeim rakel, ernu og hjördísi.. hafði ekki hugmynd um þessa tónleika fyrr en rakel sagði mér frá þeim.. sé ekki eftir að hafa farið!! fín skemmtun.. en jæja já.. rakel byrjar semsagt á sólvangi á morgun og ég fæ því að ausa af viskubrunninum þegar hún mætir til vinnu og kenna henni handbrögðin í aðhlynningu gamla (og/eða veika) fólksins.. jæja.. ætli maður fari ekki að koma sér í háttinn.. kannski að halda áfram með lesturinn á honum harry félaga..

vignir freyr // 11:53 e.h.
______________________

föstudagur, júní 06, 2003:

jæja já.. það lítur út fyrir það að ég sé á leið til BERLÍNAR nú seinni part sumars.. ;) verst að ég beila á gay-pride göngunni hér heima en kem passlega heim í djammið seinni part umrædds dags.. ;)

vignir freyr // 2:44 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 05, 2003:

ótrúlegt alveg.. tæpum sólarhring eftir að ég fer að kvarta yfir að allir vinirnir séu á faraldsfæti er ég vakinn upp með símtali.. semsagt býðst mér nú viku utanlandsferð þar sem ég myndi fá rúm 70% af ferðakostnaði endurgreiddan.. ætti maður að skella sér?? ég ætla að athuga hvort ég geti reddað vinnuplaninu (sem ég geri vel ráð fyrir að reddist) og ef allt gengur eftir er ég að öllum líkindum á leið til ÚTLANDA.. nánar um málið síðar.. :)

vignir freyr // 11:48 f.h.
______________________

miðvikudagur, júní 04, 2003:

mig langar til útlanda.. úff.. púff.. eins og sjá má á síðasta posti eru flestir á leið í ferðalag.. (meira að segja tóta er að fara til þýskalands í ágúst og verður ekki að djamma gay-pride helgina.. sama á við um fríðu og eydísi.. ) en jæja.. þá er allavega á hreinu hver verður í plús eftir sumarið ;) jessurí bob..

vignir freyr // 2:04 e.h.
______________________

þriðjudagur, júní 03, 2003:

það eru bara allir að flýja land (eða út á land).. semsagt þá er hún tóta farin austur til að taka þátt í óperustúdíói austurlands.. hún kemur svo ekki aftur fyrr en eftir tvær vikur... eva er enn úti á spáni en það fer nú að styttast í að hún snúi aftur.. NOT! hún kemur ekki aftur fyrr en einhverntíma mánaðarmótin júlí/ágúst ef ég man rétt.. hei! svo er hann ásgeir að fara að skella sér til svíþjóðar í dansskóla-inngöngupróf.. la det swinge.. oh well.. palli blaka er vonandi ekki að fara að flögra frá mér á næstunni.. og þið hin sem eruð mér sem stoð og stytta í gegnum súrt og sætt.. love U all.. :)

vignir freyr // 5:41 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives