gengur bara betur næst

sunnudagur, ágúst 31, 2003:

rosalega flýgur tíminn þegar maður hefur eitthvað að gera!! vinnan um helgina var semsagt alveg hreint ljúf og góð.. sem merkir það að það var rólegt yfir liðinu.. ég hélt áfram að taka því rólega í gærkvöldi eftir vinnu þegar ég plataði tótu (beib) til að taka með mér spólu.. horfðum á Red Dragon.. ágætis mynd en langt frá því að vera jafngóð og meistarastykkið Silence of the lambs.. nú stefni ég á að reyna að komast eitthvað áfram með kynninguna mína fyrir hönnunarsögu.. á að fjalla um finnann alvar aalto.. well.. verð að koma mér að verki..

vignir freyr // 5:12 e.h.
______________________

föstudagur, ágúst 29, 2003:

jæja, loksins að maður kemst í tölvu.. vikan er búin að vera annasöm enda skólinn alveg kominn á fullt.. semsagt ein og hálf vika búin.. það tekur alltaf soldið á að breyta rútínunni!! verkefnin hrannast upp þar sem maður hefur leyft sér að taka sér frí á kvöldin.. en það er engum um það að kenna nema manni sjálfum.. ég, tóta og eyvi fórum ásamt hirti (sem er á leið til danmerkur á laugardaginn) aðeins á röltið í miðbæ reykjavíkur í gær.. kíktum uppí samtök og hittum þar fyrir tilviljun hann hreiðar.. og eftir það voru það ekkert annað en skemmtilegheitin!! haffi "guildhall" kíkti svo við og eftir að við höfðum setið dágóða stund uppí samtökum röltum við niðrá café cozy.. það var kósí að vanda nema hvað.. við furðuðum okkur þó á því hversu fáir voru í bænum.. en það var náttúrulega "schoolnight".. annars er vikan búinn að fljúga áfram.. mætti í fyrsta samsöngstímann í gær og á leiðinni stökk köttur (í sjálfsmorðshugleiðingum) út á götu og fyrir bílinn, rétt náði að sveigja mér frá!! but anyways.. er á leið í tvítugsafmæli hjá eleonoru í kvöld! það verður stuð.. nema hvað þarf (eins og ég er búinn að segja SVO oft áður) að mæta í vinnu klukkan 8.00 í fyrramálið.. en ævintýrin að "Sunnycheek"(Sólvangi) láta engan ósnortin! ;)

vignir freyr // 1:33 e.h.
______________________

mánudagur, ágúst 25, 2003:

er að sækja fullt af tónlist.. fann fullt af lögum með moloko þar á meðal hið kynngimagnaða lag blink af plötunni i'm not a doctor.. anyways.. gleymdi mér aðeins í tölvunni (ætlaði að gera svo margt í kvöld sem verður að bíða betri tíma.. ) gaman að því að tónó byrjar aftur í þessari viku og ég fer í fyrsta söngtímann á þriðjudaginn kemur.. samsöngur á fimmtudaginn.. annars er skólinn kominn á fullt span, á morgun er liðin vika síðan hann byrjaði.. gengur furðuvel að koma þessari rútínu í gagnið!! annars er það að frétta að djammlöngun er farin að gera vart við sig.. vann nefnilega seinustu tvær helgar og er að vinna næstu helgi (þegar eleonora heldur uppá tvítugsafmælið.. verð edrú).. það verður bara tekið enn meir á því helgina á eftir.. takið frá laugardagskvöldið þá!! (langar samt mikið að skreppa út úr bænum í sumarbústað!! hef ekki farið í sumarbústað í allt sumar!!) oh well.. þetta skýrist allt saman..

vignir freyr // 10:17 e.h.
______________________

fimmtudagur, ágúst 21, 2003:

jæja.. þá er skólinn byrjaður á full-speed.. var í hönnunarsögu og þrívíðri formfræði í morgun.. fer svo í plasthönnun á eftir.. málmhönnun og lista&menningarsögu á morgun.. það er nú bara hreint ágætt að byrja í skólanum aftur.. hefði samt viljað slappa aðeins meira af í sumar.. fékk eiginlega ekkert frí fyrir utan skálholt og berlínarferð en þar var ekkert slappað af þannig séð.. keyrsla allan tímann! ;) sé ekki fram á að geta slappað af fyrr en fyrstu helgina í september.. get ekki beðið..

vignir freyr // 10:35 f.h.
______________________

mánudagur, ágúst 18, 2003:

hérna sit ég fyrir framan skjáinn og hlusta á eitt skemmtilegasta latin/jazz lag ever.. desafinado í þremur útfærslum.. mmMMMmmm... nú langar mig mest bara að fara að sötra rauðvín og fá mér kannski smá osta með.. (það má alveg láta sig dreyma).. nú var semsagt að ljúka 8 daga vinnutörn hjá mér.. átti í upphafi ekki að vinna í morgun, svo var ég beðin um að vinna en svo var ég beðinn um að skulda vakt.. svo var hringt í morgun og ég beðinn um að mæta.. sem var í fínu lagi.. ÉG SKULDAÐI VAKT.. og ágætt að borga hana áður en ég byrja í skólanum (sem er á morgun).. ég er svo að vinna næstu tvær helgar.. VÁ hvað ég þrái heitt að eiga helgarfrí á næstunni.. en það gerist ekki fyrr en eftir þrjár vikur (og þá verður sko djammað og jafnvel skroppið í sumarbústað!! vonandi :) ) ég hef ekki komist í sumarbústað í ALLT sumar þar sem ég var svo vitlaus að segja já við því að vinna þrjár helgar á mánuði í allt sumar.. en kannski var það smá gáfulegt peningalega séð þar sem álagið er ágætt um helgar.. (fyrir þá sem eru búnir að gleyma þá er ég semsagt búinn að vera að vinna á sólvangi í sumar og launin ekki upp á marga fiska.. en ég meina hei!).. kíkti á menningarnótt (ætti í raun að heita menningarkvöld eða eftirmiðdagur þar sem dagskráin nær ekki yfir nótt.. ekki nema djamm teljist undir menningu?? maður getur sosum vel farið á menningarleg djömm.. er ekki alltaf talað um svo góða bjórmenningu í löndum á borð við þýskaland?? mér finnst að það mætti rífa upp vínmenninguna á íslandi en þá þyrftu að koma til verðlækkanir á búsi á öllum helstu börum, kaffi- og veitingahúsum svo maður þyrfti ekki beinlínis að sturta í sig menningunni áður en haldið er í bæinn...

vignir freyr // 6:41 e.h.
______________________

föstudagur, ágúst 15, 2003:

vinna vinna vinna.. er að vinna um helgina.. kíki samt smá á menninguna annað kvöld.. held barasta að það sé skyldumæting.. annars er þetta sumar búið að vera fáránlega fljótt að líða.. byrja í skólanum aftur á þriðjudaginn kemur og er að vinna næstu þrjár helgar.. verð örugglega eitthvað smá á sólvangi í vetur.. rétt svona til að hafa í mig og á.. ;) hey já.. það eru komnar nokkrar myndir frá berlínarferðinni á netið semsagt.. hægt er að finna þær á heimasíðu fss..oh well.. er að spá í að leggja mig.. held það sé besta hugmynd sem ég hef fengið í allan dag! :)

vignir freyr // 4:53 e.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 13, 2003:

vá.. gleymdi að segja varðandi berlínarferðina.. hitti EDUARDO fyrsta kvöldið í berlín! eddie.. ítalskur gaur sem var hér á landi í fyrra og dvaldi þónokkurn tíma.. þetta var ekkert SMÁ mikil tilviljun og rosalega skemmtileg þar að auki.. heimurinn er minni en margur heldur.. annars er hann ásgeir minn að flögra út til svíþjóðar og ætlar að kenna svíunum réttu danstaktana í eitt skipti fyrir öll! er strax farinn að sakna þín ásgeir!! ísland verður tómlegt án þín (tala nú ekki um fjörðinn!)

vignir freyr // 4:41 e.h.
______________________

sunnudagur, ágúst 10, 2003:

sælt veri fólkið!! berlínarferðin var.. ÆÐI! myndirnar verða settar upp fljótlega.. ;) svo var náttla prædið í gær snilld! fyrir utan veðrið.. en það var djammað á nasa og ekkert smá gaman skal ég segja ykkur.. segi nú bara takk fyrir mig! :)

vignir freyr // 4:54 e.h.
______________________

föstudagur, ágúst 01, 2003:

well folks.. þá er ég á leið til BERLín.. eftir 24 klst verð ég á leið á flugvöllinn.. jey! ;) verst hvað ég er kominn með mikla hálsbólgu allt í einu.. but well.. vona að hún lagist fljótlega.. segi bara bless í bili.. sjáumst á "prædinu"! :)

vignir freyr // 11:27 f.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives