gengur bara betur næst

miðvikudagur, október 29, 2003:

vinna um seinustu helgi.. en þó aðeins kíkt út á lífið á laugardagskvöldið í tilefni þess að ásgeir kom til landsins! það var alveg hreint ágæt stemmning..

..þarf ekki að fara aftur til háls-, nef- og eyrnalæknis.. allavega ekki í bili.. no more pain! reyndar þarf ég að fara til tannsa en eftir reynslu mína af nebbalækninum þá er það lítið mál! :) jámm..

..fæ iðulega svona hvað-á-ég-að-gera-í-framtíðinni - krísur.. hef heyrt að þær séu algengar hjá fólki á öllum aldri.. það er samt eins og lífið sé einfaldara fyrir stúdentspróf.. þú hefur ekki svona mikið VAL.. stundum finnst mér eins og það sé of mikið námsframboð.. þó virðist ég ekki finna akkúrat það sem ég vil læra hérna heima.. þá er bara að taka smá áhættu og sækja um skóla úti.. jámm.. held það bara..

..en eins og er ætla ég að einbeita mér meira að nú-inu.. klára eitthvað af því sem ég á að gera fyrir skólann og æfa mig fyrir tónó (stigspróf eftir tæpar 3 vikur).. ég get bara verið svo LATUR.. eða hvað? hvernig skilgreinir maður leti? kannski er ég ekkert svo latur? nei.. svei mér þá.. ég þarf bara að slappa mikið af..

vignir freyr // 1:34 e.h.
______________________

miðvikudagur, október 22, 2003:

snilld.. svaf yfir mig í morgun.. sem í sjálfu sér er engin snilld en þegar ég leit á símann stóð þar orðrétt: ,,erna er ekki kominn“ erna er semsagt kennarinn og hún mætti ekki.. gat því haldið áfram að sofa.. með GÓÐRI samvisku!! múhaha! jámm.. þurfti reyndar að gera mér ferð upp í skóla til þess að skila skýrslum og vali fyrir næstu önn.. fór svo til tannlæknis.. teknar myndir og ekki borað í þetta skiptið.. það er orðið pís of keik að fara til tannlæknis eftir allar pyntingarnar hjá háls-, nef- og eyrnalækninum sem ég hef þurft að þola undanfarið!! haha! en jámm.. ætla að kíkja á will og grace, skreppa í sturtu og fríska mig aðeins við.. ætla að kíkja á kaffihúsakvöld hjá fss með honum hreiðari.. jámm.. veitir ekki af að skreppa aðeins út úr húsi.. :)

vignir freyr // 8:06 e.h.
______________________

þriðjudagur, október 21, 2003:



KILL BILL er snilldin ein! sá hana í gærkvöldi! stíllinn í myndinni er ekki ósvipaður japönskum anime-(manga)-teiknimyndastíl og hefur verið sagt að myndin sé í raun óður til japanskrar bardagalistar..

skemmtileg staðreynd: í myndinni má sjá umu thurman í samskonar búningi og bruce lee klæddist í sinni síðustu mynd!



skellið ykkur á myndina.. áður en vol. 2 kemur! :)



vignir freyr // 11:31 f.h.
______________________

sunnudagur, október 19, 2003:

jæja.. er að reyna að byrja á kynningu sem ég á að gera fyrir skólann.. alltaf erfitt að hafa sig í að byrja.. gleymi mér iðulega á dc++ að sækja lög.. er búinn að vera að sækja allan fjandann.. t.d. moloko, eurythmics, grooverider, dj shadow, paul oakenfold, massive attack, portishead, evu cassidy, billie holiday, amon tobin, alicia keys og fleira og fleira.. og já.. ásgeir.. kannski við höldum bara halló-vín partýið hjá mér.. tengjum tölvuna við græjurnar og við þurfum ekkert að vera að vesenast með geisladiska!! ;) en já.. gleymdi að minnast á í seinustu bloggfærslu að ásgeir ætlar að kíkja til íslands á laugardaginn kemur!! í haustfríinu sínu semsagt!! :)

..annars gekk bara hreint ágætlega að troða upp í afmælinu í gær.. ég og rakel sungum og haukur spilaði undir á gítar.. tókum scarborough fair og desafinado (e. antonio carlos jobim) og þetta vakti mikla lukku.. svo fengum við öll hvítvínsflösku að launum.. namm namm.. :)

..vil nota tækifærið og óska tótu til hamingju með nýja símann!! :)

..en jámm.. ætla að fara að læra.. á víst að mæta í matarboð í kvöld og svo á hljómeykisæfingu..

vignir freyr // 2:47 e.h.
______________________

laugardagur, október 18, 2003:

fríða björk er víst "sexy orlando".. bara svona smá fróðleiksmoli til gamans.. þið getið tekið prófið fyrir neðan.. :)

vignir freyr // 5:09 e.h.
______________________

jæja.. vikan búinn að vera hálf kreisí.. soldið mikið að gera.. enda margt sem hefur setið á hakanum.. kíkti í teiti í gær til péturs og bara fín stemmning.. horft á djúpu laugina (með öðru auganu).. planið var að kíkja á samtakaballið á metz en þegar kom að því að fara (um tvöleytið) var ég kominn með hausverk og ákvað að láta þar við sitja.. þurfti svo að mæta á æfingu í morgun klukkan 10.. mozart-óperu-dúetta-æfing með kammersveitini í tónó (hfj.) og bara svaka gaman.. hitti hana tótu mína sem á bilaðan síma.. en er að fara að fá sér nýjan ;) eftir söngæfinguna fór ég á aðra æfingu og það með rakel.. við erum að fara að syngja í fimmtugsafmæli hjá systur pabba.. wish me good luck.. þarf nefnilega að fara að hafa mig til.. ;)

vignir freyr // 5:04 e.h.
______________________

Lítur út fyrir að ég sé mjölkisulegasti orlando-inn.. tóta og rakel þið vitið allavega hvað ég á við.. ;)


Legolas Orlando


What Orlando Bloom are You?
brought to you by Quizilla

vignir freyr // 4:04 e.h.
______________________

sunnudagur, október 12, 2003:

djammsaga og fleiri skemmtilegheit

snilld snilld og ekkert nema snilld.. vá hvað það var mikið fjör á mínum í gær.. ég var nú samt ekkert alltof spenntur fyrir að fara að djamma í gær.. ekki fyrr en í raun að ég sótti tótu og skellti lagi á fóninn.. eftir það varð ekki aftur snúið!! við tóta tókum forskot á eydísi og fríðu en þær létu þó sjá sig áður en langt um leið.. jámm.. absinth-flaskan var opnuð!! (60% alkahólmagn: BEWARE!) og dagga og stenni litu óvænt inn... semsagt var sprellað og skrafað.. meira að segja teknir nokkrir spice-girls taktar á gólfinu!! kom í ljós að fríða kunni flesta textana og leiddi okkur hin í gegnum hin undraverðu og krydduðu dansspor.. ágætt að taka svona gelgjuköst af og til.. gott fyrir sálina.. ;) en jámm.. við tóta vorum ekkert á þeim buxunum allavega sokkunum að hætta að djamma svo mein vater var svo mikill öðlingur að skutlast með okkur í bæinn.. þar var gert stutt stopp á cozy (wc) og fyrst við vorum þarna á annað borð skelltum við í okkur fullnægingar-staupum.. namm.. en já.. töltum svo yfir á metz þar sem voru 2 dj-ar og maður þekkti aðra hverja manneskju.. fullt af fólki sem maður hafði ekki séð í laaaangan tíma.. :) en já.. eva sæta var þarna!! og vá hvað var mikið fjör.. náði að rústa gleraugunum hennar tótu (sökum viðvaningslegra dansspora) og talaði um það að hægt væri að líma þau með terpentínu! (meinti tonnatak! ;) þegar við fórum og fengum okkur svo pulsu og ég var spurður hvort ég vildi eitthvað að drekka missti ég út úr mér þau fleygu orð: ,,kók með öllu" (hafði þá nýlega keypt mér pulsu með öllu) vá! hvað var hlegið! þetta absinth var alveg að gera góða hluti (absinth var vinsælasti áfengi drykkurinn um skeið.. olli ofskynjunum hér í den sökum efnasambands sem var síðar fjarlægt úr drykknum.. nú í dag er absinth bannaður í flestum löndum heims en mér áskotnaðist flaska þegar hannes og gerður komu frá tékklandi í fyrra.. lyktin svipuð og hot&sweet en bragðið þó mun rammara og minna "lakkrís".. sykur hefur því verið notaður sem bragðbætir og þá oft bræddur yfir logandi eldi hellt út í og hrært.. jamm.. 60% alkahólmagn segir allt sem segja þarf..)

vignir freyr // 11:42 e.h.
______________________

þriðjudagur, október 07, 2003:

af afþreyingarefni og öðrum ólifnaði

fór í bíó á sunnudaginn.. kíkti ásamt tótu (náttúrulega! ;) ), bóasi, hreiðari og agli.. fórum semsagt beint eftir hljómeykisæfingu.. sáum
UNDERWORLD og viti menn! hún var barasta mun skárri en ég hafði búist við! kate beckinsale var að gera góða hluti.. ofursvöl og ágætis tilbreyting frá væmnu týpunni í Pearl Harbour..

..sá finding nemo í gær.. og gvuð minn góður hvað þetta var fyndin (og sæt) mynd! svei mér þá ef disney/pixar eru ekki að gera góða hluti með þessari mynd.. og ellen! frábær! - talar semsagt fyrir einn fiskanna og er með sannkallað gullfiskaminni.. sérlega fyndið þegar hún fer að tala "hvalamál".. well.. þið verðið að sjá þessa mynd..

..annars horfði ég á fyrsta þáttinn af Queer eye for the straight guy og viti menn! aldrei að vita nema hægt sé að hafa gaman af þeim þáttum.. semsagt þá eru það fimm hommar sem standa fyrir þáttunum og velja sér einn gagnkynhneigðan karlmann, dressa hann upp - kenna honum mannasiði - innrétta íbúðina upp á nýtt - og allt það sem þeim dettur í hug að geti gert þann hinn sama álitlegri hjá kvenþjóðinni! ég brosti út í eitt og annað að þessu öllu saman! quote begins: ,,what is it? is it a tiger's ass? - no.. it's my face..“ haha! oh well.. þið skiljið (kannski) sem sáuð þáttinn.. hin verða að sjá hann í endursýningu!! :)

vignir freyr // 10:47 e.h.
______________________

sunnudagur, október 05, 2003:

viðeyjarferðin var algjör snilld! ég, eydís, rakel og tóta mættum galvösk úr hafnarfirðinum með okkar "nesti", nenntum ekkert að grilla svo við keyptum bara sykurpúða! namm namm! , svafa sæta reddaði jukeboxi - aka geislaspilara og eftir það fór stemmningin bara stighækkandi.. ég og svafa tókum kryddstelpusyrpu út á palli svo var trallað og tjúttað (m.a. við leoncie) jamm.. kíktum aðeins á þýskt bjórkvöld hjá háskólanum (þakka steinunni fyrir farið!!).. frekar fyndin stemmning og rosalega troðið! en þar hittum við fyrir iðunni vefgyðju, hjört kaffibarþjón, sverri trommara, guðnýju söng- og efnaverkfræðidívu og fleiri góða hálsa.. eða hausa.. jamm.. svo var tölt í bæinn en við tóta og eydís fórum fljótlega heim.. helgin fór annars í vinnu hjá mér.. fínt samt að taka einstaka vaktir á sólvangi.. jamm.. mjög fínt barasta.. :) framundan.. hljómeykisæfing í kvöld og e.t.v. skrepp ég í bíó!! ;)

vignir freyr // 5:24 e.h.
______________________

föstudagur, október 03, 2003:

jamm, frekar stuttur dagur í dag þar sem við fórum á safn í tímanum mínum eftir hádegi.. nánar tiltekið nýlistasafn íslands.. og já.. það var bara gaman að því.. funky fílingur.. ég, katla og arna ætluðum svo að kíkja yfir í listasafn reykjavíkur en ákváðum að slá því á frest og förum því sunnudag eftir viku (og fáum leiðsögn um safnið!)..

jæja, viðeyjarferð með nemendafélögum tónlistarskólans í hafnarfirði, reykjavík og tónlistardeildar listaháskólans.. það verður stuð! nema hvað.. tóta, rakel, eydís og vonandi fríða fara allavega!! :) svaka stuð á okkur "stelpunum"! :) veit ekki hvort finnbó komist (eða viti af þessu) svo ef þú ert að lesa - KOMDU! :)

well.. þarf að fara að hafa mig til ef ég á að komast með fyrstu ferju!! :)

vignir freyr // 4:23 e.h.
______________________

miðvikudagur, október 01, 2003:

er í rosa partí fíling.. er að sækja fullt fullt af lögum á dc++ og svei mér þá ef það er ekki stuð! fann meðal annars nokkuð mörg vinningslög úr eurovision og vá hvað svíar hafa oft unnið!

jamm..
hjördís er byrjuð að blogga.. og það frá svörtustu afríku!! við fylgjumst auðvitað spennt með!! :)

vignir freyr // 5:26 e.h.
______________________

rosalega er ég pirraður yfir að fá aldrei rétt útborgað!! úff.. þarf að fara að vasast í launamálunum mínum aftur.. "týndust" semsagt 6 vaktir síðan í júlí og mér sýnist sem svo að ég hafi ekki fengið nema hluta af þeim (mjög lítinn hluta) borgaðan.. ef einhver.. maður hefði haldið að þetta væri alveg skothelt og færi ekki á milli mála hvað maður ynni þar sem það er rafræn stimpilklukka sem maður stimplar sig inn á.. en nei svo virðist ekki vera.. aarrrg! það er ekki eins og launin séu eitthvað há fyrir.. þau eru reyndar allt í lagi um helgar þar sem álagið leggst á launin en þess á milli.. úff.. menntun margBORGAR sig.. ekki kannski alltaf en þó oftar en ekki..

en já.. fór til háls-, nef og eyrnalæknisins í gær og vá.. ef það er slæmt að fara til tannlæknis þá er þetta miklu verra!! endaði með tannverk!! (don't ask me why!) en jamm.. leit út fyrir að læknirinn hafi gert smá mistök.. með því að opna fyrir aðra nösina leit út fyrir að hann hafi þrengt að hinni.. úff! svo virtist sem BETUR fer ekki vera..

..annars var helgin bara róleg.. kíkti í teiti með palla og
evu til hröbbu þar sem ég hitti fyrir danna (sem er að fara að flytja til árósa inn til odds og ásdísar) en já.. kíktum semsagt á ölstofuna en ég fór heim eftir það.. svo var hljómó-æfing á sunnudag þar sem trallað var.. rakel kíkti með..

var rosalega latur í gær eftir pyntingarnar hjá lækninum svo ég kom við á snælandi og tók TVÆR spólur.. requiem for a dream (frekar ógeðfelld en áhrífarík mynd) og blade runner - sem er bara cult! :) jamm.. keypti mér kók og twix.. henti instant-pizzu í ofninn og lét fara VEL um mig.. ekkert samviskubit á mínum bæ yfir þessu enda hafði ég afsökun - læknirinn sagði mér að taka því rólega.. :)

svo hefur s k j á r 2 útsendingar í dag.. ætla mér að horfa á queer as folk.. hef ekki gerst svo frægur að sjá þá þætti.. en umfjöllunarefnið er áhugavert.. allavega fyrir mig (og kannski tótu líka - smá skot ;) )

vignir freyr // 1:27 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives