gengur bara betur næst
fimmtudagur, nóvember 27, 2003:
var að fatta að haustið er liðið.. LÖNGU liðið.. það er kominn vetur á íslandi! brr.. eyddi örugglega 20 mínútum að reyna að skafa af rúðunum á bílnum í morgun! við erum að tala um FROST á FRÓNI! en önnin er að klárast, sem er bæði gott og slæmt. Finnst eins og ég hefði mátt gera meira á önninni sem leið, en ég er líka skrýtinn.. kem til með að klára allt það sem ég byrjaði á en mér finnst eins og ég sé að gleyma einhverju.. klikkaði á að gera tjékklista í byrjun annar! kannski er þetta bara af því ég er ekki byrjaður í háskóla og nær ár liðið síðan ég varð stúdent.. en ég held ég sé kominn með nokkuð skýra mynd af því sem koma skal.. allavega hvert næsta skref verður! er að spá í að gefa sjálfum mér jólapakka frá flugleiðum og skella mér til danmerkur að skoða skóla! :) býst við að ég haldi áfram í iðnskólanum eftir áramót og svo held ég barasta að menntaskólastigs-kvótinn minn sé uppurinn.. veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en eina námið sem virðist koma til greina fyrir mig þessa stundina er arkitektúr ! maður deyr ekki á því að prófa! :)
vignir freyr // 8:30 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, nóvember 25, 2003:
var að bæta huldu bjarkar við linka-listann endilega tjékkið á blogginu hennar.. ;)
vignir freyr // 11:09 f.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, nóvember 23, 2003:
jæja.. var að koma af seinni tónleikunum þeirra palla & moniku þar sem ég var að syngja ásamt hljómeyki. fröken löve lét ekki sjá sig frekar en fyrri daginn en ég einmitt tjúttaði með henni og palla í gærkvöldi.. byrjuðum heima hjá mér og ákváðum að plata hana iðunni á tjúttið líka endaði með því að við hristum skanka og drukkum bjór úr tanka, en allt á hóflegu nótunum.. nú er ég þreyttur og er að spá í að fara að leggja mig.. já, held það bara. :)
vignir freyr // 11:01 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, nóvember 19, 2003:
var að spjalla við helga steinar á msn-inu (allir að kíkja á bloggið hans).. aldrei að vita nema maður skelli sér til danmerkur snemma á næsta ári!! :) jámm.. að skoða skóla og svona.. það yrði/verður gaman.. :)
vignir freyr // 8:28 e.h.
______________________
segdu thina skodun
gekk bara hreint ágætlega í stigsprófinu!! söng þau lög sem ég hafði spáð því að kennarinn myndi velja og gat því valið þau tvö lög á móti sem ég vildi helst syngja. gekk vel framan af (fyrir utan soldið skrýtnar "andanir" í verdi prati og "na na na" texta í hluta viðlags í laginu willow song ! hehe :) hefði líka mátt ýkja þýska textann betur í an die musik og koma með skýrari styrkleikabreytingar í vöggukvæði .. en þetta eru allt saman smáatriði! lestur af blaði gekk svona la la eins og við mátti búast svo ég er sáttur. skítt með einkunnina! ég er kominn á fimmta stig.. fékk að velja lag sem mig langaði að syngja og ég leyfði þórunni að velja eitt lag sem hana langaði að kenna.. ;) var latur eftir stigsprófið og horfði á darkness falls .. (terror rises! darkness falls!) jámm, það var bara alltílæ ræma.. var duglegur og labbaði í tónheyrn en var sóttur á eftir.. :) svo býst ég við að ég verði aftur latur í kvöld og leigi vídjó eða kíki til rakelar í kaffisopa.. :)
vignir freyr // 7:40 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 17, 2003:
seinasta vika er búin að vera soldið kreisí.. skálholtsupptökur gengu vel og tónleikarnir líka, svei mér þá. skellti mér aftur upp í skálholt á miðvikudeginum (fyrsta, og örugglega eina, skiptið á ævinni sem það gerist) og tókum upp tvö stykki pál óskar-jólamyndbönd. skrýtið að sjá kirkjuna fulla af reyk og ljóskastarar fyrir utan. en þetta var bara stemmari, fæ meira að segja að velja mér tvo diska að eigin vali í skífunni. ;) verst bara að það er SVO margt sem mig langar í. jámm.. seinasta helgi var vinnuhelgi hjá mér sem er sosum ekkert merkilegt.. nema hvað ég skellti mér með palla á todmobile tónleikana á föstudaginn!! SNILLD! þetta var æði! benni stjórnaði þessu eins og honum einum er lagið og andrea var algjör gyðja á sviðinu.. svo mátti sjá marga þekkta einstaklinga meðal gesta.. sigurjón sighvatsson lét sig allavega ekki vanta! jámm.. annars er ég að fara í stigspróf á miðvikudag, fjórða stigið í söng. ágætt að rumpa þessu af enda kominn tími til að útskrifa eitthvað af þessum lögum..
vignir freyr // 9:34 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, nóvember 11, 2003:
What Finding Nemo Character are You? brought to you by Quizilla
FINDING NEMO er fyndnasta teiknymynd sem ég hef á ævinni séð!! get hæglega mælt með henni við hvern sem er! :)
vignir freyr // 2:44 e.h.
______________________
segdu thina skodun
er að hlusta á lög af nýju breiðskífu þeirra sugababes -stúlkna.. snilldarpopp. nýi diskurinn heitir einfaldlega "three" og rökrétt þar sem þær eru þrjár og þetta er þriðja breiðskífa þeirra. talað er um að allt er þá er þrennt er en ég ætla rétt að vona að það eigi ekki við í þessu tilviki.. sugababes eru ferskar og góðir gerlar í annars gerilsneyddum poppheimi.. :)
vignir freyr // 12:25 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 10, 2003:
helgin var hreint ágæt.. en strembin! fór í skálholt á föstudag um fimmleytið og kom heim um sexleytið í gærkvöldi. kíkti þá á tónleika á vegum unglistar í tjarnarbíói.. hjörtur kíkti með en við fórum aðallega til að heyra í henni tótu okkar!! :) en gaman engu að síður. Fórum svo á Matrix: revolutions og svei mér þá ef hún var ekki bara hreint ágæt!! ætla að segja sem minnst um hana til að spilla ekki fyrir þeim sem eiga eftir að sjá hana.. :) jámm.. allir að mæta á hljómeykistónleika annað kvöld!! nánar um það hér að neðan..
vignir freyr // 2:04 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Sönghópurinn Hljómeyki heldur tónleika á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember
klukkan 20.00 í Kristskirkju, Landakoti Aðgangseyrir er 1500 kr en 500
fyrir nemendur, eldri borgara og öryrkja.
Á efnisskrá eru verk eftir Óliver Kentish. Óliver var staðartónskáld í
Skálholti síðastliðið sumar og Hljómeyki flutti þá þessi sömu verk.
Tónleikarnir fengu afskaplega góða dóma, til dæmis segir Jónas Sen í DV:
(um Beatus Vir)..."Þetta er með fallegustu sálmum sem ég hef heyrt, enda var
söngur Hljómeykis afar vandaður, bæði látlaus og innilegur og greinilegt að
Bernharður hefur gefið sér góðan tíma til að móta túlkunina
(um Veni Sancti Spiritus) ... Það var svo magnað að maður gjörsamlega
gleymdi stund og stað og var þetta eitt stórfenglegasta atriði
tónleikanna...
Rúsínan í pylsuendanum var Jubilate Deo ... en þar er mikið klukknaspil auk
glaðlegs kórsöngs og var það frábær endir á glæstri dagskrá."
Ríkharður Örn Pálsson segir m.a. í Morgunblaðinu:
"Við nýlegri stíl kvað í hinu lengra (um 9 mín.) "Veni sancte spiritus"
undir yfirbragði nýklassísismans þar sem skiptust á hægir kaflar og hraðari
í sjöskiptri takttegund með innskotsítrekunum á fyrstu ljóðlínu líkt og
A-köflum í rondói. Hér fór líklega sterkasta tónverk safnsins og víða
innblásið, t.a.m. gætti óviðjafnanlegrar heiðríkju á "O lux beatissima", og
skjannatærar einsöngsinnkomur Hildigunnar Rúnarsdóttur lyftu ekki síður
upplifun manns í hæðir.
Var söngur Hljómeykis í heild mjög vel útfærður undir markvissri stjórn
Bernharðs Wilkinson."
vignir freyr // 2:01 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, nóvember 05, 2003:
einn hljómeykisfrasi til að hita upp fyrir helgina:
,,det er meget svært at hǿre på vores koncert, det er kun for en expert!"
- hljómeyki
vignir freyr // 8:39 e.h.
______________________
segdu thina skodun
nammi namm.. domino's pizzan er kominn í hús! megavikan rokkar.. :)
vignir freyr // 7:59 e.h.
______________________
segdu thina skodun
það sem ég kalla korní kalla ameríkanar cheesy ..
Hollywood has long had a weakness for cheese. Just look at the classic "Casablanca," in which Ilsa (Ingrid Bergman) gushes to Rick (Humphrey Bogart) as the Germans invade Paris, "Was that cannon fire or is it my heart pounding?" Groan.
hér birtist listi yfir
"hollywood's cheesiest moments" sem empire-tímaritið gerði á dögunum
1. "Independence Day" bill pullmann sem forseti bandaríkjanna: "We're going to live on! We're going to survive! Today we celebrate our Independence day!"
2. Coming in a close second is the mano-a-mano moment in "Top Gun" when Tom Cruise's Maverick melts Val Kilmer's Iceman's frozen heart by telling him, "You can be my wingman any time."
3. "The Karate Kid" (Daniel wins the big tournament on one leg)
4. "Four Weddings and a Funeral" Other cringe-inducing examples include a drenched Andie MacDowell clunkily telling Hugh Grant at the end of "Four Weddings and a Funeral," "Is it still raining? I hadn't noticed"
5. "Pearl Harbor" (Kate Beckinsale reads a love letter as the sun sets)
6. "Stepmom" (the big group sing)
7. "The Postman" a blind woman worshiping Kevin Costner's messiah-like mail carrier in "The Postman": "You're a Godsend, a savior," to which he earnestly replies, "No, I'm just the postman"
8. "An Officer and a Gentleman" (Richard Gere carries Debra Winger out of the factory)
9. "Patch Adams" (sick kids rescue Robin Williams in court)
10. "Star Wars: Episode II -- Attack of the Clones" Hayden Christensen's wooing of Natalie Portman in "Attack of the Clones," which includes this rumination on sand: "It's coarse and rough and irritating and it gets everywhere. Not like here. Here everything is soft and smooth."
vignir freyr // 7:57 e.h.
______________________
segdu thina skodun
helgin
halló-vín partýið okkar ásgeirs var allsvaðalegt! hittumst á föstudagskvöldið til að horfa á idol og byrja að skreyta.. laugardagurinn fór svo í enn meiri skreytingar og reddingar fyrir partýið en ég gaf mér þó tíma til að fara á mozart-söngæfingu um morguninn og á 15:15 tónleika hjá þórunni söngdívu seinna um daginn.. svaka gaman :) fólk fór svo að týnast í partýið um og eftir níu.. skreytingarnar tókust með eindæmum vel enda fagmenn og fagkona þar á ferð (ég, ásgeir og tóta). jámm, skelli kannski upp nokkrum myndum á næstunni.. þ.e.a.s. ef einhver getur bent mér á gott vefalbúm :)
héldum í bæinn um eitt leytið og þaðan lá leiðin á nasa þar sem ásgeir (sem var í flottasta búningnum í partýinu (cats-búning)) rétt missti af búningaverðlaunum!! en það var tjúttað og farið á trúnó og allur pakkinn! ég, andrés og ásgeir kíktum svo á 22 og nelly's áður en við héldum heim á leið.
sunnudagurinn fór í þynnku en á endanum var drattast á kenny (kentucky) og fengið sér í gogginn (ég, ásgeir og tóta) áður en við tóta héldum á hljómeykisæfingu..
ásgeir hélt svo af landi brott á þriðjudagsmorgun en kemur aftur eftir rúman mánuð.. takk fyrir samveruna ásgeir!! :)
well.. ætla að fara að drattast að gera eitthvað af viti því það er ýmislegt á döfinni:
á morgun: skóli, tónó, tónfundur, vinna.
helgin: HLJÓMEYKISupptökur í Skálholti
vignir freyr // 3:51 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Eb major - you are warm and kind, always there for your friends, who are in turn there for you. You are content with your confortable life and what you are currently achieving; if you keep in this state you will go far.
what key signature are you? brought to you by Quizilla
Ég "er" es dúr .. rétt eins og finnbogi.. get verið sammála honum að es-dúr tóntegundin er ein sú fegursta sem um getur og es dúr hljómurinn fullkomnunin ein ;)
vignir freyr // 3:36 e.h.
______________________
segdu thina skodun