gengur bara betur næst
miðvikudagur, desember 24, 2003:
er búinn að vera að snattast í allan dag með bræðrum mínum og gerði mágkonu (jólapakkarúnturinn; þið skiljið :) klukkuna vantar fimm mínútur í sex.. langaði bara að segja: gleðileg jól! ;)
vignir freyr // 5:54 e.h.
______________________
þriðjudagur, desember 23, 2003:
þorláksmessa; jólin framundan og vetrarsólstöður að baki (afmælið mitt var í gær og vill svo skemmtilega til að það lendir á vetrarsólstöðum) svo nú ætti að birta til.. :) jámm.. á eftir að redda svona eins og einni eða tveimur jólagjöfum (ég er svo rólegur á því þessa dagana.. ) og koma þeim til skila.. takk fyrir allar afmæliskveðjurnar og þakkir til þeirra sem kíktu við hjá mér í miðri jólaösinni :)
vignir freyr // 11:34 f.h.
______________________
föstudagur, desember 19, 2003:
úff.. tók upp á því að veikjast á mánudaginn en lét það ekki aftra mér að kíkja í kringluna með ásgeiri á þriðjudaginn.. eftir það var ég alveg búinn á því en drattaðist þó á hljómeykisæfingu. lá svo fyrir allt þar til næsta hljómeykisæfing var á miðvikudeginum.. eftir þá æfingu var ég jafnvel enn slappari og var hálfrænulaus allt þar til seinni partinn í dag. ákvað þó að harka af mér og syngja á hljómeykistónleikunum og var furðuhress (miðað við aldur og fyrri störf!! ;) en ég er alveg búinn á því núna.. vona samt að ég fari að hressast! ekki besti tíminn til að liggja í einhverjum veikindum! planið var nefnilega að reyna að versla einhverjar jólagjafir á morgun og tjútta kannski smá um helgina!! en þetta verður bara að skýrast! :)
vignir freyr // 1:14 f.h.
______________________
mánudagur, desember 15, 2003:
æ já.. gleymdi næstum.. jólatónleikar hljómeykis verða á fimmtudaginn! nánari upplýsingar hér fyrir neðan:
Hinir árlegu jólatónleikar Hljómeykis verða fimmtudaginn 18. desember kl. 20:00 í Fríkikjunni í Reykjavík. Á efnisskrá
eru m.a. verkið Come, My Light eftir Imant Raminsh, jólalög eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Báru Grímsdóttur og Elínu
Gunnlaugsdóttur. Þá verða flutt jólalög í útsetningu Róberts A. Ottósonar og Jóns Nordal auk þess sem flutt verða
hefðbundin jólalög.
Sérstakir gestir á jólatónleikunum verða Páll Óskar Hjálmtýsson og Monika Abendroth en Hljómeyki syngur í tveimur lögum á nýjum diski þeirra "Ljósin heima" og verða þau flutt á tónleikunum.
Stjórnandi Hljómeykis er Bernharður Wilkinson.
Miðaverð er 1.500 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn/námsmenn, elli- og örorkulífeyrisþega.
Miðar fást í forsölu hjá mér, og er þar boðið upp á miða á helmingsafslætti (þ.e. fyrir fullorðna).
Hægt er að greiða miðana við innganginn.
Vona að sem flestir komist ;)
vignir freyr // 10:56 e.h.
______________________
var að koma af hljómeykisæfingu.. verst hvað ég er búinn að vera slæmur í hálsinum í allan dag.. vaknaði með svona líka slæma hálsbólgu og slappelsinu sem oft fylgir! ekki sáttur að þetta sé að gerast en betra núna en um jólin! ;)
helgin var rosa fín; tóta átti afmæli á föstudaginn - fordrykkur að tótutröð, tónleikar út í rassgati (seltjarnarnesi :p) og svo pizza og bjór á eftir í hafnarfirðinum; namm namm! einhver þreyta sótti á liðið og ég fór tiltölulega snemma í háttinn en vaknaði þeim mun hressari til að fara á kammersveitar/söngdeildaræfingu daginn eftir..
um kveldið á laugardeginum fór ég svo á hugleiks-jólasýningu MJÖG gaman og svo á eftir var brunað í tvítugsafmæli til hennar mýu. við tóta röðuðum í okkur vodka-jelly-skotum og vorum fljótt orðin með þeim hressustu á staðnum.. kíktum í bæinn og svei mér þá ef það var ekki bara stemmning! svo átti hulda líka tvítugsafmæli þetta sama kvöld og var hún hress að vanda ;) sunnudagurinn fór svo í þynnku DAUÐANS - hélt í fyrstu að ég væri sloppinn fyrir horn.. eða allt þar til ég stóð upp og fór að hreyfa mig.. ég hristi þetta þó af mér um kvöldmatarleytið og hitti hann ásgeir! kíktum á kaffihús með honum andrési.. mjög næs.. :)
vignir freyr // 10:51 e.h.
______________________
miðvikudagur, desember 10, 2003:
jæja.. þá er maður búinn í prófum.. :) gaman að því.. skellti mér í klippingu í morgun og framundan er TILTEKT! nú fara þeir sem hafa flúið land að týnast heim í jólafrí.. eyvi kemur víst í dag! og ásgeir á laugardaginn :) jámm.. tvær vikur til jóla hvorki meira né minna.. þarf að fara að gera svona ,,to do“lista og hafa svolítið skipulag á hlutunum og hananú, eða eitthvað..
..tjútt um helgina? ég er allavega að fara í tvítugsafmæli til minnar ástkæru mýu sem átti afmæli fyrsta des :) svo á hún hulda tvítugsafmæli á laugardaginn og tóta sætust á afmæli á föstudaginn, rétt skriðinn yfir tvítugt - eða svona um það bil :)
..næsta vika verður tónleikavika, jólatónleikar hljómeykis eru á fimmtudag eftir viku (believe it or not! nánar um það síðar) en sama dag (nema bara fyrr um daginn) er jólatónfundur hjá dr.tótu og lærlingunum hennar, þ.e.a.s. mér, tótu, rakel o.fl.. ;)
vignir freyr // 1:24 e.h.
______________________
miðvikudagur, desember 03, 2003:
búinn með skýrslurnar fyrir plasthönnun! þarf víst að skila þeim snemma í fyrramálið (bjóst við að ég myndi geta skilað þeim á föstudag en þá hefði ég þurft að fresta prófinu).. úff.. svo er smá stress með það sem eftir er.. ég þarf að hespa þessar blessuðu málmskýrslur af en svo er það MÓDELIÐ.. er að gera módel af safnaðarheimilinu og tónlistarskólanum í hafnarfirði.. veit ekki alveg hvernig það kemur út :/ oh well.. ég reyni að minnsta kosti.. á eftir að klæða bygginguna, skera fyrir gluggum og skella á þaki og svona dútl.. any volunteers? :) en nóg um það..
..horfði á Mtv-europe music awards! beyoncé var með flottasta atriðið á hátíðinni að mínu mati.. kylie komst nokkuð nálægt henni en vá hvað beyoncé er með FLOTTA RÖDD! grr.. ;)
vignir freyr // 11:24 e.h.
______________________
mánudagur, desember 01, 2003:
jessörí bob! svo virðist sem launadeild sólvangs hafi loks séð að sér og borgað mér laun sem ég átti inni frá því í sumar.. annaðhvort það eða ég hafi fengið feeeeiiiitaaaan jólabónus?! finnst hálfpartinn eins og ég hafi unnið í lotteríi.. oh well.. þetta verður fljótt að fara þegar ég kemst í að versla jólagjafirnar..
..annars er nóg að gera hjá manni að læra þessa dagana (eins og hjá flestum?) samt er þetta ekkert miðað við próftarnirnar áður. öðruvísi stress þar sem maður þarf að leggja lokahönd á ýmsa hluti, klára módel, skýrslur, ritgerð, kynningu og fleira mis-skemmtilegt.. well.. sakna hálfvegis að liggja upp í sófa með heitt kókó&smákökur og glósa.. en ég meina hei! ég sest bara og glósa eftir próf, bý mér til sýndarpróf.. eða ekki ;)
vignir freyr // 5:22 e.h.
______________________