gengur bara betur næst
föstudagur, janúar 30, 2004:
klukkan orðin hálf fimm.. var að koma úr skólanum. ég og hópurinn minn ,,heildin“ kynntum verkefnið okkar í morgun en prentunarferlið hafði tekið ögn lengri og meiri tíma en gert var ráð fyrir í fyrstu.. við gátum ekki prentað út upp í skóla svo við þurftum að hringja út um allan bæ til að athuga með prentstofu en á endanum gekk þetta upp.. eða svona næstum.. seinasta blaðið fór í klessu og við búi fórum heim til mín í morgun og ætluðum að prenta út en þá var blekhylkið búið! enduðum á því að geta prentað það upp í skóla; enda var seinasta blaðið bara texti en engar myndir ;)
en jámm.. plan helgarinnar liggur ekki alveg ljóst fyrir. ætla e.t.v. að skella mér á big fish í kvöld - hef verið að bíða eftir nýrri mynd frá tim burton í allnokkurn tíma :) kíki kannski eitthvað á útsölulokin, ætla að vera duglegur að taka til og læra svo líka! ;) hver veit nema að maður kíki út á lífið annað kvöld? það skýrist allt saman þegar nær dregur, eitt er þó víst að það er engin mozartæfing á morgun.. :)
vignir freyr // 4:36 e.h.
______________________
fimmtudagur, janúar 29, 2004:
ég hef góðar og slæmar fréttir.. slæmu fréttirnar eru þær að ég er þreyttur, sofnaði ekki fyrr en seint og síðar meir. þær góðu eru að hönnunarhópurinn heildin náði að klára að setja upp verkefnið í gærkvöldi (hugmyndasamkeppni um miðbæ rvk.) og það á bara eftir að prenta og líma upp.. annars er ég að mygla núna í autocad-tölvuteikningu.. ekki í stuði.
vignir freyr // 8:47 f.h.
______________________
þriðjudagur, janúar 27, 2004:
rafmagnsleysi
hverfið mitt var rafmagnslaust í morgun. þurfti að nota símann til að lýsa mér leið.
einkennileg tilfinningin sem grípur mann þegar svartamyrkur umlykur mann.. svona óþægilega kósí. mér varð hugsað til þess hvernig lífið var í gamla daga, en svo fattaði ég að ég hafði ekki tíma í einhverjar vangaveltanir því ég var að verða of seinn í skólann.
vignir freyr // 8:56 f.h.
______________________
mánudagur, janúar 26, 2004:
sólarhringur í lífi mínu
Fyrir nákvæmlega sólarhring síðan var ég búinn að borða sunnudagssteikina og var að gera mig klárann í að mæta í upphitun fyrir mozarttónleikana en þeir hófust síðan stundvíslega klukkan 20.00.. ég verð bara að segja það að ég er mjög sáttur við útkomuna, var frekar afslappaður og ruglaðist lítið á texta! gæti ekki verið betra :) co.-söngdúllurnar og kammersveitarsykurpúðarnir stóðu sig líka hreint með ágætum! svei mér þá! en eftir tónleikana hittumst við rakel, tóta, jón, finnbogi og dr.tóta á café aroma; rétt til að slaka á svona í lok helgarinnar.. þúsund þakkir til stefönu (sem var svo almennileg að skutla manni heim! :) )
Í morgun var erfitt að vakna þar sem ég sofnaði frekar seint.. en að lokum drattaðist ég þó í skólann þar sem tók við "yfirferð" á því skissuverkefni sem við erum búin að vera að vinna að síðustu vikur; það gekk bara ágætlega.. svo fór ég í leikfimispúl kl. 13.00; sagði upp sólvangsvinnunni (kl. 14.30) og fór heim að gera hljómfræðiverkefni (mætti í tíma milli 17 og 18..)
nú sit ég og er að fara að vinna verkefni með höllu, kötlu og búa svo það er lítið stoppað!
vignir freyr // 7:04 e.h.
______________________
fimmtudagur, janúar 22, 2004:
allir að mæta á mozart-tónleikana á sunnudaginn! þeir hefjast klukkan 20.00 í hásölum og það er ókeypis inn.. það gefst ekki annað tækifæri (allavega í bráð) að sjá nemendur söngdeildar tónlistarskólans í hafnarfirði spreyta sig á mozart-dúettum og kvintett við undirleik kammersveitar sama skóla! be there :)
vignir freyr // 9:27 e.h.
______________________
ef það er eitt sem ég hata er það RUSLPÓSTUR! ég er að drukkna í þessu!
vignir freyr // 9:25 e.h.
______________________
þriðjudagur, janúar 20, 2004:
arg.. er í tölvutíma og það er ekkert msn.. það er búið að læsa tölvunni þannig að það er ekki hægt að setja upp nein forrit.. hmm.. well ég verð víst að sætta mig við þetta, enda getur msn verið hættulegur athyglis- og tímaþjófur.. sérstaklega þegar maður ætti að vera að gera eitthvað af viti; ekki það að það geta oft verið mjög vitrænar og skemmtilegar samræður sem maður á við vini sína :)
vignir freyr // 10:09 f.h.
______________________
sunnudagur, janúar 18, 2004:
hei hó! helgin var 100% vinna.. eða svona kind of.. vann í gærkvöldi og í morgun og svo er það bara læri lær núna.. framundan er svo enn meiri lærdómur og um næstu helgi verða svo hinir mögnuðu og zeiðandi mozart-tónleikar kammersveitar tónlistarskóla hafnarfjarðar þar sem koma fram allnokkrir úr söngdeild sama skóla ;)
vignir freyr // 5:51 e.h.
______________________
þriðjudagur, janúar 13, 2004:
hjalp.. hvernig laga eg islensku stafina? eg er med stillt a icelandic! urr! nu er eg pirradur ut i blogspot.com
vignir freyr // 10:22 f.h.
______________________
er staddur ? ahl 213 - t?lvu?fanga.. powerpoint er vi?fangsefni dagsins - ekki ?a? a? ?g er b?inn a? gera 100 powerpointfyrirlestra ??ur svo m?r h?lflei?ist :/ en sem betur fer eru engir t?lvuamat?rar me? m?r ? h?p, ?.e. ?a? kunna allavega flestir a? opna windowsi?! ;) j?mm.. en ?etta fer vonandi batnandi ?v? ? n?stu vikum erum vi? a? fara a? l?ra ? photoshop og illustrator; eitthva? sem er alveg br??nau?synlegt!! :)
j?mm.. helgin var hreint ?g?t.. eftir b?jarfer?ina ? f?studag k?kti ?g ? idol-kv?ldstund til rakelar.. dj?! ?g var rosa f?ll ?egar ard?s var kosin burt.. en ?g meina hei! ?a? hafa margir g??ir dotti? ?t (ekkert endilega ?eir bestu eftir hehemm.. :)
? laugardagskv?ldi? k?ktu til m?n eftirfarandi: helgi, helga, fr??a, andri, steini, gu?ni og rakel.. birti kannski myndir af ?essu skrautlega teiti ? n?stunni.. :p en j?mm.. f?rum ekki n?nar ?t ? ?? s?lma.. myndir segja l?ka meir en ??sund or? :)
vignir freyr // 10:21 f.h.
______________________
föstudagur, janúar 09, 2004:
bæjarferð
var að koma úr smáralindinni (rakel og ester kíktu með mér ;) fékk mér langerma bol og skópar! jey! ;) og jámm má ekki gleyma því að við rakel keyptum okkur svona, I'm a.. ..hottie boli til þess að fara í á djamminu næst! hehe.. :)
en það fyndnasta var þegar einn lítill snáði kom upp að mér í topshop þar sem ég stóð kyrrstæður með störu út í loftið meðan stelpurnar voru að máta; hann spurði: ertu nokkuð stytta? (átti hann þá við að ég liti út eins og gína? :p ) hann var ekki fyrr búinn að sleppa orðinu þegar ég hreyfði mig.. ég náði því miður ekki að svara honum þar sem hann var fljótur að skokka í burtu ;)
vignir freyr // 6:27 e.h.
______________________
ég er nú ekkert alltof sáttur við bankann minn að lækka vextina á sparireikningnum mínum um rúm 5% á milli ára.. hrumpf! eru bankarnir ekki að græða nóg fyrir þó svo að þeir láti það ekki bitna á viðskiptavinum sínum? maður ætti kannski að birgja sig upp af dollurum meðan þeir eru svona lágir? eða ekki..
vignir freyr // 11:57 f.h.
______________________
fimmtudagur, janúar 08, 2004:
fyrsti skóladagurinn búinn.. fór í töflubreytingu og er núna í fríi á miðvikudögum en er frá 8 til 17 þrjá daga vikunnar en á mánudögum frá 8 til 14.. þetta lítur ágætlega út á pappírunum (nema kannski það að vera til fimm á föstudögum en ég geri nú ráð fyrir að það verði farið á söfn og fleiri skemmtilegheit ;)
var í autocad-tölvuteiknitíma í morgun og vá hvað við eyddum miklum tíma í nánast ekki neitt.. þetta var svona skref-fyrir-skref kennsla en ég geri nú ráð fyrir að það verði farið aðeins hraðar yfir þegar fólk verður farið að ná tökum á grunnskipunum forritsins..
vignir freyr // 3:27 e.h.
______________________
miðvikudagur, janúar 07, 2004:
jæja.. þá er maður búinn að sækja stundatöfluna sína.. eins og hún lítur út í dag þá er ég með frí á mánudögum (hvílíkur lúxus.. ) nema hvað, gæti verið að ég breyti þessu eitthvað og þá lítur þetta e.t.v. ekki eins vel út.. :/
þá er maður búinn að kveðja fjöldann allan af fólki sem horfið hefur af landi brott.. i just hate goodbyes.. en já, ég er þó búinn að bóka farmiðann minn til danmerkur svo þegar ég fer þangað í lok febrúar hitti ég hjört, helga steinar og vonandi ásgeir (og jafnvel eyva ;) er það ekki annars eyvi? :) )
jamm og jæja.. best að fá sér eitthvað í gogginn og hrista af sér slenið..
vignir freyr // 3:18 e.h.
______________________
föstudagur, janúar 02, 2004:
gleðilegt nýtt ár!! búinn að vera að taka því rólega síðustu daga.. vann helgina 27.-28.des og því ekki búinn að tjútta mikið upp á síðkastið.. bætti fyrir það á gamlárskvöld ;) byrjaði kvöldið heima í faðmi fjölskyldunnar en fórum fljótlega til eyfa bróður mömmu og horfðum á skaupið (sem olli mér mihihiklum vonbrigðum). Íbúðin hans eyfa er efst í áslandinu og ekkert smá gott útsýni! svo þar var skálað þegar nýja árið gekk í garð. Kíkti á tótutröð um/eftir eitt og svo smá í bæinn um fjögurleytið (að mig minnir). ágætis kvöld barasta en það slær nú líka ekkert áramótunum 2002/2003 við! úff.. :)
vignir freyr // 1:40 e.h.
______________________