gengur bara betur næst

miðvikudagur, febrúar 25, 2004:

bloggad fra køben
jamm, madur er bara kominn til køben aftur i godum filing.. kikti a blusfund i gær og thad var mjog gaman.. hitti fjora dani sem voru a radstefnunni i berlin sidasta sumar :)
thad var skrytin tilfinning sem greip mann thegar komid var fra arosum, "litlu" sveitalegu (stor)borginni.. køben virkadi halfyfirthyrmandi en var fljot ad venjast aftur :) alveg rett sem their segja.. ef madur ber saman århus og køben tha er køben reykjavik og århus svipud og akureyri..

..løppin er enn soldid leidinleg.. ætli eg reyni ekki ad finna mer sko med ekstra mjukri fjødrun :) asgeir gæti kannski kippt thessu i lidinn enda nybuinn ad taka nuddkurs i skolanum sinum (hann kemur semsagt kl. 16.30 i dag ;)
planid i dag er ad fara og borda i hadeginu med hirti, joa og einhverjum fronskum strak, taka a moti asgeiri og kannski baka sidbunar bolludagsbollur i kvøld :) a morgun kikir madur svo a arkitektskolann og restin rædst svo eftir stemmningunni..

vignir freyr // 10:08 f.h.
______________________

mánudagur, febrúar 23, 2004:

gleymdi nú að tala um laugardagskvöldið.. ;) það var æði.. við hjörtur kíktum á sushi-restaurant með magnusi og systur hans.. rosa næs og þau bæði ferlega fín :) svo var það pöbb sem hafði yfir sér franskan blæ og nær allan tímann sem við vorum á staðnum var gaur að glamra á píanóið.. skemmtilegur staður.. eftir á komum við hjörtur við í heimapartýi (hjá krökkum sem hann var með í guatemala) það var stemmning; hent í okkur kokteilum um leið og við gengum inn.. stoppuðum þó stutt þar sem ég hafði nær ekkert sofið tvær næturnar á undan og var á leið í lest snemma á sunnudagsmorgninum.. (semsagt: í gær ;)

vignir freyr // 8:56 e.h.
______________________

bloggað frá árósum
hér er æðislegt að vera, mætti segja að mín upplifun af árósum (hingað til) hefur veri mjög góð. kannski af því ég hef bara verið hérna í einn og hálfan sólarhring og veit að ég fer aftur til köben á morgun? nei, ég held barasta að århus sé fínn staður að vera á; ég gerði mér engar væntingar og má segja að bærinn/borgin hafi komið mér skemmtilega á óvart..
..ég helgi og silla fórum á kínverskan veitingastað áðan og það var sko buffet! all you can eat! en maður er náttúrulega svo penn á því að maður fékk sér BARA tvisvar á diskinn og súpu í forrétt.. :) kaffiboðið heima hjá sillu í gær var líka mjög næs en hún bakaði alíslenskar pönnsur ofaní liðið og bauð upp á espressokaffi með (café latte eða venjulegan)..

nú sit ég í tölvunni og er kannski að fara að kíkja á dvd.. helgi og silla eru haus með verkefni í skólanum svo ég tek því bara rólega í kvöld.. verst hvað löppin mín hefur verið að pirra mig! arg! beinhimnubólgan hefur tekið sig upp aftur svo ég finn til í hverju skrefi; setur sko strik í reikninginn og ég hef þar af leiðandi ekki getað skoðað eins mikið eins og ég hefði viljað; í staðinn hefur maður tekið því enn rólegra en ella.. sem er kannski ekkert slæmt? vona bara að þetta fari að lagast, langar nefnilega að geta labbað eitthvað um köben, kíkja í verslanir og á tjúttið! en jámm.. ætla að fara að gæða mér á namminu sem ég keypti út í sjoppu!! :)

vignir freyr // 8:37 e.h.
______________________

laugardagur, febrúar 21, 2004:

árshátíðin í gær var afar vel heppnuð :) okkar skóli mætti í þemanu: BUGSY MALONE og við unnum titilinn ,,Flottasti tónlistarskólinn" ;) maturinn var mjög góður og stemmningin var frábær.. leitt að ég þurfti frá að hverfa um miðnættið þar sem ég átti eftir að klára að pakka..

..núna sit ég í góðu yfirlæti heima hjá hirti í köben! stefnan tekin á árósa á morgun (vona að þetta reddist með lestirnar þær eru víst í tómu tjóni þessa dagana - seinkanir á seinkanir ofan) oh well.. svo kemur ásgeir til köben á miðvikudag! það verður svaðalegt! :)

well.. erum víst á leiðinni að fá okkur e-ð í gogginn.. see you later :)

vignir freyr // 5:00 e.h.
______________________

föstudagur, febrúar 20, 2004:

í kvöld: ÁRSHÁTÍÐ!
á morgun: DANMÖRK :)

vignir freyr // 3:21 e.h.
______________________

fimmtudagur, febrúar 19, 2004:

autocad er verkfæri djöfulsins! neinei.. bara soldið pirraður yfir þessu.. þetta er samt allt að koma sko :) annars er fáránlega stutt í árshátíð (,,what to wear?“ :) - leyndó; það er nefnilega þema hjá hverjum tónlistarskóla fyrir sig og ég ætla rétt að vona að samnemendur mínir í tónlistarskólanum taki þemanu alvarlega!! við hafnfirðingarnir höfum alltaf verið senuþjófar og erum ekkert að fara að bregða út af vananum í ár! :) )

danmörk here i come! ég er ekki alveg að fatta þetta.. þetta verður magnað! svo vil ég fyrirfram þakka hirti og helga steinari fyrir að taka á móti mér og gera þessa ferð mögulega!! :) fáránlega margir sem eru fluttir til köben eða eru á leiðinni þangað svo ég vonast bara til að fá tækifæri til þess að hitta sem flesta! :) well.. verð víst að snúa mér að cattinu sem kennt er við auto.. ;)

vignir freyr // 11:20 f.h.
______________________

þriðjudagur, febrúar 17, 2004:

jámm.. gleymdi víst að minnast á að ég kíkti við á nelly's eftir iðnó-ballið á laugardag.. hulda mín :) stóð sig frábærlega sem barþjónn!! hrein unun að fylgjast með henni að störfum.. mæli með að fólk skelli sér á nelly's, þó það væri ekki nema til þess að fylgjast með henni blanda drykki :)

annars er ég bara heima í dag, var hálfslappur í gær og það ágerðist í nótt.. vona að ég nái að hrista þetta af mér sem fyrst.. gæti ekki verið verri tími til að veikjast (árshátið tónlistarskólanna á föstudag og danmerkurflug eldsnemma á laugardag!)..

vignir freyr // 3:31 e.h.
______________________

sunnudagur, febrúar 15, 2004:

fríða kominn með blogg! til hamingju með það.. ;)

annars er helgin búinn að vera ósköp ljúf og góð.. matarboð/hittingur heima hjá höllu á föstudagskvöldinu þar sem hún brilleraði í matargerðinni.. :) lalala-lasagna varð fyrir valinu og svo var drukkið með.. maður tók því samt ósköp rólega enda var ég að vinna í gærkvöldi; laugardagskvöld. Undirmannað og þar af leiðandi ekkert sérlega skemmtilegt.. en ég hristi slenið af mér eftir vinnu og kíkti á valentínusarballið í iðnó. það var bara hreint ágætis stemmning og nóg af fólki.. jæja.. verð víst að fara að læra..

vignir freyr // 3:39 e.h.
______________________

fimmtudagur, febrúar 12, 2004:

snillingurinn ég..
svaf yfir mig í morgun, ákvað að mæta eftir kaffi en var næstum búinn að sofa yfir mig í annað sinn sama morgun þegar ég rankaði við mér og bara fimm mínútur í tíma..

..sit núna í autocad-tölvutíma og næ að halda í við hópinn; missti því ekki af neinum ósköpum fyrir kaffi.

annars kíkti ég AFTUR á skífu-útsöluna, að þessu sinni í smáralind. hvílík útsala.. ef vel er að gáð er hægt að finna nokkra gullmola þarna innan um. ég vil líka benda fólki á að flestir madonnu diskarnir eru á 999 kr. svo þetta er tækifærið til að kynna sér verk poppgyðjunnar!! :) keypti mér nokkra geisladiska og svei mér þá ef það verður ekki fjör í næsta partýi hjá mér :) keypti mér m.a. best of wham, madonna: something to remember :), best of janet jackson ('86-'96) og best of paula abdul (margir kannast við hana sem dómarann í american idol). lagið hennar VIBEOLOGY er ekkert smá fönkí, persónulega finnst mér lagið algjör gullmoli en upprunalega kynntist ég laginu þegar ég verslaði mér Ru Paul's: gogo box classics! (þann disk keypti ég mér nær eingöngu út af hulstrinu!! ;)

vignir freyr // 11:45 f.h.
______________________

mánudagur, febrúar 09, 2004:

meðmæli dagsins
kíkti við á útsöluna í skífunni í gær.. keypti mér m.a. 100th window með massive attack. snilldardiskur! hentar vel í hverslags chill og íhugun og þá sérstaklega eftir miðnætti! mæli með því að fólk kynni sér þessa mögnuðu hljómsveit og já, það er vel þess virði að kíkja í skífuna en farið varlega í ,,veigarnar" :)

vignir freyr // 3:16 e.h.
______________________

var að vinna um helgina. officially er ég hættur á sólvangi (unofficially gæti ég tekið einhverjar aukavaktir á vormánuðum). annars styttist óðum í árshátíð nemendafélaga tónlistarskólanna (ekki allra samt :p) og verður hún haldin 20.feb.. þeir sem mættu seinast VITA að þetta verður svakalegur samtíningur og skagar jafnvel hátt upp í að verða ball veraldarsögunnar!! (rússíbanarnir leika fyrir dansi og í boði verður steikarhlaðborð = JUMMí) :)

vignir freyr // 3:03 e.h.
______________________

viti menn.. vinn ég ekki bara tvo stk. bíómiða, ég sem vinn aldrei neitt. (gerði mér vonir um flugferð en það verður dregið út fyrir 20.feb.. :) hehe.. með þessari heppni eru mér allir vegir færir.. ef einhver vill koma á haunted mansion má sá hinn sami kommenta í hið kynngimagnaða kommentakerfi.. og nei, þetta myndi ekki flokkast sem deit ;)

Þessir Fimmufélagar unnu boðsmiða fyrir tvo á myndina The Haunted Mansion:

María Ben Erlingsdóttir, Í grunnskóla
Pálmi Gunnarsson, Kópavogur
Vignir Freyr Helgason, Iðnskólinn í Hafnarfirði
Aron Rúnarsson, Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Linda Gústafsdóttir, Í grunnskóla

Þú getur séð hverjir unnu síðast á www.fimman.is

vignir freyr // 2:59 e.h.
______________________

miðvikudagur, febrúar 04, 2004:

ég var búinn að koma mér þvílíkt vel fyrir í sófanum en þegar ég kveikti á skjánum var smack the pony EKKI á dagskrá! helló.. hverju missti ég af? hvar var smack the pony? er búið að færa þáttinn til? skil ekki sjónvarpið.

skil ekki heldur hvað það á að þýða að skilja mann eftir í lausu lofti eftir lok annarrar ALIAS seríunnar?! verður þriðja serían ekki á dagskrá fyrr en næsta haust? oh well.. það er ekki eins og maður hafi ekki verið skilinn eftir í lausu lofti fyrr, mér er skemmst að minnast þegar ég sá buffy (the vampire slayer) deyja á skjánum í lok einnar seríu og næsta sería var ekki send út í loftið.. (jú það voru gerðar fleiri seríur þar sem buffy var lífguð við af vinum sínum í byrjun þeirrar næstu..)

oh well.. ég er farinn að lesa. :)

vignir freyr // 9:51 e.h.
______________________

þriðjudagur, febrúar 03, 2004:

dr. phil prófið..

tók dr.phil-próf sem hafði verið sent í pósti til mín.. útkoman er eftirfarandi:

Others see you as fresh, lively, charming, amusing, practical, and always interesting; someone
who's constantly in the center of attention, but sufficiently well-balanced not to let it go to their head. They also see you as kind, considerate, and understanding; someone who'll always cheer them up and help them out.

ef þetta er ekki væmið þá veit ég ekki hvað.. :p þetta er jú upprunnið frá ameríkunni.. ;)


vignir freyr // 5:38 e.h.
______________________

mánudagur, febrúar 02, 2004:

Architecture
You are Architecture.
You are the most functional art form and rarely do
anything without some practical purpose.
Although you are capable of easilly outstaging
the other arts, you usually prefer to go
unnoticed.


What form of art are you?
brought to you by Quizilla

vignir freyr // 8:01 e.h.
______________________

helgin

helgin var fín. :) skellti mér á big fish á föstudagskvöldið með henni gerði.. hvorki meira né minna en SKYLDUÁHORF á þessa mynd. hún er ÆÐI, tim burton ekkert að klikka frekar en fyrri daginn :)

kíkti í kringluna á laugardeginum með henni mýu :) keypti mér peysu og við svindluðum soldið (fórum á McDonalds.. nammi!) um kvöldið kíkti ég svo í teiti til hennar bryndísar beib en var dottinn úr stuði þegar kom loks að því að kíkja í bæinn svo ég rölti með henni perlu og við fengum okkur feitt að borða á esso.. veit ekki hvað ég myndi gera ef það væri ekki opið allan sólarhringinn á esso og í 10-11!! ósjaldan sem maður finnur til svengdar seint á síðkvöldum..

sunnudagurinn fór í afslappelsi.. og smá lærdóm.. kíkti í afmæli til ellenar frænku og kræsingarnar ekki af skornum skammti :)

vignir freyr // 2:30 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives