gengur bara betur næst
miðvikudagur, mars 31, 2004:
en nóg af vinnuleit.. nú er málið að fara að sækja um kollegie í danmörku og reyna að sinna náminu (fyrst maður er nú að þessu á annað borð.. :)
vignir freyr // 9:28 e.h.
______________________
segdu thina skodun
búinn að sækja um á nokkrum stöðum þó svo að ábendingar um vel launuð störf væru vel þegnar.. ;) ágætt væri að geta unnið úti í góðu veðri og inni í vondu auk þess væri kostur að geta haft vinnutímann sveigjanlegan..
..gott kannski að taka það fram að ég er að leita að löglegri (og siðsamlegri) vinnu ;)
vignir freyr // 9:26 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 29, 2004:
veit einhver um vinnu í sumar? sá hinn sami má hafa samband við mig persónulega, bréfleiðis, með email eða í síma.. :p
vignir freyr // 8:06 e.h.
______________________
segdu thina skodun
frost og appelsínugul regnhlíf
komst ekki inn í bílinn í morgun þar sem læsingin var frosin föst.. :/ átti að mæta í upphengingu og ég var orðinn seinn fyrir.. ráðagóði ég ákvað að freista þess að ná strætó, samkvæmt tímatöflunni átti hann að vera farinn en strætóinn var seinn fyrir ;) þegar ég kom loks upp í skóla þá var upphengingin rétt að byrja svo ég missti þannig séð ekki af neinu þó svo ég hefði mætt hálftíma of seint :)
.. fórum eftir kaffi í H.G. Ljós í garðabænum (í tengslum við verkefni sem við erum að gera..) og eftir kynninguna fengum við öll appelsínugular regnhlífar.. (don't ask me why)
hannes brósi er nú á leið aftur til u.s.a. eftir skamma viðdvöl á skerinu. rétt nýkominn og þá er hann farinn. það væri nú gaman að fara að heimsækja kauða, skella sér til L.A. og hafa það næs, hvernig væri það? regnhlífin gæti jafnvel nýst mér sem sólhlíf ef út í það er farið.. :)
vignir freyr // 3:01 e.h.
______________________
segdu thina skodun
laugardagur, mars 27, 2004:
vignir freyr // 3:46 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, mars 25, 2004:
annars er ég núna í autocad-skyndiprófi.. fyndið hvað þetta er líbó hérna, tvær búnar að svara í gemsana sína...
vignir freyr // 11:20 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mexíkóskt matarborð 2 : the sequel
já, það var haldið annað mexíkóskt matarboð í gær fyrir sérstakan einhvern (a special somebody). hannes og gerður stóðu sig með prýði í eldhúsinu, eins og þeirra er von og vísa (gerður er algjör eftirrétta-expert og franska súkkulaðikakan og tiramisu-ið var algjört sælgæti :) hannes sá að mestu um það sem sneri að mexíkóska matnum..
..eyvi kíkti við eftir söngl en tóta var því miður fjarri góðu gamni..
vignir freyr // 11:14 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 22, 2004:
fór loks í skólann í dag! :) semsagt allur að hressast eftir veikindi liðinnar viku.. helginni var tekið rólega, nema hvað, hannes brósi kom til landsins frá USA á laugardag.. hann eldaði ALVÖRU mexíkóskan mat (ekki þennan ameríska tex-mex) fyrir okkur á sunnudeginum og var fólkinu hennar gerðar boðið með.. ég var algjör harðjaxl og borðaði sterkustu sósurnar með bestu lyst! (fann ekkert sérlega mikið bragð sökum kvefpestar! ;)
annars þarf ég að fara að skipuleggja mig betur og hætta að vera svona góður við sjálfan mig, er eitthvað svo kærulaus varðandi skólann.. :p
vignir freyr // 12:56 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, mars 19, 2004:
tárin eru ajax sálarinnar
vignir freyr // 10:48 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, mars 18, 2004:
raðaði linkunum loks í stafrófsröð.. ótrúlegt en satt þá hafa þeir verið í tilviljanakenndri röð frá stofnun bloggsins.. svona er heimurinn skrýtinn.. eða er það bara ég?
vignir freyr // 8:22 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sá loksins hitchcock myndina THE BIRDS í gær.. hún er algjör snilld! :)
vignir freyr // 8:02 e.h.
______________________
segdu thina skodun
veikindadagur 3..
hef sosum ekki áorkað miklu nú frekar en fyrri daginn.. endurnýjaði reyndar kynnin við znes - supernintendo-herminn og spilaði megaman og fleiri skemmtilega leiki.. megaman var reyndar betri í gömlu nintendo tölvunni.. hvar er annars sá karakter í dag? :)
vignir freyr // 8:01 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, mars 17, 2004:
veikindadagur 2..
ætlaði að vera rosa duglegur og fara í heimildaleit á netinu í dag en endaði á bloggvafri.. ef einhverntíma telst leyfilegt að vera latur þá er það þegar maður er veikur. býst nú við að ég fari í skólann á morgun.. kemur allavega í ljós..
vignir freyr // 4:11 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, mars 16, 2004:
minn er bara veikur í dag..
já, ég hélt ég myndi sleppa við þessa pest sem hefur verið að ganga (mútta og brósi eru bæði búin að liggja).. held að þetta sé samt ekkert alvarlegt og ég ætla mér að hrista þetta af mér á litlum sem engum tíma! eða ekki?
helgin var alveg frábær.. reunionið var spes, afmælið hennar evu var æði og það var bara nokkuð góð stemmning í bænum.. franska myndin á kvikmyndahátíðinni var líka bara ágætis ræma og ekki skemmdi fyrir stuttmyndin á eftir ;)
vignir freyr // 11:05 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 15, 2004:
vignir freyr // 8:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, mars 11, 2004:
ætlaði ekki að nenna að drattast í samsöng áðan (lagði mig smástund þegar heim var komið úr skólanum..) fór nú samt og hélt mér (meira og minna) vakandi allan tímann.. ;)
helgin fer að koma.. :) hlakka ekkert smá til að geta sofið út án þess að hafa áhyggjur af verkefnaskilum eða skóla (þó svo maður megi nú alltaf vera duglegri!) en ég náði semsagt að klára að setja saman umsóknina mína fyrir skólana úti og senda.. svo þetta er ekki lengur í mínum höndum.. :)
ýmislegt er í boði um helgina og valið stóð á milli: sumarbústaðaferðar með fríðu kompaníi ;) menningarferðar norður á akureyri, setbergsskólareunion og síðast en ekki síst AFMÆLIÐ hennar evu! :) það sem verður fyrir valinu er reunion (já, verður maður ekki bara að mæta?) og afmæli evu (reyndar sama kvöld en það má alltaf skipuleggja sig! :) í bland við rólegheit og kúr og já, jafnvel bíóferð.. :)
vignir freyr // 8:28 e.h.
______________________
segdu thina skodun
hvað er eiginlega málið með íslensku stafina? :op
vignir freyr // 10:11 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimm-tu-dag-ur.. jámm.. soldið þreyttur og ekki alveg í stuði fyrir undraveröld autocad-forritsins.. en ég meina hei! veit þó að tækniteiknun er ekki eitthvað sem ég kem til með að leggja fyrir mig! ekki nógu skapandi fyrir minn smekk ;)
sá tvær myndir á hinbíó-hátíðinni í gær og náði að "plata" lalla með mér á já systir, nei systir .. um er að ræða hollenska söngvamynd sem byggir á sjónvarpsþáttum frá sjöunda áratugnum um systir kliviu sem rekur svokallað "resthouse".. mæli með henni, hún leyndi á sér.. seinni myndin var eden's curve (yfir í eden); varð fyrir þónokkrum vonbrigðum með þá mynd..
..svo er það nýjasta: franska myndin, Þú kemst yfir þetta , verður sýnd á sunnudag ;)
vignir freyr // 10:10 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, mars 09, 2004:
skólalíf á þriðjudegi..
er að reyna að halda mér vakandi í illustrator/photoshop-tíma.. eigum að vera að vinna sjálfstætt við að endurhanna logo og ég er ekkert alltof ferskur einmitt þessa stundina.. náði að klára að setja upp verkefnið mitt í gær og umsóknin klárast í dag, svo þetta er allt að smella saman (7-9-13) ætla að senda þetta síðan á morgun og þá er þetta loks komið úr mínum höndum! :)
kíkti þó á hinsegin stuttmyndalotuna í gær.. áhugaverðar myndir þar á ferð, allavega á heildina á litið ;) verst að maður er búinn að missa af tveimur kvikmyndum, mexíkósku verðlaunamyndinni þúsund friðarský á himni, ást aldrei hættir þú að vera ást og hinni frönsku þú kemst yfir þetta ! sú síðarnefnda var reyndar auglýst í prógramminu en virðist hafa dottið út.. en jámm, gott framtak engu að síður þessi kvikmyndahátíð :)
vignir freyr // 11:32 f.h.
______________________
segdu thina skodun
laugardagur, mars 06, 2004:
er að reyna að setja saman umsóknarverkefnið mitt fyrir arkitektaskólana í danmörku og hlusta á nikku costu í leiðinni til að halda mér í gírnum..
eftir að hafa farið nær yfirum á stressi varðandi skriffinskuhluta umsóknarinnar gat ég loks farið að snúa mér að sjálfu verkefninu.. já, verkefnið gengur semsagt út á það að hanna hús fyrir mann og hundinn hans; má vera max 3x3x3m semsagt 9 fermetrar og þrír metrar á hæð. þeir kumpánar eiga að geta dvalið þarna í styttri stundir.. ég ætla ekki að gefa neitt of mikið upp hvernig ég tek á þessu, mjög svo, opna verkefni. allavega ekki fyrr en ég er búinn að skila af mér ;) það má segja að þetta sé hálfgert DEBut fyrir mig; fyrsta rýmisverkefnið mitt sem ég vinn markvisst að :) (listnámsbrautin/undirbúningurinn uppí iðnskóla einblínir aðallega á hlutahönnun..) óskið mér góðs gengis! sýnist ekki veita af.. :p
náði þó að sparsla saman MJÖG svo hráu vinnumódeli. efniviðurinn var: pappi(sem ég nappaði upp í skóla), vír (sem ég fann út í bílskúr), álfilma(úr eldhúsinu) og efnisbútur(hvítur sem mútta fann fyrir mig..)
vignir freyr // 1:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, mars 04, 2004:
j?ja.. ?tli ma?ur skelli s?r ekki bara ? mat! :)
vignir freyr // 12:14 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sit í autocad tölvutíma (enn og aftur ;) og tölvan vill ekki hleypa mér inn á verkefnadrifið.. tóm leiðindi; á milli þess sem ég og ninja (sessunautur með meiru) reynum að ráða bót á þessu máli þá skoðum við "ódýrar" hátísku-merkjavörur ; ekki það að maður eigi einhvern pening :p oh well, sakar ekki að skoða :)
vignir freyr // 8:48 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 01, 2004:
kominn heim..
danmörk var æði :) við ásgeir bökuðum reyndar ekki bolludagsbollur en það var ýmislegt annað brallað í staðinn! m.a. pönnukökuboð og okkar eiginn fredagsbar heima hjá hirti! helgi steinar kíkti yfir til okkar frá árósum og ég get ekki sagt annað en það hafi verið stuð á okkur strákunum :)
mér leist vel á skólana báða og stefnan er að senda inn umsókn og sjá svo hvað setur..
eftirminnilegu atvikin eru mörg frá þessari ferð og má þ.á.m. nefna:
ferð okkar helga, ásgeirs, hjartar, ástu afmælisbarns og hildar á MADAME arthur and the silicone dolls; þar var að finna saturday night fever dansgólf, tvær dragdrottningar og súlu (þetta sama kvöld ákváðum við ásgeir að drekka ekki bjór - enduðum á að drekka hvítvín í staðinn ;)
ferð sama hóps (mínus hjörtur plús oddvar) á pan var mér einnig minnisstæð, en þar stóð bjarkarkaraokeið (it's oh so quiet) og danskeppnin uppi á annarri hæð uppúr! þar kepptu eyþór og ásgeir á móti öðru danspari.. auðvitað unnu íslendingarnir!! enda voru ég og stelpurnar dómarar! :)
vignir freyr // 8:12 e.h.
______________________
segdu thina skodun