gengur bara betur næst
miðvikudagur, maí 26, 2004:
skrýtið að vera ekki byrjaður að vinna.. (vinnuskólinn byrjar 7.júní). ég held að ég kunni bara ekki að njóta þess að vera í fríi, slappa af og gera hluti sem ég hef yfirleitt ekki tíma til að gera, en nú er tími til þess að læra það í eitt skipti fyrir öll.
er ég búinn að lofa mér í það að taka viðtal við tvær stelpur sem voru að útskrifast í iðnskólanum (og fengu verðlaun á vorsýningunni), halla ætlar að hjálpa mér við þetta ;) eru annars ekki allir búnir að kíkja á sýninguna? eða sýningu listaháskólans í listasafni reykjavíkur?? :p
vignir freyr // 4:31 e.h.
______________________
segdu thina skodun
blandarinn sem við vorum að fá inn á heimilið er algjör snilld.. :)
gerði mér boozt í morgun uppskriftina fékk ég á www.booztbar.com
Bláberjaboozt
• 1lítil dós Bláberjaskyr.is
• ½ banani
• ½ pera
• klakar
þetta smakkaðist ágætlega bara.. ;)
svo var ég, rétt í þessu, að sötra á súkkulaðisjeik..
mæli eindregið með að fólk fái sér blandara í sumar.. (þeir sem ekki eiga hann fyrir)
vignir freyr // 3:49 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, maí 24, 2004:
skemmti mér einstaklega vel á fyrstu tónleikum BARBARELLU á miðvikudagskvöld.. skemmti mér einnig hreint snilldarlega á föstudagskvöld þar sem um var að ræða þýskt bjórkvöld heimspekideildar og gerður lék snilldarlega á bassa í bandinu "Die Deutsche-Isländische Freundschaft" ;)
Laugardagur var helgaður útskriftardömunum huldu bjarkar og mýu .. kíkti til þeirra beggja og skemmti mér mjög vel.. :)
mamma átti svo afmæli á sunnudaginn og var frekar gestkvæmt.. ég var hins vegar ekkert í neitt svakalegu stuði en fékk þó gott að borða.. namm.. :)
er að drepast í bakinu núna.. get ekki snúið höfðinu til hægri, var í hljómfræðiprófi og er ekki viss um hvernig mér gekk á prófinu, hmm.. kemur í ljós.
vignir freyr // 6:22 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fyrirspurn minni um búðarbandið sem ég setti á bloggið ekki alls fyrir löngu var svarað - með emaili.. ;)
Búðarbandið verður á Hressó á Fimmtudagskvöld, Prikinu á Föstudagskvöld
20-00 og Svo Kaffi Kúltúr á Laugardagskvöld
Kveðja
Búðarbandið
vignir freyr // 6:20 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, maí 19, 2004:
síðasti söngtími vetrarins var í dag - og ef til vill síðasti söngtíminn í bráð? hver veit, þetta kemur allt í ljós seinni hluta sumars..
..annars var tónheyrnartíminn mjög næs, hittumst semsagt á café aroma og sötruðum kaffi og með því..
..er jafnvel að spá í að gerast boðflenna á "kvennakvöldi" sem er á jóni forseta í kvöld. dúkkulísurnar, rokkslæðan og barbarella troða upp en hið kynngimagnaða krumpuvínber telma hlín er einmitt einn af meðlimum barbarellu ;)
vignir freyr // 7:34 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Who's Your Inner Music Industry Diva? Find out @ She's Crafty
ég hélt reyndar að ég yrði madonna.. en ég meina hei! janet er díva no. 2! og ef "happatalan mín" er ekki tveir þá veit ég ekki hvað ;)
vignir freyr // 7:29 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 18, 2004:
söng á vortónfundi í gær.. gekk bara hreint ágætlega :p (söng 1.lagið í lagabálk Vaughan Williams: Songs of travel). meðal söngvara voru fríða , rakel, finnbogi, tóta o.fl. allir stóðu sig með prýði! Eftir tónleikana var kíkt á café aroma og þar var skrafað og hlegið, mjög gaman :) nema hvað, ég á eftir að sjá mikið eftir söngnum (og stundum sem þessum) EF/þegar ég kemst/fer út til danmerkur í haust :/ soldið leiðinlegt að hætta þegar maður sér ennþá smá framfarir hjá sér..
annars heyrði ég í ásgeiri í gær! ekkert smá gaman :) hlakka til að sjá hann - kemur semsagt eftir tæpar tvær vikur (sunnudag 30.maí)..
vignir freyr // 2:04 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, maí 16, 2004:
tónleikarnir gengu fínt á föstudag.. þurftum náttúrulega ekki að halda uppi fullri dagskrá.. teitið á eftir var líka bara hreint ágætt, drukkinn bjór, trallað og sungið (minnti soldið á kórpartíin hér í denn.. nema þetta var kannski ögn "fágaðra".. hehe..)
fór í júrópartí til eleonoru í gær og kaus svíþjóð.. lena hefði átt að taka þetta!! nema hvað, feginn að úkraína vann í staðinn fyrir grikkland - skömminni skárra.. :p
hljómeykisæfing eftir klukkutíma, hlakka til að sjá nýja verkið hennar hildigunnar .. sem verður - by the way - frumflutt í skálholti í sumar ;)
vignir freyr // 6:40 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, maí 14, 2004:
jæja.. júró á næsta leyti (þ.e.a.s. á morgun) það verður vonandi svaka fjör.. :) teiti hjá eleonoru og svo liggur leið eflaust niður í bæ eins og gengur (og gerist).
Annars er ég búinn í prófum, búinn að koma hlutunum mínum á vorsýninguna og búinn að fá eintak af plakatinu.. reyndar misheppnuðust ,,boðskortin“ eitthvað í prentun - ekki sáttur..
..annars varðandi júró, þá er ég soldið skotinn í laginu frá albaníu, það er eitthvað svo einlægt (þó svo að hallærisheitin séu allsráðandi).. söngstíllinn hjá aðalsöngkonunni minnir á sambland af leoncie og shakiru.. því var ekki spáð góðu gengi en ég gæti vel trúað að það rati á topp tíu!! hehe..
þau lög sem ég hefði viljað sjá úr forkeppninni í aðalkeppninni (en komust ekki áfram af einhverjum sökum) voru danmörk, litháen og eistland.. þau voru svona mest catchy.. (ég var sko að horfa á þetta fyrst í gær - gott að geta hraðspólað yfir kynningarnar og leiðinlegu lögin, held að ég hafi náð að horfa á þetta á hálftíma.. ;)
lagið sem vinnur? hef ekki hu-hu-gmynd, enda ekki alveg búinn að kynna mér lögin nógu vel.. :p
vignir freyr // 3:29 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 11, 2004:
frekar stutt próf..
átti að vera í fjarvíddarteikniprófi frá 8.30 til 12.00 en viti menn, klára ég ekki bara prófið á innan við klukkutíma. svo núna sit ég og er að gera skýrslur fyrir plasthönnun..
annars var helgin rosaleg, þakka bara fyrir mig.. á föstudagskvöldið var farið - mjög svo óvænt - á tjúttið með höllu, lalla, katrínu og fleirum.. þetta var allsvakalegt! nema hvað morguninn eftir þá vaknaði ég ferskur og fór á afhendingu viðurkenninga í hugmyndasamkeppni landsbankans.. þar var haldið áfram að sprella :p
um kvöldið var það lasagna hjá dr. tótu og farið á kleinurnar víðfrægu í kaffileikhúsinu.. svo var það bara vídjó og kúr, eftir að ég hafði tekið - mjög svo skynsamlega - ákvörðun um að drekka ekki..
p.s. veit einhver hvort búðarbandið sé að spila á næstunni? :)
vignir freyr // 10:03 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, maí 10, 2004:
guess what
viti menn! tillaga mín að plakati fyrir vorsýningu iðnskólans í hafnarfirði var valin.. nema hvað, kennurunum fannst tillagan ögn svartsýn og vilja fá liti.. (plakatið var svart og með hvítum stöfum).. spurning hvernig hægt sé að koma til móts við þessa ósk þeirra? ég er allavega að skoða þetta núna.. ;)
vignir freyr // 1:41 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, maí 07, 2004:
búinn að skila af mér ahl303 möppunni og einni ahl213, jey! nú er það bara próf í fjarvíddarteikningu og skil í plasthönnun.. það mesta er yfirstaðið.. plan helgarinnar? lítið plan í kvöld.. (átti að vera hljómeykisæfing en hún datt niður). á morgun er það svo að vera viðstaddur sýningu (og afhendingu viðurkenninga) á tillögum í hugmyndasamkeppni landsbankans.. lasagna hjá dr. tótu og hópferð á kleinur með samnemendum mínum í söng kl. 20.00 !! mæli með þessari sýningu þó svo ég hafi ekki enn séð hana (enda ber dr.tóta ábyrgð á herlegheitunum).. eftir það? tjútt punktur is. :)
vignir freyr // 4:17 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, maí 05, 2004:
úff, ég gerði mér ekki alveg grein fyrir hversu mikið ég ætti eftir af ahl 303 - möppunni..
sit núna sveittur við að reyna að klára (á að skila á föstudag), væri ekkert smá freistandi að fara út í sólina - í sund eða eitthvað.. but well oh well, er á leiðinni í tónó eftir smá.. maður ætti kannski að ganga bara?
vignir freyr // 12:44 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, maí 02, 2004:
þægileg tilfinning þegar maður kemur loks einhverju í verk! :)
já, ég er semsagt búinn að koma saman möppunni minni fyrir annan hönnunaráfangann (ahl203) og er bara nokkuð sáttur.. þ.e.a.s. miðað við aldur og fyrri störf..
Get samt ekki beðið eftir að vorönnin klárist því þá tekur við hið langþráða sumar (og vonandi sól!! :)
vignir freyr // 11:24 e.h.
______________________
segdu thina skodun