vinnan er búin að vera hreint ágæt fyrir utan leiðinlega veðrið í morgun! en ég var þó í pollagalla og átti því ekki erfitt með að róta í beðunum - annað en margir krakkanna í vinnu hjá okkur.. sum þeirra mættu í gallabuxum og í léttum jakka við.. engin húfa, enginn trefill ekki einu sinni hanskar! en við ásgeir redduðum því og vorum duglegir að sníða til plastpoka á liðið.. ;)
hannes bróðir kom semsagt í dag, annars væri ég ekki með þessa forlátu tölvu í höndunum, svo bað ég hann líka að kaupa handa mér Bubba-ho-tep á dvd.. hlakka mjög til að horfa á þá mynd - fjallar um tvo gamla kalla á elliheimili sem halda að þeir séu elvis og jfk (sá jfk er svartur btw) þeir lenda í hinum ýmsu hremmingum og lenda m.a. í því að þurfa að kljást við aldagamla múmíu! til að kóróna þessa eðalmynd þá er BRUCE CAMPELL í aðalhlutverki en sá gerði garðinn frægan m.a. í EVIL DEAD trilógíunni ! :)
annars er ég ekki sá eini sem var að fá nýja tölvu í hendurnar heldur var heimir brósi að vinna playstation2 tölvu - hann fékk semsagt sexu upp á teningnum í bt seinustu helgi og fékk tölvuna ókeypis..
flass.net kíkti við og það ættu að koma myndir bráðlega á þá síðu..
tóta sæta kíkti með mér á harry potter and the prisoner of azkaban og svei mér þá ef alfonzo cuarón hafi ekki bara staðið sig feiknavel í leikstjórastólnum. ég fílaði hversu húmorinn og galsinn kom betur fram í þessari mynd en þeim tveimur fyrri.. hreint ágætis skemmtun! - og ekki verra ef fólk er búið að lesa bókina ;)
er byrjaður að vinna ásamt ásgeiri.. það má segja að við séum sestir aftur á skólabekk þessa vikuna þar sem undirbúningsvika/námskeið er í fullum gangi - mætti segja að vinnuskólinn væri ekki síður skóli fyrir okkur eins og unglingana. svo er bara að bíða og sjá hvernig krakkarnir koma til með að fíla okkur þegar á hólminn er komið (og þar af leiðandi líka hvernig maður kemur til með að standa sig :p)..