gengur bara betur næst

mánudagur, júní 28, 2004:

er að pakka.. skálholt á morgun! tónleikar kl. 15 á lau. (í skálholtskirkju) og messa kl. 17 á sunnudag (á sama stað ;) ALLIR að mæta!!

það var fræðsludagur í dag hjá okkur í vinnunni.. við ásgeir vorum hressir (á kantinum) að vanda enda ekki ástæða til annars.. fræðslan fór fram í ásmundarsafni og við þvottalaugarnar í laugardalnum. á eftir skelltum við ásgeir okkur í sund en sólin var ekkert að hafa fyrir því að skína á okkur á meðan :/

afmælið var æði á laugardag! ekki annað hægt að segja, stuð á fólkinu og þá sérstaklega mér :P

jæja, þarf að klára að pakka og sé ykkur vonandi í skálholti næstu helgi!! ;)

vignir freyr // 9:24 e.h.
______________________

föstudagur, júní 25, 2004:

trallala.. er að blogga á nýju dell LATITUDE d600 fartölvunni minni.. algjört tryllitæki :) reyndar á ég eftir að borga hana.. hehemm. :P ásgeir yndi á afmæli á morgun og vil ég nota tækifærið til þess að óska honum til hamingju með árin 22!!

vinnan er búin að vera hreint ágæt fyrir utan leiðinlega veðrið í morgun! en ég var þó í pollagalla og átti því ekki erfitt með að róta í beðunum - annað en margir krakkanna í vinnu hjá okkur.. sum þeirra mættu í gallabuxum og í léttum jakka við.. engin húfa, enginn trefill ekki einu sinni hanskar! en við ásgeir redduðum því og vorum duglegir að sníða til plastpoka á liðið.. ;)

hannes bróðir kom semsagt í dag, annars væri ég ekki með þessa forlátu tölvu í höndunum, svo bað ég hann líka að kaupa handa mér Bubba-ho-tep á dvd.. hlakka mjög til að horfa á þá mynd - fjallar um tvo gamla kalla á elliheimili sem halda að þeir séu elvis og jfk (sá jfk er svartur btw) þeir lenda í hinum ýmsu hremmingum og lenda m.a. í því að þurfa að kljást við aldagamla múmíu! til að kóróna þessa eðalmynd þá er BRUCE CAMPELL í aðalhlutverki en sá gerði garðinn frægan m.a. í EVIL DEAD trilógíunni ! :)

annars er ég ekki sá eini sem var að fá nýja tölvu í hendurnar heldur var heimir brósi að vinna playstation2 tölvu - hann fékk semsagt sexu upp á teningnum í bt seinustu helgi og fékk tölvuna ókeypis..

ojæja, nóg af bloggi í bili..

vignir freyr // 7:41 e.h.
______________________

mánudagur, júní 14, 2004:

jæja.. helgin var frekar róleg, við ásgeir bökuðum pizzur á föstudeginum.. pétur og andrés kíktu yfir en lárus var að vinna.. kíktum svo í bæinn og það var ágætis stemmning - af föstudagskvöldi að vera ;)

restin af helginni fór í afslappelsi með öllu tilheyrandi (þ.á.m. spóluglápi :) )
sunnudagskvöld var að venju æfingakvöld hjá hljómeyki, enda fer að styttast í hina árlegu tónleika í skálholti.. það verður fjör! ;)

vinna í dag, soldið þreyttur en það gengur bara hreint ágætlega að leiðbeina þessum 8.bekkjar gríslingum.. hehe.. neinei í alvöru talað þau voru ágæt og eru bara yfir höfuð mjög sniðug, við ásgeir erum líka mjög svo duglegir að ausa úr viskubrunni okkar - ekki er það nú verra ;)

vignir freyr // 4:16 e.h.
______________________

þriðjudagur, júní 08, 2004:

Sauðkindin 2004 - útihátíð var rosaleg! ;) þakka bara fyrir mig.. það var semsagt grillað í portinu hennar höllu á laugardaginn, sungið og trallað og jafnvel smá tjúttað.. svo var kvöldið (og þar af leiðandi þemað) toppað með brekkusöng á arnarhóli (eftir að halla hafði reynt, án árangurs, að fá leoncie til að heilsa upp á aðdáendur sína (hún var með sjóv á nelly's ;) - leoncie semsagt, ekki halla :p)

flass.net kíkti við og það ættu að koma myndir bráðlega á þá síðu..

tóta sæta kíkti með mér á harry potter and the prisoner of azkaban og svei mér þá ef alfonzo cuarón hafi ekki bara staðið sig feiknavel í leikstjórastólnum. ég fílaði hversu húmorinn og galsinn kom betur fram í þessari mynd en þeim tveimur fyrri.. hreint ágætis skemmtun! - og ekki verra ef fólk er búið að lesa bókina ;)

er byrjaður að vinna ásamt ásgeiri.. það má segja að við séum sestir aftur á skólabekk þessa vikuna þar sem undirbúningsvika/námskeið er í fullum gangi - mætti segja að vinnuskólinn væri ekki síður skóli fyrir okkur eins og unglingana. svo er bara að bíða og sjá hvernig krakkarnir koma til með að fíla okkur þegar á hólminn er komið (og þar af leiðandi líka hvernig maður kemur til með að standa sig :p)..

vignir freyr // 9:38 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 03, 2004:

..fór upp í sumarbústað síðustu helgi og við halla gerðum "stensilmót" af sauðkind fyrir útihátíðina (grill) næstkomandi laugardag (sauðkindina 2004 hehe..) þemað er semsagt sauðkind og allir sem mæta EIGA að vera í lopapeysu.. ;)

dagurinn í dag var mjög góður, notaði daginn í að snattast og sleikja sólina á austurvelli í hreint ágætis félagsskap (m.a. andrési og ásgeiri)..

annars byrja ég að vinna á morgun.. jámm, nú er sumarið semsagt allt að fara á fullt - ekkert smá sem tíminn líður og áður en maður veit af verður maður búinn að fá svar frá danmörku um skólavist (28.júlí).. kemur í ljós.

vignir freyr // 11:03 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives