gengur bara betur næst

þriðjudagur, mars 29, 2005:

páskafríið senn á enda.. skóli á morgun semsagt og ég búinn að snúa sólarhringnum við - týpískt. :/ ég er núna að reyna að pakka dótinu en við lalli ætlum að reyna að flytja í kvöld.. :) ágætt að klára það áður en skólinn fer á fullt.. annars er það að frétta að við halla hansen áttum góða stund að kvöldi skírdags en hún stakk af aftur til íslands á föstudaginn langa, þá var nú allt Ffffútt runnið úr þessu hjá henni (smá einkahúmor hjá okkur :p) við höfðum semsagt eytt kvöldinu með henni jóhönnu og komum við í teiti hjá honum rúnari en þaðan lá leið niður í bæ.. við halla kvöddumst eftir að hafa fengið okkur samloku og látið taka af okkur passamyndir á höfuðbananum en passamyndirnar komu aldrei útúr vélinni! bölvað vesen :/ en kannski ágætt þar sem maður var nú ansi myglaður orðinn..

..páskadagur fór í það að syngja í messu, mjög hátíðlegt allt saman en eftir það lá leið heim til sólveigar ásamt guðnýju og jóhönnu. Þar bökuðum við vöfflur, átum páskaegg, fórum í göngutúr, elduðum og borðuðum hangikjöt með öllu tilheyrandi (og drukkum malt og squash-appelsín með :p) mjög huggulegt allt saman :)
í gær var sofið út og þveginn þvottur og jú, farin ein ferð með dót upp í frederiksberg :)

vignir freyr // 11:35 f.h.
______________________

fimmtudagur, mars 24, 2005:

hver þarf sól og sumaryl þegar það eru 40 stiga hiti í strætó :p
jámm, það var algjör steik í dag þegar ég tók strætó niður í miðbæ.. hélt ég yrði ekki eldri enda var ekkert að skrúfa niður í kyndingunni og strætóinn pakkfullur í þokkabót.

ellen hin írskdanska átti annars afmæli í dag og ég var semsagt á leið á fund hennar í hinni háskafullu og sjóðheitu strætóferð með pakka og frosna súkkulaðitertu sem var ekkert svo frosin þegar ég komst á leiðarenda.. við fórum á salonen þar sem við hittum fyrir tilviljun jóhönnu, malin og litlu systur hennar.. keyptum okkur köku (hindberja nammi namm) og kakó og spiluðum backgammon (sem er bara snilld :p) eftir dágóða stund þá hringdi síminn, ég átti semsagt að vera mættur á söngæfingu en hafði svona steingleymt mér í miðjum huggulegheitunum..

..eftir söngæfingu skellti ég mér aftur á fund ellenar og við gláptum á magnolia.. nú er ég heima og er að spá í að fara að sofa enda klukkan farin að ganga, hehemm.. 3 - en hey! það er nú komið páskafrí :)

vignir freyr // 1:02 f.h.
______________________

þriðjudagur, mars 22, 2005:

skil á hópverkefninu á föstudag gekk bara ágætlega.. landslagsmódelið okkar var soldið poppað - "veggfóðruðum" það með trjálógóum (mismunandi eftir hvaða trjátýpa var á hverjum stað) svo notuðum við skærbleikan fyrir stíginn okkar góða og appelsínugulan fyrir aðra vegi.. lógó fyrir "funktionir" og rauðar varir fyrir sérlega fallega staði.. reyni jafnvel að setja inn mynd af herlegheitunum við tækifæri :p jámm, það getur verið soldið flippað stuð á okkur arkitektanemum..

..söng svo á tónleikum á sunnudag með kórnum mínum, Stöku, þar sem flutt voru lög eftir norræn tónskáld (aðallega íslensk). Gekk bara hreint ágætlega en hæst bar marían hennar báru, requiem jón leifs og dýravísurnar (langa útgáfan!) gekk bara ágætlega svei mér þá! þó svo að síðastnefnda verkið sé langtum erfiðast og við vorum ekki búin að keyra það svo oft í gegn en það hékk svo saman eftir allt saman.. flytjum svo sama prógramm en bætum við það fyrir tónleikana okkar í vor þar sem við komum m.a. til með að flytja verk eftir stefán arason (nýtt og uppfærða útgáfu af fimm vísum um vorið sem heitir nú fimm vísur um nóttina - söng það með hljómeyki forðum daga :p)

jámm.. held svei mér þá að selma komi til með að standa sig ágætlega í kænugarði á okkar ástsælu júróvisjón keppni - verst að tónleikarnir fyrrnefndu lenda á undanúrslitakvöldinu en ég held að ég komi til með að ná allavega hluta keppninnar, þökk sé tveggja tíma mismun á við ísland þ.e.a.s. hér byrjar keppnin 21.00 en 19.00 heima (held ég alveg örugglega)..

..annars er halla álfur (en þó smá sauðkind líka) í heimsókn með fjölskyldu sinni - ansi gaman að sjá kellu :)

hálf tómlegt þó hér í danmörku þar sem margir hafa brugðið á það ráð að skreppa heim - þar er þó lítið fyrir mig að hafa þar sem fjölskylda mín stakk af til los angeles, borg englanna, til að heimsækja turtildúfurnar bróður minn og gerði! - mig langar líka :/

vignir freyr // 2:35 e.h.
______________________

þriðjudagur, mars 15, 2005:

flutt úr bergi því sem kennt er við læk til þess sem kennt er við frederik (með smá viðkomu í valby)
JÁ þið heyrðuð rétt krakkar mínir, ég er bara að fara að flytja bráðum með honum lalla í litla (70fermetra) íbúð í frederiksberg í mjög svo stuttu göngufæri frá metro og allri mögulegri þjónustu.. fötex, netto, aldi, fakta, irma you name it! frederiksberg center (verslunarmiðstöð og ein af skárri gerðinni í þokkabót), zoologisk have, frederiksberg have, café intime (mjög svo cózy djass kaffihús :) gæti varla verið betra..
..annars var gautaborg hreint ágæt barasta.. við kvartettinn (ég, flosi, ásdís og hrafnhildur) gerðum garðinn frægan með bohemian rhapsody á kvöldskemmtuninni á laugardagskvöldinu og gegndi svafa hlutverki flettara (fyrir gaurinn á hljómborðinu, einar jóns, stjórnanda oslókórsins) svafa stóð sig líka prýðisvel í því að kynna atriðið..

..jamms, ég er bara veikur heima, ætti að vera að gera hópverkefni í skólanum en ákvað að smita ekki krakkana sem með mér eru í hóp (ég - alltaf góðmennskan uppmáluð)..

jámm.. held mér veiti ekki af smá lúr núna, það hefur tekið á að rita síðustu línur :/

vignir freyr // 11:32 f.h.
______________________

mánudagur, mars 07, 2005:

jæja, nú er allt sett á fullt í skólanum.. erum ad skissa og teikna út frá myndunum sem vid tókum útí hinni gudsgrænu náttúru á fimmtudaginn var.. helgin fór annars í thad ad sofa (hlada batteríin) og svo var kíkt til helga og høllu og rétt adeins í "housewarming" teiti á laugardaginn semsagt hjá bekkjarsystur okkar helga.. thar var allt trodid af fólki og thekkti madur ekkert alltof marga.. ég er thó feginn ad hafa kíkt og sýnt smá lit (ekki veitir af eins náfølur og madur er :P) vøfflubod hjá henni jóhønnu á sunnudag og kóræfing strax á eftir..

..styttist í gautaborgarferd støku thar sem vid unglingarnir komum til med ad reyna ad halda medalaldri kórmedlima íslenskra kóra (í útløndum) í lágmarki.. held thetta verdi bara ágætt svei mér thá :p

vignir freyr // 10:32 f.h.
______________________

miðvikudagur, mars 02, 2005:

stud..
ég og ellen (hin írsk-danska) vorum svo dugleg ad taka barvakt á
Bluskvøldi í stúdentahúsinu í gær (sjálfbodavinna semsagt) en vid fengum thó fjóra ølmida fyrir.. thad var bara ágætt og gekk furduvel ad skilja danina (their áttu oftar í erfidleikum med ad skilja mig allavega, thad verdur ad vera nákvæmlega 100% rétt borid fram annars er thad bara HVAAAAAaaaaaaaaaadd? [sagt svona: VEeeeeeed, med áherslu á e-id] thá reynir madur ad breyta framburdinum á ordinu ørlítid, til hægri vinstri, aftur eda áfram og segja ordid svona thrisvar sinnum í vidbót og thá ná their yfirleitt thví sem thú áttir vid - í neydartilvikum er gripid í enskuna)..

..já, á morgun verdur ekid upp í hina dønsku "náttúru" og verdur farid í thad ad kanna og rannsaka "landslag" sem vid komum til med ad nýta okkur í verkefnum thví tengdu sídar á ønninni. ég set "landslag" og "náttúra" í sviga thar sem madur hefur kannski adrar skilgreiningar á náttúrunni og landslagi almennt heldur en hinn almenni dani sem virdist ekki sídur vera stoltur af náttúrunni hérna heldur en vid íslendingarnir heima. Landid hérna er svo flatt ad thegar vid teiknum sneidmyndir af landslaginu tharf ad ýkja hædina med thví ad margfalda med fimm thannig næst fram ørlítill hóll (og varla thad).. jámm, madur saknar hraunsins og dramatík(ar)innar í náttúrunni heima..

vignir freyr // 2:03 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives