gengur bara betur næst

fimmtudagur, júní 30, 2005:

jæja.. vika búin á íslandi og ég enn algjör letihaugur. Reyndar búinn að vera að sækja um nokkrar vinnur svona í rólegheitum en það eru síðustu forvöð að byrja núna ef maður ætlar eitthvað að ná út úr þessu sumri :p sólinni sem mér var lofað er enn ekki búinn að láta sjá sig, eflaust flaug sumarið frá íslandi til danmerkur þegar ég kom.

mig langar á duran duran, vill einhver bjóða mér? :)

vignir freyr // 11:03 f.h.
______________________

fimmtudagur, júní 23, 2005:

Það er fínt á fróni! :) ég er lentur (reyndar í gærkvöldi) og finn bara strax hversu endurnærandi áhrif landið hefur á mig! úff, burt úr stressi stórborgarinnar (þó þær finnist nú stærri en köben) og heim í sveitina í Hafnarfjörðinn.. nú skil ég loks hvað öll íslandsskáldin voru að fara þegar þau voru að yrkja um land og þjóð (oftar en ekki sökum heimþrár). Ekki það, danmörk hefur upp á margt skemmtilegt að bjóða, maður hefur bara ekki almennilega fengið að njóta þess sökum stress. Skólaárið var strembið en það skýrist að miklu leyti að það tók smá tíma að læra inn á land og þjóð, svo ekki sé minnst á tungumálið (enda fór allt námið fram á því).

en já, tori amos tónleikarnir síðasta sunnudag voru ÆÐI! hún er algjört undrabarn, var ein á sviðinu alla tónleikana, þ.e.a.s. í heila tvo tíma! spilaði á flygil, orgel og hljómborð (sýndist/heyrðist að það væri af gerðinni Rhodes sem bróðir minn hefur/hafði einmitt dálæti á). Ef þið fáið tækifæri að sjá hana og hafið minnsta áhuga á tónlist gyðjunnar þá fariði á tónleika með henni!

en já, ég held að ég sé barasta á leið að redda lín-málum og hagstofu málum (skrái mig inn í landið aftur í sumar) og svo er ég að fara í klippingu svo þið þurfið ekki að þjást við að horfa á lubbann minn (sem lítur út eins og hjálmur), já halla mín, hjálmar er mættur á svæðið.

vignir freyr // 12:35 e.h.
______________________

mánudagur, júní 13, 2005:

Búinn að skila! :) fékk fínar einkunnir fyrir verkefnin mín en á eftir að fá heildareinkunn yfir árið..

Verð í litlu netsambandi á næstunni þar sem ég er ekki með netið heima..
hannes bróðir kemur á miðvikudaginn og fer 17.júní en ég hangi hérna þangað til þann 22.júní en þá fer ég heim (já, pabbi fékk "afslátt" á breytingargjaldinu og fékk að borga "venjulegt" verð sem er 5000kr, en það er eins og við mátti búast.)

annars er rigning og leiðindaveður hérna, ætlaði jafnvel að skella mér í tívolí á bakken með hjaltey, guðrúnu ernu, ásdísi og oddi en það verður nú eitthvað lítið úr því úr þessu. HVAR er danska sumarið sem mér hafði verið lofað?? vonandi bara að þegar sólin loks kemur að það verði ólíft hérna! hehe, þá get ég hlegið illkvittnislegum hlátri meðan ég sit úti í svalanum á íslandi eða í heitum potti :) það er eitt við sundlaugarmenninguna hérna, það eru bara innilaugar (sem maður skilur sosum vel, það myndi bara frjósa í útilaugunum þar sem það yrði of dýrt að hita vatnið) en danirnir hafa nú strandir sem maður hefur EKKI fengið tækifæri til að njóta.. en það kemur dagur eftir þennan dag.

vignir freyr // 10:16 f.h.
______________________

föstudagur, júní 10, 2005:

Bréf sem hugsanlega verdur sent icelandair hér í danmørku

Thannig er mál med vexti ad ég hef vanid mig á í gegnum tídina ad versla vid icelandair thar sem ég hef yfirleitt verid sáttur vid thjónustuna. Ég neydist víst til ad thurfa ad breyta flugmidanum mínum frá 30 júní og fara heim thann 22.júní eda 23.júní og hafdi samband vid søluskrifstofuna hérna úti.
Thegar ég heyrdi verdid á breytingunni thá rann mér kalt vatn milli skinns og hørunds, 1000 dkr eda rúmar 11.000 krónur íslenskar sem eru 1/7 hluti mánadar"tekna" minna (námslán). Ég hafdi undirbúid mig fyrir allt adra tølu, thá sem ég myndi kalla "venjulegt" breytingargjald, thad gjald sem ég sá thegar ég bókadi midann í upphafi (5000 ísl.).Ef ég kýs ad borga gjaldid thá er "netsmellurinn" minn kominn yfir 34.000 krónur íslenskar. Thad liggur vid ad thad borgi sig fyrir mig ad kaupa nýtt flugfar og meldi mig veikan í áætlad flug thar sem ég svo samviskusamlega borgadi forfallagjaldid.

Ég vildi bara lýsa yfir óánægju minni yfir thessu nú. Planid er ad ég verdi hérna úti í danmørku næstu fimm árin og ég kem oftar en ekki til med ad fljúga til íslands og vildi ég lýsa yfir óánægju minni og annarra yfir vidskiptaháttum flugfélagsins. Væri ekki rád á ad koma upp afslætti fyrir fátæka námsmenn?
Med von um farsælli vidskipti á næstu árum (hvort sem icelandair eda icelandexpress verdi fyrir valinu)

Vignir Freyr Helgason
Námsmadur í Danmørku

ætti madur ad senda thetta eda borga bara helv.. breytingargjaldid? :/

vignir freyr // 1:52 e.h.
______________________

miðvikudagur, júní 08, 2005:

portfoliogerð dauðans.. :p
jámm, maður situr inni meðan sól skín í heiði og er að reyna að skipuleggja portfoliuna sína, þ.e.a.s. hvað maður á að setja í hana og hvernig það á að snúa. Þetta skólastúss ætlar engan endi að taka. eða jú, skil á mánudag og þá á maður bara eftir að taka til af borðinu sínu og getur farið að undirbúa sig fyrir heimkomu.. farinn að hlakka óheyrilega til að anda að mér fersku fjallalofti og þamba íslenskt lindarvatn (ekki enn búinn að venja mig á þennan óþverra hérna í danmörku).

eitt er víst að ég ætla að reyna hvað ég get að hafa frí um helgina, ætla rétta að vona að sólin skíni enn þegar þar að kemur! :)

en annars ætla ég rétt að skjóta inn í smá fyrir þá sem hafa verið að fylgjast hérna með ítalska skiptinemanum í vetur. Til hans hefur sést í sömu buxunum í viku. Buxurnar eru engar venjulegar buxur heldur eru háglansandi, silfraðar og eru ál/plastkenndar! Get ekki ímyndað mér að þær séu þægilegar, spurning hvort þær andi yfir höfuð? hann hlýtur að eiga fleiri en eitt stykki. (lítill fugl hvíslaði því að mér að hann hafi ekki farið út fyrir skólans dyr allan þennan tíma, getur það staðist?). Svörin fáum við e.t.v. aldrei.

vignir freyr // 4:46 e.h.
______________________

mánudagur, júní 06, 2005:

Verkefnaskilin gengu bara ansi vel.. ekki thad ad ég hafi endilega fengid bestu krítíkina heldur frekar thad ad ég var sammála theirri krítík sem ég fékk, sem var ad mørgu leyti jákvæd. Kennararnir gáfu líka í skyn ad ég væri øruggur inn á næsta ár ;) nú tharf ég bara ad reyna ad tjasla saman thokkalegri portfolio, taka myndir af módelum og fínpússa. :) Langar samt helst út ad sleikja sólina, en thar sem thad er nú engin sól hérna í danmørku eins og er thá get ég alveg eins setid inni og gert thessa møppu almennilega.

Annars var helgin ágæt. Skrópadi í bekkjarpartí á føstudag, var einfaldlega of threyttur og ekki hjálpadi ad thad kom hellidemba og thvílíkar thrumur og eldingar. Var ekki beint ad hætta mér út í thad ofsavedur svo ég kúrdi bara undir sæng :p Laugardagurinn var svo tekinn med trompi (eda svona thví sem næst verdur komid) en thá fórum vid lalli, hjaltey, gudrún erna, flosi og peter nidur í bæ. hittum thar fyrir hid fallegasta fólk (thid vitid hver thid erud ;) )

sunnudagurinn.. førum ekki nánar út í thá sálma, annad en thad ad ég fékk mér mcdonalds í sídbúinn morgunmat.. ekki thad ad ég hafi verid thunnur, bara latur ;) nádi thó ad henda í thvottavél, duglegi ég.

vignir freyr // 1:02 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 02, 2005:

jey! verkefnið mitt er klappað og klárt.. þarf aðeins að undirbúa mig fyrir krítík sem verður á morgun og mánudag, spurning hvort ég verði enn kátur eftir hana? :P

en já, helgi steinar og þorbjörn komu hérna við í skólann í dag. Þeir eru á leið heim til íslands.. mig langar líka heim :p en það er nú aldeilis að styttast.. ætli það séu ekki rúmar 3 vikur í að maður komi heim, býst við því allavega :p (á eftir að breyta flugmiðanum mínum).

ha' det bra! (það eru ansi margir svíar og norðmenn hérna í kringum mig ;)

vignir freyr // 5:10 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives