gengur bara betur næst

sunnudagur, júlí 24, 2005:

gærkvöldið var tekið með tjútti! já, það var sko tjúttað með útlendingunum, vinum hannesar (þ.e.a.s. þeim sem voru eftir). Halla vinkona kom með og hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið .. komið við á ölstofunni (fín stemmning), nelly's (súr stemmning), næsta bar (gott kaffi!), oliver (fyndin stemmning), 22 (rokkuð stemmning) og síðan var endað á hlölla (góður biti!) .. biðum ekki lengi í leigubílaröðinni þar til okkur bauðst stór bíll til að ferja liðið aftur í fjörðinn :)

þau eru núna á sunnudagseftirmiðdegi überhress á leið í göngu - ég var ekki alveg að nenna því :p annars er ég búinn að versla mér flugmiða; flýg semsagt 29. ágúst "heim" til danmerkur. einhver smá bið eftir að ég fái kollegie-herbergið mitt en þangað til lítur út fyrir að öðlingarnir hjörtur og magnus að skjóti yfir mig skjólhúsi ..

vignir freyr // 3:47 e.h.
______________________

sunnudagur, júlí 17, 2005:

partýbrúðkaup aldarinnar yfirstaðið! :)

já, þetta var ansi vel heppnað hjá hannesi og gerði! partýbrúðkaup með meiru, 3 hljómsveitir tróðu upp (the gimmicks, hjónabandið og vinaband) og stjáni frændi stóð sig eins og hetja sem dj kvöldsins..

hollywoodkossinn klikkaði ekki í kirkjunni en ég hafði orð á því hversu miklir harðjaxlar voru við athöfnina (flestum ef ekki öllum tókst vel að halda aftur á tárakirtlunum þrátt fyrir afar fallega athöfn ;)

polaroid gestabókin vakti lukku (fólk tók mynd af sér og skrifaði við) og verður þetta eflaust safngripur þegar gerður er búinn að meika það í hollywood :p

lítið gekk á áfengisbirgðirnar (þ.e.a.s. lítið fór af sterka áfenginu) flestur bjór kláraðist, hvítvínið og freyðivínið einnig en fólk var orðið ansi hresst og rútan eftir brúðkaupið var yfirfull (3 í hverjum 2 sætum) bæjarferðin var líka ansi hressileg - komið við á 22, kaffibarnum, hlölla og endað í leigubílaröðinni..

vinna á morgun :p

vignir freyr // 10:16 e.h.
______________________

þriðjudagur, júlí 12, 2005:

Einhverntíma er allt fyrst..

..já, ég er veikur frá vinnu í fyrsta skipti í dag! (correct me if i'm wrong, tel þó ekki með daginn sem ég hringdi mig inn veikan vegna mígreniskasts í mjólkursamsöluna en mætti síðan síðar um daginn þegar mér var farið að líða betur; hafði ekki samvisku í annað) hef yfirleitt orðið veikur á veturna og því misst nokkra daga úr skóla en sumrin hafa gengið nær veikindalaus fyrir sig .. þið þurfið þó ekki að hafa áhyggjur, ég er ekkert á leiðinni að deyja! 7 - 9 - 13 :p vona bara að maður hristi þetta af sér sem fyrst enda brúðkaup á laugardaginn hjá brósa og það væri fátt leiðinlegra en að vera ekki upplagður fyrir það!

ætli maður taki ekki gömlu góðu glápa á spólu meðferðina á þetta (that should do the trick!)

vignir freyr // 12:30 e.h.
______________________

mánudagur, júlí 11, 2005:

steggjun og húsnæðismál komandi vetur..

steggjun í gær fór alveg með mann :p ég var nú tiltölulega vel á mig kominn þó miðað við þorrann af þeim sem tóku þátt í herlegheitunum.. bróðir minn er semsagt að fara að gifta sig um næstu helgi og var hann sóttur í sextugsafmæli hjá tengdamömmu sinni og klæddur upp í gamla funkmaster 2000 gallann - köflótt jakkaföt og blúnduskyrta plús krulluhárkolla og hattur :p annars fór þetta allt siðsamlega fram (allt að því) enginn strippari eða þannig ;) á sama tíma og steggjunin fór fram var hún gerður mágkona gæsuð - afraksturinn verður sýndur í brúðkaupsveislunni, fólki til ánægju og yndisauka..

3 erlendir gestir af 8 sem verða við brúðkaupið eru þegar komin hingað til okkar og eru þau mesta prýðisfólk. hresst og skemmtilegt ;) semsagt einn frá argentínu, ein frá san francisco og einn frá mexíkó .. þau eru nú á leið norður í nokkurra daga ferð en koma aftur síðar í vikunni, fyrir brúðkaupið.


..annars fékk ég bréf frá "tietgenkollegíinu" um að ég væri kominn með íbúð, reyndar fékk hún jóhanna það þar sem pósturinn minn er áframsendur á hana (takk jóhanna mín :P) ég trúi þessu reyndar ekki fyrr en ég sé það svart á hvítu og beinlínis skrifa undir samninginn .. býst semsagt fastlega við því að ég gengst að þessu, enda ekki vit í öðru þar sem um er að ræða nýjasta og flottasta kollegí í kóngsins köben! það er enn í byggingu og ég er mest hræddur um að það verði ekki tilbúið í tíma (verð þá væntanlega á hrakhólum húsnæðislega í september en ég hefði hvort sem er verið það .. :p)

jæja, ætli maður reyni ekki að sofna, beðin bíða mín í morgunsárið.


vignir freyr // 12:17 f.h.
______________________

mánudagur, júlí 04, 2005:

beðmál í borginni

já, það eru kræsin beðmálin sem ég er að takast á við í borginni í sumar. Er semsagt búinn að vera að leysa af bæði í dag og á föstudag í vinnuskóla reykjavíkur og lítur út fyrir að ég haldi því eitthvað áfram. hópurinn sem ég var með í dag var ekkert alltof góður, þau voru 12 talsins og átta af þeim voru algjörir "gaurar" .. ekki það, fínir krakkar þegar maður nær þeim einum og einum en saman þá myndast stórslys. æj, greyin eru nýbúin úr níundabekk og hórmónaflæðið eitthvað að angra obbann af strákunum og þurfa þeir því sí og æ að vera að sýnast fyrir hvor öðrum (og stelpunum). Stelpurnar voru hinsvegar ögn þroskaðri (flestar) nema hvað, ein þeirra lá í sólbaði hálfan daginn, ég vildi meina að hún yrði alveg jafn brún og sólin myndi skína alveg jafn skært á hana þó svo hún myndi vinna aðeins. já, ævintýrunum linnir ei í beðunum í sumar, vona bara að ég fái nýjan hóp á morgun..

..vann annars stubbavakt á löngum laugardegi í súfistanum, rvk. Það gladdi mig mjög að ég gat enn freytt froðuna í cappuccino og bragðaðist sá fyrsti sem ég gerði (eftir þónokkuð hlé) bara nokkuð vel - þó ég segi sjálfur frá.. það er nefnilega alltof oft sem maður fær slappan cappuccino :p

um kvöldið var grill og vil ég þakka öllum þeim sem áttu þátt í að gera þessa kvöldstund eftirminnilega (og já, takk halla mín fyrir að "fríska" upp á minnið hjá mér í gærkvöldi ;)

vignir freyr // 4:42 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives