gengur bara betur næst

mánudagur, ágúst 29, 2005:

3 tímar og ég verð kominn í flug, 3 dagar og ég verð kominn á flug (í skólanum)

já.. það verður að segjast að tíminn fljúgi áfram. fékk smá stresstilfinningu (þessi gamla góða sem maður fann oft fyrir í vetur) en sú tilfinning hefur lítið látið á sér kræla í sumar. Ég horfi samt bjartsýnn fram á veginn (þó ég reyni að halda löppunum á jörðinni) .. ég er þó ekki búinn að fá fasta dagsetningu á hvenær ég má flytja inn í tietgenkollegie-höllina :P þá tekur svartsýnishlutinn af mér í taumana og ég fer að ímynda mér að staðfestingin sem ég sendi út í sumar hafi týnst og kollegiestjórnin hafi dregið þá ályktun að ég væri hættur við að flytja inn :/ en þar sem ég er að hluta til forlaga/örlagatrúar þá myndi ég segja að svona ætti þetta að vera og ég hefði nú gott af þessu ævintýri öllu saman. :p

en til að gera langa sögu stutta þá sé ég fram á að búa í ferðatösku eitthvað fram á haustið (það er sosum ekkert nýtt, ég hafði ekki fyrir því að tæma úr henni í sumar .. hehemm..)

takk fyrir sumarið öllsömul (ég er farinn til köben þar sem ég hef heyrt að sólin skíni enn :)
þið sem ég náði ekki að hitta, hafið samband ef þið eigið leið um köben ;)

vignir freyr // 2:25 e.h.
______________________

sunnudagur, ágúst 21, 2005:

det var jo simphelten så dejligt på kulturnatten :p kíkti á íslenska dansflokkinn í landsbankahúsinu, sumaróperuna í iðnó, danska skemmtikrafta í ráðhúsinu og svo að sjálfsögðu todmobile og flugeldasýning, takk allir sem áttu þátt í að hafa ofan af fyrir mér þessa kvöldstund (bæði vinir og skemmtikraftar ;)

á föstudagskvöld var óvænt farið að tjútta með finneyju, steina og guðna. Það var nú bara ansi gaman :) við guðni og steini vorum rosa duglegir og þræddum flesta staðina í miðborginni .. ég vaknaði með hausverk og það var kraftaverki líkast að ég hresstist fyrir menningarnótt :P en ég var orðinn stálsleginn um þrjúleytið ..

..annars var deginum í dag eytt upp í sveit, nánar tiltekið í skorradalnum. Við heimir og amma brunuðum þangað uppeftir þar sem faðir minn var fimmtugur í dag (til hamingju!) og þetta var nú bara ansi endurnærandi og notalegt :) kíkt í pottinn og borðað..

aðeins vika í köben! sjitt, það er svo margt sem ég ætlaði að vera búinn að gera, týpískt að maður lætur ekki verða af því :/

vignir freyr // 11:30 e.h.
______________________

laugardagur, ágúst 13, 2005:

lýsti víst yfir áhyggjum mínum hérna á blogginu um daginn þegar ég var á leið til tannsa, en viti menn: engin skemmd hjá mínum ;) ég bjóst alveg eins við að það þyrfti að gera við (enda ekki búinn að fara í tvö ár) en það voru bara teknar myndir og settur flúor (rúmur 6000 kall takk fyrir - eins gott að það þurfti ekki að gera við! :P)

annars var ég beðinn að vinna í gærdag og ég sem var að gera mig líklegan til að spóka mig í sólinni, en það var nú ekki lengi sem ég vann (frá 13 til 17) en eftir það hitti ég evu og við röltum í bænum, eftir viðkomu á austurvelli enduðum við á búllunni og smökkuðum þessa alræmdu "búlluborgara" en þeir voru bara hreint ágætir. Eftir smá hangs niðrí bæ þá enduðum við að fara á wedding crashers í bíó, sem var bara hreint ágætis skemmtun.

kíkti svo örstutt við á hansen til að heilsa upp á eyva, eydísi og fleira tónógengi (öll höfum við átt viðkomu í tónó hafnarfirði). þar voru einnig hjördís, hildur og fleira gott fólk ;)

fór í fyrsta skipti í nýju sundlaugina í kópavogi. Ég var búinn að ímynda mér allt annað og bjóst í raun við mun betri laug (skellti mér í rennibrautina og þær eru betri í mörgum öðrum laugum - sparið ykkur því ómakið :p)

kvöldið í kvöld.. ohhh.. ég nenni í augnablikinu engu :p

vignir freyr // 7:37 e.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 10, 2005:

tannlæknir eftir hálftíma :p vúpsí.. vona að það þurfi ekki að gera við :/

svo er það vinna í kvöld á súfistanum rvk.. ef þú kíkir við þá er líklegt að þú fáir.. ..hmm.. ..knús ;)

takk fyrir gærkvöldið finney ;) (gaman að hitta ykkur líka, elsa og steini ;)

vignir freyr // 2:32 e.h.
______________________

sunnudagur, ágúst 07, 2005:

ef það var ekki stuð í gær á nasa þá veit ég ekki hvað! allavega var stuð á mér (annað eins hefur vart sést held ég nú bara) en maður skilaði sér heilum heim og ég steinrotaðist þegar höfuð mitt lenti á koddanum (leit þó ekki á klukkuna en ég tel að hún hafi nú ekki verið neitt alltof margt).

..annars þá var síðasti vinnudagurinn minn í vinnuskólanum á föstudag. vinn nokkrar vaktir á súfistanum í reykjavík en annars fara næstu dagar í undirbúning (og e.t.v. afslappelsi). það fer óðum að styttast að maður fljúgi af skerinu (þó ekki fyrr en 29.ágúst).

..en já, það fer nú líka að verða ansi tómlegt á skerinu, helgi og þorbjörn fara að leggja í hann, ásgeir og pétur eru á leið til spánar á morgun (góða ferð! - og takk fyrir matarboðið :) ) eva fer líka að flýja til spánar, aldrei að vita nema maður skreppi bara í helgarferð í vetur! ég er alveg ótrúlega bjartsýnn, margir staðir sem maður myndi vilja fara á en það ræðst soldið af skólanum (og jú, þetta kostar nú allt saman eitthvað!)

en annars þá er hannes og gerður komin með nýtt blogg!
www.kurekarnordursins.blogspot.com þar er hægt að lesa skemmtilegar sögur úr hollywood (pasadena to be exact) :)

vignir freyr // 10:34 e.h.
______________________

mánudagur, ágúst 01, 2005:

verslunarmannahelgi að baki - skrapp upp í sumarbústað þar sem halakotshátíð var haldin hátíðleg að vanda. Að þessu sinni var hún kölluð "allt með öllu" en ég stakk upp á að hún héti "allir með öllum" (þó svo það hefði nú ekki alveg verið réttnefni á hátíðina enda einungis að finna nánustu fjölskyldu móður minnar) ég hef bara svona spes húmor :p

annars búinn að vera hálfslappur alla helgina, virðist ekki vera að ná mér upp úr þessari kvefpest og ákvað þar af leiðandi að halda heim á leið (mútta og pápi héldu ferðalaginu áfram til þórsmerkur). vinna út þessa viku en eftir það tekur við undirbúningur áður en ég fer út til danmerkur aftur. þetta er ekkert smá fljótt að líða ..

p.s. velkomin heim tóta! :)

vignir freyr // 3:57 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives