gengur bara betur næst

mánudagur, nóvember 28, 2005:

helgin:

föstudagur
mugison tónleikar á lille vega
subbukaraokebar á vesterbro
pan club, kbh k ásamt flosa!! (takk flosi - þetta var rosalegt ;) þar voru stigin villt dansspor (nokkur ný búin til en önnur fengin að láni .. "tannþráðinn" lærði ég hjá karól og tinnu)

laugardagur
jólamarkaður í kantínu arkitektaskólans
jólamarkaður í jónshúsi
samloka á "sandwich" með ellen (rákumst á jóhönnu og elín þar)
partý hjá viðari (ásamt eyþóri, hirti, ellen og ester!)
pan club, kbh k ásamt fyrrnefndu liði :)
cozy bar (alls ekki svo cozy svona seint að "kveldi")

sunnudagur
jólatívolí ásamt laufeyju frænku, jón steini, sólveigu og litlu frændunum (afmælisbarninu) ægi, eyjólfi og ara :)
endað á hereford steikhús (og smá tívolí)
takk fyrir mig! þetta var rosaleg helgi.

nú:
verkefnisvinna, er þó á leið heim enda komið fram yfir kvöldmat!

vignir freyr // 6:16 e.h.
______________________

föstudagur, nóvember 25, 2005:

beauty and the bitch.. ég meina beast :P í gær ásamt svøfu, esteri og telmu :) rosa væmin og fín sýning fyrir svefninn (eda var thad kókóbollinn og braudbollann heima hjá systrunum sætu sem gerdi útslagid?) allavega, huggulegheit í hávegum høfd.

í kvøld er svo allt annad en væminlegheit á dagskránni: MUGISON á lille vega ;)

en akkúrat núna er mellemkrítík á nýja verkefninu (blokmurværket) sem verdur byggt upp í 1:1 hérna bakvid skólann. spennó :)

góda helgi

vignir freyr // 10:16 f.h.
______________________

mánudagur, nóvember 21, 2005:

uppskrift af jólagløggi frá thví í partýinu á føstudag:

gløggmix 1l eda meira
rúsínu og møndlumix (eftir smekk)
hálf flaska raudvín (slumpa)
hálf flaska jägermeister (thegar enginn sér til!)
sletta af whiskey (helst úr glasinu hennar ástu)
3 c-vítamíntøflur í freydiformi (til ad gera thetta nú adeins hollara, en einnig til ad fela jägermeister- og whiskeybragdid! :P)
(einhver kom svo med uppástungu á kóræfingu í gær ad henda alkaseltzer tøflum út í til ad fyrirbyggja hausverk og thynnku)

borid fram í stórum bollum

- ég vil taka thad fram: uppskriftin er ekki mín (og eflaust fjølskylduleyndarmál) en thid farid ekkert med thetta lengra! :)

en já.. takk fyrir sleepoverid á laugardaginn var ásta, ester og svafa! :) mjøg huggulegt

og medan ég man.. mæli eindregid med nýju harry potter myndinni! algjør snilld :)

vignir freyr // 3:21 e.h.
______________________

sunnudagur, nóvember 20, 2005:

óvænt sleepover.. er semsagt í góðu yfirlæti hjá svöfu og ester. ásta sefur værum svefni við hlið okkar svöfu. afrakstur samveru okkar síðastliðin sólarhring koma meðal annars fram í ljóðaformi..

+ arkitektaljóð +

rammi, rými
rýni, sýni
gerpitrýni
rosa flottur prammi!

+ landslags(arkitekta)ljóð +

sandurinn fauk yfir fjörðinn
í fjarska fjöllin flæðandi.
hraunið hylur grundu
hvar ertu hvíta fold?

+ eðlisfræðiljóðið +

varmaorkan hverfur
hvert hverfur orkan?
í hvarf
hvar ertu orkuveita?

+ ljóð hafsins, ljóð drengsins +

drengurinn liggur á steini
og skerið faðmar hann að sér
stjörnurnar horfa
á meðan hafið
gleypir hann í sig

+ tónlistarljóðið +

hljómur næturinnar var moll
hún lagði við hlustir, hrópaði en fékk ekki svar
hvergi dúr að finna
þögnin varð að myrkri..

jæja.. nú er málið að hrista af sér slenið og drífa sig á fætur :)

vignir freyr // 9:28 f.h.
______________________

föstudagur, nóvember 18, 2005:

jæja.. skil búin og helgi framundan. einkennilega hørd krítík sem ég fékk, er enn ad melta thad sem kennararnir søgdu en thad má segja ad hún hafi verid frekar "direkt" - gerir thad eflaust ad verkum ad ég hef meiri upplýsingar ad vinna úr en ef ég hefdi fengid lýtalausa krítík? arkitektúrfagid heldur áfram ad koma mér á óvart.. en lexía dagsins er ad taka ekki krítíkina of bókstaflega, thad skrýtna er ad ég er bara nokkud sáttur vid verkefnid - vandamálid er kannski ekki mitt heldur theirra, kennaranna, sem skildu ekki verkefnid til hlítar? kannski er ég ad velta mér of mikid upp úr thessu thar sem ég vard ekki verst úti í "gegnumgangi" dagsins.

en já, helgi og málid er ad kúpla sig út og gefa hausnum frí :)
góda helgi!

vignir freyr // 2:33 e.h.
______________________

mánudagur, nóvember 14, 2005:

á leiðinni í skólann hjólaði ég með eftirvæntingu við í t.p. musik marked í hinu margrómuðu verslunarmiðsstöð, amager centret. Tilgangur ferðar minnar var að koma höndum yfir nýjustu breiðskífu poppdrottningarinnar madonnu; confessions on a dancefloor (ekki confession of a dancefloor eins og eflaust margir myndu ruglast og segja) fékk hana á gjafverði, 150 dkr eða 1500 krónur íslenskar.. tel mig hafa verið þann fyrsta sem verslaði sér plötuna í búðinni enda nýbúið að opna búðina og aðalmarkhópur verslunarmiðstöðvarinnar ellilífeyrisþegar og eflaust margir af þeim sem bölva tónlist drottningarinnar í sand og ösku.

en já, diskurinn stendur algjörlega fyrir sínu, vinnur á við hverja hlustun (líkt og flestir hennar diskar í seinni tíð!) diskurinn hentar einkar vel ef stigin eru létt en örugg spor um gólfin með skúringamoppu í hönd, þ.e. við þrif eða barasta við hvert annað fjörlegt tilefni.

nefndi ég að fólk sem kaupir diskinn öðlast 30 (kúl)points í leik lífsins. (nú er tækifærið að vinna inn kúlpointsin sem fólk missti um síðustu helgi!!) :)

helgin:
föstudagur - var svo duglegur í skólanum að ég ætlaði að verðlauna mig og kíkja með kaju og jóhönnu á apparat organ quartet tónleika .. eftir langan hjólatúr í rigningunni komum við að vega - í glugganum stóð: "udsolgt" eða á hinu ástkæra ylhýra: "uppselt". við létum það ekki á okkur fá og lögðum leið okkar á nærliggjandi kokteilbar, þar sat stelpa í dyrunum (í sínum mestu makindum) og spurði okkur hversu öldruð við værum: "22 ára" svöruðum við öll (nánast) í kór en neinei, þá var 24 ára aldurstakmark. ekki sniðugt. jæja.. löbbuðum nokkurn spöl og á nokkuð marga staði þangað við fundum einn með laust borð. fengum okkur ágætis kokteila og kíktum svo aftur niður á vega (þar sem tónleikarnir voru haldnir) og hristum skankana eilítið fram eftir nóttu, var þó komin í háttin á skikkanlegum tíma! :)

laugardagur - þvottur þveginn.. vöffluboð hjá kaju þar sem boðið var upp á DELUXE útgáfuna (þ.e. segja með ís, súkkulaðisósu og sultu - en allt saman eftir smekk) um kvöldið kíkti ég í jólatívolí með gunnu frænku og vinnufélögum hennar. kíkt á eftir aftur til kaju og horft á spólu :)

sunnudagur - lært smá.. kíkt yfir til esterar og svöfu í kaffi sem endaði í spóluglápi ..

dagurinn í dag hefur gengið ágætlega - búinn að ákveða hvernig útsýnisturninn minn á að líta út - spurning hvort madonna hafi eitthvað hvatt mann áfram með sínum játningum?
á morgun byrja ég allavega á módelinu.. verður spennandi að sjá hvað verður :P

vignir freyr // 5:44 e.h.
______________________

föstudagur, nóvember 11, 2005:

ein ónefnd sem ég talaði við í dag var ekki alveg að kveikja hvað við ásgeir vorum á hallóvín (jú, hún reyndar vissi að ég var sótari ;) við vorum semsagt sótarinn og mary poppins úr samnefndri kvikmynd.. þ.e. ef fleiri hafa ekki áttað sig alveg á því :)

en já.. loksins er kominn "smá gangur" í verkefnið (eins og danirnir myndu segja) verður væntanlega unnið þó um helgina. (að hluta allavega)

en annars.. góða helgi :)

vignir freyr // 5:45 e.h.
______________________

fimmtudagur, nóvember 10, 2005:

svellkaldur raunveruleikinn.. á í erfiðleikum með að einbeita mér að mínu blessaða verkefni (sem á að skilast á föstudag eftir viku) ekki nógu sniðugt. Snoozaði aðeins of mikið í morgun, spjallaði við magnus (öðrum af þeim sem ég bý með) og ég komst að því að hann væri líka snooze-alisti þ.e.a.s. háður snoozi.

litlir hlutir að pirra mig.. þegar ég kem í skólann og ætla að stinga tölvunni minni í samband þá var engin innstunga laus sem þýðir það að ég þarf að fara og hafa upp á einhverjum kalli til þess að redda öðru fjöltengi .. nenni því ekki strax svo ég er lampalaus þangað til.. :P

vignir freyr // 10:38 f.h.
______________________

mánudagur, nóvember 07, 2005:


halló halló (vín) :)

kominn aftur eftir ansi hressandi ferð til stokkhólms. Þetta var rosaleg ferð! ;) meginatriði ferðarinnar voru eftirfarandi:

miðvikudagur
við palli vorum komnir ansi tímanlega niður á hovedbanann hérna í köben, enda ætluðum við að vera vissir um að ná lestinni! en viti menn, við biðum á vitlausu spori og enduðum með að þurfa (nánast) að hlaupa á eftir lestinni! skiltin á hovedbananum voru soldið villandi :P en við komumst semsagt í lestina og til stokkhólms þar sem ásgeir tók á móti okkur. kíktum aðeins út um kvöldið (átti bara að vera á einn pöbb en við enduðum óvænt á dansstað). það kom þó ekki í veg fyrir að við vöknuðum snemma á fimmtudeginum, enda átti sá dagur að vera helgaður verslunum stórborgarinnar.

fimmtudagur
vaknað snemma og kíkt í allar mögulegar (og ómögulegar) verslanir borgarinnar, vöruhúsin PUB, NK og GALLERIEN voru skoðuð og kongsgatan og drottningargatan þrædd. eftir maraþonverslunargöngu settumst við niður á kaffihús. Kvöldið fór svo í afslappelsi, enda þörf á að hlaða batteríin fyrir halló-vín sem var daginn eftir.

föstudagur
halló-vín undirbúningur og síðar partý. (bendi á myndirnar sem ég var að hlaða inn - svaka duglegur :)

laugardagur
tjékkaði á modernmuseet og arkitekturmuseet ásamt palla sem var svo elskulegur að kíkja með mér (þrátt fyrir þynnkuna) en við fengum okkur MAX hamborgara til að launa okkur erfiðið. mjög trendy og flott skyndibitakeðja - svíarnir mega eiga það, þeir eru trendy ;)
um kvöldið kíktum við á modern-danssýningu, rosa gaman en borðuðum áður á grískum veitingastað. seinna sama kvöld var kíkt á klúbbinn lino og fengum við nóg af óskalögum (enda þekkti ásgeir dj-inn og við sögðum að palli ætti afmæli - hann á reyndar afmæli á þriðjudaginn).
restin af kvöldinu er ritskoðuð af tillitssemi við gestgjafa..

ógleymanleg atvik: (inside-jokes)

palli með ferska move-ið: if you're feeling down and low/blue, just do this: BLllll.. (hrista hausinn og gera viðeigandi hljóð)
- virkar vel ef fólk er þreytt eftir langan verslunardag eða á tjúttinu.

ásgeir og palli : quotes frá "little Britain":

"he's GORGEOUS!" - virkar vel á skemmtistöðum þegar þú vilt draga athyglina að þér og vinunum í kringum þig (en samt ekki nógu vel ef þú hefur augastað á einhverjum og vilt helst fara soldið leynt með það!!)

"computer says No" - virkar vel þegar þú vilt segja nei en bara á "ferskari hátt".

minni aftur á myndir: segja meir en þúsund orð: http://pg.photos.yahoo.com/ph/madonnusykur/my_photos

takk fyrir mig ásgeir og palli! (finney og allir svíarnir líka! :))

vignir freyr // 2:32 e.h.
______________________

þriðjudagur, nóvember 01, 2005:

svíthjód á morgun, kem væntanlega til baka med krassandi fregnir af hallóvín :)

vignir freyr // 12:14 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

lífið í gær, í dag og á morgun..
skoða gestabókina
skrifa í gestabókina
forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives