gengur bara betur næst

sunnudagur, desember 25, 2005:

hóhóhó og gleðileg jól! :)

búið að vera voðalega huggulegt síðan ég lenti á klakanum.. takk allir sem mundu eftir mér á afmælinu mínu! ;) útskriftarboðið hjá höllu, jólaföndur hjá dr.Þórunni Guðmundsdóttur, afmælið mitt og miðbæjarrölt á þorláksmessu, allt saman einstaklega vel heppnaðir viðburðir! :)

en annars; aldeilis pakkaflóðið sem hefur runnið yfir mann, fékk margar fyrirtaks gjafir og ber þar hæst að nefna sennheiser heyrnartól og pönnukökupönnu! heyrnartólin voru sko efst á óskalistanum :)

næst á dagskrá, jólaboð hjá gunnu frænku á morgun, jóladag en heima hjá mér fyrir föðurfjölskylduna á annan í jólum. TÓNLEIKAR STÖKU svo á þriðjudag, þriðja í jólum :) well.. ætli það sé ekki kominn tími á miðnætursnarl :)

vignir freyr // 12:46 f.h.
______________________

þriðjudagur, desember 20, 2005:

Kominn heim.. þ.e.a.s. til íslands, mitt annað heimili.
næst á dagskrá: klipping, útskrift, matur, afslappelsi, afmæli, þorláksmessa, matur, jól, matur o.fl. m.a. matur.

og jú, má ekki gleyma aðalmálinu:

jólaTÓNLEIKAR kórsins stöku í Langholtskirkju þann 27.des! 1000 kr inn (nákv. tímasetning kemur síðar) ALLIR að MÆTA! :)

vignir freyr // 11:11 f.h.
______________________

fimmtudagur, desember 15, 2005:

Síðasti skóladagurinn á morgun.. búið að vera mikið að gera hjá mér, ég valdi mig í hópinn sem sá um layout fyrir sýninguna sem opnar í tengslum við opnunina á verkefni bekkjarins (á morgun kl. 15 hérna bakvið "magasinbygginguna" fyrir þá sem eru í grenndinni!) við vorum svo heppin að fá styrk fyrir prentun á plakatinu en það kostaði rúmar 50-60 ÞÚSUND ísl. krónur að prenta það út (4 metrar á lengdina og hátt í 3 metrar á hæð). en nú er frátalið kostnaður á skumpappanum og spraylíminu sem við notum til að klístra "planchann" upp - þar er annar 13.000 kall.

en já, nú sit ég upp í skóla að gera jólaprógramm, jú, viti menn STAKA ætlar að halda jólatónleika á ÍSLANDI! þann 27.des í Langholtskirkju! allir að mæta, þá meina ég ALLIR :)

annars þá er ég smá stressaður yfir jólagjafainnkaupum, þau ætla ég að reyna að klára um helgina, enda gefst enginn tími til þess heima á íslandi :P

vignir freyr // 8:53 e.h.
______________________

mánudagur, desember 12, 2005:

síðastliðin helgi var meira og minna tileinkuð stöku.. á föstudaginn var héldum við jólatónleika í skt. pauls kirkju (sem er kirkja íslenska safnaðarins í köben). tónleikarnir voru afar huggulegir og nokkuð vel heppnaðir, boðið var upp á jólaglögg og "eplaskífur" uppí jónshúsi að tónleikum loknum.

á laugardeginum söng staka svo á norður atlantísku jólatónleikunum en þar komu einnig fram íslenski kirkjukórinn, íslenski kvennakórinn, færeysku kórarnir mpiri og húsakórið sem og tveir grænlenskir kórar. Eftir tónleikana var svo einkar huggulegt teiti (með mat og tilheyrandi) í færeyingahúsinu :) þar fluttu "lady queens and oscar wilde featuring freddy mercury" þ.e.a.s. ég, svafa, flosi, hrafnhildur og óskar einkar eftirminnilegt skemmtiatriði sungum bohemian rhapsody (óskar spilaði afar vel á píanóið ;).

lauk helginni í góðra vina hópi heima hjá svöfu þar sem horft var á nightmare before christmas og borðaður ís úr paradís! :)

vignir freyr // 1:09 e.h.
______________________

miðvikudagur, desember 07, 2005:

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og...

1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig

2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig

3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig

4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér

5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á

6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig

7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!

vignir freyr // 6:28 e.h.
______________________

haha! vid sitjum hérna, ég, ásta og svafa uppí rúmi á rasmus (klumpur) nielsens kollegíinu á amager (2300 S Forever). Ásta í sneaky fox kjólnum með fæðingarblett á hnénu. vorum að borða rúgbrauð og skonsur með kaffinu, rákumst svo á þó ekki við (í hinu mesta sakleysi) þessa mynd á netinu.. hver í ósköpunum notaði okkur ástu í nokia auglýsingu?tom waits á fóninum, létt jólastemmning (létt 96,7 var eitthvað í lamasessi).

vignir freyr // 10:06 f.h.
______________________

fimmtudagur, desember 01, 2005:

bloggað, síðla kvölds frá jónshúsi.
nýyfirstaðið er bókmenntakvöld Thors þar sem staka söng og seldi veitingar, sem voru ákaflega danskar; glögg og æbleskiver (deigbollur með sultu og flórsykur "on the side" - hefur lítið með epli að gera). Böðvar Guðmundsson og fleiri góðir lásu upp úr bókum.

verkefni morgundagsins felst í að koma upp 4 metra háu vinnutjaldi (8x12m) eftir viku verður svo risin upp hátt í tveggja tonna múr sem kemur til með að vera skrifað um í fagtímaritinu TEGL.

Er þreyttur enda klukkan að ganga tólf (að miðnætti) og fór að heiman fyrir 9 í morgun.

afmælisbarn dagsins er mýa, til hamingju! :)

vignir freyr // 9:56 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

lífið í gær, í dag og á morgun..
skoða gestabókina
skrifa í gestabókina
forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives