gengur bara betur næst

mánudagur, janúar 31, 2005:

fredagsbar, kærkomid frí og óvænt verslunarferd ad auki..
skrapp með henni tótu sætu í verslunarleiðangur í dag, hittumst eldhress og eldsnemma á hovedbanegården í morgun og tókum strætó út á amager.. vorum í leit að rafmagnskatli og síma en ég rambaði líka svona óvænt á SKÓ og BUXUR :) fyndið nefnilega þegar ég var búinn að kaupa mér skóna þá komum við að útsöluborði í BLEND búðinni.. þar var semsagt fjall af gallabuxum á tilboði 1 fyrir 100 dkr en 3 fyrir 200 dkr og þær voru ALLAR í mínu númeri :p halló! venjulega er allt BÚIÐ í mínu númeri svo ég tók mig til og mátaði nokkrar og ákvað að skella mér á þetta tilboð ALDARINNAR 3 fyrir 200.. magnað. en allavega, fundum allavega ketil og síma fyrir hana tótu.. hittum svo svöfu og fengum okkur 1 stk dürum shawarma menu (sem samanstendur af shawarma rúllu, frönskum og kók) fengum okkur kaffi á kreutzberg og þær keyptu sér miða í nýju óperuna..

..annars var helgin notaleg, fredagsbar dauðans á föstudaginn (á minni deild), allur bjór kláraðist fyrir kl. tíu og sprúttið var uppurið nokkuð fyrir lokun (við tóta fórum þegar áðurnefndur bjór var búinn)..

annars er ný önn að byrja í skólanum á morgun, framundan er löng og ströng seta á hinum ýmsu fyrirlestrarröðum.. allavega, er að spá í að leggja mig, svaf eitthvað skringilega í nótt og vaknaði við að heimilislaus maður var að ÖSKRA á fjarskyldan ættingja hérna fyrir utan kl. 3.35 og það varði í þónokkuð laaaangan tíma.. ZZzzzZZzz..

vignir freyr // 4:14 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 27, 2005:

jæja, er á form-z kúrsus og thetta er búid ad vera ágætt, reyndar leidinlegt í fyrstu thar sem ég tholdi ekki forritid en thá kunni ég náttúrulega ekkert á thad.. nú kann ég smá en er ordinn soldid leidur á verkefninu mínu. thad sem ég kann ekki ad gera er ad búa til góda lýsingu í módelid mitt en ég skila thví bara eins og thad verdur..

allavega! lalli kom á sunnudaginn og thad er búid ad vera mjøg "hyggeligt" á mínum bæ :)
tóta sæta kom svo á mánudaginn en hún gistir hjá henni svøfu (eda schørwu eins og sambýlisstúlka svøfu hélt ad nafnid væri skrifad :p) ætlum svo ad hittast í kvøld og hafa gaman, eda svona eins og vid komumst næst thví.. skapid mitt er nefnilega skrýtid thessa dagana, kannski er thad bara thessi tími árs? held thetta lagist med vorinu, fólki er thar med rádlagt ad kíkja til mín í heimsókn um thad leyti ;)

jámm, fredagsbar á morgun og thad á deildinni minni, ég baudst til ad vinna (ætli madur neydist ekki til ad brúka dønskuna). ég baudst til thess ad vinna thar sem ég er ekki enn búinn ad ákveda mig vardandi kínaferd deildarinnar (sem farinn verdur í júní). gæti vel hugsast ad madur skelli sér en svona lagad kostar marga peninga og ég er ekki alveg viss hvort ad thau mál reddist (gæti verid ein af ørsøkum "lægdarinnar" í skapferli mínu thessa dagana) hmm..

allavega, threyttur núna, vil fara ad sofa en klukkan er nú bara 13.00.. afsakid málfarid (ef thad sem ritad er fyrir ofan er illskiljanlegt :p)

vignir freyr // 11:52 f.h.
______________________

mánudagur, janúar 17, 2005:

jey.. búinn að skila verkefninu :) byrjum á tölvukúrs í fyrramálið og lærum þá á þrívíddarforritið form-z.. kem til með að teikna sumarhúsið mitt á þeim kúrsus.

annars er lífið í köben ágætt núna, það tók á að aðlagast eftir mjög svo stutta íslandsför en núna held ég barasta að þetta sé allt á uppleið.. hlakka til þess að vorið komi og það er nú þegar á planinu að fara aftur í pic-nic í kongens have (með ísl. fyrsta árs arkitektanemunum) og svo verður vonandi fljótlega barbeque í penthouse-íbúðinni sem kaja er að flytja í.. :) annars var helgin "hugguleg", við jóhanna hittumst á föstudagskvöld um hálfsjöleytið og keyptum í matinn, leigðum 2 spólur, elduðum, borðuðum, horfðum á myndirnar - allt þetta á mettíma! vorum búin um ellefuleytið..

..á laugardeginum fór ég að "browse-a" niðrí miðbæ, þ.e.a.s. kíkti á útsölurnar í skóleit.. fór bókstaflega í allar skóbúðirnar í köbenhavn K (k þýðir að það sé í miðbænum) og ég komst að því að flestir skór sem framleiddir eru á karlmenn eru nú ekkert sérlega fallegir, ef ég fann eitthvað þá var það ekki til í mínu númeri :( .. þannig að ég býst við að ég geri aðra tilraun síðar! hætti mér þá jafnvel inn í einhvern verslunarkjarnann..

..kíkti svo á tjúttið með henni ellen vinkonu, hittum þar aðra djammlinga (óplanað þó) á borð við héðin, kidda, bjögga og ása.. mjög frískandi kvöld..

gvuð.. gleymdi að fá staðfestingu á skólavist upp á námslánin.. önnin okkar er þó ekki búin fyrr en í lok janúar svo ég veit ekki alveg hvernig þetta fer allt saman :p


vignir freyr // 2:55 e.h.
______________________

laugardagur, janúar 08, 2005:

kominn í skjól.. og aðrar sögur

..þ.e.a.s. annað skjól en í skólann, semsagt er klukkan rúmlega tólf núna (miðnætti) og ég kominn heim.. finally! búinn að vera upp í skóla síðan kl. 10.30 í morgun.

allavega, ég er orðinn soldið pirraður á að búa hérna í þessari herbergiskytru í valby, afhverju? spyrja sig þá margir en ástæðurnar eru nokkrar:
a) þetta er andskoti langt í burtu frá skólanum (þ.e.a.s. ég myndi spara klukkutíma, einn og hálfan á dag a.m.k. í ferðir ef ég byggi á byrjun amager)
b) strákurinn sem ég bý hjá verður meiri slóði með hverjum deginum og það versnar um helming þegar hollenska kærastan kemur í heimsókn!! hún er hérna núna btw og það er ekki séns fyrir mig að setjast við eldhúsborðið þar sem áðurnefndur meðleigjandi er með ALLT sitt skóladót á því og vaskurinn og öll eldunaraðstaðan er í algjöru messi, munar svo miklu að skola hnífapörin og setja í uppþvottavélina? já fólk hér er UPPÞVOTTAVÉL!! nú gæti hlakkað í móður minni ef hún les þetta, kannski er maður bara svona góðu vanur?? hmm.. það fyndna er að áður en ég flutti inn sagði hann við mig: "you know there is this one thing, i do like my kitchen CLEAN when i come to it" HELLO! me too!!
hey, svo fyndna gerðist í gær (eða var það fyrradag?) allavega, það vantar lás á baðherbergisdyrnar en fólk ætti að sjá að það er í notkun ef það er lokað, allavega hollenska kærastan gekk inn á mig meðan ég var að pissa, nema hvað hún sá auðvitað ekkert þar sem ég sneri í hana baki en hún fór alveg í kerfi og slökkti, kveikti og endaði með að slökkva ljósið aftur áður en hún endaði með að loka á eftir sér! hello, hvað gerir maður ef maður labbar inn á fólk þegar það er á klósettinu? ALLT ANNAð en að slökkva ljósið! sorry hefði dugað... en munið fólk: það var engin læsing á klósettinu svo það var ekki mín sök að ég særði blygðunarkennd hollensku stúlkukindarinnar.. :p

en annars, nóg um turtildúfurnar í næsta herbergi við mig, þau eru alveg ágæt (solitlir besserwisserar en ég meina hey! could be worse!! ég vildi bara að mér myndi líða meira eins og heima hjá mér :/ en það lagast vonandi fljótlega þó sérstaklega ef "special somebody" fer að flytja hingað út :)

allavega, stay tuned for more inside stories on life in copenhagen, denmark! over and out..

vignir freyr // 11:08 e.h.
______________________

that would be the day..
veðurtepptur upp í skóla á laugardagskvöldi! stormur sem hefur nú þegar þetta er ritað orðið a.m.k. fjórum manneskjum að bana hér í danmörku. allar almenningssamgöngur liggja niðri (fyrir utan þann hluta metrokerfisins sem liggur undir jörðu).
ég sem ætlaði að fara að tygja mig heim fyrir hálftíma síðan, var varaður við rétt áður reyndar á yfirvofandi stormi og ég brosti bara og sagði á íslandi væri þetta nú kallað gola! en svo reyndist nú ekki aldeilis vera.. ég stóð og beið eftir strætó (sem kom svo aldrei) og meðan ég stóð þá fóru þakflísar að fjúka af húsinu við hliðiná, þar sá ég hildi (eina af tösunum í bössene og tösene) og ákvað að flýja inn til hennar.. þar gerði hún mér grein fyrir alvarleika málsins og ég flúði upp á mína deild með töskuna á hausnum (ef ske kynni að fleiri þakflísar tækju að fjúka). ég var líka ekkert smá smeykur þegar ég þurfti að koma mér framhjá nokkrum stillönsum sem voru farnir að láta ansi ófriðlega svo ég ákvað að hlaupa restina af leiðinni..
..nú er ég í skjóli.
ég ræddi stöðuna við vinkonu á deildinni (sem er teppt hérna líka) og við komumst að niðurstöðu um það að það er betra að vera veðurtepptur hérna í félagi við aðra heldur en að vera e.t.v. einn heima, þar sem það er nú laugardagskvöld og allt það.. ég gæti vel þegið mjúkan sófa eða bedda á deildinni núna!!

allavega, gott að ég luma á nokkrum pökkum af núðlum í töskunni sem ég get deilt með fólkinu hérna á deildinni :p

annars ef veðrið kemur til með að batna þá er planið jafnvel að snurfusa sig aðeins og kíkja í partý.. but well. :P

vignir freyr // 6:07 e.h.
______________________

miðvikudagur, janúar 05, 2005:

gledilegt nytt ar :)
vonandi hafidi haft thad gott yfir hatidarnar.. allavega var thad raunin a minum bæ :)
reyndar svo gott ad eg er a halfgerdum bømmer yfir ad thau seu lidin. skolinn er lika kominn a fullt fart og er eg halffull yfir hversu litinn tima vid faum fyrir verkefnid og su stadreynd ad vid skilum yfirleitt a manudagsmorgnum.. oft kemur nefnilega upp vandamal thvi lutandi thar sem vid thurfum ad koma hlutum i prent og tharf thad tha ad gerast a føstudegi sem gerir thad ad verkum ad erfitt reynist ad nyta helgina.. oh well, nenni ekki ad pæla meir i thessu, hef reyndar akvedid ad stressa mig ekkert yfir thessu og skila bara thvi sem verdur tilbuid tha. faum annars skissuverkefni afhent a morgun (sem vid skilum a manudag) en um leid er hitt verkefnid yfirvofandi..

well.. annars fer nu bradum ad vora og tha fara fuglarnir ad syngja og svona, tha verd eg vonandi buinn ad kupla mig betur i danska girinn :p

vignir freyr // 7:14 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives