gengur bara betur næst

laugardagur, febrúar 26, 2005:

getur 117 gramma viðarkonstruktion borið yfir 140kg?

svarið er JÁ, það gerði allavega konstruktionin sem hópurinn minn skilaði inn.. :p var semsagt gerð úr þunnum viðarspýtum, saumaþræði og smá lími. Kom okkur örugglega mest á óvart að þetta héldi svona miklu en það var ekki hægt að koma fleiri lóðum á (og tveir krókar gáfu sig) svo við fáum væntanlega aldrei að vita hvað hluturinn ber mikið uppi. Markmiðið með verkefninu var semsagt að ná burðargetu í kringum 30 kg en þó með sem léttastri konstruktion, okkar var frekar þung en vann í burðargetuflokknum (1,2 kg á hvert gramm og meira til ef fleiri lóð hefðu fengið að hanga í :p)

annars held ég að ég sé eitthvað að verða veikur.. nenni því alls ekki, held þar af leiðandi að það verði rólegt kvöld á mínum bæ (lalli í london) en hin írsk-danska ellen var svo væn og góð að bjóða mér í mat til sín (ég býð upp á drykkjarföng sem koma til með að vera vandlega valin úr netto :)

ég mæli með að fólk vari sig þegar það labbar niður strikið, þar má sjá fólk úr vísindakirkjunni sem er að reyna að lokka fólk í stresspróf.. (veit ekki hvort ég hafi nefnt þetta áður) en maður verður bara stressaður á að sjá það nálgast því þau eru iðulega að stoppa sama fólkið og það mætti halda að þetta fólk hvílist ekkert og hafi ekkert annað við tímann sinn að gera þar sem þau eru þarna 24-7 alla daga vikunnar (ætli þau séu heilaþvegin?) liggur við að maður taki sveig framhjá þessu torgi sem þau eru alltaf á þar sem þau geta verið ansi ágeng..

en jamm og jæja, er að spá í að fara að hrista af mér slenið svo maður komi ekki of seint í mat :p

vignir freyr // 5:07 e.h.
______________________

miðvikudagur, febrúar 23, 2005:

rúgbraud med rúsínum og smjøri og tískuhorn ítalska skiptinemans..
já krakkar mínir, thad er margt skrýtid í kýrhausnum hérna í danmørku.. held thó ad vidkomandi dani sem bordadi thetta í kantínunni um daginn hafi brotid einhverjar smørrebrødsreglur medan á athæfinu stód, ekki thad ad ég sé einhver expert en madur er fljótur ad læra og verdur madur danskari med hverjum deginum (enda farinn ad gera sig skiljanlegan, ad einhverju leyti, á tungumálinu skrýtna) ;)

allavega thá er ég ad vinna verkefni hérna uppí skóla en thad vill svo til ad nú er hádegispása og fannst mér tilvalid ad henda eins og einu stykki færslu hérna inn ykkur til ánægju og yndisauka..

..ekki mikid ad frétta, lalli yfirgefur mig um helgina til ad spila fótbolta í "borg óttans" eins og hún tóta mín kallar borgina sem kennd er vid lunda eda dúnalund, æj allavega thid vitid hvad ég meina :p býst vid ad ég láti mér bara leidast á medan, en thad er nú hollt stundum.. er thad ekki?

annars var ég ad spá í ad byrja med fastan lid hérna á blogginu sem væri "tískuhorn ÍTALSKA skiptinemans", málid er nefnilega thad ad hann klædir sig oft ædi skrautlega og getur thad verid ædi broslegt. Allavega, ef thid gangid med belti prófid ad ganga med thad øfugt thannig ad sylgjan hvílir á bakinu og afgangurinn af beltinu hangir (eins og rófa) nidur eftir bakhlutanum.. einnig gæti verid flott á sama tíma ad vera í buxunum øfugum thad er ad snúa theim vid thannig ad inn verdi út og til ad toppa thetta myndi ítalski skiptineminn mæla med bleikum trefli..

jamm, vona ad thetta nýtist ykkur heima!
well, back to work..

vignir freyr // 11:47 f.h.
______________________

fimmtudagur, febrúar 17, 2005:

erfiður dagur..
..dagurinn í dag fór í að vinna verkefni með fjórum sænskum stelpum og að auki einni norskri og einni danskri..
..í fyrsta lagið var ég mjög utangátta, fannst vanta allan fókus í verkefnið sem var einskonar "konstruktion"æfing með fleti og "gitter" ef það segir ykkur eitthvað :p náðum við þó að vinna æfinguna en svo um kl.16.00 kemur kennari við (hann var á heimleið) og ákveður að segja okkur að við værum nú alveg að gleyma aðalatriðinu en það var seinni hluti verkefnisins! við virtumst þó ekki vera eini hópurinn sem "gleymdi" aðalatriðinu því eitthvert samskiptaleysi hafði einnig orðið á milli hinna hópanna og kennaranna þannig að úr varð algjör misskilningur.. þetta var alls ekki nógu gott þar sem helmingur hópsins mætir lítið eða ekkert á morgun eða um helgina.. í enda dagsins var ég kominn með fáránlega mikinn hausverk sem virðist þó vera að fjara út núna (þökk sé íbúfeni og kínverska grillinu hérna niðri, ekki það að kínverskur matur hjálpi meir en annar matur) ástæður hausverksins eru margar:
sænska,
norska,
danska,
tölvuseta,
slæmir stólar,
ryk,
reykur,
slæmt loft og síðast en ekki síst verkefnið..

..held ég fái mér súkkulaði.

vignir freyr // 6:42 e.h.
______________________

mánudagur, febrúar 14, 2005:

dagurinn sem kenndur er við valentínus og ár síðan lalli beit á agnið (eða var það ég sem beit á agnið eða agnið sem beit okkur, vorum við beitan?) hvernig sem það var þá erum við að fara að fá okkur eitthvað í gogginn.. held þá að það verði eitthvað skárra en beita.

í dag hef ég annars unnið verkefni upp í skóla sem skilaðist fyrir klukkan 16, það verkefni vann ég með honum helga jr. (það eru tveir helgar á deildinni, hinn er kallaður senior enda kominn lengra í skólanum).. helgi var reyndar staddur heima hjá sér með einhverja pest og nýttum við okkur því hið kynngimagnaða msn-forrit, tæknin sannaði sig þarna svo ekki sé meira sagt og verkefnið skilaðist á réttum tíma.. vann einnig að auglýsingu fyrir tónleika sem kórinn minn, Staka, heldur í kirkju einni hér í bæ og verða herlegheitin 20.mars.. við vorum boðin / beðin að halda tónleika þar sem annar íslenskur kór BEILAÐI með litlum fyrirvara þar sem við erum engir beilerar þá þáðum við boðið og komum við kórmeðlimir til með að hrista úr ermum okkar svona eins og eitt stk. prógramm á tveimur mánuðum (þó með einstaka uppfyllingarefni sem við kjósum að kalla sóló.. hehe..)

jámm og jæja.. vorið fer að koma og fuglarnir fara að syngja (þó engar grundir sem gróa þar sem það eru engar hér í köben allavega) en í augnablikinu er snjór úti.. um helgina var svokallaður "snestorm" en danirnir eru svo dramatískir, á okkar ástkæra ylhýra myndi þetta kallast snjókoma enda vantaði allan vind.

vignir freyr // 5:01 e.h.
______________________

mánudagur, febrúar 07, 2005:

þorrablót, íbúðaleit og kynngimagnaðar kóræfingar :p

já, það var nú það.. í vikunni sem leið var margt sem dreif á daga litla arkitektanemans í köben.. reyndar farinn að sakna tótu sætu enda var ansi notalegt að fá hana í heimsókn og er hún vinsamlega beðin að koma sem fyrst aftur! ;)

þorrablót íslendingafélagsins á laugardagskvöld var ansi forvitin samkunda, fílingurinn var einhverskonar samsuða af skólaballi, félagssmiðstöðvarandrúmslofti og sveitaballi (enda á móti sól að spila).. maturinn var ágætur (enda borið fram hangikjöt og kryddlegið lamb meðfram hinu þjóðlega). helgin fór annars að öðru leyti í kóræfingar hjá STÖKU enda stefnt að gautaborgarferð í febrúar og tónleikum í mars, nóg að gera semsagt ;)

annars er það að frétta af íbúðamálum að lalli er búinn að fá að skoða allnokkrar (enda vinsæll á leigumiðlunarsíðunni þar sem hann hefur titilinn "financial consultant" hehe.. ) en sú síðasta sem hann skoðaði er líka sú sem er best staðsett eða köbenhavn K sem er semsagt MIÐBÆRINN! gæti ekki verið meira í miðjunni þar sem hún er um miðja vegu við strikið (eina mínútu frá) :p ég yrði þá ekki nema rúmar 10-12 mínútur að hjóla í skólann :) allavega þá er þetta allt í vinnslu en ég yrði nokkuð sáttur ef svo færi að við fengjum þá íbúð :)

jámm.. annars held ég að það sé tími til kominn að fara að leggja sig eða jafnvel horfa á eitthvað afþreyingarefni í tölvunni.. :)


vignir freyr // 9:37 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives