gengur bara betur næst
miðvikudagur, apríl 27, 2005:
Módel- og plakatgerð..
já, skil á föstudag á lestarstoppistöðvarverkefninu og ég er ótrúlega hægfara :p með hugann við eitthvað allt annað..
..annars var gisti halla hjá mér í þrjár nætur, gellan var að þreyta inntökupróf í danmarks designskole. Við tókum huggulega hangsipakkann á þetta og í stað þess að kíkja út á lífið á laugardagskvöld var glápt á kvikmynd og kúrað. Takk fyrir komuna halla mín :)
tískuhornið partur 3:
Ítalski skiptineminn mælir með því að fólk skelli sér heim af djamminu og komi aftur klukkustund síðar í allt öðru en maður var í áður.
vignir freyr // 1:05 e.h.
______________________
föstudagur, apríl 15, 2005:
arkitekta-idol og ítalski skiptineminn part 2
já, ad sitja undir krítík minnir oftar en ekki á idol nema hvad, nú voru bara tveir dómarar og annar gengur undir vidurnefninu Bubbi eda Simon í mínum huga. Ég slapp thó vel frá thessu en annad er hægt ad segja um marga adra.. Hann er thó klár kaudi en thad er nokkud erfitt ad fylgja leidbeiningum kennaranna thar sem their segja yfirleitt sitthvorn hlutinn, einn gæti sagt: "nei, thetta er bara alltof stórt" en annar myndi segja: "nei veistu, thetta er bara alltof lítid" medan sá thridji myndi segja: "thetta er svei mér thá bara temmilega stórt" :p já, á stundum sem thessum verdur madur bara ad treysta á sjálfan sig :)'
hvad vardar tískuhorn ítalska skiptinemans (partur 2) thá var hann í dag í óskøp settlegum jakka, fráhnepptum bol, gallabuxum og strigaskóm. Ad auki hafdi hann svo gula derhúfu á hausnum og íklæddist bleiku efni med blómamynstri sem hann hafdi vafid um sig midjan (næstum skósítt) og minnti einna helst á gardínurnar hjá henni ømmu gømlu (hans væntanlega). já, thid prófid thetta á eigin ábyrgd krakkar mínir..
..góda helgi :)
vignir freyr // 1:47 e.h.
______________________
fimmtudagur, apríl 14, 2005:
hello folks! fátt fólk á ferli í skólanum þó svo að það séu milliskil á morgun..
á leið í skólann labbaði ég framhjá svona ávaxta og grænmetistjaldi og keypti mér kíló af jarðarberjum á 110 krónur íslenskar ;) nammi namm.. gaf náttúrulega með mér hérna í skólanum :p
..annars er ég að búa til þrívíddarmódel í tölvunni af lestarstöðinni og nota til þess hið kynngimagnaða og auðvelda forrit SKETCH UP sem er eins og nafnið gefur til kynna einfalt forrit til þess að skissa í þrívídd :)
svo var ég að skoða myndirnar hennar jóhönnu, mjög fínar og einkar hress mynd af okkur höllu að finna þar mæli með því að fólk tjékki á því ;) skoðið þær HÉR.
vignir freyr // 12:09 e.h.
______________________
þriðjudagur, apríl 12, 2005:
skóli.. er andlaus núna og get ekki einbeitt mér.
Keypti miða á tori amos tónleika sem verða um miðjan júní, við ellen ætluðum að fara bæði en náðum bara einum miða svo ég er að spá í að leyfa henni að fara í staðinn enda var það hún sem lét mig vita af tónleikunum - miðarnir ruku svo út án þess að það væri auglýst. Þetta var líka aldeilis dramatískt þegar við vorum að reyna að kaupa miðana, það voru 2 stk. til þegar við vorum á netinu en við náðum ekki að kaupa þá báða í einu þar sem sætin voru ekki alveg hlið við hlið. Er annars búinn að vera að hlusta á nýja diskinn og það eru nokkur lög sem eru algjör eyrnakonfekt :P svo er það náttúrulega líka nýji diskurinn hans Beck, mjög fínn..
annars vaknaði ég við símtal frá hannesi L.A. búa og bróður með meiru.. hann kemur jafnvel til með að fljúga í gegnum köben á leið heim til íslands í júní.. ekki slæmt það! :p og mamma bara byrjuð að skrifa í gestabókina!! ekkert smá dugleg stelpan ;)
well.. back to work held ég bara..
vignir freyr // 11:39 f.h.
______________________
fimmtudagur, apríl 07, 2005:
skóli.. verkefni - er með hugmynd í kollinum en erfitt að ná henni út :p markmið dagsins er að vinna hana í módel en ég gat ekki staðist freistinguna að kíkja á nokkur blogg og rita nokkrar línur niður sjálfur :)
annars var farið í gribsskov í fyrradag og er ég að reyna að setja á netið mynd af rent-a-wreck bílnum sem við leigðum.. eldgamall nissan og (ó)hljóðin í honum voru oft verri en í gamalli sláttuvél :p
vignir freyr // 10:28 f.h.
______________________
mánudagur, apríl 04, 2005:
thad gengur hálfbrøsuglega í nýja verkefninu mínu hérna í skólanum.. madur reynir thó sitt besta ad sýna lit og mæta í skólann. thad var sídur en svo bót í máli thegar ég komst ad thví ad thad væri verkfall hjá metrostarfsmønnum og thví enginn metro - thar af leidandi var ég klukkustund á leid í skólann, thar sem ég thurfti ad ferdast krókaleidir med tveimur strætóum og lest (venjulega tekur thad rúmar tuttugu mínútur thar sem ég er fluttur í frederiksberg)..
..annars er vedrid hérna í kaupmannahøfn alveg yndislegt og eykur thad enn á leidindin ad hanga inní skóla medan madur gæti verid ad spóka sig um nidrí bæ, vonandi heldur vedrid áfram ad vera svona gott thar sem ég kem til med ad skreppa ásamt nokkrum af deildinni út í GRIBSKOV á morgun.. thar eigum vid semsagt ad hanna einskonar lestarstoppistød og sakar ekki ad kanna svædid (sídast fórum vid í miklum snjó). Mæli med rent-a-wreck fyrirtækinu sem kemur til med ad sjá okkur fátæku arkitektanemunum fyrir bíl medan á svadilførinni stendur (sem vid komum ad sjálfsøgdu til med ad borga úr okkar eigin vøsum).
vignir freyr // 1:34 e.h.
______________________