gengur bara betur næst
mánudagur, maí 30, 2005:
skóli og aftur skóli.. já, fólk er eflaust farið að vera þreytt á að heyra skólasögur, en svona er það nú bara - lífið snýst um skólann þessa dagana. Gengur bara ágætlega, þó ég segi sjálfur frá enda ekki seinna vænna að það komi smá hreyfing á þetta svona rétt fyrir skil (sem eru á föstudag og mánudag, allt þarf að vera klappað og klárt á föstudag). Helgin fór í það títtnefnda (skólann) þ.e.a.s. að mestu. 30 gráðurnar sem föðmuðu köben í formi sólargeisla fóru nánast algjörlega fram hjá mér og ég er ennþá jafn náfölur og ég hef verið í vetur. Fólkið á deild 9, þ.á.m. jóhanna, malin og ellen eru skaðbrenndar (eða svona svo að segja :P) svo ég ætti kannski ekkert að kvarta undan fölleikanum. Ég hef nægan tíma í að sleikja sólina (ef einhver verður) á íslandi í júlí! muna bara að byrja að nota vörn númer 40 :) já, annars sá ég hina kynngimögnuðu star wars episode 3. Hún var hreint ágætasta skemmtun og verður að segjast að yoda var stjarna myndarinnar! loooooooove that character ;) en ekki það, mæli samt sem áður öllum þeim sem eru ekki myndunum kunnugir að kynna sér gömlu myndirnar áður en þær dæma seríuna í heild! þær eru gull. Fór einnig í dýragarð með stúdentafélaginu Blus og þar lenti ég í því (ó)skemmtilega atviki að stíga ofaní dýraskít, hvers skítur það er fylgir víst ekki sögunni en eitt er víst, það var ekki hundaskítur :P en já, ég er svangur og er að spá í að yfirgefa pleisið.
vignir freyr // 6:14 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, maí 25, 2005:
sit uppí skóla.. frekar rólegt eins og er, enda fáir á ferli. Ég kom frekar seint hingað þannig að það er kannski ekki skrýtið að ég sitji lengur en hinir. Bara rúm vika í skil á verkefninu sem er ekki af minni gerðinni, erum semsagt að teikna náttúruskóla sem staðsettur á að vera í Gribskov. Þ.e.a.s. svæðinu sem við erum búin að vera að vinna með uppá síðkastið. Það sem meira er að þetta eru einstaklingsverkefni og við höfum ekki haft langan tíma til þess að vinna það. Ég er sem betur fer búinn að detta niður á lausn til að forma byggingarnar mínar en áður voru þær frekar óspennandi og minntu frekar á virki en náttúruskóla. Spurning hvort aðalkennaranum líki þetta, hann vildi nefnilega að ég færi aðra leið með verkefnið.. ..helgin var annars mjög kósí. Á föstudagskvöld varð óvart "sleepover" hjá henni Svöfu skvísu og ásta hin skásta kom heldur betur "óvænt" til landsins (svafa hélt hún kæmi á laugardeginum) en það varð bara ennþá meira kósí fyrir vikið. Alvöru náttfatapartí, leigðum mynd með johnny depp og einnig reality bites. nú er það bara harkan sex, verst hvað maður er eitthvað slappur :p hlýtur að vera súrefnisskorturinn hérna uppí skóla. Held satt best að segja að það sé engin loftræsting og fólk hérna hefur eitthvað á móti opnum gluggum, veimiltítur! held að maður fari að pakka saman, það er orðið hálfspúkí hérna..
vignir freyr // 5:32 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, maí 20, 2005:
Hinir formlegu stofntónleikar kórsins Stöku voru í gær.. tónleikarnir voru mjög vel heppnaðir. Mjög grand, Böðvar Guðmundsson (rithöfundur) kynnti prógrammið og eftir tónleikana var boðið upp á kampavín og jarðarber. Svo var haldið á öresundskollegíið í eftirpartí þar sem horft var (með öðru auganu) á restina af júróvisjón.. við misstum þó af henni selmu, maður hafði hálfpartinn á tilfinningunni að við kæmumst ekki áfram svo það var súrt að sjá ekki sjóvið. Þetta forkeppnisfyrirkomulag er alveg að fara með keppnina fyrir okkur íslendinga allavega, komum við nokkurn tíma til með að komast upp úr forkeppninni?? það verður tíminn einn að leiða í ljós, eitt er víst að það eru ófá sjónvörpin sem verða EKKI endurgreidd í B.T. og ófá lambalæri fara framyfir síðasta söludag þar sem fólk kemur til með að aflýsa grillveislum um allt land. Ég held þó mínu striki og horfi á aðalkeppnina í góðra vinahópi, þó svo að danska lagið sé ekki í mínu uppáhaldi :p en annars er bara skóli um helgina, virðist ekki veita af sökum einbeitingarskorts sem hefur hrjáð mann uppá síðkastið :p góða helgi!
vignir freyr // 5:12 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 17, 2005:
Vid Hjaltey og Gudrún Erna fórum um daginn og ætludum ad fá okkur ad borda.. Pizzur voru efstar á óskalistanum hjá theim støllum :p Eftir langa gøngu fundum vid loksins nokkud huggulega Pizzeriu sem hægt var ad setjast inn á.. Nema hvad, vid setjumst og fáum matsedlana í hendurnar en viti menn, Pizzerian selur bara engar pizzur. Hættu víst med thær kvøldid ádur.. Hvernig getur stadur sem heitir Pizzeria ekki selt pizzur? Seinna um kvøldid kom einnig vid søgu bleikur varalitur á kókglasi en thad verdur ekki farid nánar útí thá sálma ad sinni :p
vignir freyr // 9:41 f.h.
______________________
segdu thina skodun
Jæja, er eitthvad ad vesenast á netinu ad reyna ad finna ársuppgjørid hjá danska skattinum.. tharf víst ad skila inn skattaskýrslu til lín thó svo ég hafi ekkert unnid hérna úti í vetur, búid ad loka fyrir sjálfsafgreidslu á netinu hjá skattinum svo ég tharf ad gera mér ferd eitthvert út í rassgat til ad fá eydubladid bara til thess eins ad ég geti faxad thad heim til íslands (the old fashioned way) - hef ekki tíma fyrir svona kjaftædi :p Annars fór helgin algjørlega í afslappelsi sem gerir thad ad verkum ad thad er ansi erfitt ad koma sér ad verki loks thegar madur kemur í skólann. Marathonkóræfing í gær enda tónleikar á fimmtudag (kórinn Staka, hvad annad?) Tónleikarnir verda semsagt í Frederiksbastion, Refshalevej 80 (nálægt arkitektaskólanum og óperunni :P) og herlegheitin hefjast klukkan 19.30, frír adgangur. Endilega mæta á svædid. Flytjum norrænt prógramm, m.a. hinar margslungnu og erfidu (4ra mínútna útgáfu) af Dýravísum Jón Leifs og frumflytjum nýtt verk (lag) eftir Stefán Arason. Svo má ekki gleyma Sommarsvit (med finnsk-sænskum texta) og fleira eyrnakonfekti.
vignir freyr // 9:23 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 10, 2005:
Sit hérna við skrifborðið mitt uppí skóla sem er í augnablikinu hlaðið drasli, þ.á.m. bláum skumplastkubbum sem eiga að tákna hús. Svo er afar fagurt módel sem ég setti saman í dag með mjög funky trjám og pixluðum skuggum (útprentun af ljósmynd stækkuð rúmlega þúsundfalt).. já, hljómar e.t.v. eins og kínverska fyrir ykkur. :p Er annars í augnablikinu að tala við tótu á msn.. get ekki alveg einbeitt mér að verkefninu og það er alltof freistandi að blogga eða gera eitthvað í tölvunni þar sem ég er með hana hérna á borðinu hjá mér (þó svo að plássið sé af skornum skammti). annars er frétt mánaðarins hérna í danmörku tina turner hneykslið en hún fékk víst yfir 70 milljónir króna fyrir að syngja við undirleik kassettu á h.c. andersen sjóvinu hérna um daginn.. og atriði var aðeins 10 mínútur að lengd. Peningarnir áttu víst að fara í það að kenna börnum í fátæku löndunum að lesa. Talað er um að það hefði verið hægt að fá madonnu til að syngja fyrir sama pening. Þetta er þó ekki tinu greyinu að kenna, skipuleggjendur hátíðarinnar vissu greinilega ekki hver taxtinn væri hjá poppsöngvurum í dag :p jámm.. annars var helgin hreint ansi hressileg. Reyndar rólegheit á föstudagskvöld en á laugardag hitti ég m.a. elfu, svöfu og ester systur hennar. Kíkti í kúbanskt partý hjá henni ástu sem er hérna í arkitektaskólanum á fyrsta ári en einnig hitti ég fyrir eyþór og palla ívars en þó aðeins stutt áður en ég stakk af heim í bólið :p maraþonkóræfing var svo á sunnudag þar sem það styttist í konsert hjá okkur ;) well, back to work.
vignir freyr // 3:34 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, maí 05, 2005:
holmenevent var bara ágætis skemmtun! ;) þó svo að ég hefði jafnvel ímyndað mér að ennþá meira fólk myndi láta sjá sig - þó heyrði ég að þegar mest var þá hefði verið um 3000 manns.. það er nú bara ágætis slatti. Ég dansaði þar salsa ásamt svöfu og elvu (við svafa náðum ekki alveg síðasta sporinu :p) einnig sáum við rokkgrúppuna Aimology troða upp, sem kom bara skemmtilega á óvart. Ítalski skiptineminn lét sig ekki vanta og var þar íklæddur gallabuxum ("worn inside-out" að sjálfsögðu), hvítur jakki, gula derhúfunni góðu og síðast en ekki síst var hann með rafmagnsnúru hangandi aftaná buxunum og á endanum á henni var rafmagnskló, alveg rafmagnað skott!! :p hvílíkt fashion-statement!
vignir freyr // 1:41 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 03, 2005:
sól úti og afskaplega erfitt ad einbeita sér ad námstengdum hlutum. held barasta ad thetta sé heitasti dagur ársins til thessa hér í danmørku. Skilin á verkefninu mínu á føstudag gengu bara ansi vel, thrátt fyrir efasemdir af minni hálfu og einn kennarinn sagdi barasta ad madur mætti vera stoltur af verkefninu. Svona er thetta nú skrýtid, madur veit aldrei hvad kennararnir koma til med ad segja eda setja út á. ég var annars stoppadur af dagbladinu metroxpress í gær og spurdur spurninga, spurning hvort thetta birtist í bladinu á næstu døgum? :p vonandi ekki samt. thetta er svona spurning dagsins eins og var alltaf í dv og er held ég í fréttabladinu. helgin var fín, staka tród upp á kfum og k samkomu thar sem ég bjóst vid ad vera ad fara ad syngja fyrir ungt fólkt en brá svo thegar ég sá bara fólk yfir sextugt. ekki thad, crowdid far fínt ;) eftir thetta arkadi rjóminn af kórnum á pan thar sem farid var í karaoke! mæli samt ekki med ad taka stevie wonder :p en roxette: it must have been love virkar afar vel ;) hehe.. annars er holmenevent á morgun! svaka teiti hérna í arkitektaskólanum thar sem allir skólarnir á hólmanum (hérna bak vid óperuna nýju) taka thátt, th.e.a.s. Filmskolen, dansskólinn, rytmiski tónlistarskólinn, teaterskolen og einnig danmarks designskole! thad verdur m.a. bodid upp á salsakennslu, mat, 80´s ball, hiphop, rokk, jazz og ég veit barasta ekki hvad.. 130dkr í forsølu en 150dkr vid "inngang". allir velkomnir :) gaman..
vignir freyr // 12:32 e.h.
______________________
segdu thina skodun