 |
|
gengur bara betur næst
laugardagur, febrúar 25, 2006:
sit hérna á Dalslandsgade, kollegíherberginu mínu, að hlusta á tónlist við kertaljós. arnar á leiðinni og planið er að hafa það huggó, hver veit? aldrei að vita nema maður drattist út á næturlífið.. á eftir að kaupa ýmislegt í búið, búinn að koma auga á kolla og fleira sem ég er að spá í að fjárfesta í í vikunni, IKEA, hvað annað? (akkúrat núna kom gusgus lagið, david á fóninn - eitt af skemmtilegri partýlögunum - já, ég er að reyna að gera mitt besta til að koma mér í stuðið :)
kláraði kúrs dauðans í gær, föstudag. fæ nýtt verkefni á mánudag .. kemur til með að vera spennandi. allt að gera núna, er í skrýtnu skapi - ætli það sé ekki viðbrigðin að vera fluttur frá hirti, magnusi og emilíu (fuglinum hans hjartar) .. ekki það, sakna ekkert sérlega fuglsins, hún bítur! annað en hjörtur og magnus sem eru algjörir ljúflingar (og bestu skinn).
hvað á maður að gera í sumar? -fá sér vinnu í Danmörku -reyna að fá praktíkpláss á arkitektastofu á íslandi -önnur vinna á íslandi -gera hvað ég get til að heimsækja hannes bróður og gerði í L.A. í ágúst (spurning hvort að vinna heima væri nauðsynleg til að hafa möguleika á því)
kostirnir við að vera hérna í köben: heitara sumar. ströndin, almenningsgarðarnir (picnic, badminton, línuskautar) möguleiki á að skreppa í skottúra til menningarborga evrópu fjörlegra skemmtanalíf/tónleikar o.s.frv. spurning hvort maður hafi möguleika á að vera í köben aftur yfir sumar?
kostir heima: vinir, fjölskylda, sumarbústaðaferðir, peningur .. l.a. ferð!
hvað segir fólkið?
vignir freyr // 8:45 e.h.
______________________
sunnudagur, febrúar 19, 2006:
FLUTTUR! er þó á Tingvej núna (gamla staðnum) og er að ryksuga núna og vaska upp.. fattaði að ég hafði gleymt að flytja þvottagrindina mína með mér, tek annan göngutúr síðar og sæki hana, efast þó um að það verði í dag.. lendi ekki í vandræðum fyrr en ég þarf að þvo :P
fyrirboði? varð vitni að því að emelía, páfagaukurinn hans hjartar, felldi stélfjöður, hún féll (nánast) að fótum mér, er þetta fyrirboði? góður eða slæmur?
hitti stelpu í gær, sem fyrir algjöra tilviljun býr akkúrat fyrir ofan mig. þannig að ég er ófeiminn að banka með kústinum í loftið ef það verður einhver hávaði! hún má gera slíkt hið sama..
gærkvöldið var rosa fínt, fór út að borða með gullu (mömmu ásgeirs) og þórunni (systur ásgeirs) í tilefni af tvítugsafmæli þeirrar síðarnefndu.. borðuðum indverskt sem var mjög gott, hreinsaði að hluta kvefið sem hefur verið að angra mig í nokkurn tíma :P eftirá: frekar slappt kvöld á pan.. spurning hvort ég var bara slappur?
en já, ætli það sé ekki ráð að fara að skella sér upp á kollegí og reyna að pakka upp úr kössunum :) meðan ég geri það getiði byrjað að skrifa mér póstkort nú eða bara senda mér apollo-lakkrís konfekt (annað íslenskt góðgæti kemur líka vel til greina) ;)
vignir freyr // 1:47 e.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 16, 2006:
ohh.. horfi með hyllingum til síðustu helgar, átti yndislega stund nefnilega á föstudagskvöld uppí "sveit", þ.e. ganlöse, í útjaðri Kaupmannahafnar, með stjána frænda, sólveigu, laufeyju og jóni steini. Spiluðum póker til að verða 3, texas útgáfuna/opin póker! frekar skemmtilegur ;) gaman að koma á svona almennilegt HEIMILI, litlu frændur mínir eru líka svo miklir grallarar svo maður náði litlum svefni þá nóttina.. (ég endaði semsagt með því að gista)
vann með "queens delight" kvartettinum ft. oskar wild - fyrir Stöku á þorrablótinu, alveg ágætt.. hefði satt best að segja ekki annars nennt að fara á ballið. Við Flosi stungum af um hálf eitt leytið til að fara á "le freak" partíið á pan. Það var mjög gaman, svona eiginlegt breskt klúbbakvöld á neðri hæðinni og þetta "venjulega" popp á þeirri efri.
en já, ætti að vera að læra núna, þar sem ég þarf að byrja að pakka niður dótinu í kvöld - flyt á laugardag! búinn að panta bíl og nú verður keyrt á þetta :) þ.e.a.s. ef einhver getur hjálpað mér :P hehemm, hjörtur og magnús eru sko í London núna..
vignir freyr // 3:48 e.h.
______________________
föstudagur, febrúar 10, 2006:
vika síðan síðasta blogg.. það hefur sosum ekkert mikið gerst síðan, er á frekar leiðinlegum kúrsi í skólanum, fyrirlestrarnir hafa flestir ekki verið upp á marga fiska, búinn að bíða í ofvæni eftir helgarfríi.. kíkji væntanlega í matarboð til kristjáns frænda og fjölskyldu í kvöld, það er í Ganlöse eða álíka. Ekki margir sem hafa stigið fæti sínum í þann hluta kaupmannahafnar, svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig andrúmsloftið er þar miðað við innri köben.
á morgun er svo hið alræmda þorrablót, verð að vinna á barnum fyrir kórinn minn, stöku og það er svona spurning hvort maður láti sjá sig eitthvað á lífinu eftir það.. kemur í ljós.
góða helgi!
vignir freyr // 1:07 e.h.
______________________
föstudagur, febrúar 03, 2006:
fyrir thá sem hafa fylgst med mínum æsispennandi línmálum undanfarid (spurning um ad gera lín ad føstum lid hérna á blogginu?) en allavega: gódar fréttir af línmálum..
..ætti ad fá borgad á mánudaginn! their hafa loks samthykkt mitt skrítna skólakerfi (illómøgulegt ad falla á "ønn" en thar af leidandi theim mun léttara ad falla á ári og einkunnir skipta svo ad segja ENGU máli í mínum skóla - fáum thær bara einhverntíma - fyrsti veturinn sem var yfirhøfud gefid einkunnir var sídasta vetur) en já, meira um minn skrítna skóla sídar..
..nú er komin helgi og ég er ad spá í ad fylgja gømlu húsrádi og leggja hausinn yfir gufu. spurning hvort hægt sé ad búa til ordatiltæki úr thessu? "ad leggja hausinn yfir gufu" gæti thýtt ad hreinsa hugann .. eda losa sig vid einhvern óthverra. gæti notast á thennan hátt: ég ætla út ad labba og leggja hausinn yfir gufu. nei, virkar kannski ekki alveg, en ég er samt ad spá í ad leggja hausinn yfir gufu "í ordsins fyllstu" og hrekja út thetta óthverrakvef í eitt skipti fyrir øll!
góda helgi øllsømul, sný aftur - vonandi kveflaus og med hreinan hug - von brádar.
vignir freyr // 3:59 e.h.
______________________
fimmtudagur, febrúar 02, 2006:
búinn ad vera slappur sídustu daga, eiginlega med órádi ef ég á ad segja eins og er. Hef thar af leidandi ekki treyst mér til ad rita nokkud á thetta blogg thar sem ég hef ekki fulla stjórn á thví sem ég segi eda geri thessa dagana. Reyndar er ég mun skárri í dag svo ég ákvad ad reyna, thó hættulegt sé, ad skrifa eitthvad af viti.
viturlegt af mér, ekki satt?
øresundskollegíflutningur áætladur eftir ca. tvær vikur. búinn ad skrifa undir samninginn semsagt. á eftir ad borga tryggingu og leigu og eitthvad virdast lánin ætla ad láta á sér standa, eflaust ad hluta mín søk thar sem umsóknin virtist ekki hafa komist til skila sídastlidid haust! thad er enganveginn hægt ad treysta á thessa rafrænu tækni, ekkert frekar en thad var hægt ad stóla á ad skriflegur póstur kæmist til skila hér í "den". rafrænt edur ei, fékk fødur minn til ad skila inn skriflegri umsókn, og nú inná skrifstofu lín svo ad thad færi nú ekki neinar krókaleidir og helst beinustu leid í réttar hendur.. en enn bíd ég.
jæja.. get sosum gert eitthvad af viti medan ég bíd. tharf ad fara ad tala vid hópinn minn, enda var ég veikur heima í gær og ekki alveg med á nótunum í verkefninu.
vignir freyr // 11:50 f.h.
______________________
|
|
|