O M G ! o madonna góð! ég flippaði algjörlega út núna og verslaði mér miða á lokatónleikana í AMSTERDAM! þar sem miðasalan hérna í danmörku var flutt um viku (þá verð ég á lest á leið til stokkhólms) og bætt var við aukatónleikum í amsterdam ákvað ég að láta slag standa. þýðir samt að ég komi tveimur dögum of seint í skólann en hverju skiptir !! og þar sem ég er svo praktískur þá keypti ég "cancellation"tryggingu :P hehe.. lítur út fyrir að arnar, hrafnhildur og vonandi óskar komi með. Óneitanlega skemmtilegra að skella sér á madonnutónleika í amsterdam en HORSENS!!
vignir freyr // 10:21 f.h.
______________________
miðvikudagur, apríl 19, 2006:
Datt í hug að fólk þætti forvitnilegt að kynnast því sem ég er að gera í skólanum og er það vel við hæfi að byrja á að kynna BLOKMURVÆRKET fyrir þeim sem ekki þekkja til.. ..Nú fer hver að verða síðastur til að skoða BLOKMURVÆRKET sem stendur bakvið skólabygginguna mína og rétt við nýju óperuna - verkefnið sem bekkurinn minn vann saman fyrir jól. Grunar að það verði rifið niður eftir sumarið ;) Þetta er semsagt "rými". Rýmisverkefni þar sem við bættum við ýmsum "funktionum" - einskonar útibar með setmöguleikum, inngrafið rými í egypskum anda. Verkefnið byggðum við sjálf á tæpum tveimur dögum í stað viku eins og planið var.. Styrkt af Wienerberger eða eins og einhver spaugfuglinn kom að orði: Vignirberger þar sem andlit mitt var valið (ekki af mér!) til að kynna verkefnið, auglýsingar héngu uppi í dágóðan tíma upp í skóla um opnunina, hehe.. en hér eru myndir:
ég og frida vinkona, hress að setja upp tjaldið, eins og almenningur veit er vitaskuld ekki hægt að múra undir 0 gráðum! :)
Vignirberger - sumir myndu segja að ég líkjist föður mínum á þessari mynd :)
vignir freyr // 5:13 e.h.
Danska krónan er ekki besti vinur minn í dag! kominn upp í árans 13 ísl. krónur - nú fyrir einhverja töfra hverfa 30 prósent peninganna minna í hvert skipti sem mér dettur í hug að millifæra frá íslandi! naga mig í handabökin núna að hafa ekki millifært lánið um leið og ég fékk það útborgað .. ARG! afhverju þarf maður að læra allt "the hard way".. á meðan lifa danirnir sína ljúfa lífi á SU-inu sínu, maður mætti nú læra ýmislegt af þeim eins og drekka einungis harboe bjór eða dansk pilsner (svona bónusbjórar :P) leggja nú carslberg og tala nú ekki tuborg classic flöskunum! ekkert pjatt og svo er það bara að lifa á rúgbrauði og vatni! jámm, biturleikinn hjá mér alveg í sviðsljósi - ætti kannski ekki að vera kvarta.. verðbólgan herjar á ís(ilagða)landinu. æj.. vildi samt reyna að fá samúð með ykkur elskunum..
lítur út fyrir að ég verði hérna í danmörku í sumar (ef fer sem horfir) kíkji þá í heimsókn í ágúst vonandi og tímanlega út til að sjá madonnu í horsens.. þ.e.a.s. ef ég fæ miða :P
annars þá var ég að skoða BACHELOR sýninguna upp í skóla, kem að hlutanum þar sem mín deild sýnir og les þar á miða: "þeir sem eiga módel á sýningunni" Vignir Helgason.. HA?! ég vissi ekki einu sinni af því að eitthvað af mínu dóti hefði rambað á sýninguna en þá hafði "vinur minn" (gamall kennari sem var með mig á fyrstu önn) valið skúlptúrinn minn og einnig hennar fridu sem hluti frá öðru árinu. Þetta er lýsandi dæmi yfir hversu smekkur manna er misjafn, kennararnir mínir á öðru árinu misstu ekki legvatnið (sem betur fer) yfir honum en jörgen kallinn kann sko gott að meta! hehe segi svona. þetta var allavega óvænt en ánægjulegt.
held áfram að reyna að vera duglegur í ræktinni, hlaupa þetta páska"spik" af mér ;) við jóhanna hvetjum hvort annað áfram! gott að hafa smá pressu á þessu :)
vignir freyr // 4:29 e.h.
Eftir velheppnað kokteilpartý hérna uppá kollegíi og innlit (þó ekki útlit) heim til svöfu (þar sem mátti sjá bregða fyrir allmörgu ein"stöku" fólki) lentu kúrekarnir nú aldeilis í ævintýrum niður á sléttum (götum) kaupmannahafnarborgar.. Hattinum mínum var stolið af rumpulýð sem samanstóð af 14-15 ára pjöttum! þetta dróg aðeins úr móð kúrekanna en við vorum fljótir að gleyma þessu atviki, ekki enduðu ævintýrin þar.. Flestir inná pan vildu ólmir koma höndum yfir hattinn hans ásgeirs, byssu og jafnvel eitthvað fleira (við hefðum eflaust átt að benda fólki á að það gæti keypt svipaðan hatt í H og M fyrir lítinn pening). Byssan mín fór eitthvað á flakk (og þá á ég við plastbyssuna sem ég hafði í beltinu og enga aðra) en hún komst fljótt aftur í mínar hendur. Við kúrekarnir komust á endanum klakklaust heim og vöknuðum endurnærðir í morgun.
Vorum í þessum töluðu orðum að koma heim úr bíóför. Kíktum með arnari á V for Vendetta og ég verð að segja að myndin kom skemmtilega á óvart.. mæli með henni semsagt.