gengur bara betur næst

fimmtudagur, apríl 27, 2006:

Þegar ég sótti póstinn í dag kom það mér skemmtilega á óvart að það sem ég hélt í fyrstu að var rukkun reyndust vera miðar á MADONNU! :) hvorki meira né minna. Kominn með tvö stykki í hendurnar og Hrafnhildur (hrnfnnfnn) fékk líka tvo senda. Það lítur út fyrir að fleiri séu að bætast í hóp Amsterdamfara.. Karól (með krullur) var að bætast í hópinn þar sem ég, "Valur Matt", "hrnrffnfnn..., óskar "wæld" og Arnar "diva" erum fyrir. Einhver virðist hafa hætt við að kaupa miða og fyrir einskæra heppni þá rambaði ég inná miðasöluna og sá þar lausa miða.. nú er spurning hvort að Kirstine og/eða Eyþór skelli sér á miða. Þetta er nú orðinn aldeilis fríður hópur :)

annars er það í fréttum að ég er svona (vonandi) að ná mér af þessari kvefpest, gat allavega sungið ásamt stöku í sendiráðinu í dag, fyrir Dansk-islandsk samfund og sendiherrann (sem sumir vildu kalla ráðherra - förum ekki nánar í þá sálma). Ég hjólaði á mínu spánýja "plebbalega" (og þó keypt í kvickly) reiðhjóli, hrafnhildur spottaði það nú fyrir mig (takk fyrir hrafnhildur) og keypti sér enn flottara og þó minna plebbalegra hjól. Nú hjóla ég um götur stórborgarinnar uppréttur, á lúxushnakki með dempara, bjöllu og bögglabera. Þetta er svona ekta bæjarhjól. Það var eins og við hrafnhildur værum að læra að hjóla upp á nýtt þegar við stigum á reiðfákana nýju, þar sem við erum óvön mjóum dekkjum (og hvað þá að sitja svona bein í baki, arkitektanámið og tölvuvinna á það til að gera mann hokin)..

á morgun verð ég svo að pakka, enda held ég í títtnefnda Finnlandsferð á laugardag. Planið er þó að hitta fyrrum "mömmu og pabba" þ.e.a.s. magnus og hjört (og einnig hana esteri) á morgun, kannski maður fái sér eitthvað almennilegt og staðgott að borða með þeim (svona til tilbreytingar).

vignir freyr // 10:08 e.h.
______________________

þriðjudagur, apríl 25, 2006:

Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju í ósköpunum ég sé að veikjast aftur?! var veikur yfir páskana og rétt þegar ég er að ná mér þá fæ ég á tilfinninguna að ég sé að veikjast aftur, vakna með stíflað nef og finnst ég vera með hita. Ég sem er farinn að lifa nokkuð heilbrigðu líferni, byrjaður í ræktinni (fór 4 sinnum í síðustu viku!) og farinn að minnka við mig gos og sælgætisneyslu (ég tel mér allavega trú um það, helgin fór í algjört sælgætissukk :P) svo tek ég alltaf heilsutvennu! er eitthvert húsráðið sem algjörlega hefur farið framhjá mér þegar ég aldist upp og getur orsakað þetta króníska kvef? (p.s. ég er ennþá með hálskirtlana - en mér finnst ég ekki vera með hálsbólgu, bara fullur af kvefi). Orðið frekar pirrandi að maður finnist eins og maður þurfi alltaf að snýta sér, hafa varla þefskyn (sem bitnar svo aftur á bragðskyninu). æj, þurfti bara að koma þessu út..

..millikrítík á morgun og ég held áleiðis til stokkhólms á laugardag (þaðan fer ég í bát til finnlands aðfaranótt mánudags :)

endilega deilið með mér og gestum þessa bloggs hús eða náttúruráðum við kvefi! (vísa hér með til "comment" hlekksins fyrir neðan)

vignir freyr // 2:18 e.h.
______________________

föstudagur, apríl 21, 2006:O M G ! o madonna góð! ég flippaði algjörlega út núna og verslaði mér miða á lokatónleikana í AMSTERDAM! þar sem miðasalan hérna í danmörku var flutt um viku (þá verð ég á lest á leið til stokkhólms) og bætt var við aukatónleikum í amsterdam ákvað ég að láta slag standa. þýðir samt að ég komi tveimur dögum of seint í skólann en hverju skiptir !! og þar sem ég er svo praktískur þá keypti ég "cancellation"tryggingu :P hehe.. lítur út fyrir að arnar, hrafnhildur og vonandi óskar komi með. Óneitanlega skemmtilegra að skella sér á madonnutónleika í amsterdam en HORSENS!!

vignir freyr // 10:21 f.h.
______________________

miðvikudagur, apríl 19, 2006:Datt í hug að fólk þætti forvitnilegt að kynnast því sem ég er að gera í skólanum og er það vel við hæfi að byrja á að kynna BLOKMURVÆRKET fyrir þeim sem ekki þekkja til..
..Nú fer hver að verða síðastur til að skoða BLOKMURVÆRKET sem stendur bakvið skólabygginguna mína og rétt við nýju óperuna - verkefnið sem bekkurinn minn vann saman fyrir jól. Grunar að það verði rifið niður eftir sumarið ;) Þetta er semsagt "rými". Rýmisverkefni þar sem við bættum við ýmsum "funktionum" - einskonar útibar með setmöguleikum, inngrafið rými í egypskum anda. Verkefnið byggðum við sjálf á tæpum tveimur dögum í stað viku eins og planið var.. Styrkt af Wienerberger eða eins og einhver spaugfuglinn kom að orði: Vignirberger þar sem andlit mitt var valið (ekki af mér!) til að kynna verkefnið, auglýsingar héngu uppi í dágóðan tíma upp í skóla um opnunina, hehe.. en hér eru myndir:
ég og frida vinkona, hress að setja upp tjaldið, eins og almenningur veit er vitaskuld ekki hægt að múra undir 0 gráðum! :)


Vignirberger - sumir myndu segja að ég líkjist föður mínum á þessari mynd :)

vignir freyr // 5:13 e.h.
______________________

Gengissveifla og óvænt uppákoma að aukiDanska krónan er ekki besti vinur minn í dag! kominn upp í árans 13 ísl. krónur - nú fyrir einhverja töfra hverfa 30 prósent peninganna minna í hvert skipti sem mér dettur í hug að millifæra frá íslandi! naga mig í handabökin núna að hafa ekki millifært lánið um leið og ég fékk það útborgað .. ARG! afhverju þarf maður að læra allt "the hard way".. á meðan lifa danirnir sína ljúfa lífi á SU-inu sínu, maður mætti nú læra ýmislegt af þeim eins og drekka einungis harboe bjór eða dansk pilsner (svona bónusbjórar :P) leggja nú carslberg og tala nú ekki tuborg classic flöskunum! ekkert pjatt og svo er það bara að lifa á rúgbrauði og vatni! jámm, biturleikinn hjá mér alveg í sviðsljósi - ætti kannski ekki að vera kvarta.. verðbólgan herjar á ís(ilagða)landinu. æj.. vildi samt reyna að fá samúð með ykkur elskunum..

lítur út fyrir að ég verði hérna í danmörku í sumar (ef fer sem horfir) kíkji þá í heimsókn í ágúst vonandi og tímanlega út til að sjá madonnu í horsens.. þ.e.a.s. ef ég fæ miða :P

annars þá var ég að skoða BACHELOR sýninguna upp í skóla, kem að hlutanum þar sem mín deild sýnir og les þar á miða: "þeir sem eiga módel á sýningunni" Vignir Helgason.. HA?! ég vissi ekki einu sinni af því að eitthvað af mínu dóti hefði rambað á sýninguna en þá hafði "vinur minn" (gamall kennari sem var með mig á fyrstu önn) valið skúlptúrinn minn og einnig hennar fridu sem hluti frá öðru árinu. Þetta er lýsandi dæmi yfir hversu smekkur manna er misjafn, kennararnir mínir á öðru árinu misstu ekki legvatnið (sem betur fer) yfir honum en jörgen kallinn kann sko gott að meta! hehe segi svona. þetta var allavega óvænt en ánægjulegt.

held áfram að reyna að vera duglegur í ræktinni, hlaupa þetta páska"spik" af mér ;) við jóhanna hvetjum hvort annað áfram! gott að hafa smá pressu á þessu :)

vignir freyr // 4:29 e.h.
______________________

sunnudagur, apríl 16, 2006:

"Í myrkri eru allir kettir eins á lit"

já, þá vitiði það krakkar mínir.. fékk þennan málshátt semsagt í páskaeggi - fékk sendingu að heiman frá yndislegu foreldrum mínum, sendu mér páskaegg, hangikjöt, flatkökur, lýsistvennu og íslenskt sælgæti. Er búinn að liggja veikur heima síðustu tvo daga (nú dagur 3) og látið mér leiðast.. mamma sagði mér í morgun að þetta væru ekki fyrstu páskarnir sem ég veikist, hver ætli ástæðan sé - maður keyrir sig kannski bara svona út venjulega að þegar maður fær loksins frí þá slær manni niður?en ég hef reynt mitt besta að láta mér ekki leiðast - búinn að horfa á allmarga þætti af buffy: the vampire slayer og borða allt-allt of mikið af sælgæti og snakki, ákvað að vera hollur og drekka bara sódavatn með, hehemm... á deit við jóhönnu í ræktinni á morgun! markmiðið er "fit fyrir finnland" - spurning um að breyta slagorðinu í "fat fyrir finnland" eða "fit eftir finnland" - það eru ekki nema tæpar tvær vikur í ferðina :P

ætla að harka veikindin af mér og skella mér ásamt óskari og kirstine til arnars og við ætlum að borða hangikjötið, með uppstúf og ígildi ora-bauna (þó ekki "the real thing").. svo ætlum við að prófa blöndu af ceres malti og nikoline appelsíni - hjörtur og guðný töluðu um að það ætti að nálgast íslenska bragðinu. Í forrétt er lax og íslensk graflaxsósa en í eftirrétt er það súkkulaðifondue (ætla að vígja pottinn sem ég fékk frá tótu minni í jóla/afmælisgjöf :)

well.. Gleðilega páska! :)

vignir freyr // 2:11 e.h.
______________________

sunnudagur, apríl 09, 2006:Eftir velheppnað kokteilpartý hérna uppá kollegíi og innlit (þó ekki útlit) heim til svöfu (þar sem mátti sjá bregða fyrir allmörgu ein"stöku" fólki) lentu kúrekarnir nú aldeilis í ævintýrum niður á sléttum (götum) kaupmannahafnarborgar.. Hattinum mínum var stolið af rumpulýð sem samanstóð af 14-15 ára pjöttum! þetta dróg aðeins úr móð kúrekanna en við vorum fljótir að gleyma þessu atviki, ekki enduðu ævintýrin þar.. Flestir inná pan vildu ólmir koma höndum yfir hattinn hans ásgeirs, byssu og jafnvel eitthvað fleira (við hefðum eflaust átt að benda fólki á að það gæti keypt svipaðan hatt í H og M fyrir lítinn pening). Byssan mín fór eitthvað á flakk (og þá á ég við plastbyssuna sem ég hafði í beltinu og enga aðra) en hún komst fljótt aftur í mínar hendur. Við kúrekarnir komust á endanum klakklaust heim og vöknuðum endurnærðir í morgun.

Vorum í þessum töluðu orðum að koma heim úr bíóför. Kíktum með arnari á V for Vendetta og ég verð að segja að myndin kom skemmtilega á óvart.. mæli með henni semsagt.

over and out

vignir freyr // 8:16 e.h.
______________________

laugardagur, apríl 08, 2006:

Lonesome rangers álpuðust í lest M2 á leið til Vonleysu, markmið ferðarinnar var að verða sér úti um kúrekahatta og lukkaðist það 5 mínútur fyrir lokun í þeirri alræmdu búllu H og M..

..Eftir annan rúnt í lest, þetta skiptið leið til Leirgrafargarðs er endað heima og kántrí skellt á fóninn. Markmiðið er að blanda sér kúrekadrykki og borða bakaðar baunir eða svona næstum, spurning hversu langt við förum í þemanu :P

pointið er.. ásgeir er í heimsókn frá stokkhólmi, og að sænskum sið er þema ;)

vignir freyr // 3:03 e.h.
______________________

sunnudagur, apríl 02, 2006:

Var að koma frá Árósum.. Var þar ásamt kórnum mínum, Stöku, í æfingabúðum. Var mjög gaman, en mikil vinna. Uppgefin í augnablikinu, þyrfti að fara að sofa en langar að vaka .. þrái langa helgi :P Verður erfið vika, próf á þriðjudag og skil á föstudag á "verkefnistexta". Svo er Ásgeir að fara að koma og aldrei að vita nema við túristumst aðeins um Kaupmannahöfn! :)

nokkur gullkorn mynduðust í ferðinni og koma þar m.a. við sögu brokkolí, korselett og tobbavísurapp (happra vappra vigra kló, ég dró hann upp úr miðjum sjó!).

góða nótt

vignir freyr // 8:20 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

lífið í gær, í dag og á morgun..
skoða gestabókina
skrifa í gestabókina
forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives