er annars að mygla uppí skóla, lausnin á verkefninu mínu lætur soldið á sér standa og aðeins þrjár vikur í lokaskil!
Síðasta helgi fór í Nakf kóramótið, ansi skemmtilegt bara! nýja verkið eftir hana aviaju var líka svona hressilegt, með máva-, trillu(bátsmótor)- og ölduhljóðum.. you have to hear it to believe it ;)
framundan eru svo stökutónleikar, miðvikudag 31.maí í Bymusseet á vesterbro. Allir að mæta! tónleikarnir hefjast kl. 19.00 :)
var að skoða finnlandsmyndir.. hendi hérna inn tveimur að gamni :)
ég, anki (ann kristin) og anne fyrir utan farfuglaheimilið í PORI.
Frida - með 6 arma og 6 fætur! undarlegir hlutir eiga sér stað í finnlandi, heimkynnum múmínálfanna ! ;)
vignir freyr // 2:46 e.h.
á myndinni má sjá eitt af frægari verkum Alvar Aalto's, Tekniska Skólann í Helsinki
..það var nánast ekkert sofið í þessari ferð, hver mínúta var notuð til hins ítrasta þar sem margt var að sjá og upplifa..
Ég og kjarnakvendið Ann Kristin Eriksen deildum herbergi í Helsinki á Eurohostel :) við erum nokkuð sammála um að finnska næturlífið er ekki upp á marga fiska, erfitt að dæma þó þar sem við höfðum bara eina helgi, staðirnir icebar (uniq) var einn sá hallærislegasti í manna minnum (gast borgað 10 evrur til að drekka drykk inní frystiklefa! það var þó eina (sniðuga?) við staðinn) og helsinkiclub var, þrátt fyrir flotta hönnun, ekki upp á marga fiska (þjónustan var í algjöru lágmarki! hef aldrei lent í annarri eins freðýsu á bar (lesist: barþjónkan var algjör hálfviti!)). en allavega..
..Nú þegar maður er kominn aftur í skólann gefst enginn tími til að slaka á, lokaskil nálgast eins og óð fluga (aðeins 4 vikur!) og það er ýmislegt annað á döfinni í maímánuði en skóli.. NAKF - nord atlantisk korfestival er núna um næstu helgi og helgina á eftir er svo eurovision og engin önnur en hún tóta litla tindilfætta ætlar að heiðra okkur flatlendinganna með nærveru sinni :)
svo er ég ekki frá því að ég sé orðinn örlítið stressaður fyrir sumrinu, enda ekki alveg komið á hreint með vinnumál. var búinn að lofa sjálfum mér að stressa mig ekki því þessir hlutir eiga það til að reddast þegar á hólminn er komið.. talandi um hólmann, þá er erfitt að sitja inni hérna í arkitektaskólanum á holmen, sólargeislarnir stríða manni með því að skína svo skært að maður fær nánast ofbirtu í augun.. já, sumarið er komið í köben ! enda kominn tími til. Langar mest að skella mér niður á strönd eða útí ísbúð..
..en það bíður betri tíma. viðtal við kennara á morgun og ég verð að hrista út úr erminni minni fyrir morgundaginn íbúðarplan í 1:200, snið í sama máli og helst skissumódelum líka. þess má geta að ég er einungis í stuttermabol þessa stundina svo erfitt getur reynst að hrista eitthvað úr þeirri ermi.
vignir freyr // 11:03 f.h.