gengur bara betur næst

föstudagur, júní 23, 2006:

Ekki örvænta elskurnar mínar, ég er ekki hættur að blogga, hef einfaldlega ekki haft tíma til þess.. og nei, það er ekki neinn "special somebody" í spilinu - ennþá, ef það væri myndi ég hvort sem er væntanlega halda því út af fyrir mig, bloggið mitt hefur aldrei verið ÞAÐ kræsilegt ;)

en já, mamma, pabbi og heimir eru semsagt komin í heimsókn og hafa verið það síðustu daga.. nú er ég í löngu helgarfríi og það er frekar ljúft skal ég segja ykkur ;) Við skelltum okkur í bíó í gær á X-men 3 (já mamma líka ;) og eftir myndina spyr ég fjölskylduna hvernig þeim fyndist myndin, mér þótti hún góð.. mamma segir þá: tja, ég var alltaf að bíða eftir meiri ACTION! (það getur ekki verið gott komment eftir hasarmynd! eða er mamma svona miklu meiri harðjaxl en við strákarnir?? svona getur þetta verið þegar kona er umkringd karlmönnum bróðurpart ævinnar (við erum 3 bræðurnir). en lokadómurinn er þó að X-men 3 gefur fyrri myndunum lítið eftir ...

..annars eru síðustu dagar búnir að fara í túristalega hluti, upprunalega átti ég að vera að vinna í gær frá 11 til lokunar en það endaði með að ég átti alveg frí, sem var þægilegt. Samlokur voru snæddar á Café Salonen ("sirkus"legur staður þar sem ekkert er samstætt og allt yfirbragð frekar hrátt), en sá staður fengji aldrei leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu á íslandi til að hafa opið - að sögn pabba. Samlokurnar smökkuðust þó vel eins og vanalega :)

dagurinn í dag er óráðinn.. spurning hvort maður nái tali af palla (blöku) sem er staddur hérna í köben, palli: ef þú ert að lesa þetta þá er ég búinn að vera að reyna að ná í þig ;)

vignir freyr // 9:27 f.h.
______________________

miðvikudagur, júní 14, 2006:

nærri vika síðan ég skilaði lokaverkefninu, gekk bara ágætlega ef ég á að segja eins og er :) .. lítið búinn að gera annað en að vinna síðan (vann ca. 46 tíma á fjórum vöktum - veikindi og annað) ágætt að vinna soldið, kemur manni til góða síðar :) er svo búinn að reyna að slappa af í dag og í gær, á að vinna á eftir frá kl. 16 til lokunar, aftur á morgun og svo fæ ég þriggja daga helgi :) ætla að nota tímann og fara í klippingu og jafnvel kíkja á 17.júní fögnuð niður á strönd og taka lagið með kirkjukórnum. ætti svo að vera á portfoliukúrs í skólanum, heyrist á samnemendum mínum að ég sé ekki að missa af miklu, enda er ég byrjaður á portfolíunni, þarf aðeins að lagfæra uppsetningu og bæta inní nýjustu verkefnunum.

svo eru mamma, pabbi og heimir að koma í heimsókn. koma á mánudaginn, ég næ nokkrum frídögum með þeim, svo er planið að reyna að hitta á palla þar sem hann er líka á leið hingað :)

eru einhverjir fleiri á leiðinni sem ég veit ekki af??

p.s. það má búast við að ég kíkji á skerið í 2. og 3. vikunni í ágúst.. spurning um að stefna að heljarinnar sumargrilli á veröndinni hjá mér?? er einhver geim? :)

vignir freyr // 11:44 f.h.
______________________

þriðjudagur, júní 06, 2006:

Skil og kynning á morgun, ég búinn að prenta og gera módelin tilbúin á góðum tíma.. flestir aðrir í stressi uppí skóla. Náði líka að hitta Höllu mína aðeins :) eða ætti maður að segja hjálmínu?? og Dóru mömmu hennar, Kári fylgdi svo í kaupbæti.. áttum aldeilis huggulega kvöldstund í gær og borðuðum mexíkóskt áðan áður en þær þurftu að fara í flug. Ég er alveg uppgefinn, enda búinn að vinna í nokkrum "lotum" síðustu daga, nenni engu hálfkáki eða einhverju dúlleríi, tek íslenska pakkann á þetta og dríf hlutina bara af (margir eru búnir að vera að dútla sér við verkefnin sín upp í skóla í yfir viku, frá morgni til kvölds.. og þá meina ég 8 á morgnana til tólf, eitt, tvö á kvöldin) ég vil meina það að ég sé með svona þessi týpísku íslensku "skilvirku" vinnubrögð - eitthvað sem vantar stundum upp á hjá dananum.. sjáum hvernig fer í krítíkinni á morgun..

var á vinnufundi í morgun, tveggja tíma fundur þar sem talað var ansi lengi um lítið, en fínt að sjá krakkanna sem ég verð að vinna með, líst bara vel á þetta.. það getur verið stundum ansi brjálað að gera á þessu kaffihúsi víst, enda um leið og sólin lætur sjá sig þá fyllist allt! aðalumræðuefni var vannæring á vinnustað, þ.e.a.s. það koma dagar þar sem ekki er tími til að borða eða taka sér pásur en það er, eftir því sem ég best veit, nauðsynlegt fyrir mannseskju að borða svo hún fái orku og þar af leiðandi haldi líkamanum gangandi.. við sjáum hvernig þetta fer, ég verð kannski með eitthvað þurrmeti á mér sem ég get laumað í mig svona við og við.. spurning hvort það sé hægt að versla sér geimfaramat á ebay??

en allavega.. hérna eru tvær myndir úr Veksö-verkefninu mínu:

enjoy

vignir freyr // 7:37 e.h.
______________________

sunnudagur, júní 04, 2006:

Velkomin til Veksö ;)


gengur eitthvað treglega með verkefnið, er búinn að vera hérna síðan 13.30 og nú er klukkan 21.00 semsagt, nærri átta tímar og ég get ekki séð að mikið hafi gerst.. ég er líka glorsoltinn og er því á leið heim..

vignir freyr // 6:39 e.h.
______________________

fimmtudagur, júní 01, 2006:

Fyrir þið ykkur sem eruð áhugasöm um afdrif hjólsins míns þá er mér sönn ánægja að tjá ykkur það að framdekkið er komið í lag.. fór með það til hjólagaurs og hann tjáði mér það að það var ekki furða að ég fyndi ekki gatið, það var á mjög "óhefðbundnum stað" og erfitt að gera við það, svo ef bótin heldur ekki þarf ég að kaupa nýja slöngu. En svo eru gírarnir eitthvað að stríða mér.. hvað er málið með mig og hjól??

en já, Stökutónleikarnir í gær gengu framar vonum og vil ég þakka öllu einstaka fólkinu fyrir frábæra upplifun (líka tónleikagestunum og þó sérstaklega stefáni stjórnanda sem stóð sig líka svona aldeilis vel þrátt fyrir að hafa dottið (ekki hans sök!) af hjólinu sínu fyrr um daginn). Kíktum svo eftirá niður í Holmens Kirke þar sem Guðný fyrrum kórstjóri hafði nýlokið við orgelprófið sitt, og hún stóð sig svona líka glimrandi vel! einkuninn 13! (hægt að segja að það jafngildir A plús á bókstafaskalanum! þ.e. ekki gefið hærra!) Svo er stefnan hjá Stöku tekin á París í haust þar sem Guðný kemur til með að vera við störf hjá dönsku kirkjunni þar í borg. spennó.

Amsterdam og París, hvað fleira ætli sé á döfinni hjá manni?? jú, skil á miðvikudag/fimmtudag.. gengur svona ágætlega, á eftir módel, diagrömm, collage og fleira sniðugt - það verður sko nóg að gera næstu daga! svo byrja ég að vinna daginn eftir skil, hefði verið gott með helgarfrí en í staðinn næ ég langri helgi þegar mútta, pápi og heimir bróðir koma í heimsókn síðar í mánuðinum :)

vignir freyr // 5:00 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

lífið í gær, í dag og á morgun..
skoða gestabókina
skrifa í gestabókina
forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives