gengur bara betur næst

sunnudagur, september 24, 2006:

fyrir ykkur fallega og forvitna sem vilja skyggnast inn í mína, annars "grunnhyggnu" en skemmtilegu helgi, and it's not over yet! :)

rosalega líður tíminn fljótt! áður en maður veit af þá verða komin jól.. ekki það, ég elska jólin og get ekki annað sagt en að ég hlakki til þeirra :) það verða líka afar sérstök jól þar sem ég bíð með óþreyju komu litlu frænku (eða frænda), barnið verður án efa undrabarn,
enda foreldrarnir með afbragðs gen! .. það er líka hálfpartið búið að lofa að það verði skýrt í höfuðið á mér ;) hehe, eða kannski ekki? en semsagt ég fæ væntanlega að líta barnið augum um jólin.

annars leikur veðrið við okkur hérna í köben, mætti halda að sumarið væri á næsta leyti .. þetta er eitthvað annað en þegar kuldaboli tók á móti manni í byrjun mánaðarins! vonandi bara að þetta haldist svona í einhvern tíma..

..föstudagurinn síðasti var mjög "spontant" dagur. eftir óvenjulegan skóladag (við vorum úti í botanisk have og geologisk museum að teikna pálma annarsvegar og kristalla hinsvegar í leit að inspiration) þá slöppuðum við af í kongens have. Ég kíkti við niður á domhuskjallara og ætlaði að heilsa upp á liðið sem ég var að vinna með í sumar (allavega þá sem voru á vakt), nema hvað, það virtust fleiri hafa fengið sömu hugmynd og ég en þar hitti ég á m.a. ronald, caterinu, idu, cecilie, henrik, mogens og lasse. (bjóst kannski við að sjá 2-3 af þeim) það sem kom mér hinsvegar ekki á óvart var að ég var beðinn um að vinna.. en þar sem ég var í partýgírnum vildi ég ekki lofa mér :P eftir domhus hitti ég (fyrir einskæra tilviljun) á hann eyþór niður í bæ. endaði með honum í einum ísköldum á oscari.. kíkti við á fredagsbar en stoppaði stutt þar sem ég ætlaði að ná að hitta á styrmi, þ.e.a.s. íslenska gay-fótboltaliðið sem var að keppa hérna um helgina. flosi og fleiri voru í góðu stuði og ekki versnaði það þegar arnar mætti á svæðið! fyrir einskæra (þarna kemur orðið aftur) tilviljun þá þurfti arnar fyrst að mæta á kvöldvakt daginn eftir í stað dagvaktar, svo þetta endaði allt í rosa fjöri!
við arnar kíktum svo á fótboltann á laugardeginum, reyndar frekar seinir á því enda erfitt að koma mér, þynnkuboltanum á lappir :P hvílík nautn það var að gæða sér á skinkusamlokunni frá lagkökuhúsinu! það var kannski eftir allt saman ágætt að vera þynnkubolti?? :)
rauðvínsboð hjá ástu birnu og alveg frábærar veitingar í gærkvöldi, kíkti svo í partí í nörrebrohallen, þar var semsagt ball eftir mótið sem strákarnir kepptu á. það var svona árshátíðarfílingur í gangi, ágætis tilbreyting frá hinni venjulegu "rútínu" .. ;)

svo er það bara þvottadagur í dag, á svo stefnumót við ellen mína kæru á kalaset á eftir.. spurning hvort maður borði þar? kalaset borgarinn er hreinn unaður! :)

vignir, over and out.

vignir freyr // 12:22 e.h.
______________________

föstudagur, september 15, 2006:

jæja, þá er nú skólinn kominn á "full swing" eins og maður segir á útlensku. Kem til með að kynnast Norðvestur hlutar Norðurbrú ansi vel í vetur þar sem verkefnin koma til með að beinast að mestu leyti að því svæði.. Við Frida og Anne bekkjarsystur mínar fórum í vikunni og tókum viðtöl við fólk af ýmsum uppruna og af mismunandi stéttum þjóðfélagsins, þar hittum við fyrir heimilislausa, dansk-arabíska nemendur, mjög danskar (og smekklausar) hárgreiðslunemapíur, afríkana, gamla dömu sem eitt sinn var kráareigandi og ég veit ekki hvað og hvað. Markmið ferðar okkar var að reyna að finna "kúltúrinn og identitetinn" fyrir svæðið (já, maður er farinn að tala útlensku hérna).. þetta er semsagt allt saman mjög spennandi eins og þið sjáið..

..annars erum við hérna á kollegíganginum mínum að fara að mála. Alveg kominn tími á það skal ég segja ykkur.. ég hef ekki lagt í að þvo (og þvotturinn hrannast upp), þannig er nefnilega ástatt að það er verið að laga lyftuna og tekur það um 6 vikur! og ég bý á sjöttu hæð.. (sem betur fer ekki þeirri áttundu!) en þetta fer nú bráðum að verða yfirstaðið. Samt alveg ótrúlegt hvað danirnir taka sér langan tíma í hlutina, það er t.d. enn verið að leggja/laga veginn frá Christianshavn niður á hólma þar sem skólinn minn er, það eru búnar að vera framkvæmdir síðan ég byrjaði í skólanum fyrir 2 árum síðan (og væntanlega miklu lengur en það), daglega eiga nokkur þúsund nemendur leið niður á hólma og ég tala nú ekki um alla óperugestina og fólk sem býr þarna í hverfinu. Tietgenkollegíið er ekki enn fulltilbúið (ég átti að flytja inn fyrir ári síðan, en ég fékk sem betur fer íbúð hérna á öresundskollegíinu í milli tíðinni - kem bara alls ekkert til með að flytja.. alltaf að fá fleiri og fleiri góða granna. nú síðast fluttu inn á kollegíið Kaja vinkona og Ann Kristin bekkjarsystir með meiru :)

já, ævintýrin halda áfram í kóngsins köben.. nema hvað?

vignir freyr // 5:48 e.h.
______________________

fimmtudagur, september 07, 2006:

jæja, þá er maður lentur aftur í köben, og það er ekkert annað en raunveruleikinn og skyldurnar sem taka á móti manni.. þ.e.a.s. skólinn. Ég er ekki alveg fullfrískur, sökum svefns og partýstands þá fengum við ferðafélagarnir öll hálsbólgu og flest hita í ofanálag. Flugferðin heim var líka frekar óþægileg, biðum í ca. 7-8 tíma á flugvellinum (en fengum samloku og kók í sárabætur) ég var kominn heim til mín kl.21 á þriðjudaginn en til stóð að við lentum 12.30. en þetta var vel þess virði, ferðin var frábær í alla staði! Madonna var í essinu sínu þegar hún tróð rassinum á sér (fyrsta skipti á öllum túrnum - hef ég heyrt) í myndavélina á sviðinu BRIDGET JONES STYLE!! og gaf okkur svo fokk-merkið í gegnum klofið, hver önnur getur leyft sér þetta? þetta var allavega hrikalega fyndið. Ég átta mig ekki fyrr en eftirá hversu stórkostlegt show þetta var - meðal þess besta var byrjunin, future lovers (fékk sko hroll þegar myndbandið byrjaði), forbidden love, i love new york, music (hjólaskautar, john travolta taktar og ég veit ekki hvað!) og svo til að enda þetta með style, hung up!

en bara svo það sé á hreinu þá leið ekki yfir mig þrátt fyrir að ég var innan við 10 metra frá dívunni! ;)

dogmaDONNA / dogMADONNA
ferðin var fest á filmu af okkur arnari, karól og hrafnhildi, viðkomustaðirnir voru margir, kínverskt karaoke, rauða hverfið, diskótek, barir og kaffihús sem selur engar venjulegar súkkulaðikökur .. sagan um ástralska ferðalanginn sem hafði planað að fara til belgíu á mánudeginum en ákvað að vera einni nótt lengur til að fara með okkur á madonnu, hollensk sjónvarpstjarna kemur einnig fram í myndinni.. you have to see it to believe it. yfir 5 tímar af efni á leið í eftirvinnslu :)

well, ég ætla að snúa mér aftur að lærdómnum.

vignir freyr // 1:35 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!

lífið í gær, í dag og á morgun..
skoða gestabókina
skrifa í gestabókina
forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives