gengur bara betur næst
laugardagur, nóvember 04, 2006:
Hæ öllsömul ! smá bloggkreppa í gangi hjá mér :P þið fólk sem er forvitið um afdrif mín í kóngsins köben.. ..spurning hvort maður færi bloggfærslurnar yfir á myspace-ið?? www.myspace.com/madonnusykur Endilega skrifið hérna niður í kommentakerfið hvað ykkur finnst.. á vignirinn að halda áfram að blogga? ef já, hvar? :) mamma er annars í heimsókn.. Búin að versla nokkrar jólagjafir og erum á leið að fá okkur snæðing niður í bæ (eftir að hafa hlaðið batteríin smá með kaffi og með því :)
vignir freyr // 5:22 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, október 09, 2006:
svaf illa í nótt.. er mættur í skólann en enginn af hópnum mínum er kominn :/ ég hefði þá alveg eins getað sofið lengur.. svo langar mig líka í klippingu - stundum þoli ég ekki hópavinnuna, en það er samt alveg ágætt líka, ábyrgðin á verkefninu dreifist á fleiri og verkefnið rúllar einhvernveginn áfram, það verður nóg einstaklingsvinna í bachelorverkefninu eftir jól. ..helgin var annars ágæt. Kíkti á uppfærslu tónlistarháskólans ("konsinu") á requiem hans mozart á föstudagskvöldið, svafa var forsprakkinn að þessu og við vorum nokkur sem fórum saman (regína, ester og ásta) .. kíkt var á laundromatann á eftir í kaffi og kakó (sumir gerðust svo kræfir að fá sér blöndu af báðu = mocha! :) vann aðeins í portfoliunni minni á laugardeginum, kíkti í afmæli til ann kristin bekkjarsystur með meiru) og á eftir fórum við arnar í bluspartí, blus (systurfélag fss á íslandi) er 10 ára í ár svo margt var um manninn í partíinu, eða svona alveg ágætlega margt. sunnudagurinn fór í leti, kíkti niður á bankeråt með arnari og endað var í oh so, desperate housewives heima hjá mér og borðað með því ostar og kex. mjög svo notalegt. Love! passion! presence! (arnar er sá eini sem á eftir að skilja þennan! :)
vignir freyr // 8:00 f.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, september 24, 2006:
fyrir ykkur fallega og forvitna sem vilja skyggnast inn í mína, annars "grunnhyggnu" en skemmtilegu helgi, and it's not over yet! :) rosalega líður tíminn fljótt! áður en maður veit af þá verða komin jól.. ekki það, ég elska jólin og get ekki annað sagt en að ég hlakki til þeirra :) það verða líka afar sérstök jól þar sem ég bíð með óþreyju komu litlu frænku (eða frænda), barnið verður án efa undrabarn, enda foreldrarnir með afbragðs gen! .. það er líka hálfpartið búið að lofa að það verði skýrt í höfuðið á mér ;) hehe, eða kannski ekki? en semsagt ég fæ væntanlega að líta barnið augum um jólin. annars leikur veðrið við okkur hérna í köben, mætti halda að sumarið væri á næsta leyti .. þetta er eitthvað annað en þegar kuldaboli tók á móti manni í byrjun mánaðarins! vonandi bara að þetta haldist svona í einhvern tíma.. ..föstudagurinn síðasti var mjög "spontant" dagur. eftir óvenjulegan skóladag (við vorum úti í botanisk have og geologisk museum að teikna pálma annarsvegar og kristalla hinsvegar í leit að inspiration) þá slöppuðum við af í kongens have. Ég kíkti við niður á domhuskjallara og ætlaði að heilsa upp á liðið sem ég var að vinna með í sumar (allavega þá sem voru á vakt), nema hvað, það virtust fleiri hafa fengið sömu hugmynd og ég en þar hitti ég á m.a. ronald, caterinu, idu, cecilie, henrik, mogens og lasse. (bjóst kannski við að sjá 2-3 af þeim) það sem kom mér hinsvegar ekki á óvart var að ég var beðinn um að vinna.. en þar sem ég var í partýgírnum vildi ég ekki lofa mér :P eftir domhus hitti ég (fyrir einskæra tilviljun) á hann eyþór niður í bæ. endaði með honum í einum ísköldum á oscari.. kíkti við á fredagsbar en stoppaði stutt þar sem ég ætlaði að ná að hitta á styrmi, þ.e.a.s. íslenska gay-fótboltaliðið sem var að keppa hérna um helgina. flosi og fleiri voru í góðu stuði og ekki versnaði það þegar arnar mætti á svæðið! fyrir einskæra (þarna kemur orðið aftur) tilviljun þá þurfti arnar fyrst að mæta á kvöldvakt daginn eftir í stað dagvaktar, svo þetta endaði allt í rosa fjöri! við arnar kíktum svo á fótboltann á laugardeginum, reyndar frekar seinir á því enda erfitt að koma mér, þynnkuboltanum á lappir :P hvílík nautn það var að gæða sér á skinkusamlokunni frá lagkökuhúsinu! það var kannski eftir allt saman ágætt að vera þynnkubolti?? :) rauðvínsboð hjá ástu birnu og alveg frábærar veitingar í gærkvöldi, kíkti svo í partí í nörrebrohallen, þar var semsagt ball eftir mótið sem strákarnir kepptu á. það var svona árshátíðarfílingur í gangi, ágætis tilbreyting frá hinni venjulegu "rútínu" .. ;) svo er það bara þvottadagur í dag, á svo stefnumót við ellen mína kæru á kalaset á eftir.. spurning hvort maður borði þar? kalaset borgarinn er hreinn unaður! :) vignir, over and out.
vignir freyr // 12:22 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, september 15, 2006:
jæja, þá er nú skólinn kominn á "full swing" eins og maður segir á útlensku. Kem til með að kynnast Norðvestur hlutar Norðurbrú ansi vel í vetur þar sem verkefnin koma til með að beinast að mestu leyti að því svæði.. Við Frida og Anne bekkjarsystur mínar fórum í vikunni og tókum viðtöl við fólk af ýmsum uppruna og af mismunandi stéttum þjóðfélagsins, þar hittum við fyrir heimilislausa, dansk-arabíska nemendur, mjög danskar (og smekklausar) hárgreiðslunemapíur, afríkana, gamla dömu sem eitt sinn var kráareigandi og ég veit ekki hvað og hvað. Markmið ferðar okkar var að reyna að finna "kúltúrinn og identitetinn" fyrir svæðið (já, maður er farinn að tala útlensku hérna).. þetta er semsagt allt saman mjög spennandi eins og þið sjáið.. ..annars erum við hérna á kollegíganginum mínum að fara að mála. Alveg kominn tími á það skal ég segja ykkur.. ég hef ekki lagt í að þvo (og þvotturinn hrannast upp), þannig er nefnilega ástatt að það er verið að laga lyftuna og tekur það um 6 vikur! og ég bý á sjöttu hæð.. (sem betur fer ekki þeirri áttundu!) en þetta fer nú bráðum að verða yfirstaðið. Samt alveg ótrúlegt hvað danirnir taka sér langan tíma í hlutina, það er t.d. enn verið að leggja/laga veginn frá Christianshavn niður á hólma þar sem skólinn minn er, það eru búnar að vera framkvæmdir síðan ég byrjaði í skólanum fyrir 2 árum síðan (og væntanlega miklu lengur en það), daglega eiga nokkur þúsund nemendur leið niður á hólma og ég tala nú ekki um alla óperugestina og fólk sem býr þarna í hverfinu. Tietgenkollegíið er ekki enn fulltilbúið (ég átti að flytja inn fyrir ári síðan, en ég fékk sem betur fer íbúð hérna á öresundskollegíinu í milli tíðinni - kem bara alls ekkert til með að flytja.. alltaf að fá fleiri og fleiri góða granna. nú síðast fluttu inn á kollegíið Kaja vinkona og Ann Kristin bekkjarsystir með meiru :) já, ævintýrin halda áfram í kóngsins köben.. nema hvað?
vignir freyr // 5:48 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, september 07, 2006:
jæja, þá er maður lentur aftur í köben, og það er ekkert annað en raunveruleikinn og skyldurnar sem taka á móti manni.. þ.e.a.s. skólinn. Ég er ekki alveg fullfrískur, sökum svefns og partýstands þá fengum við ferðafélagarnir öll hálsbólgu og flest hita í ofanálag. Flugferðin heim var líka frekar óþægileg, biðum í ca. 7-8 tíma á flugvellinum (en fengum samloku og kók í sárabætur) ég var kominn heim til mín kl.21 á þriðjudaginn en til stóð að við lentum 12.30. en þetta var vel þess virði, ferðin var frábær í alla staði! Madonna var í essinu sínu þegar hún tróð rassinum á sér (fyrsta skipti á öllum túrnum - hef ég heyrt) í myndavélina á sviðinu BRIDGET JONES STYLE!! og gaf okkur svo fokk-merkið í gegnum klofið, hver önnur getur leyft sér þetta? þetta var allavega hrikalega fyndið. Ég átta mig ekki fyrr en eftirá hversu stórkostlegt show þetta var - meðal þess besta var byrjunin, future lovers (fékk sko hroll þegar myndbandið byrjaði), forbidden love, i love new york, music (hjólaskautar, john travolta taktar og ég veit ekki hvað!) og svo til að enda þetta með style, hung up! en bara svo það sé á hreinu þá leið ekki yfir mig þrátt fyrir að ég var innan við 10 metra frá dívunni! ;) dogmaDONNA / dogMADONNA ferðin var fest á filmu af okkur arnari, karól og hrafnhildi, viðkomustaðirnir voru margir, kínverskt karaoke, rauða hverfið, diskótek, barir og kaffihús sem selur engar venjulegar súkkulaðikökur .. sagan um ástralska ferðalanginn sem hafði planað að fara til belgíu á mánudeginum en ákvað að vera einni nótt lengur til að fara með okkur á madonnu, hollensk sjónvarpstjarna kemur einnig fram í myndinni.. you have to see it to believe it. yfir 5 tímar af efni á leið í eftirvinnslu :) well, ég ætla að snúa mér aftur að lærdómnum.
vignir freyr // 1:35 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, ágúst 31, 2006:
í síðustu viku: ísland í gær: köben í dag: amsterdam á mánudag: MADONNA! ef ykkur leiðist meðan ég er í burtu getiði alltaf opnað myspace-síðu ;) slóðin að minni er: www.myspace.com/madonnusykur
vignir freyr // 7:21 f.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, ágúst 23, 2006:
Í tilefni Madonnufarar - smá grín í boði "French og Saunders" sú síðarnefnda hefur gert garðinn frægan í "absolutely faboulus"..
vignir freyr // 1:15 f.h.
______________________
segdu thina skodun
vignir freyr // 12:46 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, ágúst 22, 2006:
Tíminn líður trúðu mér, taktu maður var á þér.. já, það styttist í að maður hverfi af landi brott aftur til flatlendisins, land alvöru sumars og "hygge". þarf því miður að vinna nokkrar vaktir - eftir afslappelsið hérna á íslandi þá nenni ég ekki að setja mig í vinnugírinn til þess eins að skipta aftur yfir í ferðagírinn þann 30. ágúst þar sem haldið verður til amsterdam. Þarf svo eftir það að setja mig allrækilega aftur í skólagírinn þann 5.september þar sem ég kem til með að missa af fyrstu kennsludögunum :P en já, afsleppelsi er þema íslandsferðarinnar að þessu sinni, var alveg ógurlega menningarlegur á laugardaginn var - kíkti á hina ýmsu tónleika og skoðaði hönnun - tók svo strætó áður en maður sogaðist inní ómenninguna. nóg var tekið á því helgina áður, hehemm :P er núna nett spenntur, stressaður en á sama tíma fullur eftirvæntingar.. ég spái því að komandi vetur verði skemmtilegur og huggulegur en gera má ráð fyrir að hann verði einnig nokkuð strembinn, enda bachelor gráða framundan. ekki má gleyma að ég er að fá nýjan nágranna, sú kemur til með að búa nokkrum hæðum fyrir neðan mig, og þá meina ég akkúrat fyrir neðan mig! spurning um að halda cosmokvöld hið snarasta, vöffluboð eða pönnukökuboð væri líka góð hugmynd :) (fyrir forvitna þá er nýji granninn engin önnur en hún Kaja mín, arkitektanemi með meiru).
vignir freyr // 4:39 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, ágúst 09, 2006:
Fékk hrós í dag.. ..frá tveimur ítölum sem kváðu kaffið sem ég gerði vera það besta sem þau höfðu smakkað (fyrir utan ítalskt kaffi auðvitað), þau höfðu víst verið á einhverji alheimssiglingu og allstaðar fengið vondan espresso.. gaman að heyra svona rétt áður en maður klárar vaktina og fer í tveggja vikna leyfi :) ég er þá ekki búinn að missa niður súfistataktana ;) hitti svo hann Stebba frænda og Línu kærustu hans, fórum og fengum okkur léttan snæðing á Kalaset (sem er nýji "heiti" staðurinn í köben) og ég þau koma til með að gista hérna hjá mér í nótt. Orka samt ekki að taka þvottinn af snúrunni og byrja að pakka.. :P
vignir freyr // 7:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, ágúst 08, 2006:
Lærði nýtt orð í dag, "svensknøgle".. ..fyrir þá sem ekki vita þá er það skiptilykill á okkar ástkæra ylhýra. Ástæða þess að ég lærði þetta orð er að ég lenti í vandræðum með hjólið mitt, nánar tiltekið standarann en ég hafði trassað að herða hann síðan ég veit ekki hvenær og það endaði með að hann beinlínis "fór úr lið", get svo svarið það - veit ekki hvernig ég á að orða þetta öðruvísi, allavega sá ég ekki fram á að það væri hægt að laga hann svo ég bað ástu um að lána mér skiptilykil svo við gætum nú hjólað í fyrirætlaða safnaferð (fórum í Dansk Arkitektur Center á Calatrava og uppí skóla að skoða lokaverkefnin frá vorönninni). Setti mér það svo markmið að skipta um standarann í dag (ef ég væri dani myndi ég annaðhvort bíða með það í nokkra mánuði eða sleppa því bara alveg) ég skellti mér semsagt í kvickly og komst að því að standari er "støtteben" á dönsku, já elskurnar mínar, það dugir oft ekki að þýða beint yfir frá íslenskunni.. ef ég væri dönskukennari myndi ég skrifa dönskubók með praktískri dönsku, krakkar kæmust sko alls ekki hjá því að læra hvað allir hjólahlutarnir heita ;) en annars er það að frétta af vinnumálum þá er ég kominn með nýjan yfirmann, hann Torben yfirþjónn inni á restaurant tók að sér torgið og hann er nú soddan yndi að þetta ætti allt að ganga að óskum.. verð þó feginn að fá mitt tveggja vikna frí, enda veitir manni ekki af að slappa af eftir alla vinnutörnina :) vinna á morgun, ísland á fimmtudag!
vignir freyr // 5:07 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, ágúst 02, 2006:
Ég er að vinna fyrir algjöran jólasvein, sumt fólkið á vinnustaðnum eru algjörar súkkulaðikleinur, hlífa sér á kostnað annarra.. skrýtið samt að ég veit að eftir sumarið á ég eftir að sakna þess að vinna. Þrátt fyrir allt dramað er vinnumórallinn góður - gæti þetta þó ekki án hennar ástu birnu og steffíar, íslensku mafíunnar minnar eða slúðurvaktin eins og við kjósum sjálf að kalla okkur. Höldum að það sé með ráði gert að við séum sjaldan sett saman á vakt þar sem að annars færi allt úr límingunum (einkum vegna áðurnefndra súkkulaðikleina og yfirmanns sem á von á að vera sviptur titlinum von bráðar - gott ef ekki á morgun). Var semsagt ekkert smá svekktur þegar ég leit á innborguð laun á mánudaginn var, mætti súr til vinnu enda fékk ég ekki nema þriðjung þess sem ég átti von á. Talaði við eigandann (jólasveininn) sem lofaði mér að leiðrétting væri á næsta leyti. leiðréttingin kom í dag, án þess að fara nánar í þá sálma þá var leiðréttingin vitlaus sem þýðir það að ég fæ fyrst borgað rétt um næstu mánaðamót.. lifi það sosum af, eyði þá kannski minna?? en þetta er ekki til þess að peppa mann upp! sem betur fer er frí á næsta leyti, ekki nema vika og þá er ég floginn til íslands! :) og það verður sko afslöppun, bláa lónið, sundlaugarnar, kaffihús, rölt og náttúra here i come!
vignir freyr // 11:36 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, júlí 24, 2006:
það er opinberlega staðfest að sú sem er yfirmaður minn úti á torgi nú í ágústmánuði er vanhæfur stjórnandi.. í fyrsta lagi gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að fá frí í gærdag/kvöld, hún átti að vera að vinna inni á veitingastaðnum - lausnin varð sú að hún tók eina stelpu af torginu og setti hana inn, sem þýddi að við áttum að vera tveir eftir úti á torgi. Þið getið rétt ímyndað ykkur að hafa einn inni í skúrnum að gera drykkjarvörur og einn úti á torgi með vel yfir 50 borð og hátt í 100 gesti. Það endaði með að við lokuðum restaurantnum inni og höfðum einungis opið úti. Til þess að staðfesta vanhæfnina hjá áðurnefndum yfirmanni þá mætti hún ekki til vinnu í morgun (fékk sms frá steffí, samstarfsmanni/konu minni) en þá hafði yfirm. sagt við hana: "jeg plejer ikke at få hangover, men..". Í ofanálag þá er hún búinn að setja sig einungis á dagvaktir í ágúst og við, restin af starfsfólkinu (þ.e.a.s. þeir sem ekki eru í fríi) eigum að taka þær vaktir sem eru eftir, sem eru yfirleitt 12-luk, 11-luk og 16-luk. annars er margt búið að ganga á í vinnunni, einn af kokkunum var rekin (eða "sagt vinsamlegast að fara af vakt og koma aldrei aftur") enda beitti hann einn af uppvöskurunum andlegu (og nánast líkamlegu) ofbeldi, sagðist vera "yfir" og hann kallaði yfirþjónanna öllum illum nöfnum. Hvað er málið?! nú er ég í 1-dags fríi, reyna að hlaða batteríin fyrir 12-luk, 16-luk, 11-luk törnina mína næstu þrjá dagana en svo er það þriggja daga frí enda brúðkaup hjá kristjáni berg og sólveigu - mútta og pápi kíkja við í heimsókn :)
vignir freyr // 8:09 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, júlí 18, 2006:
Tími til kominn að koma með smá færslu svo þið fáu sem ennþá nenna að kíkja við á bloggið fáið eitthvað fyrir snúðinn ykkar :) já, jazzfestivalið er loksins búið í kaupmannahöfn sem þýðir það að álagið í vinnunni ætti að minnka eitthvað, en þó ekki mikið þar sem enn er veðrið eins og á sólarströnd. Ég ætti ekki að vera að kvarta en ég myndi alveg þiggja einn dag með rigningaskúri og þrumuveðri (eins og spáð var um daginn en kom aldrei!) þá gæti maður verið innipúki án samviskubits. Það sem hefur á daga mína drifið upp á síðkastið er m.a. Grill hjá Eyþóri í tilefni komu Jóa og Péturs til landsins en eftir það héldum við Arnar og Hjörtur á Jamie Cullum tónleika í tívolí, ekkert smá fínir tónleikar, og jamie kallinn (eða drengurinn réttara sagt) er mjög líflegur á sviði. Vann á laugardag en kíkti í barnaafmæli til Steffí (hún vinnur með mér) en dóttir hennar Hafrún Hekla átti afmæli. Þar voru bornar fram kökur og heitur réttur (að íslenskum sið) en eftir það kíkti ég með Hirti og Magnúsi á ítalskan veitingastað. Gerði tilraun til að fara út á lífið með Hirti, Eyþóri og Arnari en ég var búinn á því eftir allar vinnutarnirnar sem á undan höfðu gengið. Við Hjörtu flúðum hitann á sunnudeginum og fórum á Pirates of the Caribbean 2 - urðum ekki fyrir vonbrigðum, ekta poppkornsmynd á ferðinni. Lost maraþon og íslenskur grjónagrautur í félagsskapi með Magnusi um kvöldið. erum ennþá að reyna að klára aðra seríuna.. ..Náði að kíkja á útsölur í gær með áðurnefndum Magnúsi og Hirti. Hafði upp úr krafsinu tvenna boli, skyrtu og peysu. Splæsti svo í eitt stk. blaðagrind í R.O.O.M. Vinna á eftir en frí á morgun og hinn. Er farinn að lengja eftir almennilegu fríi, en það eru ekki nema þrjár vikur að ég kíkji við á Íslandinu góða ;)
vignir freyr // 10:14 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, júlí 06, 2006:
Lífið þessa dagana snýst um vinnu.. vinnan getur á köflum verið líkamlega og andlega þreytandi, enda erum við yfirleitt undirmönnuð og starfsfólk á köflum vanhæft með meiru, sbr. sláninn og á köflum dívan á staðnum (sem annars er oft hægt að hlægja að/með) en í gærkvöldi var ég að vinna með þeim báðum. Þ.e. eins og það renni ekki blóð upp í heilann á slánanum sem sligast um og gerir sér ekki fullkomlega grein fyrir öllum þeim verkum sem eftir er að vinna, finnst manni á köflum að maður sé að vinna tvöfalt verk og lítur þetta afar illa út fyrir kúnnan, sem þýðir svo aftur minna "tips". Íslenska slúðurvaktin eða íslenska mafían eins og sumir á veitingastaðnum vilja kalla mig, ástu og steffí - við virðumst geta unnið saman, á íslenska vísu ;) Mikil virðing er borin fyrir íslensku vinnuafli bæði á staðnum mínum og á Radisson SAS þar sem Eyþór vinnur í félagi við margan íslendinginn. Daninn virðist nokkuð hissa yfir því afhverju í ósköpunum þeir eru svo frábrugnir okkur sjálfstæða fólkinu. Ein ástæðan sú er að danir forðast að taka á sig ábyrgð, þeir fara ekki út fyrir "sitt svæði" og ef mistök eru gerð er það ekki einstaklingurinn sem gerði mistök "við gerðum mistök". Flest dönsk ungmenni nenna heldur ekki að vinna á sumrin, þau fá jú sumarstyrkt (SU) frá ríkinu. Ég, eins bjartsýnn og ég er að eðlisfari reyni að líta á björtu hliðarnar og lít á sumarið sem frekari innsýn inn í danskt samfélag. Launin eru jú, eins og gengi krónunnar er í dag, hærri en ég myndi fá á Íslandi og lít ég á það sem plús, ég tek mér með góðri samvisku tveggja vikna frí í ágúst og ég tala nú ekki um helgarfríið til amsterdam þar sem madonna er rúsínan í pylsuendanum :) Starfsmannadjamm var á síðasta sunnudag, fengum nú hálfgerða VIP meðferð. Morgunmatur á veitingastaðnum og svo var haldið með bát út í eyju, þar sem virki var reist af Christian IV (held barasta sá sami og lét gera Rundetårn). Þar var opinn bar, farið í ratleik inní virkinu og ég settur í hóp með eigandanum, dívunni og tveimur öðrum. Endaði með að við unnum, og það 20 mín. áður en leikurinn átti að vera búinn. Dívan talaði ekki um annað restina af deginum hversu góður ég hefði verið á kortinu - hvað get ég sagt? lítur út fyrir að kort séu eitthvað sem ég kem til með að vinna með alla ævi ;) deginum var svo eytt á lítilli strönd við virkið og endað í svaka grilli. Mjög ljúfur dagur, vægast sagt. "pimpaði" upp Dankortið mitt (fyrirframgreitt kreditkort, það eina sem er tekið í flestum búðum hérna og ég þurfti að bíða í sex mánuði eftr) fékk semsagt VISA fyrirframgreitt Dankort, sem þýðir að ég get notað það ef ég vil versla á netinu eða í útlöndum - ekki vit í öðru ef maður fær sín laun í Danmörku í sumar, en þetta var meira mál en að segja það - en gekk að lokum. Annar hlutur sem ég var að fá mér er vifta! með tveimur hraðastillingum, það er ekki annað hægt í þessari hitabylgju sem ríður yfir landið þessa dagana (ef ég á að segja eins og er þá finnst mér aðeins of heitt..) well, vinna á eftir (meika það varla, sláninn og ofvirka stelpan að vinna) Eftir kvöldið í gær var þó fengið leyfi fyrir að það verði settur einn starfsmaður aukalega, en það verður ekki fyrr en síðar :P
vignir freyr // 10:43 f.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, júní 23, 2006:
Ekki örvænta elskurnar mínar, ég er ekki hættur að blogga, hef einfaldlega ekki haft tíma til þess.. og nei, það er ekki neinn "special somebody" í spilinu - ennþá, ef það væri myndi ég hvort sem er væntanlega halda því út af fyrir mig, bloggið mitt hefur aldrei verið ÞAÐ kræsilegt ;) en já, mamma, pabbi og heimir eru semsagt komin í heimsókn og hafa verið það síðustu daga.. nú er ég í löngu helgarfríi og það er frekar ljúft skal ég segja ykkur ;) Við skelltum okkur í bíó í gær á X-men 3 (já mamma líka ;) og eftir myndina spyr ég fjölskylduna hvernig þeim fyndist myndin, mér þótti hún góð.. mamma segir þá: tja, ég var alltaf að bíða eftir meiri ACTION! (það getur ekki verið gott komment eftir hasarmynd! eða er mamma svona miklu meiri harðjaxl en við strákarnir?? svona getur þetta verið þegar kona er umkringd karlmönnum bróðurpart ævinnar (við erum 3 bræðurnir). en lokadómurinn er þó að X-men 3 gefur fyrri myndunum lítið eftir ... ..annars eru síðustu dagar búnir að fara í túristalega hluti, upprunalega átti ég að vera að vinna í gær frá 11 til lokunar en það endaði með að ég átti alveg frí, sem var þægilegt. Samlokur voru snæddar á Café Salonen ("sirkus"legur staður þar sem ekkert er samstætt og allt yfirbragð frekar hrátt), en sá staður fengji aldrei leyfi frá heilbrigðiseftirlitinu á íslandi til að hafa opið - að sögn pabba. Samlokurnar smökkuðust þó vel eins og vanalega :) dagurinn í dag er óráðinn.. spurning hvort maður nái tali af palla (blöku) sem er staddur hérna í köben, palli: ef þú ert að lesa þetta þá er ég búinn að vera að reyna að ná í þig ;)
vignir freyr // 9:27 f.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, júní 14, 2006:
nærri vika síðan ég skilaði lokaverkefninu, gekk bara ágætlega ef ég á að segja eins og er :) .. lítið búinn að gera annað en að vinna síðan (vann ca. 46 tíma á fjórum vöktum - veikindi og annað) ágætt að vinna soldið, kemur manni til góða síðar :) er svo búinn að reyna að slappa af í dag og í gær, á að vinna á eftir frá kl. 16 til lokunar, aftur á morgun og svo fæ ég þriggja daga helgi :) ætla að nota tímann og fara í klippingu og jafnvel kíkja á 17.júní fögnuð niður á strönd og taka lagið með kirkjukórnum. ætti svo að vera á portfoliukúrs í skólanum, heyrist á samnemendum mínum að ég sé ekki að missa af miklu, enda er ég byrjaður á portfolíunni, þarf aðeins að lagfæra uppsetningu og bæta inní nýjustu verkefnunum. svo eru mamma, pabbi og heimir að koma í heimsókn. koma á mánudaginn, ég næ nokkrum frídögum með þeim, svo er planið að reyna að hitta á palla þar sem hann er líka á leið hingað :) eru einhverjir fleiri á leiðinni sem ég veit ekki af?? p.s. það má búast við að ég kíkji á skerið í 2. og 3. vikunni í ágúst.. spurning um að stefna að heljarinnar sumargrilli á veröndinni hjá mér?? er einhver geim? :)
vignir freyr // 11:44 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, júní 06, 2006:
Skil og kynning á morgun, ég búinn að prenta og gera módelin tilbúin á góðum tíma.. flestir aðrir í stressi uppí skóla. Náði líka að hitta Höllu mína aðeins :) eða ætti maður að segja hjálmínu?? og Dóru mömmu hennar, Kári fylgdi svo í kaupbæti.. áttum aldeilis huggulega kvöldstund í gær og borðuðum mexíkóskt áðan áður en þær þurftu að fara í flug. Ég er alveg uppgefinn, enda búinn að vinna í nokkrum "lotum" síðustu daga, nenni engu hálfkáki eða einhverju dúlleríi, tek íslenska pakkann á þetta og dríf hlutina bara af (margir eru búnir að vera að dútla sér við verkefnin sín upp í skóla í yfir viku, frá morgni til kvölds.. og þá meina ég 8 á morgnana til tólf, eitt, tvö á kvöldin) ég vil meina það að ég sé með svona þessi týpísku íslensku "skilvirku" vinnubrögð - eitthvað sem vantar stundum upp á hjá dananum.. sjáum hvernig fer í krítíkinni á morgun.. var á vinnufundi í morgun, tveggja tíma fundur þar sem talað var ansi lengi um lítið, en fínt að sjá krakkanna sem ég verð að vinna með, líst bara vel á þetta.. það getur verið stundum ansi brjálað að gera á þessu kaffihúsi víst, enda um leið og sólin lætur sjá sig þá fyllist allt! aðalumræðuefni var vannæring á vinnustað, þ.e.a.s. það koma dagar þar sem ekki er tími til að borða eða taka sér pásur en það er, eftir því sem ég best veit, nauðsynlegt fyrir mannseskju að borða svo hún fái orku og þar af leiðandi haldi líkamanum gangandi.. við sjáum hvernig þetta fer, ég verð kannski með eitthvað þurrmeti á mér sem ég get laumað í mig svona við og við.. spurning hvort það sé hægt að versla sér geimfaramat á ebay?? en allavega.. hérna eru tvær myndir úr Veksö-verkefninu mínu: enjoy
vignir freyr // 7:37 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, júní 04, 2006:
Velkomin til Veksö ;) gengur eitthvað treglega með verkefnið, er búinn að vera hérna síðan 13.30 og nú er klukkan 21.00 semsagt, nærri átta tímar og ég get ekki séð að mikið hafi gerst.. ég er líka glorsoltinn og er því á leið heim..
vignir freyr // 6:39 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, júní 01, 2006:
Fyrir þið ykkur sem eruð áhugasöm um afdrif hjólsins míns þá er mér sönn ánægja að tjá ykkur það að framdekkið er komið í lag.. fór með það til hjólagaurs og hann tjáði mér það að það var ekki furða að ég fyndi ekki gatið, það var á mjög "óhefðbundnum stað" og erfitt að gera við það, svo ef bótin heldur ekki þarf ég að kaupa nýja slöngu. En svo eru gírarnir eitthvað að stríða mér.. hvað er málið með mig og hjól?? en já, Stökutónleikarnir í gær gengu framar vonum og vil ég þakka öllu einstaka fólkinu fyrir frábæra upplifun (líka tónleikagestunum og þó sérstaklega stefáni stjórnanda sem stóð sig líka svona aldeilis vel þrátt fyrir að hafa dottið (ekki hans sök!) af hjólinu sínu fyrr um daginn). Kíktum svo eftirá niður í Holmens Kirke þar sem Guðný fyrrum kórstjóri hafði nýlokið við orgelprófið sitt, og hún stóð sig svona líka glimrandi vel! einkuninn 13! (hægt að segja að það jafngildir A plús á bókstafaskalanum! þ.e. ekki gefið hærra!) Svo er stefnan hjá Stöku tekin á París í haust þar sem Guðný kemur til með að vera við störf hjá dönsku kirkjunni þar í borg. spennó. Amsterdam og París, hvað fleira ætli sé á döfinni hjá manni?? jú, skil á miðvikudag/fimmtudag.. gengur svona ágætlega, á eftir módel, diagrömm, collage og fleira sniðugt - það verður sko nóg að gera næstu daga! svo byrja ég að vinna daginn eftir skil, hefði verið gott með helgarfrí en í staðinn næ ég langri helgi þegar mútta, pápi og heimir bróðir koma í heimsókn síðar í mánuðinum :)
vignir freyr // 5:00 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 30, 2006:
Helv.. hjólavandræði. Eftir afar langan dag upp í skóla í gær þá kem ég að hjólinu mínu og sá að framdekkið var loftlaust. Það var ekki möguleiki á þessum tíma sólarhrings að fá pumpað í það þar sem öll hjólaverkstæði voru lokuð . Velti fyrir mér hvort það væri ekki bara sprungið og ákveð að kanna það nánar. Ég arka á shell, bensínstöð sem er hérna nálægt kollegíinu og þeir áttu ekki einu sinni til bætur! en ég fékk lánað verkfærasett og bætur hjá helga og eftir mikið basl náði ég að komast að slöngunni, en þrátt fyrir mikið dútl, pumpa í slönguna, leggja í vatn o.s.frv. þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki sprungið. Pumpaði aðeins í slönguna og lét standa yfir nótt, virðist sem það sé ekki gat á henni, allavega þegar ég vaknaði í morgun. Þannig að ég setti allt heila klabbið saman og fór og pumpaði almennilega í hjólið (á hjólaverkstæði), veit ekki hvort ég sé ímyndunarveikur en ég held svei mér þá að eftir allt saman sé sprungið á því! Hef ekki tíma fyrir svona kjaftæði, kíkji á það á eftir og ef það er loftlaust skutla ég því á hjólaverkstæði áður en ég fer á stökuæfingu! aðeins vika í skil! (skilum miðvikudag og krítík, miðvikudag fimmtudag)
vignir freyr // 9:55 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, maí 29, 2006:
Helgin var kósí.. vídjókvöld á föstudag með arnari, bæjarrölt með hildigunni, hallveigu, finnboga og vinum hans. endaði svo í einum bjór á skara (oscar - bar/café) ásamt eyþóri, viðari, arnari og sífellt bættust fleiri í hópinn. ég var þó staðráðinn í því að fara "snemma" í háttinn svo ég yfirgaf samkvæmið á skikkanlegum tíma. sunnudeginum var eytt í að reyna að koma mér í lærdómsstuð, ég endaði með að horfa á lokaþætti ALIAS seríunnar, alias-no-more. skrýtin tilfinning, þar sem ég hef horft á hvern einn og einasta þátt í þessar 5 seríur sem þættirnir hafa lifað. verð að segja samt að þátturinn var upp á sitt allra besta í fyrstu 2-3 seríunum, svo dalaði hann aðeins en var á nokkuð góðri leið með að ná fyrri hæðum þegar ákveðið var að hætta framleiðslu. Alias - rest in peace. Mæli með að fólk næli sér í fyrstu seríurnar og kynni sér það sem ég er að tala um :) Þættirnir hafa allt, húmor, spennu, drama (nóg af því!), persónusköpunin í fyrirrúmi og já, J.J. Abrams sá hinn sami og skapaði LOST skapaði ALIAS :) en já, verð víst að koma mér að verki, skil eftir rúma viku .. aaargg! á soldið mikið eftir :P og tónleikar stöku í Bymuseum, nú á miðvikudag, 31.maí kl. 19. be there!
vignir freyr // 10:05 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, maí 25, 2006:
Setlistinn fyrir madonnutónleikana :) lýst bara feiknavel á! fáum að heyra flest lögin á nýju plötunni ! Future Lovers I Feel Love Get Together Like A Virgin Jump Live To Tell Forbidden Love Issac Sorry Like It Or Not I Love New York Ray Of Light Let It Will Be Drowned World Paradise (Not For Me) Music Inferno Erotica La Isla Bonita Lucky Star Hung Up
vignir freyr // 2:10 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, maí 22, 2006:
jæja.. þá er tóta snúin heim til birmingham og eurovision (jólin) á enda. Get svo svarið það, fékk svona fiðring í magann síðasta fimmtudag, var í skólanum og gat ekki einbeitt mér. Tilfinningin var svipuð þeirri og þegar maður var krakki og gat ekki sofnað á þorláksmessu af spenningi fyrir jólunum og öllum pökkunum :) já, það má deila um það hvort ég var/er skrýtinn eða ekki?? en ég hef saknað þessarar tilfinningar soldið. ég hef líka sjaldan fylgst jafnvel með eurovision eins og í ár, hlustaði samviskusamlega á öll lögin (viðurkenni að sum þeirra hélt ég reyndar ekki út fyrr en á sjálfum keppniskvöldunum) og það var spáð og spökulerað í hlutina, maður er búinn að fylgjast grannt með ævintýrum silvíu og mig grunar að sama hafi verið upp á teningnum á litla íslandi, það skorti allavega ekki innslögin í fréttir og kastljósi frá aþenu. Eurovisionteiti ársins var haldið hjá flosa, það var grillað í rigningunni (að íslenskum sið) og við flosi, vopnaðir bjartsýni létum það ekki á okkur fá þó svo að nágrannarnir horfðu út um eldhúsgluggana og hristu hausinn .. en við beittum fyrir okkur hugvitinu og útsjónarseminni, dekkuðum yfir grillið með regnhlíf og héldum þar af leiðandi lífi í kolunum. en ég er sáttur við úrslitin, það var annaðhvort Lordi eða Silvía ;) reyndar kom Úkraína með Tinu Karol í fararbroddi mér allrækilega á óvart. Þjóðlegt og skemmtilegt atriði, vantaði ekki gleðina hjá henni Tinu. Ekki man ég eftir að það hefði áður verið farið í snú snú á sviðinu :) Carola var einnig einlægari en oft áður í flutningi sýnum á invincible, hún gerði hvað hún gat til að brosa í gegnum botox grímuna sína. Smá svekktur yfir að noregur og danmörk voru ekki hærri, þau verða þá "memm" í forkeppninni á næsta ári ;) en já, skil eftir rúmar tvær vikur og ég ætti að fara að koma mér að verki!
vignir freyr // 1:29 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, maí 17, 2006:
gleðilegan norskan þjóðhátíðardag.. það helsta í fréttum er að ég er KOMINN MEÐ VINNU Í SUMAR! :) verð að þjóna á útikaffihúsinu á gammel torv/nytorv sem tilheyrir veitingahúsinu Domhuskælderen .. ..Byrja um leið og ég klára skólann eða rétt eftir 8.júní. er annars að mygla uppí skóla, lausnin á verkefninu mínu lætur soldið á sér standa og aðeins þrjár vikur í lokaskil! Síðasta helgi fór í Nakf kóramótið, ansi skemmtilegt bara! nýja verkið eftir hana aviaju var líka svona hressilegt, með máva-, trillu(bátsmótor)- og ölduhljóðum.. you have to hear it to believe it ;) framundan eru svo stökutónleikar, miðvikudag 31.maí í Bymusseet á vesterbro. Allir að mæta! tónleikarnir hefjast kl. 19.00 :) var að skoða finnlandsmyndir.. hendi hérna inn tveimur að gamni :) ég, anki (ann kristin) og anne fyrir utan farfuglaheimilið í PORI. Frida - með 6 arma og 6 fætur! undarlegir hlutir eiga sér stað í finnlandi, heimkynnum múmínálfanna ! ;)
vignir freyr // 2:46 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, maí 09, 2006:
Eftir að hafa stigið um borð í (og í sum oftar en einu sinni): strætó lest ferju rútu sporvagn flugvél þá er ég kominn heim úr hektískri, lærdómsríkri og gott ef ekki skemmtilegri lærdómsferð til Finnlands, meðal viðkomustaða voru Turku, Pori, Lahti, Tampere, Jyväskulä (hvernig sem það er nú skrifað!) og að sjálfsögðu Helsinki. Hér með staðfestist að ég hef farið í finnska gufu og stokkið ofan í vatn sem enn var frosið að nokkru leyti (þó gerðumst við ekki svo kræf að fara alveg finnsku leiðina svo fólk hafði nú sundskýlur eða annað til að skýla sínu allra heilagasta).. á myndinni má sjá eitt af frægari verkum Alvar Aalto's, Tekniska Skólann í Helsinki ..það var nánast ekkert sofið í þessari ferð, hver mínúta var notuð til hins ítrasta þar sem margt var að sjá og upplifa.. Ég og kjarnakvendið Ann Kristin Eriksen deildum herbergi í Helsinki á Eurohostel :) við erum nokkuð sammála um að finnska næturlífið er ekki upp á marga fiska, erfitt að dæma þó þar sem við höfðum bara eina helgi, staðirnir icebar (uniq) var einn sá hallærislegasti í manna minnum (gast borgað 10 evrur til að drekka drykk inní frystiklefa! það var þó eina (sniðuga?) við staðinn) og helsinkiclub var, þrátt fyrir flotta hönnun, ekki upp á marga fiska (þjónustan var í algjöru lágmarki! hef aldrei lent í annarri eins freðýsu á bar (lesist: barþjónkan var algjör hálfviti!)). en allavega.. ..Nú þegar maður er kominn aftur í skólann gefst enginn tími til að slaka á, lokaskil nálgast eins og óð fluga (aðeins 4 vikur!) og það er ýmislegt annað á döfinni í maímánuði en skóli.. NAKF - nord atlantisk korfestival er núna um næstu helgi og helgina á eftir er svo eurovision og engin önnur en hún tóta litla tindilfætta ætlar að heiðra okkur flatlendinganna með nærveru sinni :) svo er ég ekki frá því að ég sé orðinn örlítið stressaður fyrir sumrinu, enda ekki alveg komið á hreint með vinnumál. var búinn að lofa sjálfum mér að stressa mig ekki því þessir hlutir eiga það til að reddast þegar á hólminn er komið.. talandi um hólmann, þá er erfitt að sitja inni hérna í arkitektaskólanum á holmen, sólargeislarnir stríða manni með því að skína svo skært að maður fær nánast ofbirtu í augun.. já, sumarið er komið í köben ! enda kominn tími til. Langar mest að skella mér niður á strönd eða útí ísbúð.. ..en það bíður betri tíma. viðtal við kennara á morgun og ég verð að hrista út úr erminni minni fyrir morgundaginn íbúðarplan í 1:200, snið í sama máli og helst skissumódelum líka. þess má geta að ég er einungis í stuttermabol þessa stundina svo erfitt getur reynst að hrista eitthvað úr þeirri ermi.
vignir freyr // 11:03 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, apríl 27, 2006:
Þegar ég sótti póstinn í dag kom það mér skemmtilega á óvart að það sem ég hélt í fyrstu að var rukkun reyndust vera miðar á MADONNU! :) hvorki meira né minna. Kominn með tvö stykki í hendurnar og Hrafnhildur (hrnfnnfnn) fékk líka tvo senda. Það lítur út fyrir að fleiri séu að bætast í hóp Amsterdamfara.. Karól (með krullur) var að bætast í hópinn þar sem ég, "Valur Matt", "hrnrffnfnn..., óskar "wæld" og Arnar "diva" erum fyrir. Einhver virðist hafa hætt við að kaupa miða og fyrir einskæra heppni þá rambaði ég inná miðasöluna og sá þar lausa miða.. nú er spurning hvort að Kirstine og/eða Eyþór skelli sér á miða. Þetta er nú orðinn aldeilis fríður hópur :) annars er það í fréttum að ég er svona (vonandi) að ná mér af þessari kvefpest, gat allavega sungið ásamt stöku í sendiráðinu í dag, fyrir Dansk-islandsk samfund og sendiherrann (sem sumir vildu kalla ráðherra - förum ekki nánar í þá sálma). Ég hjólaði á mínu spánýja "plebbalega" (og þó keypt í kvickly) reiðhjóli, hrafnhildur spottaði það nú fyrir mig (takk fyrir hrafnhildur) og keypti sér enn flottara og þó minna plebbalegra hjól. Nú hjóla ég um götur stórborgarinnar uppréttur, á lúxushnakki með dempara, bjöllu og bögglabera. Þetta er svona ekta bæjarhjól. Það var eins og við hrafnhildur værum að læra að hjóla upp á nýtt þegar við stigum á reiðfákana nýju, þar sem við erum óvön mjóum dekkjum (og hvað þá að sitja svona bein í baki, arkitektanámið og tölvuvinna á það til að gera mann hokin).. á morgun verð ég svo að pakka, enda held ég í títtnefnda Finnlandsferð á laugardag. Planið er þó að hitta fyrrum "mömmu og pabba" þ.e.a.s. magnus og hjört (og einnig hana esteri) á morgun, kannski maður fái sér eitthvað almennilegt og staðgott að borða með þeim (svona til tilbreytingar).
vignir freyr // 10:08 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, apríl 25, 2006:
Getur einhver útskýrt fyrir mér afhverju í ósköpunum ég sé að veikjast aftur?! var veikur yfir páskana og rétt þegar ég er að ná mér þá fæ ég á tilfinninguna að ég sé að veikjast aftur, vakna með stíflað nef og finnst ég vera með hita. Ég sem er farinn að lifa nokkuð heilbrigðu líferni, byrjaður í ræktinni (fór 4 sinnum í síðustu viku!) og farinn að minnka við mig gos og sælgætisneyslu (ég tel mér allavega trú um það, helgin fór í algjört sælgætissukk :P) svo tek ég alltaf heilsutvennu! er eitthvert húsráðið sem algjörlega hefur farið framhjá mér þegar ég aldist upp og getur orsakað þetta króníska kvef? (p.s. ég er ennþá með hálskirtlana - en mér finnst ég ekki vera með hálsbólgu, bara fullur af kvefi). Orðið frekar pirrandi að maður finnist eins og maður þurfi alltaf að snýta sér, hafa varla þefskyn (sem bitnar svo aftur á bragðskyninu). æj, þurfti bara að koma þessu út.. ..millikrítík á morgun og ég held áleiðis til stokkhólms á laugardag (þaðan fer ég í bát til finnlands aðfaranótt mánudags :) endilega deilið með mér og gestum þessa bloggs hús eða náttúruráðum við kvefi! (vísa hér með til "comment" hlekksins fyrir neðan)
vignir freyr // 2:18 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, apríl 21, 2006:
O M G ! o madonna góð! ég flippaði algjörlega út núna og verslaði mér miða á lokatónleikana í AMSTERDAM! þar sem miðasalan hérna í danmörku var flutt um viku (þá verð ég á lest á leið til stokkhólms) og bætt var við aukatónleikum í amsterdam ákvað ég að láta slag standa. þýðir samt að ég komi tveimur dögum of seint í skólann en hverju skiptir !! og þar sem ég er svo praktískur þá keypti ég "cancellation"tryggingu :P hehe.. lítur út fyrir að arnar, hrafnhildur og vonandi óskar komi með. Óneitanlega skemmtilegra að skella sér á madonnutónleika í amsterdam en HORSENS!!
vignir freyr // 10:21 f.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, apríl 19, 2006:
Datt í hug að fólk þætti forvitnilegt að kynnast því sem ég er að gera í skólanum og er það vel við hæfi að byrja á að kynna BLOKMURVÆRKET fyrir þeim sem ekki þekkja til.. ..Nú fer hver að verða síðastur til að skoða BLOKMURVÆRKET sem stendur bakvið skólabygginguna mína og rétt við nýju óperuna - verkefnið sem bekkurinn minn vann saman fyrir jól. Grunar að það verði rifið niður eftir sumarið ;) Þetta er semsagt "rými". Rýmisverkefni þar sem við bættum við ýmsum "funktionum" - einskonar útibar með setmöguleikum, inngrafið rými í egypskum anda. Verkefnið byggðum við sjálf á tæpum tveimur dögum í stað viku eins og planið var.. Styrkt af Wienerberger eða eins og einhver spaugfuglinn kom að orði: Vignirberger þar sem andlit mitt var valið (ekki af mér!) til að kynna verkefnið, auglýsingar héngu uppi í dágóðan tíma upp í skóla um opnunina, hehe.. en hér eru myndir: ég og frida vinkona, hress að setja upp tjaldið, eins og almenningur veit er vitaskuld ekki hægt að múra undir 0 gráðum! :)Vignirberger - sumir myndu segja að ég líkjist föður mínum á þessari mynd :)
vignir freyr // 5:13 e.h.
______________________
segdu thina skodun
Gengissveifla og óvænt uppákoma að auki Danska krónan er ekki besti vinur minn í dag! kominn upp í árans 13 ísl. krónur - nú fyrir einhverja töfra hverfa 30 prósent peninganna minna í hvert skipti sem mér dettur í hug að millifæra frá íslandi! naga mig í handabökin núna að hafa ekki millifært lánið um leið og ég fékk það útborgað .. ARG! afhverju þarf maður að læra allt "the hard way".. á meðan lifa danirnir sína ljúfa lífi á SU-inu sínu, maður mætti nú læra ýmislegt af þeim eins og drekka einungis harboe bjór eða dansk pilsner (svona bónusbjórar :P) leggja nú carslberg og tala nú ekki tuborg classic flöskunum! ekkert pjatt og svo er það bara að lifa á rúgbrauði og vatni! jámm, biturleikinn hjá mér alveg í sviðsljósi - ætti kannski ekki að vera kvarta.. verðbólgan herjar á ís(ilagða)landinu. æj.. vildi samt reyna að fá samúð með ykkur elskunum.. lítur út fyrir að ég verði hérna í danmörku í sumar (ef fer sem horfir) kíkji þá í heimsókn í ágúst vonandi og tímanlega út til að sjá madonnu í horsens.. þ.e.a.s. ef ég fæ miða :P annars þá var ég að skoða BACHELOR sýninguna upp í skóla, kem að hlutanum þar sem mín deild sýnir og les þar á miða: "þeir sem eiga módel á sýningunni" Vignir Helgason.. HA?! ég vissi ekki einu sinni af því að eitthvað af mínu dóti hefði rambað á sýninguna en þá hafði "vinur minn" (gamall kennari sem var með mig á fyrstu önn) valið skúlptúrinn minn og einnig hennar fridu sem hluti frá öðru árinu. Þetta er lýsandi dæmi yfir hversu smekkur manna er misjafn, kennararnir mínir á öðru árinu misstu ekki legvatnið (sem betur fer) yfir honum en jörgen kallinn kann sko gott að meta! hehe segi svona. þetta var allavega óvænt en ánægjulegt. held áfram að reyna að vera duglegur í ræktinni, hlaupa þetta páska"spik" af mér ;) við jóhanna hvetjum hvort annað áfram! gott að hafa smá pressu á þessu :)
vignir freyr // 4:29 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, apríl 16, 2006:
"Í myrkri eru allir kettir eins á lit" já, þá vitiði það krakkar mínir.. fékk þennan málshátt semsagt í páskaeggi - fékk sendingu að heiman frá yndislegu foreldrum mínum, sendu mér páskaegg, hangikjöt, flatkökur, lýsistvennu og íslenskt sælgæti. Er búinn að liggja veikur heima síðustu tvo daga (nú dagur 3) og látið mér leiðast.. mamma sagði mér í morgun að þetta væru ekki fyrstu páskarnir sem ég veikist, hver ætli ástæðan sé - maður keyrir sig kannski bara svona út venjulega að þegar maður fær loksins frí þá slær manni niður?en ég hef reynt mitt besta að láta mér ekki leiðast - búinn að horfa á allmarga þætti af buffy: the vampire slayer og borða allt-allt of mikið af sælgæti og snakki, ákvað að vera hollur og drekka bara sódavatn með, hehemm... á deit við jóhönnu í ræktinni á morgun! markmiðið er "fit fyrir finnland" - spurning um að breyta slagorðinu í "fat fyrir finnland" eða "fit eftir finnland" - það eru ekki nema tæpar tvær vikur í ferðina :P ætla að harka veikindin af mér og skella mér ásamt óskari og kirstine til arnars og við ætlum að borða hangikjötið, með uppstúf og ígildi ora-bauna (þó ekki "the real thing").. svo ætlum við að prófa blöndu af ceres malti og nikoline appelsíni - hjörtur og guðný töluðu um að það ætti að nálgast íslenska bragðinu. Í forrétt er lax og íslensk graflaxsósa en í eftirrétt er það súkkulaðifondue (ætla að vígja pottinn sem ég fékk frá tótu minni í jóla/afmælisgjöf :) well.. Gleðilega páska! :)
vignir freyr // 2:11 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, apríl 09, 2006:
Eftir velheppnað kokteilpartý hérna uppá kollegíi og innlit (þó ekki útlit) heim til svöfu (þar sem mátti sjá bregða fyrir allmörgu ein"stöku" fólki) lentu kúrekarnir nú aldeilis í ævintýrum niður á sléttum (götum) kaupmannahafnarborgar.. Hattinum mínum var stolið af rumpulýð sem samanstóð af 14-15 ára pjöttum! þetta dróg aðeins úr móð kúrekanna en við vorum fljótir að gleyma þessu atviki, ekki enduðu ævintýrin þar.. Flestir inná pan vildu ólmir koma höndum yfir hattinn hans ásgeirs, byssu og jafnvel eitthvað fleira (við hefðum eflaust átt að benda fólki á að það gæti keypt svipaðan hatt í H og M fyrir lítinn pening). Byssan mín fór eitthvað á flakk (og þá á ég við plastbyssuna sem ég hafði í beltinu og enga aðra) en hún komst fljótt aftur í mínar hendur. Við kúrekarnir komust á endanum klakklaust heim og vöknuðum endurnærðir í morgun. Vorum í þessum töluðu orðum að koma heim úr bíóför. Kíktum með arnari á V for Vendetta og ég verð að segja að myndin kom skemmtilega á óvart.. mæli með henni semsagt. over and out
vignir freyr // 8:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
laugardagur, apríl 08, 2006:
Lonesome rangers álpuðust í lest M2 á leið til Vonleysu, markmið ferðarinnar var að verða sér úti um kúrekahatta og lukkaðist það 5 mínútur fyrir lokun í þeirri alræmdu búllu H og M.. ..Eftir annan rúnt í lest, þetta skiptið leið til Leirgrafargarðs er endað heima og kántrí skellt á fóninn. Markmiðið er að blanda sér kúrekadrykki og borða bakaðar baunir eða svona næstum, spurning hversu langt við förum í þemanu :P pointið er.. ásgeir er í heimsókn frá stokkhólmi, og að sænskum sið er þema ;)
vignir freyr // 3:03 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, apríl 02, 2006:
Var að koma frá Árósum.. Var þar ásamt kórnum mínum, Stöku, í æfingabúðum. Var mjög gaman, en mikil vinna. Uppgefin í augnablikinu, þyrfti að fara að sofa en langar að vaka .. þrái langa helgi :P Verður erfið vika, próf á þriðjudag og skil á föstudag á "verkefnistexta". Svo er Ásgeir að fara að koma og aldrei að vita nema við túristumst aðeins um Kaupmannahöfn! :) nokkur gullkorn mynduðust í ferðinni og koma þar m.a. við sögu brokkolí, korselett og tobbavísurapp (happra vappra vigra kló, ég dró hann upp úr miðjum sjó!). góða nótt
vignir freyr // 8:20 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 27, 2006:
Er eðlilegt að verða flökurt á því að lesa? Mér flökrar í augnablikinu við að lesa "kompendíið" fyrir "tirsdagsrækken", fyrirlestrarröð dauðans sem nær yfir tvö ár og í fyrsta skipti í sögu skólans míns á að hafa próf í næstu viku. Ég er að lesa núna texta þar sem annað hvert orð er fræðilegt, hér kemur dæmi:"Det spirituelle træk, der findes i romantisk kunst omkring år 1800, synes ikke så fremherskende i den efterfölgende eklekticisime, hvor naturen ofte optræder i en domesticeret form i f.eks. væksthuse eller som harmlös ornamentik." Er ykkur ekki líka orðið flökurt? Ég er að reyna að glósa þetta og þýða yfir á íslensku. Er ekki alveg að ganga eins og gefur að skilja.. hehemm.. annars þá var helgin góð. Árshátíð Stöku og kirkjukórsins, þar sem Queens Delight komu fram (vakti þó nokkra lukku :) og svo var það kokteilakvöld hjá Flosa á laugardag (endað í afmæli á Pan). Sunnudagurinn fór að mestu í afslappelsi, fór þó og sótti hjólið til Flosa og horfði á nokkra þætti með honum, peter og arnari :) Lestrarfrí var í skólanum í dag. Ég svaf allt of lengi, náði þó að fara og athuga með húsaleigubætur og svo plataði bekkjarsystir mín hún Ann Kristin mig í sund. Syntum 1,2 kílómetra. Mikið eða lítið? Veit ekki, sundferðir mínar í gegnum tíðina hafa einkum verið með fókus á hið félagslega og hef ég tekið meiri þátt í heitupottamenningunni en hinni eiginlegu sundmenningu. Þar sem nánast enga heitupotta eru að finna hérna í Danaveldi þá er lítið annað hægt að gera en að synda þegar farið er í sund, sem er jákvætt að nokkru leyti. Heitupottaumræðurnar fara fram á knæpum borgarinnar sem skýrir að hluta drykkjusiði landans. En já, tirsdagsrækken bíður, á morgun er það svo Workshop með Force4 arkitektum, þá sömu og gerðu hið lofaða BOASE verkefni (ef það segir ykkur eitthvað? :p)
vignir freyr // 6:45 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, mars 22, 2006:
Aftur hefur vaknað upp svo von að sönghópurinn sem áður gekk undir nafninu Lady Queens ft. Óskar Wild , þar áður Candy Floss for the Queen en nú Queens Delight komi með Comeback! já, eftir miklar mannaskiptingar (fyrst kom svafa, a.k.a red hot spice, svo kom telma - barbarella og nú loks regína (sem enn hefur ekki hlotið viðurnefni við hæfi, en hún hæfir sönghópnum afar vel). Mikil leynd hvílir yfir þessu öllu saman en eitt er víst að mannaskipan í öðrum röddum sönghópsins hefur haldist óbreytt síðan síðast (Candy Flos(i), Hrafnhildur (hrfff) og moi). Árshátíð Stöku og kirkjukórsins á föstudag á kollegíinu sem kennt er við Öresund. Stay tuned.
vignir freyr // 10:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, mars 15, 2006:
hversu margir geta státað af því að eiga þvottakörfu með 3 ára ábyrgð :P var að fjárfesta í þvottakörfu fyrr í dag, fékk hana á góðum prís, nokkuð stílhreina og fína úr möttum málmi og með svörtu loki. birti kannski mynd af henni við tækifæri ;) fyndið að vera að blogga um þvottakörfu en halló?! 3 ára ábyrgð? hehe.. hvað er málið með það?
vignir freyr // 8:04 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, mars 13, 2006:
mánudagar til mæðu? ég er allavega búinn að vera helvíti þreyttur í dag. Hópverkefni (er ekki komið gott af þeim?) - þurftum að byggja sameiginlegt landslagsmódel fyrir workshop og gera verkanalyse fyrir kúrs sem við erum á (er ekki nóg komið af kúrsum?) já, talandi um að hafa nóg að gera. heyrði reyndar af því að krakkarnir á deild 9 eru á autocad námskeiði frá 17-21 þessa vikuna. langir dagar semsagt. helgin var annars góð. takk öllsömul sem gáfu sér fært að verja með mér tíma :) við arnar slógum í gegn á Le Freak á pan, vöktum athygli fyrir afar flott dansspor .. hehe ;) Le freak eru fyrir þá sem ekki vita mánaðarleg partý að erlendri fyrirmynd. oftar en ekki "leigður" dj og dansarar frá London, staðurinn skreyttur (í þetta skipti voru listamenn með innsetningar) og það er nokkuð margt fólk sem mætir. Aðalmálið var þó hversu duglegir við Hjörtur vorum að baka á laugardaginn - bökuðum fjórfalda uppskrift af gulrótarköku, notuðum ekta vanillustangir í kremið og ökologiskan sítrónubörk (við viljum ekkert ógeð í okkar krem!) og svo var pönnukökupannan mín vígð. Við sáum semsagt um kökukaffið fyrir stöku í jónshúsi á sunnudaginn :) borðuðum líka dýrindis mat (ég, magnus og hjörtur) á laugardagskvöldið og horfðum á www.melodifestivalen.se og sáum come-backið hennar mjög-svo-hysterísku-CAROLU sem vann eurovision hér um árið, hún hafði mikinn sannfæringarkraft þegar hún söng lagið "evighet" og svei mér þá ef hún verður ekki þáttakandi svíþjóðar í fyrrnefndri keppni. nú ætti ég að vera rosalega duglegur að skissa og koma með magnaða hugmynd að plani að nýjum byggingarhluta í Veksö en það gengur treglega :/ enda kannski ekki furða, lítið sofið um helgina og nú er klukkan farinn að ganga tólf (að miðnætti) og bráðum kominn háttatími. hrafnhildur kom og eldaði með mér í kvöld (hún sá nú um megnið af eldamennskunni nema hvað, ég ristaði brauð, skar lauk og papriku.. skellti svo í jarðarberjasjeik/bragðaref í nýja flotta blandaranum mínum! frosinn jarðaber, nýmjólk, smá sykur og knas súkkulaði (súkkulaði með litlum kornkúlum) - bragðaðist afar vel! (er fólk komið með vatn í munninn?) á döfinni er svo æfingaferð með stöku í árósum, finnlandsferð (og stutt stopp í stokkhólmi) í lok apríl/byrjun maí og Nord atlantisk korfestival hér í köben um miðjan maí.. verkefnaskil koma svo þarna á víð og dreif! well, aftur að skissa..
vignir freyr // 9:51 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, mars 05, 2006:
Velkomin inn á heimilið mitt! :) fleiri myndir hér! já, þann tíma sem ég hef ekki verið upp í skóla hef ég reynt að nota í að koma mér fyrir hérna í litlu kollegíkytrunni minni. mér finnst hún satt best að segja alveg passleg að stærð (glugginn stækkar herbergið nú ansi mikið eins og sést á myndunum). Í vikunni sem leið hef ég meðal annars farið á "ikeafyllerí" þó kom ekkert áfengi þar við sögu aðeins sænskar kjötbollur, búsáhöld og húsgögn og reyndar komu þar einnig við sögu þeir öðlingar (og fyrrum samleigjendur mínir) magnus og hjörtur og svo má ekki gleyma henni ester sem veitti afar faglega ráðgjöf. Það kemur mér á óvart að það sem ég hef keypt inn upp á síðkastið hefur flest allt verið frekar mjúklega formað allt að því hringlótt (mætti líkja við sixties-stíl) nú ætti hún halla mín að vera ánægð með mig þar sem ég er vanalega frekar "square". ég er frekar fúll þó að fallegi blenderinn minn sem ég keypti í hinu víðfræga (en þó mjög svo lokal) amagercentri virkar bara engan veginn.. vona ég geti skipt í nýjan - það er allnokkur hætta á að hann verði nefnilega uppseldur á morgun :( í gær var svo fyrsta matarboðið.. en það voru tveir meðlimir queens delight, þau óskar wild og hrafnhildur drottning býflugnanna. við/(hrafnhildur átti nú mestan partinn) elduðum nokkuð góðan kjúlla, spiluðum manna og horfðum á eina og hálfa vídjómynd, ekkert smá huggulegt. en planið er núna að fara í innflutningskökuboð til hennar jóhönnu! má ekki vera of seinn, ef ég þekki hana rétt hefur hún hrært í dýrindis vöfflur! :)
vignir freyr // 1:41 e.h.
______________________
segdu thina skodun
laugardagur, febrúar 25, 2006:
sit hérna á Dalslandsgade, kollegíherberginu mínu, að hlusta á tónlist við kertaljós. arnar á leiðinni og planið er að hafa það huggó, hver veit? aldrei að vita nema maður drattist út á næturlífið.. á eftir að kaupa ýmislegt í búið, búinn að koma auga á kolla og fleira sem ég er að spá í að fjárfesta í í vikunni, IKEA, hvað annað? (akkúrat núna kom gusgus lagið, david á fóninn - eitt af skemmtilegri partýlögunum - já, ég er að reyna að gera mitt besta til að koma mér í stuðið :) kláraði kúrs dauðans í gær, föstudag. fæ nýtt verkefni á mánudag .. kemur til með að vera spennandi. allt að gera núna, er í skrýtnu skapi - ætli það sé ekki viðbrigðin að vera fluttur frá hirti, magnusi og emilíu (fuglinum hans hjartar) .. ekki það, sakna ekkert sérlega fuglsins, hún bítur! annað en hjörtur og magnus sem eru algjörir ljúflingar (og bestu skinn). hvað á maður að gera í sumar? -fá sér vinnu í Danmörku -reyna að fá praktíkpláss á arkitektastofu á íslandi -önnur vinna á íslandi -gera hvað ég get til að heimsækja hannes bróður og gerði í L.A. í ágúst (spurning hvort að vinna heima væri nauðsynleg til að hafa möguleika á því) kostirnir við að vera hérna í köben: heitara sumar. ströndin, almenningsgarðarnir (picnic, badminton, línuskautar) möguleiki á að skreppa í skottúra til menningarborga evrópu fjörlegra skemmtanalíf/tónleikar o.s.frv. spurning hvort maður hafi möguleika á að vera í köben aftur yfir sumar? kostir heima: vinir, fjölskylda, sumarbústaðaferðir, peningur .. l.a. ferð! hvað segir fólkið?
vignir freyr // 8:45 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, febrúar 19, 2006:
FLUTTUR! er þó á Tingvej núna (gamla staðnum) og er að ryksuga núna og vaska upp.. fattaði að ég hafði gleymt að flytja þvottagrindina mína með mér, tek annan göngutúr síðar og sæki hana, efast þó um að það verði í dag.. lendi ekki í vandræðum fyrr en ég þarf að þvo :P fyrirboði? varð vitni að því að emelía, páfagaukurinn hans hjartar, felldi stélfjöður, hún féll (nánast) að fótum mér, er þetta fyrirboði? góður eða slæmur? hitti stelpu í gær, sem fyrir algjöra tilviljun býr akkúrat fyrir ofan mig. þannig að ég er ófeiminn að banka með kústinum í loftið ef það verður einhver hávaði! hún má gera slíkt hið sama.. gærkvöldið var rosa fínt, fór út að borða með gullu (mömmu ásgeirs) og þórunni (systur ásgeirs) í tilefni af tvítugsafmæli þeirrar síðarnefndu.. borðuðum indverskt sem var mjög gott, hreinsaði að hluta kvefið sem hefur verið að angra mig í nokkurn tíma :P eftirá: frekar slappt kvöld á pan.. spurning hvort ég var bara slappur? en já, ætli það sé ekki ráð að fara að skella sér upp á kollegí og reyna að pakka upp úr kössunum :) meðan ég geri það getiði byrjað að skrifa mér póstkort nú eða bara senda mér apollo-lakkrís konfekt (annað íslenskt góðgæti kemur líka vel til greina) ;)
vignir freyr // 1:47 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, febrúar 16, 2006:
ohh.. horfi með hyllingum til síðustu helgar, átti yndislega stund nefnilega á föstudagskvöld uppí "sveit", þ.e. ganlöse, í útjaðri Kaupmannahafnar, með stjána frænda, sólveigu, laufeyju og jóni steini. Spiluðum póker til að verða 3, texas útgáfuna/opin póker! frekar skemmtilegur ;) gaman að koma á svona almennilegt HEIMILI, litlu frændur mínir eru líka svo miklir grallarar svo maður náði litlum svefni þá nóttina.. (ég endaði semsagt með því að gista) vann með "queens delight" kvartettinum ft. oskar wild - fyrir Stöku á þorrablótinu, alveg ágætt.. hefði satt best að segja ekki annars nennt að fara á ballið. Við Flosi stungum af um hálf eitt leytið til að fara á "le freak" partíið á pan. Það var mjög gaman, svona eiginlegt breskt klúbbakvöld á neðri hæðinni og þetta "venjulega" popp á þeirri efri. en já, ætti að vera að læra núna, þar sem ég þarf að byrja að pakka niður dótinu í kvöld - flyt á laugardag! búinn að panta bíl og nú verður keyrt á þetta :) þ.e.a.s. ef einhver getur hjálpað mér :P hehemm, hjörtur og magnús eru sko í London núna..
vignir freyr // 3:48 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, febrúar 10, 2006:
vika síðan síðasta blogg.. það hefur sosum ekkert mikið gerst síðan, er á frekar leiðinlegum kúrsi í skólanum, fyrirlestrarnir hafa flestir ekki verið upp á marga fiska, búinn að bíða í ofvæni eftir helgarfríi.. kíkji væntanlega í matarboð til kristjáns frænda og fjölskyldu í kvöld, það er í Ganlöse eða álíka. Ekki margir sem hafa stigið fæti sínum í þann hluta kaupmannahafnar, svo það verður forvitnilegt að sjá hvernig andrúmsloftið er þar miðað við innri köben. á morgun er svo hið alræmda þorrablót, verð að vinna á barnum fyrir kórinn minn, stöku og það er svona spurning hvort maður láti sjá sig eitthvað á lífinu eftir það.. kemur í ljós. góða helgi!
vignir freyr // 1:07 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, febrúar 03, 2006:
fyrir thá sem hafa fylgst med mínum æsispennandi línmálum undanfarid (spurning um ad gera lín ad føstum lid hérna á blogginu?) en allavega: gódar fréttir af línmálum.. ..ætti ad fá borgad á mánudaginn! their hafa loks samthykkt mitt skrítna skólakerfi (illómøgulegt ad falla á "ønn" en thar af leidandi theim mun léttara ad falla á ári og einkunnir skipta svo ad segja ENGU máli í mínum skóla - fáum thær bara einhverntíma - fyrsti veturinn sem var yfirhøfud gefid einkunnir var sídasta vetur) en já, meira um minn skrítna skóla sídar.. ..nú er komin helgi og ég er ad spá í ad fylgja gømlu húsrádi og leggja hausinn yfir gufu. spurning hvort hægt sé ad búa til ordatiltæki úr thessu? "ad leggja hausinn yfir gufu" gæti thýtt ad hreinsa hugann .. eda losa sig vid einhvern óthverra. gæti notast á thennan hátt: ég ætla út ad labba og leggja hausinn yfir gufu. nei, virkar kannski ekki alveg, en ég er samt ad spá í ad leggja hausinn yfir gufu "í ordsins fyllstu" og hrekja út thetta óthverrakvef í eitt skipti fyrir øll! góda helgi øllsømul, sný aftur - vonandi kveflaus og med hreinan hug - von brádar.
vignir freyr // 3:59 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, febrúar 02, 2006:
búinn ad vera slappur sídustu daga, eiginlega med órádi ef ég á ad segja eins og er. Hef thar af leidandi ekki treyst mér til ad rita nokkud á thetta blogg thar sem ég hef ekki fulla stjórn á thví sem ég segi eda geri thessa dagana. Reyndar er ég mun skárri í dag svo ég ákvad ad reyna, thó hættulegt sé, ad skrifa eitthvad af viti. viturlegt af mér, ekki satt? øresundskollegíflutningur áætladur eftir ca. tvær vikur. búinn ad skrifa undir samninginn semsagt. á eftir ad borga tryggingu og leigu og eitthvad virdast lánin ætla ad láta á sér standa, eflaust ad hluta mín søk thar sem umsóknin virtist ekki hafa komist til skila sídastlidid haust! thad er enganveginn hægt ad treysta á thessa rafrænu tækni, ekkert frekar en thad var hægt ad stóla á ad skriflegur póstur kæmist til skila hér í "den". rafrænt edur ei, fékk fødur minn til ad skila inn skriflegri umsókn, og nú inná skrifstofu lín svo ad thad færi nú ekki neinar krókaleidir og helst beinustu leid í réttar hendur.. en enn bíd ég. jæja.. get sosum gert eitthvad af viti medan ég bíd. tharf ad fara ad tala vid hópinn minn, enda var ég veikur heima í gær og ekki alveg med á nótunum í verkefninu.
vignir freyr // 11:50 f.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, janúar 25, 2006:
tølvukúrsinn í fullum gangi.. gerdi thad ad verkum ad ég missti af "opinni"prufu fyrir "skruen strammes" eda "turn of the screw" (benjamin britten). medlimir af ungopera.dk hafa thess kost ad geta fengid ad mæta á opnar prufur og sérvidburdi, thó yfirleitt á skólatíma svo ég hef átt erfitt med ad komast :/ strætó í morgun gekk ekki. strætóbílstjórarnir tóku upp á thví ad halda fund kl. 7 ad morgni sem dróst frameftir morgni, fáránlegt! their voru pirradir yfir hversu illa/ekkert er skafid nú thegar byrjad er ad snjóa, á íslandi myndi thessi snjókoma varla teljast snjókoma! their eru óvanir drífunni thessir blessudu økumenn. spurning hvort their hafi lagt nidur vinnu allan daginn? en ég hafdi nú verid ad spá í ad labba heim hvort sem er enda mjøg stillt og í raun fallegt vedur. en já, hér ad ofan og nedan má sjá "afrakstur" tølvukúrsins (auto-viz) sem ég er á. fyrri "renderingin" er búin til med "skylight"-sól, "area light" og "omni lights" (minnir mig ad thau heiti) og løgud til í photoshop á eftir og sú seinni er "mental ray rendering".
vignir freyr // 2:30 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, janúar 24, 2006:
Talandi um TILVILJUN. já, viti menn, LIFE is FULL of surprises! ;) Thad er hérmed stadfest ad "íbúdin" mín tilvonandi á øresundskollegíinu er tilvonandi fyrrum íbúd jóhønnu himinbjargar hauksdóttur, skólasystur minnar og vinkonu med meiru :) Vid vorum búin ad vera ad djóka med thetta ad ég gæti hugsanlega fengid íbúdina hennar thegar hún flytur í stærra og thad reyndist svo vera hreinasti sannleikur. Thad er nú ekki verra, thá get ég allavega verid viss um ad ég er ekki ad fara ad flytja inn í kakkalakkaíbúd :P sagan segir ad krøkkt sé af theim í vissum hlutum kollegísins og kvikindin hafi borist med økologisku grænmeti (eflaust frá svíthjód, their eru svo náttúruvænir ;) og nád ad fjølga sér í sódalegustu íbúdunum, ullabjakk! en já, er á tølvukúrs ennthá, á fullu ad "rendera" setja ljós á módel og vinna í photoshop. frekar svona rólegt og threytandi til lengdar. Helgin var rosa fín, hygge og aftur hygge, hygge med eythóri á oscar á føstud. vídjóhygge yfir "voksne mennesker" og "en kort en lang" ásamt íslensku ofurskvísunum af ødru árinu (elín komst thví midur ekki :P) og óvænt afmæli arnars á sunnudeginum, ég vissi ekki af thví fyrr en thá! fórum út ad borda á peder oxe ásamt hinum dansk-íslenska kjartani og kíktum adeins út á eftir med thomasi vini arnars og kjartans. allt saman mjøg huggulegt og ég var duglegur og mætti (næstum) á réttum tíma í skólann í gær :) gerdi svolítid af mér, keypti mér skó rétt fyrir lokun í magasin í gær! vid hrafnhildur rømbudum fimm mínútum fyrir lokun á "young trend" deildina á efstu hædinni, hún fór ad máta peysur á fullu og ég skó, hehe.. madur vard ad taka ákvørdun 1 2 og 3 thví øryggisverdirnir voru komnir ad henda okkur út, svo vid ákvádum ad skella okkur á thessi kjarakaup! (enda 20 prósent slutspurt aukaafsláttur!) ég var nú búinn med útsølukvótann en hvad getur madur gert, ég vard ad réttlæta veru mína í búdinni eftir lokun med thví ad smella mér á skóparid :P koma sér vel thegar fer ad vora. moleskine dagbækurnar - hreinn unadur! :) fann loksins moleskine dagbók og thad í ordning og reda í magasin. Tharf náttúrulega ad vera svo skipulagdur, og thessar dagbækur/skissubækur eru hreinn unadur! jæja.. back to the rendering business!
vignir freyr // 2:01 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, janúar 18, 2006:
magnaðar fréttir eftir langa og stranga bið eftir kollegíherbergi þá fékk ég loks úthlutað einu slíku á hinu víðfræga kollegíi, öresundskollegíinu. Það er fyrir þá sem ekki vita staðsett hér á amager, ekki svo langt frá því sem ég ég bý núna. þess má einnig geta að þetta umrædda kollegí er það stærsta sinnar tegundar í Danmörku og hefur í gegnum tíðina verið heimili margra stúdenta. Það herbergi sem ég fékk úthlutað er um það bil 20 fermetrar að stærð, með 2 fermetra stóru (litlu) baði og 2 fermetra stóru (pínulitlu) eldhúsi sem einnig gegnir því hlutverki að vera inngangur herbergisins (hinnar agnarsmáu "stúdíóíbúðar"). Herbergið sjálft er 13 fermetrar og sosum ekki yfir því að kvarta. Einhverjir velta því eflaust fyrir sér, "en hvað með höllina? tietgenkollegíið".. já, það verður ekki tilbúið fyrr en seint og um síðir - danirnir gera mistök eins og annað fólk og eiga það til að treina sér hlutina.. þó finnst mér tietgenkollegíið ívið kræsilegri kostur en öresundskollegíið, plúsarnir við það síðarnefnda eru þó að ég er með lítið eldhús inná herberginu, það er mun ódýrara og það er greiðari aðgangur að hinni ýmsu þjónustu en aðalókosturinn við tietgenk. er að þar deilir maður eldhúsi með 10 manns. en já, 15. febrúar ætti ég að fá afhendan lykil (nema eitthvað komi nú uppá - sem væri nú alveg týpískt). hér fylgir plan íbúðarinnar: og mynd að utan: en já, meðan ég man.. helgin síðasta var æði :) takk fólk og þó sérstaklega arnar og flosi fyrir laugardagskvöldið! ;)
vignir freyr // 5:40 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, janúar 13, 2006:
var að koma heim af fredagsbar.. úff mar. barinn byrjaði um leið og krítík lauk en það var strax klukkan 15:00, klukkan er nú að nálgast 00:00 :P semsagt 9 tímar síðan barinn byrjaði. Troðfullt var á barnum strax uppúr fjögur (á auglýstum opnunartíma) en ástæðuna má rekja til þess að þetta var fyrsti fredagsbar eftir jól og fólk þyrst í bjór - verðið var ekki í verra lagi, þ.e. 3 fyrir 20 dkr. reyndar harboe bjór (einna ódýrastur hérna) en það er ýmislegt sem maður sættir sig við í félagsskap vina og vandamanna. Helstu ókostirnir eru þó hversu mikið er reykt á þessum börum, eins slæm og loftræstingin er í skólanum! það verður ólíft á deildinni í viku á eftir! bekkurinn minn er sem betur fer að fara á tölvukúrs og það ekki fyrr en á þriðjudaginn, svo maður sleppur vel í þetta skiptið :) jæja, ætli maður fari ekki að drífa sig í háttinn.. reyndar í fyrra lagi (aldrei þessu vant), klukkan ekki nema rétt rúmlega miðnætti! :P
vignir freyr // 10:48 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, janúar 12, 2006:
hvurslags lúxuslíf sem maður lifir þessa dagana.. var að enda við að borða sneið af EKTA sacher tertu .. nammi namm. Hjörtur og Magnús lánuðu nefnilega austurrískum tengdaforeldrum ingibjargar (stökumeðlims með meiru) íbúðina yfir jólin og skildu eftir sig tandurhreina íbúð, mozart kúlur og sacher tertu. Magnús lagði til að sacher tertan yrði snædd í kvöld til að halda upp á það að ég hafi loks fengið nýjar bremsur á hjólið mitt (það þarf oft ekki merkilegt tilefni!) en ég bætti nú við annarri ástæðu til að fagna, en það eru velheppnaðar verslunarferðir að undanförnu. ég hef nefnilega gert ansi góð kaup á útsölunum sem eru í gangi hérna, kaupmannahöfn stendur svo sannarlega undir nafni eins og stendur. Afraksturinn felst í frakka, gallajakka, converse skóm, skyrtu og 3 bolum :) en ástæða þess að ég gat yfirhöfuð verslað mér á útsölunum er sú að ástkærir foreldrar mínir gáfu mér "gjafabréf" í afmælisgjöf (takk fyrir mig!) svei mér þá ef það er ekki bara dekrað enn meira við mann eftir maður flytur að heiman! ;) gennemgang á skissuverkefni á morgun og svo tekur helgin við með sínum ævintýrum. Strákarnir eiga von á gestum frá svíþjóð svo hver veit nema þeir komi með góða skapið með sér :) Staka treður svo upp á laugardaginn á afmæli "dansk-islandsk samfund" í menningarhúsinu á BRYGGEN. Vigdís Finnboga (hin eina og sanna) verður á staðnum ásamt Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. Ef einhver íslendingur væri eðalborinn væri hann eflaust á staðnum, en Vigdís er væntanlega næst því sem kemst því að vera "drottning Íslands". Svo er nú aldrei að vita nema einhver úr dönsku kóngafjölskyldunni "dúkki" upp ;)
vignir freyr // 9:43 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, janúar 11, 2006:
vignir freyr // 7:50 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, janúar 06, 2006:
horft fram á veginn.. (á myndinni eru, kaja, jóhanna og ég - tekin í afmæli helga í september 2004 - vá hvað tíminn flýgur!) ..já, er það ekki það sem maður gerir svona í upphafi árs. Er svona við það að komast í danska gírinn, talandi um gíra, þá þyrfti eflaust að stilla gírana á hjólinu mínu eitthvað, þeir eru allavega hálfleiðinlegir :P og ég þyrfti einnig að skipta um bremsuklossa til að ég fari mér ekki að voða. Maður er ekki alveg vanur svona viðhaldi á hjólum, enda hafði maður varla stigið fæti á hjólið síðan áður en maður fékk bílpróf! en hér í köben er maður ekki maður með mönnum nema maður ferðist um á umhverfisvænan hátt :) en já, það er allavega einkennilegt að vera kominn út aftur, maður er ekki alveg tilbúinn til að takast á við skólann, fengum úthlutað skissuverkefni þann 4. janúar síðastliðinn og sem betur fer gat maður valið um að vinna sjálfstætt, get ekki boðið fólki upp á að vinna með mér akkúrat núna en það er spurning um að kíkja á útsölurnar um helgina til að fríska mann við svona í grámyglunni? Eva var hérna hjá mér í nótt, greyið svaf ekki nema tvo tíma áður en hún flaug hingað (kannast við það! :P) en við tókum því rólega, kíktum í H&M þar sem hún hefur ekki aðgang að soleiðis í MALAGA .. en þetta var voða huggulegt, takk fyrir að kíkja við eva mín :) vaknaði til að kveðja evu í morgun en ákvað svo að vera ekkert að stilla vekjaraklukkuna, ætlaði aðeins að leggja mig en ég rankaði við mér á hádegi! en það var kominn tími til að ég svæfi almennilega, var nefnilega ekki búinn að sofa nógu vel síðan ég kom hingað út :P góða helgi og gleðilegan þrettánda! jólin eru formlega yfirstaðin..
vignir freyr // 3:34 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, janúar 05, 2006:
gledilegt nýtt ár øllsømul! :) takk fyrir yndislegan tíma á íslandi, leitt ad geta ekki hitt alla, en thad er takmarkad sem áorkar á adeins tveimur vikum. útskriftin hans brósa, útskriftarbod høllu, afmæli, thorláksmessa, jólin med tilheyrandi jólabodum, kóræfing, (velheppnadur:) konsert! og áramót. já, dagskráin var théttskipud, nádi thó ad troda í mig einni pylsu milli thess sem kjaftad var, bordad og sofid. en allavega, tími til kominn ad rjúfa bloggthøgnina med krassandi fregnum frá køben, eda eru thær svo krassandi? thær verda thad væntanlega thegar madur verdur búinn ad hrista af sér fyrstu-daga-skólathreytuna! :) annars hefur thetta gengid hálfbrøsuglega svona fyrstu dagana.. svaf nánast ekkert fyrstu nóttina hérna (hvad thá nóttina fyrir flugid - flaug kl. 7.30 ásamt ester) thegar ég ætladi ad hjóla í skólann kom ég ad rydgudum lásnum, gat ekki opnad hann, tók metro og strætó og kom thar af leidandi adeins of seint í skólann :P er svo ad fara ad taka á móti henni evu vinkonu á eftir, hún ætlar ad vera hérna fram á morgun, en thá flýgur hún til spánar :) spurning hvad vid gerum okkur til dundurs? kannski efni í kræsilega søgu? ..to be continued
vignir freyr // 9:59 f.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, desember 25, 2005:
hóhóhó og gleðileg jól! :) búið að vera voðalega huggulegt síðan ég lenti á klakanum.. takk allir sem mundu eftir mér á afmælinu mínu! ;) útskriftarboðið hjá höllu, jólaföndur hjá dr.Þórunni Guðmundsdóttur, afmælið mitt og miðbæjarrölt á þorláksmessu, allt saman einstaklega vel heppnaðir viðburðir! :) en annars; aldeilis pakkaflóðið sem hefur runnið yfir mann, fékk margar fyrirtaks gjafir og ber þar hæst að nefna sennheiser heyrnartól og pönnukökupönnu! heyrnartólin voru sko efst á óskalistanum :) næst á dagskrá, jólaboð hjá gunnu frænku á morgun, jóladag en heima hjá mér fyrir föðurfjölskylduna á annan í jólum. TÓNLEIKAR STÖKU svo á þriðjudag, þriðja í jólum :) well.. ætli það sé ekki kominn tími á miðnætursnarl :)
vignir freyr // 12:46 f.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, desember 20, 2005:
Kominn heim.. þ.e.a.s. til íslands, mitt annað heimili. næst á dagskrá: klipping, útskrift, matur, afslappelsi, afmæli, þorláksmessa, matur, jól, matur o.fl. m.a. matur. og jú, má ekki gleyma aðalmálinu:jólaTÓNLEIKAR kórsins stöku í Langholtskirkju þann 27.des! 1000 kr inn (nákv. tímasetning kemur síðar) ALLIR að MÆTA! :)
vignir freyr // 11:11 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, desember 15, 2005:
Síðasti skóladagurinn á morgun.. búið að vera mikið að gera hjá mér, ég valdi mig í hópinn sem sá um layout fyrir sýninguna sem opnar í tengslum við opnunina á verkefni bekkjarins (á morgun kl. 15 hérna bakvið "magasinbygginguna" fyrir þá sem eru í grenndinni!) við vorum svo heppin að fá styrk fyrir prentun á plakatinu en það kostaði rúmar 50-60 ÞÚSUND ísl. krónur að prenta það út (4 metrar á lengdina og hátt í 3 metrar á hæð). en nú er frátalið kostnaður á skumpappanum og spraylíminu sem við notum til að klístra "planchann" upp - þar er annar 13.000 kall. en já, nú sit ég upp í skóla að gera jólaprógramm, jú, viti menn STAKA ætlar að halda jólatónleika á ÍSLANDI! þann 27.des í Langholtskirkju! allir að mæta, þá meina ég ALLIR :) annars þá er ég smá stressaður yfir jólagjafainnkaupum, þau ætla ég að reyna að klára um helgina, enda gefst enginn tími til þess heima á íslandi :P
vignir freyr // 8:53 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, desember 12, 2005:
síðastliðin helgi var meira og minna tileinkuð stöku.. á föstudaginn var héldum við jólatónleika í skt. pauls kirkju (sem er kirkja íslenska safnaðarins í köben). tónleikarnir voru afar huggulegir og nokkuð vel heppnaðir, boðið var upp á jólaglögg og "eplaskífur" uppí jónshúsi að tónleikum loknum. á laugardeginum söng staka svo á norður atlantísku jólatónleikunum en þar komu einnig fram íslenski kirkjukórinn, íslenski kvennakórinn, færeysku kórarnir mpiri og húsakórið sem og tveir grænlenskir kórar. Eftir tónleikana var svo einkar huggulegt teiti (með mat og tilheyrandi) í færeyingahúsinu :) þar fluttu "lady queens and oscar wilde featuring freddy mercury" þ.e.a.s. ég, svafa, flosi, hrafnhildur og óskar einkar eftirminnilegt skemmtiatriði sungum bohemian rhapsody (óskar spilaði afar vel á píanóið ;). lauk helginni í góðra vina hópi heima hjá svöfu þar sem horft var á nightmare before christmas og borðaður ís úr paradís! :)
vignir freyr // 1:09 e.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, desember 07, 2005:
Settu nafnið þitt í kommentakerfið og... 1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig 2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig 3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig 4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér 5. Ég segi þér hvaða dýr þú minnir mig á 6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig 7. Ef þú lest þetta verðuru að setja þetta á bloggið þitt!
vignir freyr // 6:28 e.h.
______________________
segdu thina skodun
haha! vid sitjum hérna, ég, ásta og svafa uppí rúmi á rasmus (klumpur) nielsens kollegíinu á amager (2300 S Forever). Ásta í sneaky fox kjólnum með fæðingarblett á hnénu. vorum að borða rúgbrauð og skonsur með kaffinu, rákumst svo á þó ekki við (í hinu mesta sakleysi) þessa mynd á netinu.. hver í ósköpunum notaði okkur ástu í nokia auglýsingu? tom waits á fóninum, létt jólastemmning (létt 96,7 var eitthvað í lamasessi).
vignir freyr // 10:06 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, desember 01, 2005:
bloggað, síðla kvölds frá jónshúsi. nýyfirstaðið er bókmenntakvöld Thors þar sem staka söng og seldi veitingar, sem voru ákaflega danskar; glögg og æbleskiver (deigbollur með sultu og flórsykur "on the side" - hefur lítið með epli að gera). Böðvar Guðmundsson og fleiri góðir lásu upp úr bókum. verkefni morgundagsins felst í að koma upp 4 metra háu vinnutjaldi (8x12m) eftir viku verður svo risin upp hátt í tveggja tonna múr sem kemur til með að vera skrifað um í fagtímaritinu TEGL. Er þreyttur enda klukkan að ganga tólf (að miðnætti) og fór að heiman fyrir 9 í morgun. afmælisbarn dagsins er mýa, til hamingju! :)
vignir freyr // 9:56 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 28, 2005:
helgin: föstudagur mugison tónleikar á lille vega subbukaraokebar á vesterbro pan club, kbh k ásamt flosa!! (takk flosi - þetta var rosalegt ;) þar voru stigin villt dansspor (nokkur ný búin til en önnur fengin að láni .. "tannþráðinn" lærði ég hjá karól og tinnu) laugardagur jólamarkaður í kantínu arkitektaskólans jólamarkaður í jónshúsi samloka á "sandwich" með ellen (rákumst á jóhönnu og elín þar) partý hjá viðari (ásamt eyþóri, hirti, ellen og ester!) pan club, kbh k ásamt fyrrnefndu liði :) cozy bar (alls ekki svo cozy svona seint að "kveldi") sunnudagur jólatívolí ásamt laufeyju frænku, jón steini, sólveigu og litlu frændunum (afmælisbarninu) ægi, eyjólfi og ara :) endað á hereford steikhús (og smá tívolí) takk fyrir mig! þetta var rosaleg helgi. nú: verkefnisvinna, er þó á leið heim enda komið fram yfir kvöldmat!
vignir freyr // 6:16 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, nóvember 25, 2005:
beauty and the bitch.. ég meina beast :P í gær ásamt svøfu, esteri og telmu :) rosa væmin og fín sýning fyrir svefninn (eda var thad kókóbollinn og braudbollann heima hjá systrunum sætu sem gerdi útslagid?) allavega, huggulegheit í hávegum høfd. í kvøld er svo allt annad en væminlegheit á dagskránni: MUGISON á lille vega ;) en akkúrat núna er mellemkrítík á nýja verkefninu (blokmurværket) sem verdur byggt upp í 1:1 hérna bakvid skólann. spennó :) góda helgi
vignir freyr // 10:16 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 21, 2005:
uppskrift af jólagløggi frá thví í partýinu á føstudag: gløggmix 1l eda meira rúsínu og møndlumix (eftir smekk) hálf flaska raudvín (slumpa) hálf flaska jägermeister (thegar enginn sér til!) sletta af whiskey (helst úr glasinu hennar ástu) 3 c-vítamíntøflur í freydiformi (til ad gera thetta nú adeins hollara, en einnig til ad fela jägermeister- og whiskeybragdid! :P) (einhver kom svo med uppástungu á kóræfingu í gær ad henda alkaseltzer tøflum út í til ad fyrirbyggja hausverk og thynnku) borid fram í stórum bollum - ég vil taka thad fram: uppskriftin er ekki mín (og eflaust fjølskylduleyndarmál) en thid farid ekkert med thetta lengra! :) en já.. takk fyrir sleepoverid á laugardaginn var ásta, ester og svafa! :) mjøg huggulegt og medan ég man.. mæli eindregid med nýju harry potter myndinni! algjør snilld :)
vignir freyr // 3:21 e.h.
______________________
segdu thina skodun
sunnudagur, nóvember 20, 2005:
óvænt sleepover.. er semsagt í góðu yfirlæti hjá svöfu og ester. ásta sefur værum svefni við hlið okkar svöfu. afrakstur samveru okkar síðastliðin sólarhring koma meðal annars fram í ljóðaformi.. + arkitektaljóð + rammi, rými rýni, sýni gerpitrýni rosa flottur prammi! + landslags(arkitekta)ljóð + sandurinn fauk yfir fjörðinn í fjarska fjöllin flæðandi. hraunið hylur grundu hvar ertu hvíta fold? + eðlisfræðiljóðið + varmaorkan hverfur hvert hverfur orkan? í hvarf hvar ertu orkuveita? + ljóð hafsins, ljóð drengsins + drengurinn liggur á steini og skerið faðmar hann að sér stjörnurnar horfa á meðan hafið gleypir hann í sig + tónlistarljóðið + hljómur næturinnar var moll hún lagði við hlustir, hrópaði en fékk ekki svar hvergi dúr að finna þögnin varð að myrkri.. jæja.. nú er málið að hrista af sér slenið og drífa sig á fætur :)
vignir freyr // 9:28 f.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, nóvember 18, 2005:
jæja.. skil búin og helgi framundan. einkennilega hørd krítík sem ég fékk, er enn ad melta thad sem kennararnir søgdu en thad má segja ad hún hafi verid frekar "direkt" - gerir thad eflaust ad verkum ad ég hef meiri upplýsingar ad vinna úr en ef ég hefdi fengid lýtalausa krítík? arkitektúrfagid heldur áfram ad koma mér á óvart.. en lexía dagsins er ad taka ekki krítíkina of bókstaflega, thad skrýtna er ad ég er bara nokkud sáttur vid verkefnid - vandamálid er kannski ekki mitt heldur theirra, kennaranna, sem skildu ekki verkefnid til hlítar? kannski er ég ad velta mér of mikid upp úr thessu thar sem ég vard ekki verst úti í "gegnumgangi" dagsins. en já, helgi og málid er ad kúpla sig út og gefa hausnum frí :) góda helgi!
vignir freyr // 2:33 e.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 14, 2005:
á leiðinni í skólann hjólaði ég með eftirvæntingu við í t.p. musik marked í hinu margrómuðu verslunarmiðsstöð, amager centret. Tilgangur ferðar minnar var að koma höndum yfir nýjustu breiðskífu poppdrottningarinnar madonnu; confessions on a dancefloor (ekki confession of a dancefloor eins og eflaust margir myndu ruglast og segja) fékk hana á gjafverði, 150 dkr eða 1500 krónur íslenskar.. tel mig hafa verið þann fyrsta sem verslaði sér plötuna í búðinni enda nýbúið að opna búðina og aðalmarkhópur verslunarmiðstöðvarinnar ellilífeyrisþegar og eflaust margir af þeim sem bölva tónlist drottningarinnar í sand og ösku. en já, diskurinn stendur algjörlega fyrir sínu, vinnur á við hverja hlustun (líkt og flestir hennar diskar í seinni tíð!) diskurinn hentar einkar vel ef stigin eru létt en örugg spor um gólfin með skúringamoppu í hönd, þ.e. við þrif eða barasta við hvert annað fjörlegt tilefni. nefndi ég að fólk sem kaupir diskinn öðlast 30 (kúl)points í leik lífsins. (nú er tækifærið að vinna inn kúlpointsin sem fólk missti um síðustu helgi!!) :) helgin: föstudagur - var svo duglegur í skólanum að ég ætlaði að verðlauna mig og kíkja með kaju og jóhönnu á apparat organ quartet tónleika .. eftir langan hjólatúr í rigningunni komum við að vega - í glugganum stóð: "udsolgt" eða á hinu ástkæra ylhýra: "uppselt". við létum það ekki á okkur fá og lögðum leið okkar á nærliggjandi kokteilbar, þar sat stelpa í dyrunum (í sínum mestu makindum) og spurði okkur hversu öldruð við værum: "22 ára" svöruðum við öll (nánast) í kór en neinei, þá var 24 ára aldurstakmark. ekki sniðugt. jæja.. löbbuðum nokkurn spöl og á nokkuð marga staði þangað við fundum einn með laust borð. fengum okkur ágætis kokteila og kíktum svo aftur niður á vega (þar sem tónleikarnir voru haldnir) og hristum skankana eilítið fram eftir nóttu, var þó komin í háttin á skikkanlegum tíma! :) laugardagur - þvottur þveginn.. vöffluboð hjá kaju þar sem boðið var upp á DELUXE útgáfuna (þ.e. segja með ís, súkkulaðisósu og sultu - en allt saman eftir smekk) um kvöldið kíkti ég í jólatívolí með gunnu frænku og vinnufélögum hennar. kíkt á eftir aftur til kaju og horft á spólu :) sunnudagur - lært smá.. kíkt yfir til esterar og svöfu í kaffi sem endaði í spóluglápi .. dagurinn í dag hefur gengið ágætlega - búinn að ákveða hvernig útsýnisturninn minn á að líta út - spurning hvort madonna hafi eitthvað hvatt mann áfram með sínum játningum? á morgun byrja ég allavega á módelinu.. verður spennandi að sjá hvað verður :P
vignir freyr // 5:44 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, nóvember 11, 2005:
ein ónefnd sem ég talaði við í dag var ekki alveg að kveikja hvað við ásgeir vorum á hallóvín (jú, hún reyndar vissi að ég var sótari ;) við vorum semsagt sótarinn og mary poppins úr samnefndri kvikmynd.. þ.e. ef fleiri hafa ekki áttað sig alveg á því :) en já.. loksins er kominn "smá gangur" í verkefnið (eins og danirnir myndu segja) verður væntanlega unnið þó um helgina. (að hluta allavega) en annars.. góða helgi :)
vignir freyr // 5:45 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, nóvember 10, 2005:
svellkaldur raunveruleikinn.. á í erfiðleikum með að einbeita mér að mínu blessaða verkefni (sem á að skilast á föstudag eftir viku) ekki nógu sniðugt. Snoozaði aðeins of mikið í morgun, spjallaði við magnus (öðrum af þeim sem ég bý með) og ég komst að því að hann væri líka snooze-alisti þ.e.a.s. háður snoozi. litlir hlutir að pirra mig.. þegar ég kem í skólann og ætla að stinga tölvunni minni í samband þá var engin innstunga laus sem þýðir það að ég þarf að fara og hafa upp á einhverjum kalli til þess að redda öðru fjöltengi .. nenni því ekki strax svo ég er lampalaus þangað til.. :P
vignir freyr // 10:38 f.h.
______________________
segdu thina skodun
mánudagur, nóvember 07, 2005:
halló halló (vín) :) kominn aftur eftir ansi hressandi ferð til stokkhólms. Þetta var rosaleg ferð! ;) meginatriði ferðarinnar voru eftirfarandi: miðvikudagur við palli vorum komnir ansi tímanlega niður á hovedbanann hérna í köben, enda ætluðum við að vera vissir um að ná lestinni! en viti menn, við biðum á vitlausu spori og enduðum með að þurfa (nánast) að hlaupa á eftir lestinni! skiltin á hovedbananum voru soldið villandi :P en við komumst semsagt í lestina og til stokkhólms þar sem ásgeir tók á móti okkur. kíktum aðeins út um kvöldið (átti bara að vera á einn pöbb en við enduðum óvænt á dansstað). það kom þó ekki í veg fyrir að við vöknuðum snemma á fimmtudeginum, enda átti sá dagur að vera helgaður verslunum stórborgarinnar. fimmtudagur vaknað snemma og kíkt í allar mögulegar (og ómögulegar) verslanir borgarinnar, vöruhúsin PUB, NK og GALLERIEN voru skoðuð og kongsgatan og drottningargatan þrædd. eftir maraþonverslunargöngu settumst við niður á kaffihús. Kvöldið fór svo í afslappelsi, enda þörf á að hlaða batteríin fyrir halló-vín sem var daginn eftir. föstudagur halló-vín undirbúningur og síðar partý. (bendi á myndirnar sem ég var að hlaða inn - svaka duglegur :) laugardagur tjékkaði á modernmuseet og arkitekturmuseet ásamt palla sem var svo elskulegur að kíkja með mér (þrátt fyrir þynnkuna) en við fengum okkur MAX hamborgara til að launa okkur erfiðið. mjög trendy og flott skyndibitakeðja - svíarnir mega eiga það, þeir eru trendy ;) um kvöldið kíktum við á modern-danssýningu, rosa gaman en borðuðum áður á grískum veitingastað. seinna sama kvöld var kíkt á klúbbinn lino og fengum við nóg af óskalögum (enda þekkti ásgeir dj-inn og við sögðum að palli ætti afmæli - hann á reyndar afmæli á þriðjudaginn). restin af kvöldinu er ritskoðuð af tillitssemi við gestgjafa..ógleymanleg atvik: (inside-jokes) palli með ferska move-ið: if you're feeling down and low/blue, just do this: BLllll.. (hrista hausinn og gera viðeigandi hljóð) - virkar vel ef fólk er þreytt eftir langan verslunardag eða á tjúttinu.ásgeir og palli : quotes frá "little Britain": "he's GORGEOUS!" - virkar vel á skemmtistöðum þegar þú vilt draga athyglina að þér og vinunum í kringum þig (en samt ekki nógu vel ef þú hefur augastað á einhverjum og vilt helst fara soldið leynt með það!!) "computer says No" - virkar vel þegar þú vilt segja nei en bara á "ferskari hátt". minni aftur á myndir: segja meir en þúsund orð: http://pg.photos.yahoo.com/ph/madonnusykur/my_photos takk fyrir mig ásgeir og palli! (finney og allir svíarnir líka! :))
vignir freyr // 2:32 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, nóvember 01, 2005:
svíthjód á morgun, kem væntanlega til baka med krassandi fregnir af hallóvín :)
vignir freyr // 12:14 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, október 28, 2005:
tjallinn (kallinn - ég) er barasta nýklipptur! ;) gerdi mér ferd upp í frederiksberg og lét klippa mig hjá henni ørnu á street-cut.. annad skiptid mitt hjá henni og ég verd ad segja ad hún veit sko hvad hún syngur/klippir. jámm, hjálmurinn / hjálmar á bak og burt .. .. helgin á næsta leiti, er ad gera upp vid mig hvort ég ætli á tónleika med færeyskum vísnasøngvara í kvøld eda kíkja vid á fredagsbar.. kannski madur geri bara bædi? en annad kvøld er halloween partý á amagerkollegíinu en hallóvínpartýid eina og sanna verdur í stokkhólmi á føstudag eftir viku! :) einhverjar uppástungur um búninga? anyone? en allavega.. góda helgi - er ad verda of seinn á gennemgang!
vignir freyr // 10:43 f.h.
______________________
segdu thina skodun
miðvikudagur, október 26, 2005:
skissuverkefni aldarinnar.. er að vinna massaskissuverkefni ásamt nemendum af deildinni (styttra og lengra komnum) .. einn gaur frá grimshaw arkitektum (breskur) kom til þess að setja okkur fyrir verkefni og leiðbeina okkur í gegnum það. grimshaw arkitektarnir gerðu m.a. eden projektið (sem þeir eru eflaust hvað þekktastir fyrir), margir myndu eflaust kannast við byggingarnar frá nýjustu james bond myndinni, die another day. verkefnið sem við fengum er svipað, semsagt að gera stórt "gróðurhús" fyrir hitabeltisplöntur en við vinnum eftir ákveðnum EVA tækjum - evolution viable architechture. - fyrir þá sem ekki skilja þá er þetta í sambandi við endurnýtingu náttúruauðlinda - sustainability. við eigum að reyna að gera "the most sustainable building in the world" . í fyrstu var ég að mygla yfir öllum tækni og faglegheitum en nú er ég nokkuð spenntur yfir þessu öllu saman enda ánægður með verk dagsins. ;) en já, helgin síðasta var hreint hin ágætasta, pizzuhygge á föstudagskvöldinu hjá esteri og svöfu (ásamt fleiri góðum gestum), louisiana og partý á laugardag (louisiana er án efa einn af áhugaverðari stöðum sem ég hef komið til í danmörku - æði að sjá loksins almennilega náttúru hérna ;) sunnudagurinn fór svo í afslappelsi, virtist ekki veita af þar sem nóg er að gera í skólanum þessa vikuna :P en já, palli kemur á laugardag og eftir viku verð ég í stokkhólmi! :)
vignir freyr // 6:42 e.h.
______________________
segdu thina skodun
föstudagur, október 21, 2005:
p.s. ég er ordinn mun skárri af kvefpestinni (fyrir thá sem vilja vita ;) )
vignir freyr // 2:38 e.h.
______________________
segdu thina skodun
ég er kominn í helgarfrí! :) var ad skila skúlptúrverkefninu í dag og thad gekk hreint ágætlega. fékk fína krítík og ég gæti ekki verid ánægdari med thá stadreynd ad vid fáum fyrst nýtt verkefni afhent á mánudag sem thýdir thad ad heilinn fær ad mestu frí um helgina (allavega hvad vardar skólann). ég get thar af leidandi einbeitt mér ad thví ad hafa thad huggulegt og skemmta mér í gódra vina hópi. støku(kór)partí á morgun, horrorthemapartí í stúdentahúsinu og 50 ára afmæli eurovision, sent út live, ad ég held frá parken (allt á sama degi!) fer allavega í kórpartíid en veit ekki hvort kveikt verdi á eurodæminu og hver veit nema leid liggi í stúdentahúsid sídar um kveldid.. ..í kvøld er themad huggulegheit thar sem vid svafa og ester ætlum ad hittast (ásamt frænda theirra og vinkonu). verdur væntanlega bøkud pizza og tjattad. og já svo má ekki gleyma væntanlegri louisiana-safnaferd á morgun ásamt hrafnhildi (adalsafnid í køben eda svo hef ég heyrt) fer thangad í fyrsta skipti! pantadi loks klippingu! ég ætla ad vera vel snyrtur um kollinn thegar ég legg leid mína í fyrsta skipti til stokkhólms :) já halla mín (ef thú ert ad lesa thetta) hjálmar fær ekki ad koma med til svíthjódar :P hef annars bara eitt ad segja: góda helgi øllsømul (fjølskylda, frændur, frænkur, vinir og vandamenn og hver sem nennir ad lesa thetta :P)
vignir freyr // 2:28 e.h.
______________________
segdu thina skodun
þriðjudagur, október 18, 2005:
ohh.. meika ekki alveg ad vera í skólanum í augnablikinu.. er ordinn frekar slappur/veikur, thessi kvefpest hefur verid hangandi yfir mér í nokkurn tíma og nú er svo komid ad ég er farinn ad vakna med smá hita og slappleika á morgnana, venjulega lídur thetta hjá um hádegisbilid en mér lídur ennthá svipad og thegar ég vaknadi :/ einhverjir myndu spyrja sig af hverju ég liggi ekki í rúminu akkúrat núna en svarid vid theirri spurningu er einfalt: Skil á føstudag. Svo erum vid ad vinna á verkstædunum (sem eingøngu eru opin frá 9-16 og yfirleitt bara fyrir 10 manns!) en thetta er allt saman ad bjargast.. ég ætla ad reyna ad komast sem lengst med verkefnid í dag og svo jafnvel barasta ad óska eftir leyfi á kóræfingu enda kallinn alveg á mørkunum á ad vera sønghæfur thessa stundina.. ..helgin var annars hreint afbragd. vid telma gerdumst mjøg menningarleg á kulturnatten og rømbudum inná opnun í illums bolighus á sýningu á nokkrum verkum errós. Eftir thad lá leid á tískusýningu thar sem ofurpíurnar elín og jóhanna sýndu (ásamt fleirum fatnad hannada af sossu) en sídan kíktum vid á kulturministeriet thar sem vid sáum m.a. sýningu frá verkum nemenda í Danmarks designskole. mjøg huggulegt allt saman. á laugardaginn var svo feiknastud í afmæli hjá honum bjøgga ;) thar var sko margt um manninn. :) nú: adeins tvær vikur í stokkhólmsfør :)
vignir freyr // 10:37 f.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, október 13, 2005:
ætli madur hendi ekki inn nokkrum línum svona medan madur er ad thessu (med "thessu" er átt vid tølvuhangs) ég næ ekki alveg ad halda einbeitingunni vid nýja verkefnid (sem verdur thó brátt gamalt thar sem vid eigum ad skila thví strax á føstudag eftir viku, yikes!) en jamm og jæja.. thetta bjargast nú allt saman og hugmyndin er svona smám saman ad mótast og taka á sig mynd.. ..kulturnatten er á morgun, vid erum alltof gódu vøn heima, hér tharf madur nefnilega ad kaupa kulturpassa til thess ad sjá marga af vidburdunum, en hængurinn er sá ad madur kemst ekki yfir svo margt thar sem vidburdirnir eru á víd og dreif um borgina. (ég kann ekki alveg nógu vel á thessa menningarnótt svo ég veit ekki hvad er snidugt ad sjá og gera :P). ég er thó ad fara ad vera menningarlegur á morgun med skólanum en vid førum í ferd til ad kíkja á søfn og sjá nýja vidbyggingu sem teiknud er af zaha hadid, eina af theim heitari í bransanum í dag. afmæli bjøgga á laugardag ;) e.t.v. tjúttad smá en madur verdur eflaust med hálfan hugann vid skólann :P fer ad styttast í stokkhólmsferd. var reyndar í svíthjód um sídustu helgi, nánar tiltekid malmø, med hirti og magnusi. malmø er spes.
vignir freyr // 1:14 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, október 06, 2005:
nú thýdir sko ekkert ad hanga innandyra, allavega ekki thegar sól og huggulegheit bída manns utandyra. haustid hér í danmørku hætti vid ad koma (allavega um stundarsakir) :) plan næstu daga hljómar thannig: vettfangsferd med skólanum á morgun (førum og skodum áhugaverdan arkitektúr hér í kringum kaupmannahøfn og endum túrinn á thví ad skoda mitt framtídarhúsnædi á laugardeginum býst ég vid ad vakna fyrir kl.10 til ad kíkja á framtídarhúsnædid mitt (aftur) en thá innandyra. Thad er semsagt opid hús fyrir thá sem ætla ad flytja inn :) spennó. svo stendur valid á milli bekkjarteitis eda malmøteitis - kannski gerir madur hvorugt? en akkúrat núna er stefnan tekin á fyrirlestur í dansk arkitektúr center um skýjakljúfa í kvikmyndum: "Skyskraberen går til filmen - fra Metropolis til Bladerunner" ;)
vignir freyr // 1:42 e.h.
______________________
segdu thina skodun
fimmtudagur, september 29, 2005:
ég var "klukkadur" af henni elfu og verd víst ad telja upp fimm atridi um sjálfan mig (thad er eflaust af nógu ad taka).. 1. margir hafa án efa velt thví fyrir sér afhverju í helv.. thetta blogg heitir "madonnusykur" en thad vidurnefni fékk ég á www.reykjavik.com thegar einhver gella var ad skrifa "review" á søngvakeppni í flensborg. thad var tekin mynd af mér og ég var "mynd vikunnar" á sídunni (og fékk ljósakort fyrir.) anyways.. long time since, ég hef alltaf verid hálfgerdur flippari. :P 2. ég er ad læra arkitektúr vid det kongelige kunstakademi: kunstakademiets arkitektskole í hinni mjøg svo konunglegu kaupmannahøfn. ég veit samt ekki ennthá hvad ég vil verda thegar ég verd stór :) 3. ég byrjadi ad læra á hljódfæri thegar ég var ca. 9 ára (blokkflauta en sídar píanó sem sídan leiddi í søng) 4. ég er med mikinn áhuga á hinu sjónræna (og einnig (eins og ádur sagdi) á hinu "hljódræna" - thad skýrir ef til vill mikinn áhuga minn á kvikmyndum thar sem hljód og mynd renna saman í eitt..) kannski gerist ég bara kvikmyndagerdarmadur/framleidandi thegar ég verd stór :) 5. thegar ég var 8 ára ad flytjast búferlum med fjølskyldunni minni frá nordurbænum í setbergid gaf ég tháverandi kennara mínum gjøf (sem ég hafdi búid til) og sagdi henni ad ég ætladi ad verda listamadur thegar ég yrdi stór. en já, nú er víst komid ad klukka! klukkadi evu, palla, helga steinar, hannesi og gerdi :)
vignir freyr // 11:55 f.h.
______________________
segdu thina skodun